Morgunblaðið - 16.02.2015, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015
✝ Helgi EllertJónatansson
var fæddur á Akra-
nesi 24. febrúar
1951. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 27. jan-
úar 2015. For-
eldrar hans voru
hjónin Jónatan
Ingvar Guðmunds-
son, f. 21.1. 1923 á
Fossum í Skut-
ulsfirði, d. 23.5. 1972, og Marta
Rósa Guðmundsdóttir, f. 9.9.
1919 í Flatey á Skjálfanda, d.
7.11. 1984. Systkini Helga eru:
1) Anna Rannveig Jónatans-
dóttir, f. 30.6. 1945 á Ísafirði,
gift Vernharði Anton Að-
alsteinssyni, f. 20.4. 1947. Þeirra
börn eru Jónatan Vernharðsson,
f. 31.3. 1966, Anna Sigríður
Vernharðsdóttir, f. 30.6. 1969 og
Aðalsteinn Vernharðsson, f.
27.4. 1977, d. 1.9. 1997. 2) Guð-
mundur Karl Jónatansson, f.
24.9. 1947 á Ísafirði, giftist Mar-
íu Guðmundsdóttur f. 16.12.
1950. Þau skildu. Þeirra börn
eru V. Auður Karlsdóttir, f. 8.5.
1969, Rósa Guðmundsdóttir, f.
7.2. 1973, og Guðmundur Alfreð
Guðmundsson, f. 15.7. 1976.
Helgi giftist Þorgerði Einars-
Hjá SBK starfaði hann sem
rútubílstjóri til ársins 1989. Á
þessum árum stofnuðu Helgi og
Þorgerður bókaverslunina Rit-
val í Keflavík og ráku hana í
nokkur ár. Árið 1989 fluttu þau
í Garðabæ og fór Helgi að keyra
leigubíl. Í framhaldi af því starf-
aði hann í þrjú ár sem bílstjóri
fyrir Sameinuðu þjóðirnar í
Sarajevo. Eftir heimkomu hóf
hann störf við virkjanafram-
kvæmdir við Vatnsfell og hóf
síðar störf hjá BM Vallá, fyrst
sem bílstjóri en fljótlega fór
hann í steypustöðina við rann-
sóknir og gæðamælingar. Í
nokkur ár var hann staðsettur á
Reyðarfirði við steypurann-
sóknir o.fl. við Kárahnjúka-
virkjun og álverið á Reyðarfirði
en síðustu árin vann hann á höf-
uðborgarsvæðinu.
Helgi var mikill skákáhuga-
maður og tefldi við hvert tæki-
færi. Hann tefldi lengst af með
Skákfélagi Reykjanesbæjar og
vann með þeim til margra verð-
launa í gegnum tíðina en nú síð-
ast urðu þeir Íslandsmeistarar
árið 2014 í sveitakeppni 2.
deildar. Einnig fór hann marg-
sinnis með félaginu til útlanda
til að tefla í hópi bifreiðastjóra
frá öllum löndum á Norð-
urlöndum og þar varð hann
margsinnis Norðurlandameist-
ari.
Helgi verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju í dag, 16. febr-
úar 2015, og hefst athöfnin kl.
15.
dóttur, f. 4.10. 1954
í Almannadal, árið
1970 í Kaliforníu,
Bandaríkjunum.
Þau skildu árið
1993. Börn þeirra
eru Einar Helga-
son, f. 14.12. 1970,
og Linda Björg
Helgadóttir, f. 16.8.
1974, gift Stefáni
Jökli Jakobssyni, f.
21.7. 1971, þeirra
börn eru Sara Ósk Stefáns-
dóttir, f. 1.10. 2002 og Heba Sól
Stefánsdóttir, f. 12.5. 2004.
Helgi var fæddur á Akranesi
en fjölskyldan flutti fljótlega
eftir fæðingu hans í Kópavog
þar sem faðir hans hafði veikst
alvarlega. Hann ólst upp í vest-
urbænum í Kópavogi, í Mel-
gerði, og bjó hann þar einnig
tímabundið með fjölskyldu sinni
eftir búsetu í USA. Helgi kláraði
landspróf árið 1967 og vann ým-
is iðnaðarstörf á sínum fyrstu
starfsárum. Fljótlega eftir heim-
komuna frá Bandaríkjunum hóf
hann störf sem bílstjóri hjá
Steypustöðinni þar sem hann
var til ársins 1976 er hann byrj-
aði hjá Sérleyfisbifreiðum
Keflavíkur, SBK, og flutti fjöl-
skyldan á því ári til Keflavíkur.
Elsku pabbi minn, tengdafaðir
og afi.
Lífið kemur sífellt á óvart.
Ekki áttum við von á að þetta
hefðu verið síðustu jólin okkar
saman. Þú varst hjá okkur í mat
aðra helgina í janúar og var það
okkar síðasta samvera. Nutum
við þess eins og ávallt að spjalla
um heima og geima. Þrátt fyrir
veikt hjarta varstu alltaf svo
hress, stundaðir ávallt þína
vinnu, tefldir í sífellu hér og þar
svo ekki grunaði mig að þú værir
á förum frá okkur. Þrátt fyrir að
við höfum rætt margt í gegnum
tíðina og mér finnist ég ekki eiga
neitt ósagt við þig þá langar mig
að minnast þín í nokkrum orðum.
Lífið er eins og veðráttan,
skin og skúrir, og þrátt fyrir fjöl-
breytt veðurfar í gegnum lífið þá
stendur upp úr öll þessi góða
samvera okkar. Ég þvældist
mikið með þér á rútunni og fór
ófáar ferðir með þér milli Kefla-
víkur og Reykjavíkur. Mesta
sportið var að fá að borða með
þér á BSÍ og fá að afgreiða í
sjoppunni á meðan þú tíndir
pakka og farangur úr rútunni.
Þú varst svo fróður um margt,
víðlesinn, sérstaklega um mann-
kynssöguna og fylgdist vel með
því sem var að gerast í þjóðfélag-
inu hverju sinni. Því man ég eftir
mörgum skemmtilegum frásögn-
um þínum. Þú hafðir sterkar
skoðanir og kaldhæðnislegan
húmor sem krydduðu sögurnar.
Þú varst líka alla tíð mikill
stríðnispúki og uppátækjasamur,
sérstaklega sem ungur maður.
Afastelpurnar og hundurinn
Lord eiga eftir að sakna þess að
fá stríðnispúkann í heimsókn og
höfðu stelpurnar orð á því um
daginn hver ætti þá að stríða
Lord og kalla hann kisu! Ég
sagði þeim að þú myndir vaka yf-
ir okkur og pikka í kisu af og til.
Öll höfum við okkar kosti og
galla og þú varst ekki þessi
pabbi sem fór með mér á tón-
leika eða skíði en við fórum að
veiða og voru það okkar gæða-
stundir. Svo vorum við tvö dug-
leg að spila saman yatzy og
grunar mig að eftir öll árin hafir
þú staðið uppi sem sigurvegari.
Þú varst mikill skákmaður og
helgaðir skákinni þinn frítíma,
gast setið klukkustundum saman
í einni og sömu skákinni. Þessa
þolinmæði skorti mig alveg og
gafst ég alltaf upp á að læra af
meistaranum. Þú getur huggað
þig við það að yngri afastelpan
þín virðist hafa erft genið, hefur
gífurlegan áhuga og stundar
skák af kappi. Hún ljómaði líka
öll þegar þú sagðir henni frá
skákvef þar sem þú gast teflt við
fólk um allan heim.
Okkar samvera sl. 20 ár hefur
verið hittingur yfir kaffibolla eða
mat og við skipst á fréttum og
sögum. Stebbi hafði oft meiri
skilning á því sem þú varst að
brasa í vinnunni, þið áttuð góða
samleið, báðir með skemmtilegar
sögur að segja, báðir búnir að
vinna mikið í iðnaðarbransanum.
Afastelpurnar höfðu gaman af að
fá þig í heimsókn og náðu að
kynnast þinni góðu hlið. Nutu
þær þess að spila við þig spilið
sem þú gafst þeim, en þær voru
líka mjög þakklátar fyrir bæk-
urnar sem þú reyndir að velja
vel og stóðst þig með besta móti.
Við fjölskyldan erum mjög
þakklát fyrir þessar stundir okk-
ar saman og vonum að á nýjum
stað finnir þú nógu erfiðan and-
stæðing til að tefla við þig.
Ástarkveðja, þín
Linda Björg, Stefán Jökull,
Sara Ósk & Heba Sól.
Í dag kveðjum við samstarfs-
mann okkar og vin Helga Jón-
atansson. Dauða hans bar brátt
að og okkur er óneitanlega
brugðið og finnst að dagsverkinu
hafi ekki verið nærri lokið.
Margar sögur átti eftir að segja
og margar skákir eftir að tefla í
amstri lífsins.
Kynni okkar hófust þegar
Helgi fór að vinna hjá BM Vallá
fyrir um 15 árum. Hann réði sig
sem bílstjóra en fór fljótlega að
stýra steypustöðvum og að vinna
við gæðamælingar á steypu og
steypuvörum. Hann var afar
góður starfskraftur, eldklár,
vandvirkur og samviskusamur.
Það var alltaf hægt að treysta
því að ef Helgi sá um hlutina
voru þeir hafnir yfir gagnrýni.
En Helgi var einnig góður fé-
lagi og skemmtilegur persónu-
leiki. Það var oft gaman að koma
og hitta hann í upphafi dags til
að fá stöðu mála því hann hafði
frumlega og húmoríska sýn á
menn og málefni og sögurnar
margar ógleymanlegar. Flestar
úr nútímanum en einnig frá
ýmsu sem á daga hans hafði drif-
ið í lífi og starfi, enda hafði hann
mikla reynslu af störfum bæði
innanlands og utan. Hann sagði
okkur t.d. frá því þegar hann
fékk ólærður trésmíðaréttindin í
Kaliforníu þegar hann bjó þar.
Það gerðist með hjálp vinnu-
félaga hans, Íslendings, sem þó
skildi ekki orð í íslensku en var
góður smiður og mætti sem
„túlkur“ með honum í prófið.
Ekki þótti Helga mikið mál að
vinna lítt reyndur sem smiður;
þetta var allt einfalt í hans huga
og hann fljótur að læra.
Helgi var góður skákmaður.
Tefldi á mótum á Íslandi og er-
lendis og var m.a. margfaldur
Norðurlandameistari bílstjóra
(eða vagnstjóra eins og Helgi
kallaði það). Hann tefldi mikið á
netinu og eitt sinn tefldi hann á
tölvu vinar síns sem var lágt
skrifaður í skákinni við meistara
úti í heimi og mátaði hann. Fékk
vinurinn ekki frið í lengri tíma á
eftir því meistarinn brotnaði nið-
ur við útreiðina gegn skákmanni
með svo fá stig og heimtaði að fá
aðra skák.
Helgi var á vinnustaðnum dul-
ur um sitt persónulega líf. Þeim
var þó ljóst sem þekktu hann
best að hann bar hag barna
sinna og barnabarna mjög fyrir
brjósti og talaði um þau af mikilli
hlýju. Samverustundirnar við
þau skiptu hann greinilega
miklu …
Helga Jónatanssonar verður
sárt saknað hjá BM Vallá og
vinnustaðurinn er ekki sá sami
eftir brotthvarf hans. Ég votta
öllum ástvinum og vinum Helga
mína dýpstu samúð. Guð blessi
minningu Helga Jónatanssonar.
Einar Einarsson.
Kveðja frá Skákfélagi
Reykjanesbæjar
Í dag kveðjum við félagar í
Skákfélagi Reykjanesbæjar liðs-
félaga okkar og góðan vin, Helga
E. Jónatansson, er varð bráð-
kvaddur þann 27. janúar síðast-
liðinn. Helgi gekk til liðs við
Skákfélag Reykjanesbæjar fyrir
nær 40 árum og hefur frá þeim
tíma átt fast sæti í skákliði fé-
lagsins. Meðan hann bjó í
Reykjanesbæ var hann auk þess
mjög virkur í starfi félagsins,
m.a. formaður þess um skeið. Á
þeim tíma var og algengt að teflt
væri í hópi okkar skákfélaganna
á heimili Helga á Vatnsnesveg-
inum og síðar að Háseylu í Innri-
Njarðvík á föstudags- eða laug-
ardagskvöldum, enda var Helgi
höfðingi heim að sækja. Helgi á
að baki fjölda sigra á innan-
félagsmótum hjá Skákfélagi
Reykjanesbæjar, t.a.m. varð
hann á árabilinu 1977-1982 fjór-
um sinnum skákmeistari Kefla-
víkur. Eftir að Helgi flutti á höf-
uðborgarsvæðið um 1990 kom af
sjálfu sér að dró úr þátttöku
hans í starfi félagsins, en hann
hélt þó engu að síður áfram að
tefla fyrir þess hönd, s.s. í liða-
keppnum. Í Deildakeppninni, Ís-
landsmóti skákfélaga, hefur
Helgi í gegnum tíðina reynst öfl-
ugur liðsmaður og er skemmst
að minnast árangurs hans í fyrri
hlutanum af yfirstandandi
keppni, sem tefldur var í október
sl., þar sem Helgi náði bestum
úrslitum liðsmanna, en liðið teflir
nú í efstu deild. Þótt Helgi hefði
fyrir fáum árum kennt sér ein-
hvers hjarta- eða kransæða-
meins var ekki annað að merkja
en hann væri kominn í sitt gamla
form, bæði líkamlega og skák-
lega. Helgi var ávallt mann-
blendinn, léttur og hress og
sagði skemmtilega frá hlutum.
Við félagar hans úr Skákfélagi
Reykjanesbæjar þökkum honum
nú á kveðjustund fyrir ánægju-
legar samverustundir og stuðn-
ing gegnum árin, við okkur og
félagið.
Við sendum börnum Helga,
Lindu Björgu og Einari og
barnabörnum, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fh. félaga í Skákfélagi
Reykjanesbæjar,
Björgvin Jónsson
og Sigurður H. Jónsson.
Helgi Ellert
Jónatansson
Ástkær kona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR,
Hringbraut 50,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu, Grund,
fimmtudaginn 5. febrúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 19. febrúar
klukkan 13.
.
Örnólfur Thorlacius,
Valgeir Hallvarðsson, Aðalbjörg Kristinsdóttir,
Eva Hallvarðsdóttir, Ásgeir Valdimarsson,
Herdís Hallvarðsdóttir, Gísli Helgason,
Rannveig Hallvarðsdóttir, Jóhannes Karl Jia,
Tryggvi Hallvarðsson, Þuríður Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
ÞORVALDAR JÓNS MATTHÍASSONAR,
Laugarnesvegi 87.
.
Svava S. Ásgeirsdóttir,
Ásgerður Þórisdóttir, Kristinn Sigmundsson,
Esther Þorvaldsdóttir, Guðjón Kristleifsson,
Matthías G. Þorvaldsson, Ljósbrá Baldursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín,
ANNA JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 23. janúar.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Þökkum starfsfólki og læknum fyrir
umönnunina.
.
Sigurður Ólafsson.
Samúðarskreytingar •Útfaraskreytingar
Blómasmiðjan Grímsbæ | S. 588 1230
Ástkær eiginkona og móðir,
MARGRET ERNA HALLGRÍMSSON,
Greta,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
föstudaginn 6. febrúar.
Útförin fer fram föstudaginn 20. febrúar frá
Neskirkju kl. 13.
.
Friðgeir Bjarni Skarphéðinsson
og Ríkharður Friðgeirsson.
Okkar ástkæra
ÓLÖF ÞÓRHALLSDÓTTIR,
Hulduhlíð, Eskifirði,
áður til heimilis Skólastíg 3, Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði,
þriðjudaginn 3. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Höfðakapellunni, Akureyri,
þriðjudaginn 17. febrúar kl. 13.30.
.
Aðstandendur.
✝ Jóhann JóelsHelgason
fæddist í Hafn-
arfirði 7. janúar
1937. Hann lést 24.
janúar 2015.
Hann var sonur
hjónanna Arn-
björns Helga Guð-
mundssonar, f.
18.10. 1903, d. 1979,
og Gíslínu Agnesar
Pálsdóttur, f. 27.11.
1912, d. 1978. Eiginkona Jó-
hanns er Nanna S. Ragn-
arsdóttir, f. 27.12. 1938, þau eiga
fimm börn, Randý, Sigurjón,
Soffíu, Agnesi og
Guðbjörgu.
Jóhann var
lengst af rútubíl-
stjóri. Hann þekkti
hálendið mjög vel
enda fór hann
margar ferðirnar
þangað með ferða-
menn. Þórsmörk og
Landmannalaugar
voru staðir sem
hann þekkti eins og
lófann á sér, enda fór hann ófáar
ferðir þangað.
Jarðarför hans fór fram í
kyrrþey.
Elsku pabbi minn, þú hvarfst
á brott svo ósköp snöggt, við er-
um ekki alveg búin að meðtaka
þetta, en svona varstu nú, bara
snöggur að öllu og dreifst allt af
– ekkert hangs við hlutina. Það
koma margar ljúfar minningar
upp í hugann, allar ferðirnar
með þér og mömmu og systk-
inum þegar við vorum lítil hing-
að og þangað um landið. Það
voru skemmtilegar tímar og ljúft
að eiga þær minningar núna.
Ýmislegt fleira var nú gert enda
vorum við stór fjölskylda, oft
varstu langtímum saman í burtu
í rútuferðum einhvers staðar
uppi á hálendi og þá sáum við
þig ekki í marga daga, en svona
var þetta bara og við orðin vön
að þú værir lengi í burtu, en við
lifum ekki að eilífu eins og ég
sagði stundum við þig þegar við
spjölluðum saman í síma og sú
varð raunin. Ég sendi þér þessa
bæn í hinstu kveðju:
Oss héðan klukkur kalla,
svo kallar Guð oss alla
til sín úr heimi hér,
þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
í húsi því, sem eilíft er.
(Vald. Briem)
Kveðja,
Soffía og fjölskylda.
Jóhann Jóels
Helgason