Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 3. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  45. tölublað  103. árgangur  „EKKERT RIT HEFUR HAFT JAFN MIKIL ÁHRIF Á MIG“ ÓÞARFA OFFARSI „ÁFRAM MARG- BROTIN KVEN- HLUTVERK“ LEIKFÉLAG KÓPAVOGS 10 HVATNINGARORÐ HERU Á EDDUNNI 36ÁHRIFASAGA SALTARANS 34 Morgunblaðið/Styrmir Kári Ófærð Víða var ófært á Suðurlandi og veginum um Hellisheiði lokað. Vonskuveður var um allt land í gær og sums staðar glórulaust, sérstak- lega á Suðausturlandi. Lokað var fyr- ir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík og frá Skaftafelli að Kvískerjum vegna veðursins. Bílar fóru á hliðina undir Eyjafjöllum og brotnuðu rúður á bæjum og í bílum. Þá þurftu björg- unarsveitir að sinna útköllum sem sneru að lausum þakplötum. Talsverðar tafir urðu á samgöng- um og fugi til Ísafjarðar og Egils- staða var aflýst um kvöldið. Hellis- heiði, Sandskeiði og Þrengslum var lokað. Gert er ráð fyrir að innan- landsflug verði samkvæmt áætlun í dag. Verst var veðrið á Suðausturlandi í gær, þar sem meðalvindur var 28 m/s. Rafmagnslaust varð í Vík þar sem rafmagnslína bilaði en vararafall tryggði bænum rafmagn. Einnig slitnaði rafmagnslína frá Vík í Mýr- dalinn og var því hvorki upphitun þar né símasamband í gærkvöldi. Vonskuveður verður á austan- verðu landinu í dag og samkvæmt upplýsingum hjá Veðurstofu verður ferðaveður mjög slæmt þar. Vind- hviður á svæðinu munu fara upp í 28 m/s. Annars staðar lægir en þó verð- ur stíf norðanátt með 10-15 m/s víð- ast hvar um land en úrkomulaust. »2 Vonskuveð- ur og víða glórulaust  Bílar fóru á hliðina og þakplötur fuku Ný úttekt Capacent » 3,1 fermetri af matvöru- verslunarrými er á hvern íbúa samkvæmt nýrri úttekt Capa- cent. » Samkvæmt skýrslu McKin- sey frá árinu 2012 er 4,1 fer- metri af verslunarrými á hvern íbúa. Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Iðulega, ekki síst í pólitískri um- ræðu, höfum við þurft að sæta að okk- ar mati ósanngjörnum ásökunum um óhagkvæmni verslunar á Íslandi hvað varðar fermetrafjölda,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Sam- taka verslunar og þjónustu. Samtökin létu Capacent gera úttekt á stærð verslunarrýmis á Íslandi og eru nið- urstöðurnar aðrar en í skýrslu ráð- gjafafyrirtækisins McKinsey sem fyrirtækið gaf út um Ísland 2012. Í skýrslu McKinsey kom fram að verslun- arfermetrar á hvern íbúa á land- inu séu 4,1. Í út- tekt Capacent, sem aðeins tók til matvöruverslana, kemur fram að verslunarfermetrar séu tæplega 3,1 á hvern íbúa hér á landi, samanborið við Noreg þar sem talan er tæplega 4,9. Þar er meðal- stærð matvöruverslana 671 fermetri en hér er hún 618. Andrés veltir því upp hvort röng skráning verslunarhúsnæðis í þjóð- skrá geti skýrt skekkjuna á milli út- tektar Capacent og skýrslu McKin- sey. „Án þess að geta fullyrt það, þá getur það verið skráningin sem er skýringin og gerir það að verkum að tölurnar eru ekki samanburðarhæfar á milli landa,“ segir Andrés. Rýmið minna en talið var  Úttekt bendir til þess að verslunarrými á Íslandi sé minna en áður var talið  Röng skráning gæti verið ástæðan  Mun minna en í Noregi, skv. nýrri könnun Andrés Magnússon MÁsakanir verið ósanngjarnar »4 Erfiðar aðstæður voru í gær til leitar að konu á fer- tugsaldri við Mýrdalsjökul að sögn Svans Sævars Lárussonar, formanns Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. „Þetta þokast, en alveg ofboðslega hægt,“ sagði Svanur í gærkvöldi. Þremur snjóbílum, sem voru á leið inn Fljótshlíðina til leitar að konunni miðaði afar hægt vegna veðurs og í ljósi aðstæðna á svæðinu þótti ekki forsvaranlegt að senda vélsleða til leitar. Konan sem er á fertugsaldri hugðist fara á göngu- skíðum í kringum jökulinn og lagði af stað á þriðjudag. Hún er búin SPOT-tæki en síðustu boð frá henni bárust á föstudag. Konan er sögð vera vön ferðlögum og erfið- um aðstæðum og er vel búin. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörg, segir hana hafa skilað inn ferðaáætlun og ítarlegri ferðalýsingu hjá vinafólki sínu. „SPOT-tækið, sem hún hefur með sér segir okkur hvar hún var þegar síðustu skilaboð voru send úr því á föstudag en það segir ekk- ert til um það hvar hún er í dag. Það hjálpar hins vegar við leitina að hafa ferðaáætlun hennar.“ Gífurleg aukning er á hálendisferðum á þessum árs- tíma, en Jón segir um 30 til 50 erlenda ferðamenn vera í göngu- eða gönguskíðaferðum á hálendinu á þessum tíma. „Það er 100% aukning á ferðaáætlunum sem við fáum sendar inn milli ára og ég myndi ætla að það væru 20 til 40 erlendir ferðamenn að meðaltali á hverj- um degi að ferðast fótgangandi eða á skíðum um og yf- ir hálendið á þessum árstíma.“ Kljást við erfiðar aðstæður í grennd við Mýrdalsjökul Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Á vaktinni Svanur Sævar Lárusson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, Bjarni Arnþórsson, bílstjóri snjóbíla hjá sveitinni, og Þorsteinn Jónsson, formaður Dagrenningar á Hvolsvelli, meta aðstæður í stjórnstöð.  Stefnt er að því að flokkun og endurvinnsla á dósum og flösk- um verði einn stærsti tekju- stofn skátahreyf- ingarinnar. Þetta segir Bendt H. Bendtsen, verk- efnastjóri Grænna skáta í Árbæjarhverfi. Rætt er við hann í blaðinu í dag í greinaflokknum Heimsókn á höfuð- borgarsvæðið. Ennfremur er sagt frá uppbyggingu íbúðahverfa í Norðlingaholti og starfsemi í Ár- bæjarsafni. »16-17 Endurvinnsla verði helsti tekjustofn skáta Á síðasta stjórn- arfundi Faxa- flóahafna var lögð fram grein- argerð um skipa- verkstöð á Grundartanga, sem yrði blanda af þurrkví og dráttarbraut. „Skipaverkstöðin er eitthvað sem við höfum verið að skoða fyrir framtíðina. Skýrslan sem var tekin saman rammar svo- lítið inn okkar hugmyndir og það er áhugi hjá mönnum að athuga hvort ekki sé hægt að ráðast í það verkefni. Það eru margir sprotar að koma í ljós á svæðinu sem geta verið okkur dýrmætir til lengri tíma,“ segir Gísli Gíslason, fram- kvæmdastjóri Faxaflóahafna. Fyrir helgi festi Eimskip kaup á þremur lóðum á Grundartanga og hefur í huga frekari uppbyggingu á svæðinu. „Þessi áhugi á svæðinu er í takt við það sem við höfum verið að byggja upp hægt og bít- andi síðustu tíu árin,“ segir Gísli en fyrir helgi festi Eimskip kaup á þremur lóðum á Grundartanga og hefur í huga uppbyggingu á svæð- inu. Sterkir innviðir og gott land Spurður hvað það sé sem veki áhuga fyrirtækja á Grundartanga segir Gísli það vera innviðina. „Þar eru gríðarlega sterkir innviðir sem atvinnu- og athafnasvæði þarf að hafa og gera svæðið mjög álitlegt. Þarna er gott land til að byggja á og síðan er hafnargerðin tiltölulega einföld og aðstæður við höfnina góðar. Síðan er það líka sú stað- reynd að þetta er einn sterkasti afhendingarpunktur á rafmagni á landinu og nálægðin við önnur fyrirtæki,“ segir Gísli. bmo@mbl.is Bygging slipps til skoðunar  Uppbygging á Grundartanga Gísli Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.