Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Smiðjuvegi 7 200 Kópavogi Sími: 54 54 300 ispan@ispan.is ispan.is CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA Mikil kuldalægð gekk yfir Mið-Austurlönd fyrir helgi og fylgdi henni talsverð snjókoma, en það er ekki algengt á þessum slóðum. Um nýliðna helgi mældist víða í Jerúsalem, höfuðborg Ísr- aels, um 25 sentimetra jafnfallinn snjór og höfðu borgarstarfsmenn þar því í nógu að snúast við að hreinsa bæði stræti og torg. Kuldalægðin hefur gert vart við sig víðar en í Ísrael því fréttaveita AFP greinir frá því að fjöl- margir hafi að undanförnu keypt gashitara í Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon í þeirri von að halda húsum sínum heitum. Á meðfylgjandi mynd má sjá ungan mann á rölti í miðborg Jerú- salem, þar sem pálmatré skarta nú hvítum og heldur kuldalegum klæðum. Mikil kuldalægð gekk yfir Mið-Austurlönd fyrir helgi AFP Kuldalegt Íbúar Jerúsalem eru að líkindum heldur óvanir því að vakna upp við snjókomu. Hvít jörð tók hins vegar á móti fólki þar um helgina. Pálmatré skarta hvítum klæðum í Jerúsalem Öflug sprengja sprakk í úkraínsku borginni Kharkiv í gærdag með þeim afleiðingum að minnst tveir létu lífið og yfir tíu særðust. Fram kemur á heimasíðu BBC, breska ríkisút- varpsins, að sprengingin hafi orðið á miðri fjöldasamkomu. Var fólkið saman komið í þeim tilgangi að fagna því að eitt ár er nú liðið frá því að fyrrverandi forseta landsins, Viktor Janúkóvítsj, var steypt af stóli. Fjöldasamkomur fóru víðar fram en í borginni Kharkiv, sem er stjórn- að af ríkisstjórn Úkraínu og er í um 200 kílómetra fjarlægð frá víglínum aðskilnaðarsinna, en fólk kom t.a.m. saman í Kænugarði af sama tilefni. Fjórir í haldi eftir árásina Fram kemur í frétt BBC um sprengjuárásina í Kharkiv að búið sé að handtaka fjóra menn. Eru þeir allir grunaðir um aðild að ódæðinu. Engar upplýsingar höfðu í gær- kvöldi verið gefnar um mennina. Stjórnvöld í Úkraínu og aðskiln- aðarsinnar í austurhluta landsins hafa nú samþykkt að flytja þunga- vopn sín frá víglínunni. Er það í sam- ræmi við vopnahlé sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir stuðningi við. Óvíst hvenær vopnin fara Fréttaveita AFP hefur það eftir Olexander Rozmaznin, hershöfð- ingja í Úkraínuher, að enn sé óvíst hvenær brottflutningur vopnanna hefjist. Samkvæmt skilmálum vopnahlésins, sem stjórnvöld í Þýskalandi og Frakklandi höfðu milligöngu um á sínum tíma, átti brottflutningurinn að hefjast síðast- liðinn þriðjudag og vera að fullu lok- ið 3. mars næstkomandi. Er nú hins vegar lagt upp með að þungavopnin verði farin af svæðinu hinn 8. mars. AFP Átök Úkraínskur hermaður ekur bryndreka vopnaður exi og skotvopni. Mannfall varð á fjöldasamkomu  Þungavopn verði flutt frá víglínunni Hátt í sex hundr- uð tyrkneskir hermenn fóru á skriðdrekum og öðrum brynvörð- um farartækjum yfir landamærin til Sýrlands að- faranótt sunnu- dags. Tilgangur ferðarinnar var sá að rýma tyrk- neskt grafhýsi sem þar stendur og bjarga þaðan hermönnum sem stóðu um það vörð. Fréttaveita AFP greinir frá því að aðgerðin hafi tekist sem skyldi. Einn her- maður lést þó af slysförum. Í grafhýsinu hvílir Suleyman Shah, afi Osmans fyrsta stofnanda Tyrkjaveldis. Jörðin undir grafhýs- inu hefur tilheyrt Tyrklandi síðan samningur var gerður um það á þriðja áratug síðustu aldar. Fram kemur í yfirlýsingu tyrk- neska hersins að sú ákvörðun að bjarga hermönnunum við graf- hýsið, sem voru um fjörutíu talsins, hafi verið tekin eftir að vígamenn Íslamska ríkisins hreiðruðu um sig í námunda við það. Hefur síðan þá ríkt ótti meðal Tyrkja um örlög þeirra hermanna sem þar voru. SÝRLAND Fjölmennt herlið var sent að grafhýsi Hermenn við landamærin. Björgunarmönnum hefur tekist að sækja lík sjö verkamanna sem lét- ust er kolanáma í suðvesturhluta Pakistan hrundi að hluta til síðast- liðinn fimmtudag. Náman er í hér- aðinu Baluchistan sem er ríkt af gasi, olíu og steinefnum. Einn þeirra björgunarmanna sem mættu á vettvang eftir atvikið lést þar sem hann var við leit. „Hluti kolanámunnar hrundi á fimmtudag og lentu sjö menn undir grjótmulningnum. Björgunarmað- ur lést einnig í leitaraðgerð,“ segir embættismaður á svæðinu í samtali við fréttaveitu AFP. Sagði hann einnig að verið væri að búa líkin undir flutning til fjölskyldna námu- mannanna. PAKISTAN Sóttu jarðneskar leifar sjö manna AFP Sjúkrabíll Náman hrundi á fimmtudag. Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, seg- ir íslamska öfga- hópa í Líbíu ógna mjög ör- yggi evrópskra ríkja. Á þingi evr- ópskra sósíal- demókrata, sem fram fór í höfuð- borginni Madríd á Spáni, sagði for- sætisráðherrann evrópska ráða- menn nú horfa upp á vígamenn koma sér fyrir á svæðum í Líbíu sem séu fullnálægt Evrópu. Ríkisstjórn Líbíu hefur nú beðið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að aflétta vopnasölubanni á landið sem sett var árið 2011. Seg- ist ríkisstjórnin ekki geta kveðið niður vígahópa, sem starfandi eru í Líbíu, án frekari vopna. Hafa sumir þessara hópa m.a. lýst yfir stuðn- ingi við öfgasamtökin Ríki íslams. SPÁNN Öfgahópar ógna ríkjum Evrópu Varðmaður í Líbíu stendur vaktina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.