Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl.is Óþarfa offarsi, átta hurðafarsi eftir Paul SladeSmith, var frumsýndur álaugardaginn af Leik- félagi Kópavogs. Farsinn heitir á frummálinu Unnecessary farce og er þekktasta og víðleiknasta leikrit Smiths. Verkið var fyrst frumflutt í Bandaríkjunum 2006 og hefur verið sett upp 145 sinnum víðsvegar um heiminn. Uppfærsla Leikfélags Kópavogs er frumflutningur verks- ins hér á landi. Óþarfa offarsa er leikstýrt af Herði Sigurðarsyni en hann sér einnig um íslenska þýðingu leikrits- ins. Hörður hefur leikstýrt fjölda leikrita, bæði fyrir Leikfélag Kópa- vogs og önnur leikfélög víðsvegar um landið. Þó hann hafi fengist við allar tegundir leiklistar þá segist hann veikur fyrir góðum försum. „Ég er persónulega dálítið veikur fyrir försum þó ég sé ekkert endi- lega að einblína á slíkt form leik- listar frekar en eitthvað annað,“ segir Hörður. „Farsi er eitt léttasta form leiklistar sem gengur út á það að skemmta áhorfendum og fram- kalla hlátur. Það er því ekki að undra að slík leikrit séu vel sótt. Það er ýmislegt sem einkennir farsa en þar má oft sjá venjulegt fólk í mjög óvenjulegum aðstæðum. Það á sér yfirleitt eitthver leyndar- mál og spinnur lygavef sem veldur misskilningi og kemst upp. Það er því algengt að einhver haldi að ein- hver annar sé annar en hann er, auk þess sem það er algengt að einn telji annan aðra persónu en Markmiðið að fram- kalla gleði og hlátur Leikfélag Kópavogs frumsýndi á dögunum farsa eftir Paul Slade Smith. Um er að ræða hans þekktasta verk en farsinn hefur verið settur upp í 145 skipti víðsvegar um heiminn og er nú frumfluttur undir yfirskriftinni Óþarfa offarsi á Íslandi í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Farsinn hefur fengið góðar undirtektir víða um heim og verður spennandi að sjá viðbrögð íslenskra áhorfenda. Löggugrín Erna Björk H. Einarsdóttir og Guðmundur L. Þorvaldsson fara með hlutverk Billie Dwyer og Erics Sheridan, misgáfaðra lögreglufulltrúa. Kynferðisleg spenna Helga Björk Pálsdóttir og Héðinn Sveinbjörnsson fara með hlutverk Karenar Brown endurskoðanda og Franks öryggisfulltrúa. Feykir.is er fréttavefur samnefnds héraðsfréttablaðs á Norðurlandi vestra, Feykis, sem komið hefur út í nokkra áratugi. Það er alltaf gaman að skoða fréttamiðla sem birta efni úr hér- aðinu og nærsveitinni. Vefurinn er lif- andi og skemmtilegur og rata ýmsar skemmtilegar fréttir þar inn af mönn- um og málefnum. Fréttirnar eru að stórum hluta til fréttir af íþróttum og ýmsum tilkynningum. Fréttirnar á vefnum eru skemmtileg viðbót við allar fréttirnar sem eiga sínar rætur að rekja sunnan heiða. Þessi vefur er nokkuð aðgengileg- ur og eru margir valmöguleikar fyrir hendi um efnisflokka. Það er t.d. sér- stakur flipi fyrir sýslurnar, Austur- og Vestur-Húnavatnssýslur og Skaga- fjörð. Efnisflokkarnir eru þó kannski aðeins of margir, sem getur truflað notandann. Vefsíðan www.feykir.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Feykir Vefurinn er skemmtilegur með fróðlegum fréttum t.d. af Sauðárkróki. Fréttir af landsbyggðinni Jóhanna Rósa Arnardóttir, félags- og menntunarfræðingur heldur erindið, Flæði ungmenna frá skóla yfir á vinnu- markað, á miðvikudaginn 25. febrúar frá 16.20 til 17.05, í Stakkahlíð. Erindið er byggt á doktorsrannsókn um flæði fólks frá skóla yfir á vinnumarkað, at- vinnutækifæri og starfsleitaraðferðir. Í erindinu verður áherslan á stöðu ungmenna að loknum framhaldsskóla en ritgerðin tekur mið af fjórum meginmenntunarleiðum ungs fólks; þeim sem ljúka ekki framhaldsskóla- prófi, þeim sem ljúka bóknámi og starfsnámi á framhaldsskólastigi og þeim sem ljúka háskólaprófi. Endilega … … fræðist um flæði fólks Fræðsla Fyrirlestur í Stakkahlíð. Þessi litli kengúruungi dafnar vel í dýra- garðinum í Krefeld í Þýskalandi. Hann hefur verið nefndur Norman. Starfsmenn dýra- garðsins hafa þurft að hugsa vel um hann frá því hann fæddist í september á síðasta ári. Eftir að hann kom í heiminn þá hafnaði móðir hans honum. Starfsfólkið hefur því verið duglegt að gefa honum að éta á hverj- um degi og gengið um með hann í poka framan á sér til þess að líkja sem mest hreyfingum móður hans. Yvonne Wicht, starfsmaður dýragarðs- ins, hefur gengið litlu kengúrunni í móður- stað en hún hefur tekið Norman litla með sér heim á nóttunni til að gefa honum að drekka frá því hann fæddist. Kengúruunginn braggast með hverjum deginum Norman dafnar vel undir móður- legri umsjón starfsfólks EPA Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver .is Velkomin á nýjan vef Bakarameistarans Nú getur þú pantað Tertur, Brauðmeti og bakkelsi Veislu og fundarpakka og margt fleira í vefverslunni okkar . .. . .. . ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.