Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Stund milli veðurstríða Þessum gestum Hörpu þótti greinilega notalegt að skjótast þar inn í gær í veðurofsanum, kasta af sér yfirhöfnum um stund og gæða sér á góðgæti. Styrmir Kári Það er margt skrýt- ið í kýrhausnum. Al- þjóðasamningum um þjónustuviðskipti, TiSA (Trade in Servi- ces Agreement) er, samkvæmt skýrslu Gunnars Braga Sveinssonar, utanrík- isráðherra, frá því í mars á síðasta ári, ætl- að „að fækka hindr- unum í vegi fyrirtækja sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta og auka gagnsæi í milliríkjasamningum með þjónustu.“ Hið mótsagnakennda er síðan að þessum miklu samningum um „gagnsæi“ var ætlað að fara leynt! Bak við lokuð tjöld Ef ekki hefðu komið til uppljóstr- anir Wikileaks sl. sumar, væri fátt vitað um samningsdrögin eins og þau hafa þróast. Vissulega var vitað um að viðræður færu fram en að mjög takmörkuðu leyti hafði verið látið uppskátt um tilveru þeirra og er reyndar enn gengið út frá því að þau gögn sem byggt er á verði ekki opinber fyrr en fimm árum eftir að samningur er frágenginn! Í júní í fyrra voru birt á vegum Wikileaks drögin eins og þau stóðu í apríl og fékk umheimurinn þá fyrst nákvæmar upplýsingar um hvað var verið að véla á bak við lokuð tjöld. ESB gleymdi að fá umboð – eins og fyrri daginn Umhugsunarvert er að þegar samningaviðræðurnar um TiSA hóf- ust leynilega árið 2012 hafði Stjórn- arnefnd Evrópusambandsins láðst að fá samþykki Ráðherraráðsins og þings Evrópusambandsins, að ekki sé minnst á þjóðþing aðildarríkja sambandsins. Þessu var kippt í lið- inn með eftirá samþykki þegar formlegar viðræður byrjuðu á árinu 2013. Þetta minnir á GATS- viðræðurnar á sínum tíma. Þar orkaði um- boð innan ESB mjög tvímælis. Mikil leynd hvíldi yfir þeim samn- ingum og var það ekki fyrr en breska stór- blaðið Guardian komst yfir samningstexta vorið 2002 og birti hann, að í hámæli kom- ust samningsmarkmið sem einstök ríki höfðu sett fram. Vilja stærra athafnasvæði Í öllum þessum samningum sem- ur Evrópusambandið – öll aðild- arríkin 28 – sem ein heild. Þess vegna er ýmist talað um að 50 ríki eigi aðild að TiSA-viðræðunum eða 23 samningsaðilar. Á meðan allt var sæmilega öruggt undir leynd- arhjúpi, töluðu þessir viðræðuaðilar gáskafullt sín í milli um sjálfa sig sem RGF ríkin. RGF er skamm- stöfun úr ensku, Really Good Fri- ends of Services; Vildar-þjónustu- vinir. Gagnrýnin á Vildar-þjónustu- vinina hefur verið á þann veg að þjónustulund þeirra vísi til ástríkis þeirra á fjármagnsöflum sem eins og jafnan áður vilja fá stærri leikvöll til að athafna sig á. Hvaðan kemur andstaðan? Ef þetta eru vinirnir góðu, hverjir skyldu þá vera óvinirnir? Það verð- ur aðeins skýrt með skírskotun til sögu þjónustusamninga síðustu tvo áratugina eftir að Alþjóða- viðskiptastofnunin, World Trade Organization, WTO, var sett á lagg- irnar til að stuðla að markaðs- væðingu í heimsviðskiptum á sviði þjónustu. Þetta var árið 1995. Þá var lokið GATT-samningalotunni (General Agreement on Tariffs and Trade) sem staðið hafði í nær hálfa öld en hún laut að tollum og milli- ríkjaviðskiptum almennt en með GATS (General Agreement on Trade in Services) var hafist handa um þjónustuviðskiptin og reynt að ná samkomulagi um að markaðs- væða þau á heimsvísu. Þess vegna leynilegt Frá upphafi hefur þetta gengið brösulega og hefur markaðsvæðing velferðarþjónustu og annarra inn- viða samfélagsins staðið í almenn- ingi. Tilraunir til markaðsvæðingar þjónustu hafa flestar endað í brot- lendingu eftir stormasama siglingu. Það átti til dæmis við um tilraun OECD á tíunda áratugnum sem gekk undir vinnuheitinu MAI (Multilateral Agreement on Invest- ment). Eftir mikil mótmæli gegn einkavæðingaráformunum sem var að finna í þessari tilraun, og urðu al- menningi ekki ljós fyrr en eftir að viðræður höfðu staðið í tvö ár! – var ákveðið að hætta viðræðum. Þessi mikla andstaða skýrir leyndina. Þjarmað að fátækum ríkjum Í upphafi bundu markaðssinnar miklar vonir við GATS en eftir gríð- arleg mótmæli gegn þeirri tilraun í árslok árið 1999 í Seattle í Banda- ríkjunum, var brugðið á það ráð árið 2001 að fara með viðræðurnar út í eyðimörk Arabíuskagans, í Doha í Quatar. Sandauðnin freistaði, því þar var fátt um mótmælendur. Ekki nóg með að þessi staðsetning væri talin geta tryggt samningamönnum frið og ró, heldur voru jafnframt slegnir frekari varnaglar með því að meina fulltrúum verkalýðssamtaka og annarra almannasamtaka að senda fleiri en einn fulltrúa á vett- vang. Heimssamstök starfsfólks í al- mannaþjónustu, Public Services Int- ernational, PSI, með 20 milljón félagsmenn fékk þannig aðeins heimild til að senda einn fulltrúa á vettvang. Þess má geta að þessi samtök höfðu látið viðfangsefnið mjög til sín taka enda sýnt að í við- ræðum um GATS, sem þá höfðu meira og minna farið fram á bak við tjöldin var þjarmað mjög að fátæk- um ríkjum að einkavæða almanna- þjónustu sína, þar á meðal vatnið og greiða þannig götu erlendra fjár- festa inn að innviðum þessara sam- félaga. Sama markmið en ólík aðferð Viðfangsefni GATS og TiSA er svipað. Þannig segir um samn- ingana á upplýsingavefjum, að TiSA fjalli um öll þjónustuviðskipti „ frá fjármálastarfsemi til heilbrigð- isþjónustu“. Aðferðafræðin sem beitt er í GATS og TiSA er hins veg- ar ekki alls kostar hin sama. GATS byrjaði á samþykkt grunnplaggs sem einstök ríki gátu síðan fært óskir sínar inn í, hvort sem það var markaðsvæðing trygginga- eða bankaþjónustu, ferðaþjónustu, vatns- og orkuveitna, bókasafna, sorphirðu eða annað. BSRB lét þessi mál mjög til sín taka á sínum tíma, enda málið framan af í þögn og andvaraleysi. Var það mat samtak- anna að viðræðurnar þyrftu hér sem annars staðar víðtæka og opna um- ræðu. Eftir henni var kallað af hálfu BSRB í fjölda bréfa, samþykkta og í greinaskrifum. Innan BSRB gerð- um við okkur grein fyrir því að skuldbinding af Íslands hálfu að markaðsvæða tiltekið svið yrði ekki afturtekin og ríkið meira að segja skaðabótaskylt væri það reynt. Hið sama gildir í TiSA samningunum. Hvorki þá né nú er því um smámál að ræða! Almannaþjónusta og fyrirtæki lögð að jöfnu Til dæmis um hvað slíkar skuld- bindingar gætu haft í för með sér má nefna deilumál frá Frakklandi úr MAI viðræðunum. Frakkar vildu geta stutt menningartengdan franskan kvikmyndaiðnað. Skuld- binding ríkisins um skilyrðislausa markaðsvæðingu hefði hins vegar þýtt að óheimilt yrði að styrkja inn- lenda menningarframleiðslu um- fram framleiðslu á vegum banda- rískra fyrirtækja og fyrirtækja sem kæmu frá öðrum aðildarríkjum samningsins. Sama gilti varðandi bókasöfn, svo dæmi sé tekið úr um- ræðu um GATS samningana, að ekki sé minnst á heilbrigðisþjón- ustuna. Þar mætti ekki mismuna í opinberum stuðningi við þjón- ustuþætti sem ættu í samkeppni. Stuðningur við slíka þjónustuþætti á Landspítalnum myndi þannig kalla á samsvarandi stuðning við Orku- húsið. Hlutur Íslands ámælisverður Það gagnrýnisverða við TiSA við- ræðurnar er að með þeim reyna 50 ríki (af 123 sem upphaflega undirrit- uðu GATS) að fara á bak við al- menning og einnig þau ríki sem voru ósátt við yfirgang ríka heimsins í GATS-viðræðunum. Hugmyndin er sú að þau standi frammi fyrir gerð- um hlut með fullgerðum TiSA- samningi, sem síðan yrði þröngvað uppá þau við samningaborð hjá Al- þjóðaviðskiptastofnuninni. Þessu taka Íslendingar þátt í eða svo enn sé vitnað í skýrslu utanríkisráðherra frá því í mars í fyrra, þá segir þar að vonast sé til að aðildarríki Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar „gerist að- ilar að TiSA-samningnum þegar við- ræðum er lokið“! Hvað aðkomu Íslands að sjálfum samningunum varðar, þá virðist far- ið með gát og gladdi það hjarta mitt að sjá í gögnum gerða stífa und- anþágu hvað varðar markaðs- væðingu grunnþátta heilbrigð- isþjónustunnar. Þannig skil ég alla vega málið. Þetta er að sjálfsögðu gott en hitt er jafnslæmt að taka þátt í siðlausu baktjaldamakki um málefni sem á að útkljá fyrir opnum tjöldum og á alþjóðlegu borði. Eftir Ögmund Jónasson » Stuðningur við slíka þjónustuþætti á Landspítalanum myndi þannig kalla á samsvar- andi stuðning við Orku- húsið. Ögmundur Jónasson Höfundur er þingmaður og fyrrver- andi formaður BSRB. TiSA – leynisamningar um gagnsæi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.