Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Saltarinn er mín bók. Ekkert rit hefur gripið mig jafn sterkum tök- um, ekkert rit annað les ég jafn mik- ið, nota jafn mikið. Ekkert rit hefur haft jafn mikil áhrif á mig og Saltarinn.“ Þannig kemst Gunnlaugur A. Jónsson að orði í upphafi verks síns Áhrifasaga Saltarans. Í þessu mikla og vandaða verki dregur Gunnlaugur fram áhrif Salt- arans á sögu og samtíð en Saltarinn er gamalt íslenskt orð yfir Davíðs- sálma. Debóra, Vigdís og Bono Tekin eru fjölmörg dæmi um áhrif þessara fornu sálma í myndlist, tón- list, bókmenntum, kvikmyndum og í almennri og pólitískri umræðu. Verkið er stórt í sniðum en auðlesið og bæði gott og gaman að fletta upp í því. Það krefst hvorki trúarlegrar sannfæringar né guðfræðilegrar þekkingar af lesandanum en gefur þeim sem áhuga hafa einstakt tæki- færi til að sjá áhrif sálmanna á menningu okkar og sögu. Bókin er ríkulega myndskreytt og einnig not- ar höfundurinn fjölmarga stutta inn- skotskafla sem hafa að geyma for- vitnilega fróðleiksmola sem auka á læsileika hennar. Sjálfur segir Gunnlaugur að bókin hafi verið skrifuð öllum til fróðleiks og fram- setning efnis sé eftir því, fræðilegt en aðgengilegt og tengi nútímasögu og fortíð við Davíðssálmana. „Má þar nefna innskot um Debóru dóm- ara í Ísrael sem var uppi um 1200 f.Kr., og hvernig hún tengdist setn- ingu Vigdísar Finnbogadóttur inn í embætti forseta Íslands. Annað áhugavert innskot er um írsku rokk- stjörnuna Bono og dálæti hans og hljómsveitar hans á Davíðssálmum,“ segir Gunnlaugur en hann skoðar einnig áhrif sálmanna á kvikmyndir og kemur á óvart hversu oft og að hve miklu leyti Davíðssálmarnir hafa sett mark sitt á stór og þekkt kvikmyndaverk af öllum toga. Má þar nefna jafn ólíkar kvikmyndir og Sound of Music sem vísar í sálm 121 og Saving Private Ryan sem vísar í sálm 144. Deus ex cinema Verk Gunnlaugs er einstakt að því leyti að áhrif Davíðssálma á kvik- myndir eru í fyrsta skipti skoðuð með ítarlegum hætti en sjálfur seg- ist Gunnlaugur ekki vita til þess að það hafi verið gert áður. „Það er áhugavert hvað margar kvikmyndir sækja í texta og boðskap Saltarans. Ég fór ekki að gera mér grein fyrir því fyrr en nemendur mínir, við guð- fræðideild háskólans, opnuðu augu mín fyrir því,“ segir Gunnlaugur, sem var ekki sérlega mikill áhuga- maður um kvikmyndir en horfir nú a.m.k. á eina mynd í viku. „Þegar ég fól nemendum mínum að vera vak- andi fyrir áhrifum Gamla testament- isins í umhverfi sínu fannst mér slá- andi hversu oft kvikmyndir birtust í svörum þeirra. Það varð til þess að ég fór að sinna þeim þætti meira og stofnaði í kjölfarið kvikmyndaklúbb- inn Deus ex cinema í júlí árið 2000. Starfsemi hans hefur verið óslitin í nærri 15 ár og hittumst við einu sinni í viku til þess að horfa á góða mynd og greina og ræða trúarleg stef hennar. Höfum líka staðið fyrir námskeiðum, flutt fjölda erinda um efnið, skrifað greinar og gefið út bækur.“ Frá Patton til Sean Connery Óhætt er að segja að ekki sé gert upp á milli mynda í bókinni heldur er notkun sálmanna í þeim látin ráða ferðinni. Þekktari myndir kvik- myndasögunnar fanga þó strax at- hyglina og fróðlegt er að sjá hvernig Davíðssálmarnir rata inn í frægar senur án þess að áhorfendur geri sér grein fyrir uppruna áhrifanna. „Í óskarsverðlaunamyndinni Patton, sem fjallar um hinn sigursæla og umdeilda herforingja Bandaríkja- manna, George S. Patton, kemur sálmur 63 við sögu. Þegar Patton er stillt upp við vegg af herstjórninni vegna framkomu sinnar í her- sjúkratjaldi á Sikiley, leitar hann í örvæntingu til kirkjunnar og fer með sálm 63, vers 2-3 og 9-12, sem hefst á orðunum „Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég.“ Önnur þekkt stríðsmynd með stórleik- aranum Sean Connery, sem nefnist A Bridge Too Far, leitar í sálma Davíðs en húsmóðir á heimili sem breytt hefur verið í skjól særðra hermanna gengur á milli særðra manna og fer með sálm 91, vers. 3-4. Sálmurinn nær að lýsa brjálæði ver- aldarinnar vel, ógnum næturinnar, sýkingu og mannfalli. Samt gerir hann að virðist þá fráleitu kröfu að Guð sé hæli og háborg. Í því er huggunin fólgin og í því speglast krossinn og vonandi og sannarlega á endanum, upprisan.“ Áhrif á menningarsögu Íslands „Áhrifasaga er vítt svið og nánast ótæmandi. Ég þurfti því að velja og hafna enda birtast áhrif Saltarans víða hvort sem það er í listum, póli- tík eða almennri umræðu,“ segir Gunnlaugur og bendir á að hann hafi reynt að fara þá millileið að skoða fyrst hina fornu hebresku frumtexta sálmanna og greina hvernig og hvaða hlutverki þeir hafi þjónað í samfélagi hinna fornu Hebrea nokkrum öldum fyrir Kristsburð. „Áherslan liggur síðan meira á notk- un sálmanna í seinni tíma menningu og sögu. Davíðssálmarnir eru 150 og ekki tækt að gera þeim öllum skil í einu riti. Ég legg því mest upp úr og vinn markvisst með og ritskýri 23 sálma. Þannig er verkið kaflaskipt en mér þykir talan 23 dálítið skemmtileg því án nokkurs vafa er 23. sálmur Saltarans sá þekktasti og þekkja hann flestir en hann hefst á orðunum „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“ – þessi sálmur er í áhrifasögulegu ljósi al- gjör þungamiðja í sálmasafninu og hefur verið nefndur „Næturgalinn“ meðal sálmanna. Af íslenskum dæm- um sem þar er fjallað um má nefna sálm Matthíasar Johannessen, skálds og fyrrverandi ritstjóra, út af 23. sálminum og hið geysivinsæla lag Margrétar Scheving, sem mikið er sungið við útfarir en einnig mikið notað í æskulýðsstarfi kirkjunnar.“ Ljóðið, bókin og málið „Saltarinn hefur víða áhrif á ís- lenska menningarsögu og æskulýðs- starf og vert að minnast þess að æskulýðsleiðtoginn kunni sr. Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM, átti sér sálm 46 að uppáhaldssálmi og sótti heiti á prédikanasafni sínu „Guð er oss hæli og styrkur“. “ Af íslenskum skáldsögum er af nægu að taka og segir Gunnlaugur Saltarann koma víða við sögu. „Til að nefna nokkur verk þar sem finna má áhrif sálmanna má benda á Fót- spor á himnum eftir Einar Má Guð- mundsson (sálmur 1), Meðan nóttin líður eftir Fríðu Sigurðardóttur (sálmur 23), Vetrarferðina eftir Ólaf Gunnarsson (sálmur 73) og Augu þín sáu mig eftir Sjón (sálmur 139). Verkin eru auðvitað fleiri enda sálm- arnir haft mikil áhrif á íslenskar bókmenntir.“ Þýðingasaga sálmanna er einnig könnuð og farið yfir hvernig þeir hafa tekið breytingum í langri sögu íslenskra biblíuþýðinga. „Málfar og málskilningur tekur breytingum. Þannig sýnir t.d. nafnorðið Bab- ýlonsfljót í nýjustu þýðingu Bibl- íunnar frá 2007 ekki ótvírætt að þarna er að baki fleirtala í hebresk- unni. Þýðingin „fljót“ á hebreska orðinu naharot er þó ekki röng. Í Guðbrandsbiblíu frá 1584 er talað um vötnin við Babýlon en í bókinni rek ég með dæmum og töflum hvernig þýðingin breytist með í rás tímans. Það má því segja að áhersl- Næturgalinn þungamiðja í áhrifa  Verkið Áhrifasaga Saltarans greinir áhrif sálmanna í sögu og samtíð Opið: 8 :00-18 :00 mánud . til fim mtud. 8:00-1 7:00 föstud aga Er bílrúðan brotin eða skemmd? Við erum sérfræðingar í bílrúðuskiptum og viðgerðum á minni rúðutjónum. Erum í samvinnu við öll tryggingafélög landsins. Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.