Morgunblaðið - 16.02.2015, Side 12

Morgunblaðið - 16.02.2015, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 REYKJAVÍK BREIÐHOLT H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Sundlaugarvörðurinn í Breiðholt- inu, Sveinn Auðunsson, lætur fjúka í kviðlingum. Þessi hláturmildi karl hefur unnið við sundlaugina frá því um aldamót. Er ýmist á vakt í bún- ingsklefunum eða situr í varðturn- inum við laugina og fylgist með að enginn fari sér að voða. Úr turninum sést vel yfir laugina og öryggis- myndavélar ná í hvert horn og undir yfirborðið. Ferillinn er fjölskrúðugur. Sveinn Auðunsson fæddist á Ólafsfirði, en frá átta ára aldri og fram að tvítugu bjó hann í Þykkvabæ. Auðunn Bragi Sveinsson, faðir Sveins, var þar skólastjóri sem átti sinn þátt í því að Sveinn lagði á svipaða slóð. Fór í Íþróttakennaraskóla Íslands á Laug- arvatni og varð skólamaður; fyrst í Gaulverjabæ í Flóa en lengst á Egils- stöðum. „Og þar hófst sundlaug- arferillinn, síðustu tvö árin eystra með hinum þekkta Strandamanni og víðfræga kúluvarpara Hreini Hall- dórssyni, sem var forstöðumaður. Hreinn hafði mjög gaman af kveð- skap ýmiss konar svo sem vísunum um konurnar sem unnu,“ segir Sveinn sem með fjölskyldu sinni flutti suður árið 1999. Hóf þá störf í sundlauginni og hefur unnið þar síð- an. Kveðskapurinn er alltaf nærri. Í pokahorni sínu lumar Sveinn á ljóða- bókunum sínum þremur; Demónum og fóbíum frá 2010, Nú er það geðs- legt sem kom út 2011 og Allt er gott sem endar sem hann gaf út í hitti- fyrra. Annars eru gullmolarnir fljót- ir að fljúga úr munni Sveins – og þegar blaðamaður spurði Svein hvernig honum líkaði starfið í laug- inni og hvernig það væri stóð ekki á svari: Í laugarturni löngum sit, lít það yfir svæði. Oft þá verð ég alveg bit, endar svona kvæði. Skáldið í turninum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vakt Hinn hraðkvæði Sveinn lítur eftir laugargestum og er vel á verði. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Aðhald almennings, ábendingar um hvað betur megi fara og óskir um að gengið verði í hin og þessi mál eru stjórnmálafólki mikil- vægar,“ segir samfylkingarkonan Björk Vilhelmsdóttir. Hún var kjörin í borgarstjórn frá árinu 2002 og flutti ekki löngu síðar með fjölskyldu sinni í Breiðholtið. Hverfið var raunar fyrsti viðkomu- staðurinn þegar hún flutti í bæinn norðan úr landi á unglingsárum. Fór þá í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Óhætt er að segja að rætur hennar liggi í þessu sam- félagi. Umferðar- og skipulagsmál, velferðarþjónusta og húsnæðis- vandi eru þau mál sem borgarbúar bera gjarnan upp við kjörna full- trúa sína og óska úrbóta. Bæta þarf merkingar á götuhorni, laga gangstéttar og svo framvegis. „Þótt grunnskólarnir séu einn veigamesti þátturinn í starfsemi borgarinnar koma erindi þeim við- víkjandi lítið inn á borð borgarfull- trúa. Málin eru einfaldlega leyst í skólunum og það er vel,“ segir Björk. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Krakkar Brosmildur barnahópur í Austurbergi á heimleið eftir skemmtilegan dag í Hólabrekkuskóla. Hverfið endurnýjast  Björk Vilhelmsdóttir er borgarfulltrúi úr Breiðholti  Fólk vill framkvæmdir og úrbætur  Félagsauður og listaverk sett upp Nýr frjálsíþróttavöllur verður tek- inn í notkun á svæði ÍR í Suður- Mjódd í Breiðholti ekki síðar en sumarið 2017. Hann verður mikil lyftistöng fyrir frjálsar íþróttir í borginni að sögn Hauks Þórs Har- aldssonar, fram- kvæmdastjóra félagsins. Haukur Þór sagði í samtali við Morgun- blaðið að sam- kvæmt samningi við Reykjavíkur- borg sem undir- ritaður var í lok janúar fari hönnunarvinnan fram í sumar og jarðvegsathuganir. Meg- inframkvæmdatíminn verði hins vegar á næsta ári. Allt eigi að vera tilbúið vorið 2017. Fimmtíu millj- ónum króna verður varið í verk- efnið á þessu ári samkvæmt samn- ingnum. Hér er um útivöll að ræða með brautum, en jafnframt munu litlar byggingar fyrir keppnisumsjón rísa á svæðinu. Völlurinn leysir af hólmi gömlu aðstöðuna á Laugardalsvelli, en áfram verður keppt í frjálsum íþróttum innandyra í Laugardals- höllinni. Þá er keppnisaðstaða í Kaplakrika í Hafnarfirði sem mikið hefur verið notuð. Hundrað ára félag „Þetta verður okkar félags- völlur,“ sagði Haukur Þór, „en að sjálfsögðu stendur hann opinn öll- um öðrum sem keppa í frjálsum íþróttum.“ Nýi frjálsíþróttavöllurinn verður lagður vestur af aðalknattspyrnu- velli ÍR í Suður-Mjódd. Honum er ætlað að uppfylla kröfur Alþjóða- frjálsíþróttasambandsins fyrir fé- lagsvöll. ÍR - Íþróttafélag Reykjavíkur - er rúmlega hundrað ára gamalt félag. Það var stofnað að frumkvæði ungs Norðmanns, Andreasar J. Bertel- sen. Það var snemma árs 1907 sem hann setti auglýsingu í bæjarblöðin þar sem hann hvatti röska pilta til að mæta á stofnfund félags um fim- leika- og íþróttaiðkun. Þann 11. mars sama ár var haldinn stofn- fundur Íþróttafélags Reykjavíkur, sem hóf þegar stífar leikfimisæf- ingar. Fyrstu æfingarnar fóru fram á Landakotstúni. Fyrsta frjáls- íþróttamótið var haldið tveimur ár- Fá 50 milljónir til að undirbúa nýjan völl  Frjálsíþróttavöllur hjá ÍR í Suður-Mjódd Haukur Þór Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.