Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is HONDA JAZZ ELEGANCE 06/2013, ekinn 43 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 2.580.000. Raðnr.285447 AUDI Q5 QUATTRO 03/2010, ekinn 86 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður o.fl. Verð 5.680.000. Raðnr.285434 AUDI A1 ATTRACTION 05/2011, ekinn 31 Þ.km, bensín, 5 gíra, aukafelgur og dekk. Verð 2.380.000. Raðnr.253213 AUDI A3 SPORTBACK 08/2006, ekinn 108 Þ.KM, bensín, 5 gíra. Verð 1.440.000. Raðnr.253247 DAEWOO MATIZ S 07/2000, ekinn 130 Þ.km, 5 gíra. TILBOÐ 222.000 kr. staðgreitt eða raðgreitt! Raðnr.285341 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Í dag, miðvikudag- inn 4. febrúar, er al- þjóðadagur krabba- meina. Eins og flestir ef ekki allir vita er krabbamein lífsógn- andi sjúkdómur en árlega greinast um 1.450 manns með krabbamein hér á landi. Til allrar ham- ingju læknast margir af krabbameini vegna aukinnar þekkingar á sjúkdómn- um, nýrra og endurbættra lyfja og fullkomnari tækja. Engu að síður er það alltaf mikið áfall að grein- ast með krabbamein og þá ekki aðeins fyrir þann sem greinist – heldur ekki síður fyrir fjölskyldu viðkomandi og ástvini. Flestir sem greinast með krabbamein horfa fram á mikil og tíð samskipti við heilbrigðiskerfið í formi aðgerða, lyfja- og geislameðferða, ótal læknisheimsókna, rannsókna í hin- um ýmsu tækjum og svo fram- vegis. Allt kostar þetta mikla pen- inga; reyndar svo mikla í mörgum tilfellum að venjulegar fjölskyldur ráða illa við þann kostnað. Kraft- ur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur þess, gætir sérstaklega hagsmuna ungs fólks á aldrinum 18-40 ára. Á þessum aldri er fólk sérstaklega viðkvæmt fyrr aukaútgjöldum – enda flestir með börn á framfæri og með hús- næðis-, bíla- og námslán á bakinu. Þegar annar framfærsluaðilinn veikist af krabbameini (eða jafnvel sá eini) og læknis- og lyfjakostn- aður bætist við mánaðarleg út- gjöld er ljóst að fjárhag þeirrar fjölskyldu er stefnt í voða. Slík dæmi fáum við hjá Krafti vikulega inn á borð til okkar – enda grein- ast að meðaltali um 70 manns á ári með krabbamein á aldrinum 18-40 ára. Vissulega er kostnaður- inn mismunandi og fer eftir ýmsu, t.d. hvort viðkomandi er inniliggj- andi á sjúkrahúsi, öryrki eða hvers eðlis læknismeðferðin er hverju sinni. Þannig þurfa sumir að fara oftar í dýrar rannsóknir, leita læknismeðferðar erlendis o.s.frv. Engu að síður er krabba- meinsmeðferð í öllum tilfellum mjög kostn- aðarsöm. Til marks um það má geta þess að ung einstæð móðir, sem greindist með krabbamein í júlí á síðasta ári, greiddi um 300 þúsund í læknis- og lyfjakostnað á þriggja mánaða tíma- bili þrátt fyrir að hún hafi verið öryrki fyrir og því greitt mun lægra gjald en aðrir. Ungur maður sem greindist fyrst með krabbamein fyrir þremur ár- um hefur mátt greiða um 1,5 milljónir í heilbrigðiskerfið og svo má lengi telja. Þá er ótalinn allur aukakostnaður vegna tekjutaps, aksturs, ferðalaga og fleiri þátta. Þannig fær krabbameinssjúkl- ingur, sem sækja þarf meðferð er- lendis, að öllu jöfnu ekki greiddan kostnað vegna fylgdarmanns – jafnvel þótt ljóst sé að hinn krabbameinsveiki treysti sér ekki einn í ferðalag milli landa. Þetta ástand er með öllu ólíðandi. Ann- ars staðar á Norðurlöndum, og reyndar víðast hvar í hinum vest- ræna heimi, þurfa krabbameins- sjúklingar ekki að greiða neitt í líkingu við það sem þekkist hér á landi og víðast hvar í samanburð- arlöndum okkar er þessi þjónusta veitt án endurgjalds. Nú er svo komið að Kraftur hefur orðið að mæta brýnni þörf meðal skjól- stæðinga sinna og setja á lagg- irnar sérstakan neyðarsjóð til þess að styrkja ungt fólk svo það hafi efni á að greiða læknis- og lyfjakostnað. Það gerði félagið eft- ir að hafa heyrt æ fleiri sorgleg tilfelli þar sem skjólstæðingar þess lifðu við sára neyð vegna þessa aukna kostnaðar. Það er mikið álag að greinast með krabbamein á unga aldri og ekki á það bætandi að þurfa að berjast við stórfelldar fjárhagsáhyggjur vegna læknis- og lyfjakostnaðar. Á alþjóðadegi krabbameins er sorglegt að þurfa að minna á að Ísland stendur langt að baki öðr- um þjóðum hvað varðar kostn- aðarþátttöku almennings í heil- brigðiskerfinu. Ísland stenst ekki samanburð Eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Ragnheiður Davíðsdóttir »… enda greinast að meðaltali um 70 manns á ári með krabbamein á aldrinum 18-40 ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags. „Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.“ (Sálmur 90:12.) Þannig ávarp- aði sálmaskáld for- tíðar hæstarétt him- ins og jarðar. Stundum verður mér hugsað til þess- ara orða hans, þegar ég virði fyrir mér lífs- venjur fólks samtíðar minnar. Því hvað gerum við með hvern dag, sem okkur hlotnast að gjöf frá skapara lífsins? Sérhver þeirra er ómetanlegur, dýrmætur, þakk- arverður. Höfum við öðlast vit til að skilja það? Svo er ekki að sjá. Margir telja daga sína fram að næsta útborgunardegi, peningana í launaumslaginu fyrir sparnaði, sem það geta, aðrir til óhóflegra útgjalda í formi munaðar og utan- landsferða og margir til að deila þeim niður á dagana til næstu mánaðamóta til að ná endum sam- an. Jú, víst er, að það er viturlegt að eiga fyrir nauðsynlegum og hæfilegum útgjöldum. En lífið má ekki snú- ast um það eingöngu. Tilvera okkar er dýr- mætari en svo. Okkur ber að öðlast visku af orði Guðs og til þess er engin þörf á teljandi há- skólagráðum, nema þá síður sé. Enda er æðri viska metin með öðrum mælikvarða. Of margt er það sem glepur fyrir mann- inum við að læra hinn sanna til- gang lífsins og eilífðarinnar. Og hver er hann? spyrja menn. „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum?“ spyr sálma- skáldið og svarar: „með því að gefa gaum að orði þínu,“ og beinir þeim orðum til Guðs síns, (Sálmur 119:9) eins og hann vilji beina okkur inn á þá braut, sem leiðir okkur heim til himins að lokum. En til að svo megi verða þarf maðurinn á vegferð sinni á jörðu, að öðlast þá visku, sem honum er ætlað að nema. Að lifa í samhljóman við orð skapara síns hlýtur að uppfylla líf mannsins með tilgangi hans á jörðu, enda bætir skáldið við: „Veit mér skyn, að ég megi halda lögmál þitt og varðveita það af öllu hjarta.“ (Sálmur 119:34) Hið vitra hjarta kennir okkur að telja daga vora fremur en krón- urnar, því að það veit fyrir visku Guðs síns, að þá ber að nota til að afla sannra auðæfa, sem felast í því að gefa af sjálfum sér og þjón- usta náunga sinn í stað þess, að viða að sér í yfirfullar hlöður sín- ar, eins og maður ætli sér að lifa að eilífu á jörðu. Hin sönnu auðæfi tökum við með okkur til himna, þar sem við fáum notið þeirra um eilífð með góðri samvisku. Samlagning og auðæfi Eftir Einar Ingva Magnússon » Jú, víst er, að það er viturlegt, að eiga fyrir nauðsynlegum og hæfilegum útgjöldum. En lífið má ekki snúast um það eingöngu. Einar Ingvi Magnússon Höfundur er áhugamaður um guðfræði. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.