Morgunblaðið - 16.02.2015, Page 4

Morgunblaðið - 16.02.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 BAKSVIÐ Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Íslendingar bera enn höfuð og herðar yfir nágrannaþjóðirnar þeg- ar kemur að því að nota lyf til að hjálpa sér að sofna. Samkvæmt nýj- ustu tölum, sem eru frá 2013, sést að Íslendingar nota svefn-, ró- andi og kvíðastill- andi lyf mun meira en frændur vorir í Skandin- avíu. Salan er þó á niðurleið, toppn- um var náð árið 2010 og 2011. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er mest not- aða svefnlyfið Imovan og árið 2012 fengu 25 þúsund Íslendingar lyfið að minnsta kosti einu sinni. Töl- urnar fyrir árið 2014 voru svipaðar eða rúm 23 þúsund manns. Lyfið til- heyrir flokki geðlyfja en notkun geðlyfja er mest á Norðurlandi vestra. Ekki eru komnar tölur frá ná- grannaþjóðunum fyrir árið 2014. Erfiðara að svindla Landlæknisembættið fylgist náið með ávísun þessara lyfja og er það eftirlit orðið auðveldara eftir að nýr lyfjagagnagrunnur var tekinn í notkun. Þá hafa læknar betri að- gang að upplýsingum í gegnum raf- ræna sjúkraskrá og með beinum að- gangi að lyfjagagnagrunni. Með honum geta læknar séð hvort sjúk- lingar misnota lyfið. Þetta þýðir að heimilislæknir í Árbæ getur séð hvort heimilislækn- irinn í Vesturbæ hefur verið að skrifa upp á svipaðan skammt af svefnlyfjum fyrir sama skjólstæð- ing. Það er því með öðrum orðum orðið erfiðara að svindla á kerfinu. Landlæknisembættið bendir á að það sé töluvert um það að fólk sé að flakka á milli, láta heimilislækni skrifa upp á svefn- og ávanabind- andi lyf án þess að láta lækninn vita af ávísunum annarra lækna. Slíkt er orðið erfiðara. Meðfylgjandi graf sýnir sölu á ávanabindandi lyfjum en um 80% af lyfjunum er ávísað, 20% eru ein- staklingum gefin á stofnunum eins og hjúkrunarheimilum og sjúkra- húsum. Nota frekar Tuborg Gunnar Ingi Gunnarsson, yf- irlæknir á Heilsugæslustöð Árbæj- ar, segir niðurstöðurnar ekki koma sér mjög á óvart enda sé þjóðfélagið að rétta sig við eftir fjárhagshrunið. „Það varð töluverð aukning á svefnlyfjum í kjölfar hrunsins. Þá kom inn fjöldi fólks til okkar sem við höfðum ekki séð áður. En það er hætt að koma. Svo hefur mér dottið það í hug, því við erum að miða okkur við Skandinavíu, að fyrsta spurningin sem kviknar hjá mér er vort Danir noti kannski frekar Carlsberg og Tuborg? Ég held að fleiri Danir eigi bjór í ísskápnum hjá sér en Íslend- ingar. Ég er ekkert svo viss um að hér á landi séu svona miklar svefn- raskanir en kannski frekar í að- gengi. Það hefur verið auðvelt að- gengi að svefntöflum hér á landi undanfarin ár. Þetta er auðvitað bara tilfinning en mér dettur það í hug þegar þetta er til umfjöllunar,“ segir Gunnar Ingi að endingu. Vaknað við vondan pilludraum  Svefnlyfjanotkun hefur minnkað  Íslendingar bera þó enn höfuð og herðar yfir nágrannaþjóð- irnar í notkun svefnlyfjanna  25 þúsund Íslendingar fengu lyfið Imovan ávísað á árinu 2012 Morgunblaðið/Ásdís Svefn Notkun geðlyfja er mest á Norðurlandi vestra. Yfir 23 þúsund Íslend- ingar fengu lyfið Imovan að minnsta kosti einu sinni ávísað árið 2014. Sala á svefn- og kvíðastillandi lyfjum dagskammtar á hverja þúsund íbúa Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Svefnlyf Róandi og kvíðastillandi Heimild: nowbase.org 2005 2013 2005 2013 2005 2013 2005 2013 2005 2013 Gunnar Ingi Gunnarsson Í lyfjabókinni segir að Imovan taki innan við 30 mínútur að virka. Algengasta aukaverkunin er biturt bragð í munni og sljó- leiki. Afar sjaldan verður fólk vart við skapgerðarbreytingar eða ofskynjanir eða fær útbrot, kláða, bjúg og öndunarerfiðleika en þó hefur það gerst. Lyfið eyk- ur áhrif hamlandi boðefnis, GABA, á vissum stöðum í heila og styttir því tímann sem það tekur fólk að sofna, fækkar and- vökum og lengir svefntíma. Í venjulegum skömmtum raskar lyfið ekki svefnmynstri og svefn verður eðlilegur. Lyfið ætti að- eins að nota í skamman tíma í senn vegna ávanahættu. Ef lyfið er notað lengi getur svefninn skyndilega versnað við það eitt að hætta töku lyfsins. Biturt bragð og sljóleiki AUKAVERKANIR AF SVEFNLYFINU IMOVAN Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys tá n fy rir va ra . Stökktu tilboð Frá kr.64.900 Þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brottför látum við ykkur vita á hvaða gististað dvalið er á. Ekki missa af þessu einstaka tilboði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara. Netverð á mann m.v. 2 - 4 fullorðna í íbúð/studio/herbergi í 5 nætur. Kanarí Stökktu til 26. febrúar í 5 nætur Kettlingurinn Mia, sem er fimm mánaða gömul, réðst ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur, í bókstaflegri merkingu, þegar hún var að stíga sín fyrstu skref úti í hinum stóra heimi. Eftir stutta stund þar sem hún kynntist norðlenskum snjó norður á Akureyri tók hún upp á því að klifra upp í tré. Það sem gerðist næst kom eiganda hennar Ingu Völu Birgisdóttir í opna skjöldu. „Þetta voru nánast hennar fyrstu skref úti í náttúrunni. Ég kallaði á hana en hún svaraði mér ekki þannig að mér varð litið upp í tré og kom auga á hana. Fannst hún fyndin þannig að ég stökk inn og náði í myndavélina,“ segir Inga Vala. Þegar hún sneri aftur vopnuð myndavélinni sá hún að krummi einn hafði komið sér fyrir í trjá- toppnum en Inga velti því lítið fyr- ir sér enda kattarskinnið frekar neðarlega í trénu. „Allt í einu klifraði hún upp þegar krumminn var búinn að koma sér fyrir á toppnum og fældi hann í burtu. Svo klifraði hún nið- ur stolt og ánægð. Nema hvað krumminn sótti sér liðsstyrk og kom með annan krumma. Hún klifraði þá bara aftur upp og fældi þá tvo líka í burtu,“ segir Inga og hlær. benedikt@mbl.is Ljósmyndir/Inga Vala Birgisdóttir Mjálm kettlings fældi krumma úr trénu Líkamsárás varð í Hafnarfirði á laugardagskvöldið þegar maður á fimmtugsaldri réðst á son sinn á unglingsaldri. Maðurinn var hand- tekinn og gisti í fangageymslu um nóttina. Drengurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans, skorinn á höndum. Fleiri ungmenni voru á heimilinu þegar líkamsárásin átti sér stað. Að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, var manninum sleppt eftir skýrslu- töku í gær. Sagði Margeir málið enn í rannsókn, en það verður unnið í samvinnu við félagsþjón- ustu. Barnaverndaryfirvöld í Hafn- arfirði voru kölluð til vegna máls- ins eins og tíðkast þegar um heimilisofbeldi er að ræða gagn- vart barni. Faðir handtekinn vegna líkamsárásar á son

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.