Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 ✝ Ásgeir HannesEiríksson fædd- ist í Reykjavík 9. maí 1947. Hann var sonur Sigríðar Ás- geirsdóttur hdl., f. 1927, d. 2007, og Eiríks Ketilssonar, f. 1924, d. 1999. Systkini Ásgeirs samfeðra eru Guð- rún Birna Eiríks- dóttir, f. 1958, og Dagmar Jóhanna Eiríksdóttir, f. 1961, sammæðra Baldvin Haf- steinsson, f. 1955, og Elín Jó- hanna Guðrún Hafsteinsdóttir, f. 1957. Hinn 14. apríl 1974 giftist Ás- geir eftirlifandi eiginkonu sinni, Valgerði Hjartardóttur, f. 1951. Foreldrar hennar: Hjörtur Sig- urðsson, f. 1922, d. 1991, og Sigrún Gísladóttir f. 1925. Ásgeir og Val- gerður eignuðust þrjú börn: 1) Sigríð- ur Elín, f. 1976, í sambúð með Hauki Má Einarssyni, f. 1977, þeirra dætur Kolbrún Tinna, f. 2003, og Valgerður Sólborg, f. 2008. 2) Sigurður Hannes, f. 1982, í sam- búð með Sylvíu Clothier Ru- dolfsdóttur, f. 1985, hennar son- ur Theodór, f. 2006. 3) Sigrún Helga, f. 1989, í sambúð með Atla Guðbrandssyni, f. 1983. Útförin verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 23. febrúar 2015, kl. 13. Orð eru ansi smá og fátækleg og sjálfur er maður ansi lítill í sér, þegar kveðja þarf pabba sinn. Hinsta kveðjan kom of fljótt en vitneskjan um að pabbi þurfi ekki lengur að vafra um í þok- unni sem undir lokin var orðin alltumlykjandi hjálpar til þegar harmurinn er hvað mestur og volg tárin streyma niður vang- ann. Æðruleysið og jafnaðargeðið sem pabbi sýndi í veikindum sínum mun verða mér leiðarljós alla tíð. Pabbi skrifaði á sínum tíma „sjálfstætt fólk skrifar sín eigin eftirmæli jafnóðum“. Pabbi var ekkert ef ekki sjálfstæður, fór sína eigin leið í lífinu, lét gagn- rýnisraddir sem vind um eyru þjóta. Pabbi þorði. Það er dýrmætt veganesti að vita til þess að jafnvel á síðustu metrunum, þegar hin smæstu verk voru orðin pabba ofviða, þá hafi hann náð að láta það í ljós að hann væri ánægður með mig, strákinn sinn, sem ávallt hefur litið upp til pabba síns, aldrei meir en nú. Eftir stend ég fullur þakk- lætis fyrir skilyrðislausa um- hyggju, endalausan stuðning, þolinmæði, húmor og síðast en svo sannarlega ekki síst vin- áttu. Ég hneigi höfuð í tárum og kveð með orðum pabba: „Sé þig, gamli.“ Sigurður Hannes (Snoddas). Hann pabbi minn var skrít- inn karl á stundum, en hann var pabbi minn og mér þótti und- urvænt um hann. Að loknum tæpum 39 árum sem dóttir Ásgeirs Hannesar sitja eftir óteljandi minningar um sérvitran, blíðan, þolinmóð- an, kaldhæðinn, einlægan, vinnusaman og hjartastóran mann sem lá ekki á skoðunum sínum, hvorki við okkur fjöl- skylduna né aðra. Pabbi kenndi mér að takast á við hlutina með æðruleysi og bjartsýni. Enginn hlutur var svo slæmur að ekki væri hægt að laga hann. Hann kenndi mér að fara ekki í manngreinarálit, hann kenndi mér kaldhæðni og að rífa kjaft. Þegar ég var lítil, geðvond og pirruð út í foreldra mína hló pabbi alltaf og sagði: „Gott á þig, þetta valdirðu, maður velur foreldra sína.“ Þetta svar gerði mig enn geðverri með tilheyr- andi hurðaskellum og látum sem aftur jók á hláturinn hjá pabba. Eftir á að hyggja veit ég að hann hafði rétt fyrir sér, ég hefði ekki viljað skipta honum út fyrir nokkurn annan. Pabbi var mikill sögumaður og var sárt að horfa á eftir hon- um hverfa smátt og smátt inn í heim óminnis og ósjálfstæðis. Setningarnar urðu styttri, nafn- orðin hurfu og loks varð þögn. Hann kvartaði aldrei en þetta gátum við ekki lagað. Elsku pabbi, ég þakka árin, samveruna og uppeldið; í gegn- um stríðnina og kaldhæðnina skein einlæg væntumþykja og ást manns á eiginkonu sinni, börnum og barnabörnum. Þangað til næst. Þín dóttir, Sigríður Elín. Elsku pabbi. Nú hefur byrð- inni verið létt. Baráttunni er lokið og loksins ertu frjáls. Ef ég þekki þig rétt þá ertu strax farinn að hrista upp í fólki með kjafti og gríni, þannig varstu bestur. Það er einkennilegt að skrifa minningarorð um föður sinn, óteljandi sögur koma upp í hug- ann og þessi minningargrein myndi telja margar blaðsíður ef ég ætlaði að koma þeim öllum að. En það fyrsta sem kemur upp í hugann er þakklæti, takk fyrir vináttuna, hvatninguna, væntumþykjuna og síðast en ekki síst, takk fyrir gleðina og húmorinn. Þú varst sá allra fyndnasti og sýn þín á lífið er nokkuð sem ég tek mér til fyr- irmyndar svo lengi sem ég lifi. Þú varst mikill vinur barnanna þinna og gafst þér alltaf tíma fyrir dramatískar pælingar yngstu dóttur þinnar um lífið. Við gátum setið klukkutímum saman og bara spjallað. Þú kenndir mér óendanlega margt en það mikilvægasta er að þó svo lífið virðist ósanngjarnt á köflum þá er alltaf ástæða til þess að brosa. Þú skrifaðir eitt sinn niður þessa setningu sem ég hef varðveitt hjá mér síðan: „Svar lífsins við harminum hlýt- ur að felast í gleðinni.“ Við fjöl- skyldan munum halda áfram að brosa og gleðjast, þér til heið- urs. Mikið vorum við heppin. Ég ætla að enda þetta á er- indi úr ljóði eftir langafa þinn, Hannes Hafstein. Þau voru ófá skiptin sem þú last upp fyrir mig ljóð eftir þennan mikla mann. Ég veit, þú hefðir sagt mér að herða huga minn. Ég hugga mig sem bezt til að gera vilja þinn. Ég geymi hvert þitt bros í minning minni. Ég man og skal ei gleyma samvist þinni. (Hannes Hafstein) Við sjáumst hinum megin. Þín dóttir, Sigrún Helga. Ásgeir Hannes Eiríksson kom inn í líf fjölskyldunnar minnar þegar ég var tólf ára gömul. Ég man að ég laumaðist til að kíkja út um gluggann þeg- ar hann sótti systur mína á svakalega flottum Bens. Mér leist umsvifalaust vel á þennan mann sem virtist vita allt, eins og ég fékk fljótlega staðfest þegar hann kynnti mig fyrir Buddy Holly og öðrum merki- legum mönnum. Ásgeir var litríkur persónu- leiki og aldrei að vita hverju hann tæki upp á. Einn sum- ardag var ákveðið að nú skyldi öll fjölskyldan ganga yfir Fimmvörðuhálsinn. Við vorum öll útbúin í gönguskóm og útivistarfatnaði, nema Ásgeir Hannes sem þaut yfir Hálsinn spariklæddur, á blankskóm og í skyrtu með bindi. Útbúnaður- inn hafði þó engin áhrif á út- haldið því þegar nálgaðist Þórs- mörk þá tók hann Bíbí sína, sem var orðin úrvinda af þreytu, á hestbak og bar alla leið á leiðarenda, inn í Bása. Bíbí systir mín hefur staðið eins og klettur við hlið Ásgeirs í gegnum erfið veikindi sem þau mættu af miklu æðruleysi ásamt Sirrí, Sigga og Sigrúnu Helgu. Sjáumst á blankskónum hin- um megin við fjallið. Kristín Jórunn Hjartardóttir (Krissa). Ásgeiri Hannesi kynntist ég fyrst þegar hann vélaði mig fyr- ir margt löngu í stjórn fanga- hjálparinnar Verndar. Þangað var hann mættur til að láta gott af sér leiða, hjálpa þeim sem minna máttu sín. Hann þoldi ekki óréttlæti og gat verið óvæginn við þá sem því beittu. Hann var uppreisnarmaður sem gat orðið heitt í hamsi, en um leið var stutt í húmorinn og grallaraskapinn. Ásgeir var alltaf í einhverju bralli samhliða góðgerðarstörf- unum og stundum átti þetta reyndar til að blandast saman. Hann var með afbrigðum hug- myndaríkur og skemmtilegur félagi, gjafmildur á tíma sinn og reynslubrunn. Síðast áttum við í samskiptum þegar hann ætlaði að fara að framleiða flugvéla- mat. Ekkert var ómögulegt að hans mati og hann átti auðvelt með að smita aðra af jákvæðum viðhorfum og löngun til að stuðla að betra samfélagi. Það er sjónarsviptir að þeim öðlingi sem Ásgeir var. Ólafur Hauksson. Við vorum ellefu ára þegar leiðir okkar lágu saman í Aust- urbæjarskólanum. Sjálfsagt vorum við fyrirferðarmiklir ólátabelgir sem leiddi til þess að við vorum vistaðir hjá hinum stranga Hermanni Hjartarsyni, sem numið hafði á Kennarahá- skólanum í Kaupmannahöfn með sérgreinarnar sagnfræði og sálarfræði. Þar vorum við sessunautar og stundum hófst kennslan á því að við Ásgeir vorum reknir út en sagt að koma í lok kennslu. Þá komum við á skrifstofu Hermanns og ræddum landsins gagn og nauð- synjar. Hann sagði að við kynn- um allt og best væri að hafa okkur úti, hinir ættu þá betra með að einbeita sér. Á þessa fundi með Hermanni komu stundum myndlistarkennararn- ir Hafsteinn Austmann og frú Valgerður Briem. Þetta var eitt besta námsfyrirkomulag sem ég hef kynnst, Hermann er í minn- ingunni einn af mínum merk- ustu kennurum. Eftir unglinga- skóla skildi leiðir, hann fór í Verslunarskólann en ég fór í menntaskóla. Ásgeir hafði það á orði að það væri gott dæmi um þanþol og þolinmæði íslenska skólakerfisins að ég væri enn í því. Ég fyrir mitt leyti taldi það lýsa kerfinu vel að þeir sem ekki lynda við það verða þing- menn og pylsusalar. Amma mín bjó á Freyjugötu en Ásgeir dvaldi mest hjá afa sínum og ömmu á Fjölnisvegi, Ásgeiri Þorsteinssyni efnaverk- fræðingi og frú Elínu Hafstein. Á vissan hátt opnaði fé- lagsskapurinn við Ásgeir nýja sýn inn í íslenskt samfélag og sögu, langafinn Hannes Haf- stein ráðherra og stórskáld var ekki langt undan og Eiríkur Ketilsson stórkaupmaður var þjóðsagnapersóna. Ásgeir tengdist snemma Sjálfstæðis- flokknum og hann innritaði mig meira að segja í Heimdall. En þegar rukkarar á vegum þess ágæta félags komu heim til mín að innheimta félagsgjöld var ég í sveitinni og framsóknarkonan móðir mín henti þeim öfugum út. Seinna fór Ásgeir á þing fyr- ir Borgaraflokkinn og við áttum síðar samleið í Nýjum vett- vangi. Fáa hef ég þekkt sem voru jafn ljúfir og viðmótsþýðir og Ásgeir. Hann var örlátur en samt hugmyndaríkur og hug- rakkur og af einhverjum ástæð- um rakst hann illa í flokkum, Alþingi var ekki lengi hans starfsvettvangur, því miður. En hann beitti sér því meir í ýms- um áhugamálum sínum. Hann var orðhagur og fyndinn og þær bækur sem hann samdi eru af- burða skemmtilegar. Vináttan brestur aldrei, engu skiptir þó svo fundir verði ekki tíðir, alltaf er sem menn hafi skroppið stutta stund frá þegar vinir finnast á ný. Þegar þeir hverfa á braut sem okkur hafa verið kærir alla ævi tekur við tómleiki og söknuður. En Drottni sé þökk fyrir þá bless- un að hafa eignast góða vini. Valgerði og börnum votta ég samúð sem og öðrum vensla- mönnum. Guðmundur Ólafsson. Ásgeir Hannes Eiríksson er látinn; á sjötugsaldri. Erfitt er nú fyrir okkur vini hans á sjötugsaldri, að gera hann upp, af því hann var einn af alltumlykjandi persónu- leikum okkar samtíðar. Vona ég því að sem flestir af vinum hans og fjandvinum í pólitíkinni muni nú nota tækifærið, og skrifa hann inn í fortíð sína. Ég vil hins vegar láta nægja hér að tíunda kynni okkar sem rithöfunda; (en sagt er um hann í Félagatali Rithöfundasam- bands Íslands, að hann hafi gengið þar inn árið 1994, og sé skráður þar sem fræðiritahöf- undur). Minnisstæðast er mér um hann í kringum 1985, er hann var atkvæðamikill í blaðaskrif- um. Þóttu mér þá einhvern veg- inn dæmigerðust skrif hans ein um stjórnmálamennina í Ísrael, sem hann hafði þá fylgst með af mikilli innlifun í sjónvarpi í útlandaferð. En slík ástríðufull afstaða til íhaldsstjórnmála fannst mér svo lýsa honum best; við síðari kynni. Um þetta leyti var hann þekktur sem pylsusali í Austur- stræti í Reykjavík, sem rithöf- undum og stjórnmálamönnum var ljúft að vitna til, sem við- ræðuhæfs manns á förnum vegi. Seinna skaut honum svo upp á Alþingi, sem forkólfi Borg- araflokksins; og var ég þá feg- inn að geta þá kosið þann flokk sem valkost við Sjálfstæðis- flokkinn minn. Persónulega kynntist ég hon- um síðan á Kaffi París, í meg- inspjallhópnum þar, í kringum aldamótin síðustu. Var honum þá hlýtt til Rithöfundasambandsins; og er skáldskap þar um varðaði leit hann helst á sig sem smásagna- höfund. Hann keypti og ljóðabók eina eftir mig; og þótti þá hnýsilegt mjög að ég skyldi yrkja þar ljóð um forn-gríska skáldkonu sem ég gerði að lesbíu! Var einnig að heyra á honum, að hann teldi mig ekki vera einn af áhangendum sínum í pólitíkinni! Þótti mér það skjóta skökku við, en svo fór þó seinna, að ég fann mig knúinn til að rita afdráttarlausa grein í Morgunblaðið gegn áformum hans um nýbúapólitík. Var það í kringum 2005; og ætlaðist ég þá til að hann myndi svara mér á sama vettvangi, fullum hálsi. En einmitt þá hvarf hann okkur Kaffi París- setuliðunum sjón- um; og var ég svo alltaf síðan að bíða eftir að hann léti áfram heyra í sér í fjölmiðlum. Einhvern pata hafði ég þó af nýjum viðskiptavettvangi hans. Tryggvi V. Líndal. Ásgeir Hannes Eiríksson HINSTA KVEÐJA Tvær litlar títlur kveðja afa sinn í dag. Þakklátar fyrir tímann sem þær fengu en svolítið sorgmæddar yf- ir að hafa afa Ásgeir ekki lengur hjá sér. Afi var alltaf tilbúinn til að leika og þó að orðunum hafi fækkað með árunum gátu afi og afastelpurnar setið og teiknað, hlustað á tónlist og dundað sér sam- an án orða. Afa þótti vænt um litlu títlurnar og sýndi þeim óþrjótandi þolinmæði og væntumþykju alla tíð. Hvíl í friði elsku afi, Kolbrún Tinna og Valgerður Sólborg. Samúðarskreytingar •Útfaraskreytingar Blómasmiðjan Grímsbæ | S. 588 1230 Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN KRISTINSSON, Hávegi 9, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 15. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13. . Sigurlín Hermannsdóttir, Ingólfur Sigurjónsson, Rúnar Þór Hermannsson, Kristbjörg Hermannsdóttir, Ásta S. Karlsdóttir, afabörn og langafabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU ÁRNU SIGURÐARDÓTTUR, Köldukinn 3, Hafnarfirði, sem lést á Sólvangi miðvikudaginn 28. janúar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sólvangs. . Sigurður Hákon Kristjánsson, Oddur Björn Sveinsson, Halldór Árni Sveinsson, Kristján S. Sigurðsson, María Sigurðardóttir, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabarn. Okkar ástkæri MAGNÚS ANNASSON, Tjörn á Vatnsnesi, lést fimmtudaginn 19. febrúar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hvammstanga. . Brynjólfur Magnússon, Eðvald Magnússon, Geir Magnússon, Sesilía H. Magnúsdóttir, Svala Ólafsdóttir, Freyja Ólafsdóttir og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMAR EYDAL LÁRUSSON, Dalbæ, heimili aldraðra, Dalvík, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Sólborg Ingimarsdóttir, Magnús Hafsteinsson, Sigríður Inga Ingimarsdóttir, Valgeir Vilmundarson, Svafar Ingimarsson, Ósk Kristjánsdóttir, Eygló Pálsdóttir, Gunnar Magnússon, Jón Örn Pálsson, Elísabet Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.