Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 ✝ Elín Björns-dóttir fæddist í Hafnarfirði 8. des- ember 1955. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans 25. janúar 2015. Elín var ein af sex börnum Guð- nýjar Jónsdóttur, f. 8.8. 1921, d. 9.7. 1991, og Björns Oddssonar Þorleifs- sonar, f. 28.11. 1922, d. 21.11. 1995. Systkini hennar eru Þor- leifur, Ragna Björg, Guðrún, Sturlaugur, Guðbjörg og uppeld- isbróðir Björn Grétar Sigurðs- son. Ella bjó alla tíð í Hafnarfirði, lengst á Sléttahrauni 21. Hún gekk í Lækjarskóla en byrjaði ung að vinna fyrir sér. Vann við fiskvinnslu í Bæjarútgerðinni og við umönnun á Vífilsstöðum. Hún fór upp úr tvítugu til sjós og var næstu 20 árin á togurum, fyrst sem kokkur á Júní, svo Þorleifi Jóns- syni og Stakfelli og svo í vinnslunni í Vestmannaeyjum. Þegar hún hætti á sjónum fór hún eitt ár ráðskona austur í Mýrdal. Eftir það var hún svo í hinum ýmsu matráðs- störfum þar til hún byrjaði hjá SPH/ Byr/Íslandsbanka og þar vann hún þangað til hún varð að hætta vegna veikinda sinna, mest við að næra svanga bankamenn en einnig við ýmis önnur störf. Einnig fór hún oft í sumarfríum og vann á ýmsum hótelum á Suð- urlandi. Ella var FH-ingur og ötul að vinna fyrir félagið og var einn af heitustu stuðningsmönnum þess. Útför Ellu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 4. febrúar 2015, kl. 15. Samband okkar Ellu systur byrjaði kanski ekki eins og best varð á kosið. Það fyrsta sem hún man eftir mér var þegar hún var fimm ára og kom heim úr pössun frá frænku okkar, þá lá organdi krakki á rúminu hennar og tók örugglega allt of mikinn mömmu- tíma frá henni. Það tók smátíma að jafna sig á því, en Ella komst yfir það eins og annað mótlæti í lífinu og reyndist hún mér alltaf góð systir, kær vinkona og ötull málsvari. Ég veit að ég á eftir að sakna hennar sárt en ég hef valið að þakka frekar fyrir þann tíma og minningar sem við áttum sam- an. Eins og á fermingardaginn hennar og hún var með fallegustu hárgreiðslu og í flottasta kjól sem ég hafði séð. Þegar hún flutti að heiman og spenningurinn að fá að koma í heimsókn. Við fluttum til Vestmannaeyja og Ella kom heim í matar- og kaffitímum og við spil- uðum kasínu eða marías þangað til hún þurfti að hlaupa aftur í vinnuna. Fyrsti túrinn sem hún fór sem kokkur á togara, og hvað mér fannst hún mikill töffari og var stolt af henni. Þegar við Siggi eignuðumst Rut og Hrafnhildi keypti hún handa þeim vagna sem var sko ekkert slor að spóka sig um í bænum með. Þó að Ella hafi ekki eignast börn sjálf þá hlúði hún vel að öllum sínum syst- kinabörnum, hrósaði og hvatti þau í hverju sem þau tóku sér fyr- ir hendur. Eins var um frændfólk okkar en þar fann hún alltaf það jákvæða og byggði samband sitt á því. En það var ekki bara fjöl- skyldan sem naut umhyggju frá Ellu, hún var vinur vina sinna og vinnufélagarnir virtust alltaf vera þeir bestu í heimi, sama hvort það voru togarasjómenn eða banka- menn og allt þar á milli. Og þar sem hún stóð alltaf með sínum, held að það hafi bara verið ósann- gjarnir stjórnmálamenn, til vinstri í pólitík, sem hún var ekki sátt við og fannst þeir oft fara með rangt mál í tali og skrifum um hennar fólk og flokk, Sjálf- stæðisflokkinn. En það var eitt sem trompaði allt, sama hver þú varst eða hvar þú varst í pólitík, og það var að vera FH-ingur. Hún ljómaði eins og sólin þegar vel gekk hjá þeim, en ég var ekk- ert að ergja hana með spurning- um um leikinn þegar ekki gekk eins vel. Það var því mesta furða hvað hún umbar okkur Sigga, eins rauð og við vorum í hafn- firskum íþróttum. Ég vil enn og aftur þakka Ellu fyrir allt sem hún skildi eftir hjá mér og mínum og veit að hún á eftir að vaka yfir okkur eins og hún gerði áður. Við biðjum að heilsa þeim sem á und- an eru farnir og hlúa nú að þér af umhyggju, með góðum mat, skemmtilegum sögum og svo verður spilað eins og enginn sé morgundagurinn. Elskum þig til tunglsins og til baka og í kringum sandkorn. Farðu í friði góði vinur þér fylgir hugsun góð og hlý. Sama hvað á okkur dynur aftur hittumst við á ný. (Magnús Eiríksson) Guðbjörg Björnsdóttir (Gugga, Siggi og fjölskylda). Í dag kveðjum við elskulega frænku og vinkonu. Ella var mér og börnum mínum hlý, hjartagóð og ætíð til staðar fyrir okkur. Ella passaði vel upp á alla sem fengu að kynnast henni, full af kærleik og ást. Síðasta skeiðið í lífi Ellu var erfitt, hún var þjökuð af erfiðum sjúkdómi sem tók sinn toll og reyndist vera krabbamein. Ég er afar þakklát og finnst það mikill heiður að hafa fengið það traust að fylgja Ellu minni í allar lyfjameðferðirnar. Það er mikill söknuður í hjört- um okkar við fráfall Ellu, tóma- rúm sem erfitt verður að fylla. Umvafin englum – Það má svo sem vera að vonin ein hálfveikburða sofni í dá. Finnst vera eitthvað sem íþyngir mér en svo erfitt í fjarlægð að sjá. Það gilda má einu hvort ég áleiðis fer eða staldra hér ögn við og bíð. Þótt tómið og treginn mig teymi út á veginn ég veit ég hef alla tíð … verið umvafin englum sem að vaka hjá meðan mannshjörtun hrærast þá er huggun þar að fá. Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein – aldrei ein. Svo endalaus ótti við allt sem er og alls staðar óvini að sjá. Veðrin svo válynd og víðáttan grimm, ég vil fría mig skelfingu frá. Í tíma og rúmi töfraorðin mín og tilbrigðin hljóma svo blíð. Líst ekki að ljúga mig langar að trúa að ég hafi alla tíð … verið umvafin englum sem að vaka hjá meðan mannshjörtun hrærast þá er huggun þar að fá. Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein – aldrei ein (Valgeir Skagfjörð) Elsku Ella okkar, takk fyrir allar stundirnar, „Love you!“ Minningin er ljós sem lifir. Ólöf Þóra, Kolfinna Líf, Breki Þór og Hafliði Ísarr. Þegar ég og fjölskylda mín fluttum á Sléttahraunið fyrir rúmlega 34 árum óraði mig ekki fyrir að ég væri í þann mund að eignast eina af mínum nánustu vinkonum. Við Ella náðum strax mjög vel saman og átti sú vinátta sem þarna myndaðist bara eftir að dýpka og verða innilegri eftir því sem árunum fjölgaði. Að eiga sér áhugamál er hollt hverri manneskju. Að deila áhugamál- um með kærum vini er ómetan- legt. Þannig var samband okkar Ellu. Við unnum saman í sjálf- boðavinnu fyrir okkar kæra íþróttafélag FH í mörg ár. Það gaf mér mikið að geta eytt þess- um tíma með góðri vinkonu. Eftir að þessu tímabili lauk fórum við að stunda göngutúra saman og fara á kaffihús. Þá var spjallað, hlegið og rætt um menn og mál- efni. Þessar stundir eru mér nú dýrmætar minningar. Ég trúði því statt og stöðugt að Ella myndi sigrast á þeim erfiða sjúkdómi sem hún glímdi svo æðrulaus við. Sú von sem ég bar í brjósti slokknaði hinn 25. janúar sl. Um leið og ég kveð Ellu mína með sorg í hjarta er ég full þakk- lætis yfir að hafa fengið tækifæri á að kynnast svona góðri mann- eskju. Manneskju sem gerði ver- öldina betri bara með því að vera hún sjálf. Ég sendi öllum ættingj- um og vinum og þeim sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Ellu mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Rósa Þórðardóttir. Hér kemur að kveðjustund við hana Ellu bestu vinkonu. Margs er að minnast því við höfum verið samferðakonur til margra ára, auk þess sem við stigum ölduna saman á lífsleiðinni. En helstu stundir okkar seinni árin voru all- ir göngutúrarnir sem við fórum í og skipti þá engu hvaða veður var því hún Ella var svo röggsöm og lét ekkert stoppa sig þegar hún ætlaði sér eitthvað. Alltaf kom maður heim andlega nærður eftir samtölin við hana. Það væri hægt að telja mann- kosti hennar upp í löngu máli en ég hef alltaf dáðst að henni fyrir það hversu jákvætt og fallega hún talaði um menn og málefni. Hún var ansi snögg að sjá það besta í hverjum og einum. Ein- staklega jákvæður og gefandi persónuleiki sem var henni eðl- islægur. Annað sem kemur strax upp í hugann þegar ég minnist hennar eru allar bílferðirnar okkar, ég held hreinlega að þær hafi alltaf endað á því að Ella sagði: „Ertu ekki til í að taka einn bryggjur- únt.“ Þannig endaði líka okkar síðasta bílferð; með bryggjurúnti. Það er sárt að missa góða vin- konu en lán að hafa fengið að eiga hana að. Ég votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og kveð kæra vinkonu með söknuði og þökk fyrir allar góðu minning- arnar sem hún skilur eftir sig. Ég veit að við eigum eftir að fara í marga göngutúra á guðs vegum (en örugglega ekki fleiri bryggj- urúnta) þegar sá tími kemur. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Lína vinkona. Elín Björnsdóttir, vinkona okkar mömmu, er látin. Sl. vor greindist Ella með illvígan sjúk- dóm sem lagði hana að velli allt of snemma. Við söknum góðs vinar. Móðir mín og Ella störfuðu saman í Sparisjóði Hafnarfjarðar, síðar Byr, um margra ára skeið, og fljótt tókst með þeim góð og traust vinátta. Fjölskyldurnar vissu hvor af annarri áður, eins og gerist í litlu samfélagi. Ella var ósérhlífin og hörku- dugleg í öllum sínum störfum, skoðanaföst, strangheiðarleg og hrein og bein. Hafnarfjörður var hennar heimabær alla tíð og hún var fróð um menn og málefni í bænum og sannur FH-ingur. Hún hafði gaman af að rekja sam- an ættir sínar við ýmsa þá sem rætt var um og var sérstaklega fróð um ættir Hafnfirðinga. Við mamma og Ella fórum saman margar skemmtilegar ferðir hér innanlands. Sérstak- lega er minnisstæð ferð til Vest- mannaeyja, en þar var Ella á heimavelli því að tvö systkini hennar og fjölskyldur þeirra eru búsett þar. Við fórum saman norður í Húnavatnssýslu, sveitina okkar mömmu. Marga stutta bíltúra fórum við og Ella hafði ánægju af því að fræða okkur um fólk og staði sem hún tengdist á einhvern hátt. Ella var mikill dýravinur og var henni sérstaklega umhugað um kisurnar á heimilum okkar. Í haust nýtti Ella tímann í félagsstarf og sótti spilavist á fleiri en einum stað og hafði mikla ánægju af. Þetta var skemmtilegt og ódýrt áhugamál og stundum fékk hún verðlaun eftir spila- mennskuna. Það var á nýársdag sem Ella kom á Brekkugötuna í síðasta sinn og var þá nokkuð bjartsýn á að lyfjameðferðin væri að bera árangur. En það var ekki liðinn mánuður þegar hún var öll. Blessuð sé minning þessarar góðu og traustu vinkonu okkar. Fjölskyldu og öðrum aðstand- endum vottum við djúpa samúð. Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf … Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Takk fyrir allt og Guð geymi þig. Þórir Kjartansson og Jóhanna Kristófersdóttir. Hetja er fallin! Elskuleg vin- kona okkar Elín Björnsdóttir lést á krabbameinsdeild LSH sunnu- daginn 25. janúar sl. eftir harða og snarpa baráttu. Ella var gull af manni, hörku- dugleg og með góða nærveru. Hún var alin upp á Hverfisgötu 39 í Hafnarfirði og var sannur gaflari. Hún var fjórða í röð sex systkina en einnig ólst systurson- ur hennar, Björn Grétar, upp með systkinahópnum. Ella byrjaði ung að vinna fyrir sér í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, einnig var hún 20 ár til sjós á frystitogurum og gaf ekkert eftir hörðum sjóurum. Eftir að sjó- mennsku lauk fór hún að vinna hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, síð- ar Byr og Íslandsbanka, vitum við að hún var alls staðar vel liðin. Flest sumarfrí sín vann hún úti á landi. Við unnum þrjár saman á Hótel Skógum og Fossbúð, þá var mikið hlegið og haft gaman. Þá fann maður hvaða mann hún hafði að geyma. Sl. vetur fór Ella að spila félagsvist á ýmsum stöðum og hafði mikla ánægju af. Ella hafði einstaklega gott hjartalag og átti marga vini sem hún hún sinnti af alúð með heimsóknum og hjálp- semi og eiga þeir eftir að sakna hennar. Elsku vinkona, nú ertu komin í sumarlandið, minning þín lifir í hjörtum okkar. Við vottum systkinum og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Þínar vinkonur, Gunnhildur og Hrafnhildur. Við viljum minnast hennar Ellu með nokkrum orðum. Hún lést 25. janúar eftir baráttu við erfið veikindi sem hún greindist með á síðasta ári. Ella starfaði hjá bankanum í rúm 16 ár, fyrst hjá Byr en kom til Íslandsbanka við sameininguna 2011 og vann í mötuneyti bankans síðastliðin tvö ár. Ella var fljót að samlagast nýj- um vinnufélögum og nýjum að- stæðum. Hún gekk til verkefna sinna með rólegu yfirbragði og féll aldrei verk úr hendi. Hún var oft- ar en ekki mætt rúmlega klukku- stund fyrir áætlaðan vinnutíma og búin að hella upp á kaffi fyrir vinnufélagana. Þetta gerði hún þrátt fyrir að koma með strætis- vagni úr Hafnarfirði alla leið á Kirkjusand. Ella vildi hafa allt snyrtilegt og fínt á vinnustað sín- um, sem var einn af mörgum kostum hennar. Ella var dyggur stuðningsmaður FH og oft var spjallað mikið um handbolta í morgunkaffinu. Samstarfsfólk Ellu hjá Ís- landsbanka þakkar henni sam- starfið og sendir aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsmanna Ís- landsbanka, Ríkharður Gústavsson. Elín Björnsdóttir Til Þóró vinar míns.Við kynnt- umst of seint og þú kvaddir of snemma. Þótt við höfum ekki bundist vin- áttuböndum fyrr en seint á æv- inni mun ég muna þau til ævi- loka. Við hittumst fyrst í Laos og deildum bæði ævintýrum og reynslu sem aðeins fáir eru svo gæfusamir að fá að upplifa. Þakklæti mitt er ómælt, vinur minn. Það voru forréttindi að fá að eyða með þér tíma hvenær og hvar í veröldinni sem leiðir okk- Þórólfur Sverrisson ✝ ÞórólfurSverrisson, Þóró, fæddist 4. janúar 1983. Hann lést 17. desember 2014. Útför hans fór fram 23. janúar 2015. ar lágu saman. Þakka þér fyrir að færa mér hamingju og gefa mér góð ráð um málaralist, og vita skaltu að net- verkefnið okkar, sem draumurinn var að yrði stórt í framtíðinni, verður þróað áfram í þín- um anda. Marius Backer. Til Þórós, besta vinar míns. Við kynntumst fyrir nokkrum árum. Minningin um fyrsta fund okkar er kristaltær. Við hittumst á ferju á Ha Iong-flóa í Víetnam. Sátum alla nóttina og drukkum og spjölluðum, sögðum hvor öðr- um frá ævintýrum sem á daga okkar höfðu drifið. Við áttum svo margt sameiginlegt að við urð- um umsvifalaust bestu vinir. Þannig hófst vinátta Taílendings á ferð í útlöndum í fyrsta sinn og Vesturlandabúa sem hafði látið heillast af austrinu. Eftir það hittumst við næstum því árlega því Asía heillaði Þóró. Hann naut þess að lesa bækur um sögu Asíu, borða taílenskan mat, njóta þess sem taílensk menning hafði upp á að bjóða. Í stuttu máli, þá elskaði hann Taí- land. Við hittumst alltaf þegar hann kom og tókum upp á ýmsu eða sátum bara á spjalli tím- unum saman. Hann er eini er- lendi vinur minn sem kom í heimsókn á heimaslóðir mínar inni í landi. Foreldrar mínir kunnu ákaflega vel við hann. Saman gerðum við fjölmargt minnisstætt, þar á meðal fram- leiddum við sjónvarpsþátt sem tekinn var á hinum fræga Bur- iram-fótboltavelli sem tekur 30 þúsund manns. Við fórum í úti- legur og lentum í svaðilförum á Hua Hin-ströndinni. Magnað- asta ferðalagið okkar var án efa ferðin um Andamaneyjar á Ben- galflóa ásamt TumPae vini okk- ar. Þá reyndi á þol og styrk til hins ýtrasta, við urðum nærri ör- magna, en það var rosalega gaman og við hlógum mikið. Bíll- inn gafst upp í miðju einskis- mannslandi en við komumst samt á leiðarenda. Og svo, einn daginn, ertu bara horfinn, Þóró. Bara farinn. Ég get varla trúað því og sorgin hel- tekur hjarta mitt. Sagt er að verk manns séu það eina sem eftir lifir. En minningin lifir líka, því Þóró var elskulegur, hógvær og skemmtilegur að vera sam- vistum við; alltaf kom hann fólki til að brosa. Hann unni austrinu og kunni að meta taílenska hnefaleika. Ég á aðeins góðar minningar um Þóró vin minn. Og þó að Þóró sé farinn og við eigum ekki eftir að sjást aftur mun ég varðveita allar skemmti- legu minningarnar í huga mér. Þóró verður mér ætíð nálægur. Vináttubönd slitna aldrei, og þó að við séum hvor í sínum heimi nú mun vináttu okkar aldrei ljúka. Elska þig, Þóró minn. Kundech Leelanoi. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR ÞÓR JACOBSEN kerfisfræðingur, Gvendargeisla 4, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 25. janúar. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 13.00. Erna Arnardóttir, Edith Gunnarsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Heiðrún Lúðvíksdóttir, Tanja, Erika, Birta Sif, Gabríel Frosti og Benedikt Jökull.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.