Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 27
voru 59. Þessar tölur segja mikla sögu, sögu af fólki sem á hvergi höfði sínu að halla. Hlutverk kirkjunnar Við undirrituð viðurkennum þá staðreynd að Þjóðkirkjan hefur ekki sinnt flóttafólki nægilega hingað til, en hún vill gera betur. Við viljum gjarnan þjóna flóttafólki meira en verið hefur, en ætlun okkar er alls ekki að vera í samkeppni við aðra að- ila, heldur taka þátt í því að gera gott í samvinnu við þau sem nú þegar vinna að málefnum flóttafólks. Það viljum við gera með því að veita flóttafólki þjónustu bæði á kirkju- legum grundvelli og mannúðlegum grundvelli. Meðal flóttafólks er margt kristið fólk, sem hefur áhuga á að vinna á kirkjulegum vettvangi, og því er mik- ilvægt að kirkjan veiti því andlegan stuðning, svo og praktíska aðstoð. En á sama tíma gerum við okkur fulla grein fyrir því að fólk sem ekki er kristið er jafn mikilvægt í kirkjunni. Því mun kirkjan standa fyrir sam- verustundum í ákveðnum söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu fyrir allt flótta- fólk óháð trúarlegum bakgrunni. Þátttaka fólks í söfnuðum er mik- ilvæg og raunar skiptir hún miklu máli. Samskipti milli kirkjufólks og flóttafólks eiga ekki að vera ein- stefna, heldur gagnkvæm þar sem báðir hópar njóta samfélags hvor við annan. Fólk í kirkjunni getur lært mikið af því að kynnast flóttafólki og lífsreynslu þess. Og um leið munum við staðfesta þann mikilvæga sann- leika: að við erum öll sömu jarð- arbúar þó að við séum ólík á ýmsan jarðneskan hátt. Og við erum „við“ í djúpum tilvistarlegum atriðum, en ekki „við“ og „þeir“. Það er mikilvægt hlutverk kirkjunnar að viðhalda þess- um sannleika í hvíventa í þjóðfélagi okkar. Höfundar eru vígslubiskup á Hólum og prestur innflytjenda. UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Sextíu spilarar hjá eldri borgurum í Reykjavík Mánudaginn 2. febrúar var spilaður tvímenningur á 15 borðum hjá brids- deild Félags eldri borgara í Reykjavík Efstu pör í N/S Guðjón Eyjólfss. - Sigurður Tómass. 371 Bjarni Þórarinss. – Oddur Halldórss. 369 Örn Isebarn – Auðunn R. Guðmss. 338 A/V Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 412 Björn E. Péturss. – Valdimar Ásmundss. 377 Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 359 Spilað er í Síðumúla 37. Gullsmárinn Spilað var á 13 borðum í Gullsmára mánudaginn 26. janúar. Úrslit í N/S: Viðar Valdimarsson - Óskar Ólason 308 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 307 Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 296 A/V: Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 311 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 310 Guðbj. Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 293 Spilað milli djúpra lægða um Súgfirðingaskálina Fjórða lota í keppni um Súgfirð- ingaskálina var spiluð milli djúpra lægða í byrjun þorra. Fimmtán pör mættu til leiks. Sveinbjörn Jónsson og Sigurður Ólafsson tóku risaskor, það hæsta sem náðst hefur í keppninni. Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi en meðalskor er 156 stig. Sveinbjörn Jónsson - Sigurður Ólafss. 208 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 179 Finnbogi Finnbogas. - Magnús Jónss. 167 Rafn Haraldsson - Jón Sveinsson 159 Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 159 Flemming Jessen - Kristján Björnss. 159 Eðvarð Sturluson - Mortan Hólm 159 Heildarstaðan, meðalskor 624 stig. Hafliði Baldurss. - Árni Guðbjörnsson 696 Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálsson 686 Flemming Jessen - Kristján H. Björnss. 670 Rafn Haraldss. - Jón Sveinsson 661 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 658 Sturla G. Eðvarðss. - Björn Guðbjss. 647 Næsta lota, sú fimmta verður spiluð í byrjun góu, mánudaginn 23. febrúar. Náttúrupassi er skattur. Skattur sem rennur til ríkisins eins og hver annar skattur, en síðan er úthlutað peningum úr ríkissjóði, hærri eða lægri upphæð til ferðamannastaða, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda hverju sinni. Þannig er allur skattur, hvort sem hann heitir gúmmígjald, sætagjald, bensíngjald eða náttúrupassi. Ríkið hefur meiri tekjur af ferða- mönnum á Íslandi en nokkur annar aðili. Af öllum kostnaði við hót- elbyggingar, stíga- gerðir, almenningssal- erni, rútuferðir, leigubílakostnað, öl- drykkju eða hverju því sem hinir hug- myndaríkustu á skatt- stofunni fá inn í sinn hnetukjarna komið, fær ríkið skatt, í formi virðisauka, útvarps- gjalds, eða hvað þetta nú heitir allt saman svo þúsundum milljóna skiptir. Það er því ábyrgð- arhlutur að ljúga því að fólki að einhver náttúrupassi, sem útlendir og innlendir eiga að borga, eða borga fyrir að hafa ekki borgað, sé eitthvað sem ætlað sé til náttúru- verndar. Ef ríkið ætlar að hafa áfram tekjur af ferðamönnum, þá á það að leggja fé til rekstursins, það er, að efla ferðamannastaði (þeir eru víst ekki svo fáir, sem ríkið hefur svælt út úr landsmönnum með ofbeldi, með svokölluðum þjóðlend- ureglum), og fá af því enn meiri hagnað. Það á að vera í sátt við fólkið í landinu, en ekki í stríði við það. Það á að gefa þeim sem fyrir ferðamenn starfa frið til að vinna sína vinnu svo hver uni glaður við sitt. Ef ríkið hefur ekki efni á að leggja örlítinn hluta þeirra tekna sem það hefur af ferðaþjónustunni til reksturs og tekjuauka, þá er það hreinlega gjaldþrota og ber að meðhöndlast sem slíkt. Náttúrupassinn Eftir Kristján Hall Kristján Hall » Þannig er allur skattur, hvort sem hann heitir gúmmígjald, sætagjald, bensíngjald eða náttúrupassi. Höfundur er eftirlaunaþegi. Rafmagnað samband við áskrifendur Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf. Vinnur þú straumabílinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.