Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 ✝ Guðrún Jó-hanna Vigfús- dóttir fæddist á Grund í Þorvalds- dal, Árskógshr., Eyjafirði 3. nóv- ember 1921. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð, Kópavogi, 9. febrúar 2015. Guðrún var dótt- ir hjónanna Vigfús- ar Kristjánssonar útvegsbónda á Grund og síðar Litla-Árskógi, Árskógshr., f. 7.2. 1889, á Litlu- Hámundarstöðum, Árskógshr., d. 8.10. 1961, og Elísabetar Jó- hannsdóttur, húsfreyju, f. 18.10. 1891 í Svínárnesi, Grýtu- bakkahr., S.-Þing., d. 14.6. 1975. Systkini Guðrúnar eru Hulda, f. 16.8. 1914, d. 31.5. 2007, Georg, f. 19.9. 1915, Kristján Eldjárn, f. 28.7. 1917, d. 12.11. 2001, Hannes, f. 28.3. 1919, d. 13.10. 2013, Jón, f. 25.5. 1920, Jóhanna Gíslína, f. 11.2. 1925, Reynir, f. 6.11. 1926, d. 2.3. 1929, og Reynir, f. 17.9. 1929, d. 30.11. 1931. Guðrún ólst upp á Litla- Árskógi, stundaði nám við Unglingaskóla Svarfdæla á Dal- vík, sótti námskeið í orgelleik og vélprjóni á Akureyri. Var við nám í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði vet- unarfræðingur og atvinnu- flugmaður, sambýliskona Marie Persson, f. 5.10. 1973, dætur Eyrún Linnéa, f. 4.3. 2008, Hanna Ísabella, 17.12. 2009, og Lisa Marie Karin, f. 1.8. 2014. 2) Snorri Björn, f. 6.11. 1980, lögfræðinemi í HR. 3) Guðrún Jóhanna, f. 18.2. 1986, fata- hönnuður frá Listaháskóla Ís- lands. Árið 1961 stofnaði hún Vef- stofu Guðrúnar Vigfúsdóttur og starfrækti hana samhliða kennslunni í Húsmæðraskól- anum í 26 ár eða til ársins 1987. Árið 1988 flutti Guðrún í Vogatungu 29 í Kópavogi þar sem hún setti upp vefstofu við heimili sitt og einbeitti sér að vefnaði messuhökla og tilheyr- andi muna. Samhliða því leið- beindi hún eldri borgurum í Kópavogi í vefnaði og mynd- vefnaði og árið 1996 fékk hún styrk bæjarlistamanns. Árið 1998 gaf Guðrún út bókina „Við vefstólinn: lifandi vefn- aðarlist í máli og myndum í hálfa öld.“ Á Ísafirði tengdist hún kirkjustarfi og var m.a. formaður Kirkjukvenfélagsins og síðar í sóknarnefnd Kópa- vogskirkju. Árið 1976 var Guð- rún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslensks ullariðnaðar. Hún sýndi handofin verk á sýn- ingum innanlands sem utan, m.a. hökla, veggteppi og glæsi- kjóla úr íslenskri ull. Útför Guðrúnar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 23. febr- úar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. urna 1940 og 1941. Farkennari í vefn- aði í Eyjafjarðar- sveit á vegum Kvenfélaga- sambandsins. Stundaði nám við nýstofnaða vefn- aðarkennaradeild Húsmæðraskólans á Hallormsstað 1943 til 1945 og út- skrifaðist þaðan á ásamt nöfnu sinni Bergþórs- dóttur sem fyrstu vefnaðar- kennarar á Íslandi. Haustið 1945 hóf Guðrún störf við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði sem vefn- aðarkennari og kenndi við skól- ann í 43 ár. Guðrún giftist Gísla Sveini Kristjánssyni árið 1950, íþróttakennara og forstjóra sundhallarinnar á Ísafirði, f. 25.11. 1906 í Bolungarvík, d. 22.10. 1978, á Ísafirði. For- eldrar hans voru Kristján Gíslason, sjómaður á Grund- arhóli í Bolungarvík, f. 26.7. 1865 í Reykjafirði, d. 14.7. 1941, og Sigríður Hávarðar- dóttir, f. 3.12. 1874 í Bolungar- vík, d. 17.8.1950. Þau eignuðust dótturina Eyrúnu Ísfold, f. 11.10. 1950, talmeinafræðing, gift Sturlu Rafni Guðmundssyni rafmagnstæknifræðingi. Börn: 1) Gísli Örn, f. 2.3. 1974, tölv- Móðir mín fylgdi draumi um að hún ætti að innritast í vefnaðar- kennaranám og tók drauminn alla leið. Vefnaðurinn varð allt í senn ævistarf, ástríða og meistaraverk. Þræðirnir í uppistöðu lífsvefs hennar voru litfagrir og búnir þeim eiginleikum að bresta aldrei þótt annríki væri mikið og oft mörg járn í eldinum. Hún var meistari hróss og hvatningar til allra sem hún umgekkst, barna sem fullorðinna. Hún var sátt við lífið og tilveruna, bjó yfir einstöku jafnaðargeði og umburðarlyndið var hennar aðalsmerki. Hún geisl- aði af brosi dag hvern og ætíð stutt í hláturinn. Hún var óspör á að rétta mér og fjölskyldunni hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Ég kallaði hana gjarnan húsengilinn okkar og hún hló við. Faðir minn, Gísli Kristjánsson, féll frá árið 1978. Móðir mín varð því ekkja tæplega 57 ára. Hún, hæfileikaríka eyfirska blómarós- in, var orðinn mikill Ísfirðingur og valdi að dvelja áfram „í faðmi fjalla blárra“ og sinna vefnaðar- kennslu og rekstri vefstofunnar sem auðgaði menningu bæjarins svo um munaði auk þess að vera einstakt framtak í þágu atvinnu- mála kvenna. Hún vissi sem var að ég hafði stundum áhyggjur af henni og vildi geta heimsótt hana oftar. Hún var mjög næm á hugsanir og tilfinningar annarra og eitt sinn þegar ég hafði verið lasin í ein- hverja daga og ekki komist til að heimsækja hana í Roðasalina, þar sem hún dvaldi þá, sagði hún eft- irfarandi þegar ég hringdi til að heyra í henni: „Þú verður að láta þér batna. Þú mátt vera alveg ró- leg, engar áhyggjur af mér. Ég er í englahöndum og innan um þenn- an fagra hóp kvenna á besta aldri. Maður er nú ekki fæddur í gær. Þetta er allt í yndislegum hönd- um.“ Ég skráði oft niður orðin hennar, þau voru mér svo dýr- mælt og styrktu mig og glöddu. Við áttum okkar sérstöku stundir síðustu mánuðina þegar við fórum saman með faðirvorið og fleiri bænir frá barnæsku minni. Móðir og dóttir sameinaðar í þakklæti fyrir að eiga hvor aðra að. Í lok stundarinnar var kveðjan mín alltaf sú sama, sömu orðin og hún sagði ætíð við mig sem barn þegar hún bauð mér góða nótt: „Góðu englarnir vaki yfir þér í alla nótt.“ Það er ekki svo ýkja langt síðan að hún gat tekið undir hvert orð faðirvorsins með mér þegar ég sat á rúmstokknum hennar í Sunnuhlíðinni. Þegar við báðum saman í síðasta sinn spennti hún greipar, lokaði augunum og náði að bæra varirnar örlítið.“ Þótt hún ætti orðið erfiðara með að tjá sig í orðum síðustu mánuðina rötuðu ætíð falleg og hlý orð fram á varir hennar; orð eins og „fallegt,“ „skemmtilegt“ og „yndislegt,“ t.d. þegar ég færði henni blómvönd eða við skoðuðum myndir af langömmustelpunum þremur sem henni fannst svo flottar. Þessi orð endurspegla við- horf hennar til lífsins sem hún nýtti til hins ýtrasta til að láta gott af sér leiða. Við móður mína segi ég full þakklætis að lokinni langri og gæfuríkri samferð: „Nú hefur þú sofnað svefninum langa, elsku mamma mín. Góðu englarnir vaki yfir þér allar nætur og daga um eilífð.“ Eyrún Ísfold. Elsku tengdamamma. Um síð- ustu jól voru liðin 42 ár frá því að ég kom í fyrsta skipti inn á heimili þitt við Eyrargötu 6 á Ísafirði. Eyrún hafði boðið mér vestur yfir jólin en við höfðum þá búið saman í nokkra mánuði í Reykjavík. Ég man að ég var dálítið kvíðinn að hitta ykkur Gísla enda með dýr- gripinn ykkar í höndunum. En móttökurnar voru góðar þó svo að þarna væri kominn „maður að sunnan“ eins og Gísli kallaði mig stundum. Á þessum árum var mikið um- leikis hjá þér. Auk kennslunnar í húsmæðraskólanum var mikill vöxtur hjá Vefstofunni, nýjar vörur þróaðar og sýningar víða. Ég man eftir einni slíkri um borð í Gullfossi sem lá við festar á Ísa- firði yfir páskavikuna. Á þeim tíma kom „elítan“ úr Reykjavík vestur til að fara á skíði og gisti þá um borð í flaggskipi þjóðarinnar. Ég man hvað ég var upp með mér þegar þú stóðst þarna bein í baki og tíguleg og lýstir kjólunum þín- um, sem fyrirsæturnar svifu um í á tískusýningu um borð. Þótt mik- ið væri að gera heyrði ég þig aldr- ei kvarta, allt var hægt og ekkert ómögulegt. Þú vildir veg íslenskr- ar ullar sem mestan og með yf- irburðarþekkingu þinni á hand- vefnaði tókst þér að framleiða hvað sem var. Auk efnis í fatnað, m.a. glæsta samkvæmis- og brúð- arkjóla, voru ofnar værðarvoðir, sjöl, treflar, borðrenningar og ýmislegt annað s.s. herrabindi, te- hettur og púðaver. Ekki má gleyma listvefnaðinum en þú hafðir sérstakt dálæti á að vefa fugla, veggteppi og síðast en ekki síst hökla og altarisbúnað sem prýðir fjölmargar kirkjur á Ís- landi. En þér nægði ekki að vinna ein, þú vildir gefa öðrum hlutdeild í list þinni og stóðst fyrir hóplista- verkum. Á Vefstofunni á Ísafirði vann á annan tug kvenna þegar mest var en þá var lítið fyrir kon- ur að hafa annað en fiskvinnslu. Einnig fékkstu 70 eiginkonur frí- múrara á Ísafirði til að vefa vegg- listaverk undir þinni stjórn fyrir stúkuna Njálu, sem tengdapabbi hafði tilheyrt. Sama gerðir þú eft- ir komuna í Kópavoginn og gafst 18 dömum úr hópi eldri borgara hlutdeild í vegglistaverki fyrir Gjábakka, sem hýsir félagsstarf eldri borgara í Kópavogi. Það var mikill fengur fyrir fjöl- skylduna þegar þú fluttir í Kópa- vog árið 1988. Þótt þú tækir að þér vefnaðarnámskeið fyrir eldri borgara bæjarins og værir komin í sóknarnefnd Digraneskirkju gafst þú þér góðan tíma til að sinna okkur og barnabörnunum. Að hafa kynnst þér er ómetanlegt og ég er einn þeirra lánsömu. Þú varst einstaklega jákvæð, ég heyrði þig aldrei hallmæla nokkr- um manni og þú hafðir ætíð trú á þínu fólki. Þú varst næm á hæfi- leika og líðan annarra og hafðir lag á að láta alla njóta sín í návist þinni. Þegar grafarinn á Ísafirði vildi taka frá leiði við hliðina á Gísla í kirkjugarðinum á Ísafirði sagðir þú að það skipti ekki máli hvar þú værir grafin því þú yrðir þar hvort er ekki. Nú er komið að leiðarlokum hjá þér, elsku tengdamanna. Þín verður sárt saknað af öllum sem kynntust þér. Sturla Rafn Guðmundsson. Nú ertu komin til himna, elsku amma mín. Söknuðurinn er sár en eftir lifa yndislegar minningar um þig og stundirnar okkar saman. Það veitir mér mikla hugarró að þú kvaddir okkur á friðsælan hátt og með mömmu þér við hlið. Það fór allt eins og það átti að fara. Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér ég sjá andlit þitt alls staðar. Mér finnst eins og þú hafir alltaf verið hjá okkur fjölskyld- unni í Reynihvammi 8. Þú varst alltaf að hjálpa til og ganga úr skugga um að allir hefðu það gott. Þú settir okkur alltaf í fyrsta sæt- ið og vildir ekki láta hafa neitt fyr- ir þér. Þú vafðir okkur umhyggju og ást. Það var alltaf tilhlökkunarefni að koma heim eftir skóla því ég vissi að þú tækir á móti mér. Þú spurðir út í daginn minn og eld- aðir svo handa mér mat eftir mín- um óskum. Þá hughreystirðu mig þegar ég átti bágt og laumaðir að mér aur þegar mig vantaði. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig sama hvað bjátaði á. Þú varst einstaklega hlý og gafst mikið af þér. Þú sýndir mér að það er best að vera með já- kvæðnina að vopni og sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi. Þessa eiginleika þína hugsa ég oft um og reyni að hafa að leiðarljósi í mínu lífi. Þú varst svo sannarlega góð fyrirmynd í öllu sem þú tókst þér fyrir. Elsku amma mín. Ég er þakk- látur fyrir þann tíma sem ég fékk með þér og fyrir allan þann kær- leika og væntumþykju sem þú sýndir mér. Lífið er tómlegra án þín en kær minning þín lifir með okkur áfram. Hvíl í friði, elsku amma mín, og takk fyrir allt. Þitt barnabarn, Snorri. Elsku amma mín, Guðrún Vig- fúsdóttir, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Hún Guðrún amma var einstök manneskja, var alltaf jákvæð og fékk alla í kringum sig til að brosa og líða vel. Hún var einbeitt í sín- um gjörðum og fylgdi alla tíð draumum sínum og hjarta. Ég var sendur í nokkur yndisleg sumur til ömmu á Ísafjörð, þar sem hún bjó, og ætíð sá hún vel um mig. Ég fylgdi stundum með á vefstofuna sem hún rak og fylgdist með henni vefa en hún var einstök vef- listakona og þekkt fyrir handunn- ar vörur. Á ég hlýjar minningar frá þessum sumrum. Einnig fór- um við fjölskyldan vestur nokkra páska til að vera hjá henni og fara á skíði, sem var skemmtilegur tími. Eftir að amma hætti að vinna flutti hún í Kópavog til að vera nálægt dóttur sinni og okkur barnabörnunum. Hún kom á hverjum degi og sá um okkur barnabörnin eftir skóla á meðan foreldrar okkar voru í vinnu. Hún elskaði börn og þótti alltaf gaman að hitta langömmubörnin sín. Því meira fjör í börnunum því meira gaman. Amma, nú hefurðu kvatt okkur og farið yfir í annan heim. Ég sakna þín mikið. Megi guð vaka yfir þér. Gísli Örn Sturluson. Elskuleg amma mín sem ert nú komin til englanna á himnum. Þú áttir langa og gæfuríka ævi og fjölskyldu sem elskaði þig. Ég á einungis góðar minningar um okkar samverustundir sem voru óteljandi margar og munu fylgja mér á lífsleiðinni. Þú baðst bæn- irnar með mér þau kvöld sem þú passaðir mig og sagðir mér frá englunum sem vektu yfir mér og fylltir mig öryggi. Þú dæmdir mig aldrei fyrir mistök mín heldur stóðstu eins og klettur á bak við mig, sama hvað ég tók mér fyrir hendur. Fyrstu skólaárin mín í Ísaks- skóla sástu um að vekja mig fyrir skólann. Á hverjum degi vaktir þú mig með ljúfu klóri á bakið. Ég man eftir fallegu nöglunum þínum sem voru alltaf svo vel snyrtar með naglalakki. Þú barst hring með tópasi á annarri hendinni sem ég mun aldrei gleyma. Tveimur árum síðar, þegar ég var byrjuð í Kópavogsskóla, beiðstu eftir mér í Reynihvammi og pass- aðir mig eftir skóla. Síðar styrkt- irðu mig til náms og ferðalaga. Þú hafðir trú á mér. Ég á minningar frá því að hafa heimsótt þig í gamla prestshúsið í Vogatungu, þar sem þú kenndir eldri borgurum vefnað. Seinna heimsótti ég þig í Gjábakka og Gullsmára þar sem þú kenndir áfram vefnað í sjálfboðastarfi því svo orkumikil varstu. Þau voru ekki fá skiptin sem þú bakaðir pönnukökur handa mér og bræðr- um mínum í Reynihvammi og voru þá gjarnan vinir okkar í heimsókn sem nutu góðs af. Ég á svo margar góðar minningar úr Vogatungunni við hvíta eldhús- borðið að borða heitar kleinur og kakó yfir rólegu spjalli. Ég man eftir teikningum og úrklippum af fuglum og náttúrumyndum á skrifborðinu þínu. Þú fórst snemma að klippa út myndir af tískuvikunum í Morgunblaðinu og lést mig hafa vegna þess að þú hafðir tekið eftir því fyrst allra hvað ég var áhugasöm um tísku. Ég man eftir þér í bílskúrnum þínum, sem var innréttaður sem vinnustofa, að vefa hökla og vegg- teppi. Þar ófum við saman trefla sem ég mátti gefa bestu vinkon- um mínum. Þú varst svo rösk og vildir inna allt vel af hendi. Einn daginn þegar ég var komin til að vefa eftir nokkra pásu varstu búin að klára uppistöðuna svo þú leyfð- ir mér í staðinn að setja kögrið á treflana. Þér fannst mikilvægt að ég ætti eitthvað eftir okkur báðar. Eftir að bókin þín Við vefstól- inn kom út opnaðist nýr heimur fyrir mér. Þá kynntist ég ævi- starfi þínu og draumunum sem höfðu leitt þig í vefnaðarnám og svo til okkar í Kópavoginn eftir fæðingu mína. Ég fylltist miklu stolti við að fletta síðunum og skoða þetta mikla verk sem þú gafst út. Þú varst frumkvöðull á sviði íslenskrar hönnunar og fyr- irmynd svo margra kvenna þá og í dag. Seinna fékk ég að vera í hand- ofnum kjól eftir þig þegar ég brautskráðist úr fjölbraut. Það var brúntóna hyrnukjóll frá vef- stofunni og ég man hvað mér fannst það mikil forréttindi. Þú sparaðir aldrei hlýjuna og áttir til að horfa á eftir mér þegar við kvöddumst og senda fingur- kossa langar leiðir þangað til ég hvarf úr augsýn. Síðasta fingur- kossinn fékk ég aðeins viku áður en þú kvaddir – þrátt fyrir veik- indin varstu alltaf þú. Hvíldu með englunum amma. Guðrún Jóhanna. Lúin nú við steininn stansar, stenst ei mátið, kallar, ansar. Stundir renna stundum hljótt, stolt lauk Guðrún hinstu nótt. (HRJ) Elskulega móðursystir okkar, Guðrún (systir Huldu móður okk- ar) hefur kvatt þetta líf og gengið á vit forfeðra okkar. Á kveðju- stund sem þessari flýgur margt í gegnum hugann en ekki er hægt að telja allt fram nú í stuttri grein. Blómatími Guðrúnar var á Ísa- firði, þar sló hún hvað eftir annað í gegn með hátískusaum og vef- skap, á kjólum, höklum eða vegg- listaverkum o.fl., hélt sýningar á Íslandi sem og erlendis og varð fræg fyrir. Guðrún var sannkölluð lista- kona og naut þess að miðla þekk- ingu sinni til nemenda sinna. Á mínum siglingaárum á Fossunum kom ég (HRJ) oft heim til hennar og Gísla og átti þar góðar stundir, hann unni tónlist og kennslu, hún í listsköpun og áttu saman hlýtt og fallegt heimili. Þegar Gísli dó flutti hún í Kópavoginn í nágrenni við mig og því auðvelt að droppa inn í kaffi hjá frænku, sem hafði alltaf svo mikið að segja og stundum kóln- aði kaffið, það var svo margt sem hún þurfti að sýna mér. Hún var góð að skipuleggja og allt var vandlega planað og tímasett. En lífsklukkan gengur og mörgum hættir við að gleyma sjálfum sér í amstri dagsins, en svona er það bara. Öll plön ganga út á óbreytt ástand, allt í lagi, ókey, ekki ég. En veikindin veita högg sem ekki verða afturkræf og þannig veik- indi sem enginn vill sitja uppi með að loknu dagsverki. Eftir að hún komst inn á Roðasali átti ég þess kost ásamt Ljóðahóp Gjábakka að lesa stundum upp ljóð og spila á nikku, þá var sungið og brosað af ánægju. Ég og mín fjölskylda sem kynntumst Guðrúnu berum til hennar hlýjan hug með þakklæti fyrir að hafa verið henni sam- ferða. Margt er svo í heimi hér, að hönd má vart á festa. Guð hann núna gefi þér, gull sitt allra besta. (HRJ) Elsku frænka, Eyrún og fjöl- skylda, okkar innilegustu samúð- arkveðjur til ykkar allra, frá af- komendum Huldu Vigfúsdóttur og fjölskyldum þeirra. Fyrir hönd okkar allra, Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson. Mig langar með örfáum orðum að minnast frænku minnar Guð- rúnar J. Vigfúsdóttur, en ég á henni mikið að þakka. Þegar ég var 17 ára bauð Guð- rún mér að koma og nema við hús- mæðraskólann Ósk á Ísafirði. Guðrún leit svo á að mamma og pabbi ættu inni hjá henni greiða en Eyrún dóttir hennar bjó hjá þeim í Sólvangi á meðan Guðrún og Gísli voru í námi erlendis. Hún vildi gjalda greiðann og bauð mér því að koma vestur sem ég þáði. Guðrún kenndi vefnað við skólann og hafði ég mikla ánægju af því að nema undir hennar handleiðslu því áhugi hennar og færni skilaði sér vel til nemenda. Síðar eftir að námi lauk við hús- mæðraskólann kom ég aftur vest- ur til Guðrúnar og vann á sjúkra- húsinu og á vefstofunni hjá henni. Þá bjó ég hjá henni á Eyrargötu 6, en þar átti hún fallegt og notalegt heimili. Það var gott að búa hjá frænku en hún hafði einstaklega létt og gott lundarfar. Guðrún vann mikið og til þess að koma skilaboðum til mín skildi hún eftir miða með hinum ýmsu skila- boðum sem ég hafði mjög gaman af þó að stundum hafi ég átt í vandræðum með að skilja skrift- ina hennar. Þessi ár fyrir vestan voru mér gæfurík því ekki aðeins var það gæfa að kynnast frænku minni betur og nema við húsmæðraskól- ann, heldur kynntist ég eigin- manni mínum þar. Guðrún tók honum sem tengdasyni sínum og hafði hún oft á orði hversu mikil aflakló hann væri. Okkur finnst við eiga Guðrúnu margt að þakka og þegar við hjónin eignuðumst frumburð okkar nefndum við hana í höfuðið á henni. Mér þykir mjög vænt um þá minningu hve einstaklega gott og náið samband var á milli þeirra systra, Guðrúnar og mömmu. Það var yndislegt að sjá þegar þær hittust hve mikið þær gátu hlegið og haft gaman. Þessar minningar eru mér dýrmætar. Það er ekki hægt að skrifa minningarorð um Guðrúnu frænku án þess að minnast á hversu mikil listakona hún var. Hæfileikar hennar á sviði vefnað- ar og myndvefnaðar voru miklir og eftir hana má finna fjölmörg verk. Elsku frænka, takk fyrir allt. Ég votta Eyrúnu, Sturlu og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Vigdís E. Hjaltadóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja Guðrún J. Vigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.