Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 ✝ AðalsteinnSigurðsson, f.v. mennta- skólakennari, fæddist 18. ágúst 1921 í Aðalstræti 76 á Akureyri. Hann andaðist á Elliheimilinu Hlíð 8. febrúar 2015. Aðalsteinn var sonur hjónanna Elínborgar Jóns- dóttur, húsmóður (1889-1979) og Sigurðar Sölvasonar, húsa- smíðameistara (1895-1986). Systkini Aðalsteins eru Ing- ólfur, skipstjóri f. 1922, María Menntaskólanum á Akureyri 1941. Hann útskrifaðist 1944 með BA próf í sagnfræði frá Háskólanum í Kaliforníu, Berkeley. Hann hafði hafið mastersnám í sagnfræði, þeg- ar hann var kallaður til kennslu við MA haustið 1944. Þar kenndi hann samfellt til vorsins 1985. Aðalsteinn vann mörg sum- ur sem bankastarfsmaður við afleysingar, fyrst í útibúi Út- vegsbankans og síðar í útibúi Búnaðarbankans á Akureyri. Enn fremur annaðist hann tekjubókhald fyrir Flugfélag Norðurlands, síðar Flugfélag Íslands, frá 1975 til 2000. Aðalsteinn var félagi í Odd- fellowreglunni á Akureyri. Útför Aðalsteins verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 23. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13.30. Jónína, hár- greiðslumeistari, f. 1924, d. 2013 og Gunnar, verkfræð- ingur, f. 1925, d. 1998. Eiginkona Að- alsteins var Alice Julia Soll Sigurðs- son, grafískur hönnuður, f. 1921, d. 2011. Sonur þeirra er Sigurður f.v. framkvæmdastjóri og flug- stjóri, f. 1947, kvæntur Helenu Dejak, framkvæmdastjóra f. 1946. Aðalsteinn varð stúdent frá Bókamenn eru margvíslegrar gerðar eins og annað fólk. Mörgum þeirra er þó eiginlegt að fara hljótt og gera lítið af því að ónáða samferðafólk sitt að óþörfu. Í stað þess ganga þeir að bókaskápnum sínum, leita svara við spurningum og fræð- ast um ný atriði. Þekkingin er þeim fró og í bókum finna þeir bæði friðsemd og ró. Aðalsteinn Sigurðsson var næsti nágranni okkar í Ása- byggðinni í næstum nítján ár, hæglátur og óáleitinn en mann- glöggur og skemmtilega kíminn. Þá höfðum við þegar haft hann og þekkt sem uppfræðara, sam- kennara og samverkamann í fullan aldarfjórðung. Samleiðin varð því býsna löng og kynnin jukust smátt og smátt. Sem aðalsögukennari MA var Aðalsteinn lítið gefinn fyrir nýj- ungar en hann fylgdist vel með og kunni sitt fag. Á liðlega fjörutíu ára kennsluferli við skólann las hann fyrir, tók nem- endur upp að kennarapúltinu og spurði út úr. Þá þótti betra að vera lesinn en ekki. Við sam- anburð komust nemendur að því að kennsluaðferðirnar breyttust lítt á milli bekkja og ára, jafnvel áratuga. Þá var hann þeirrar skoðunar að það væri nemenda að hafa áhuga á því sem fram fór í kennslustofunni, þeirra væri að ákveða hlutverk sitt þar. Af þessu leiddi að hinir áhugasömu fengu athygli hans alla, þeir settust jafnan fremst og þeim veitti hann fjölmargar ábendingar um gott viðbótar- eða hliðarlesefni. Lágur rómur gerði það að verkum að stund- um náði kennsla hans ekki til fleiri. Margar sögur lifa af athafna- semi menntaskólastúlkna í sögutímum hjá Aðalsteini. Handavinna var í öndvegi og söngur prjóna og heklunála skapaði notalegt andrúmsloft. Eitt árið var áherslan á trefla, annað ár hekluðu dömurnar í 6.a forláta rúmteppi handa kennara sínum. Litlum sögum fer af því hvað piltarnir aðhöfð- ust. Aðalsteinn sá um og stýrði bókasafni MA í tæpan aldar- þriðjung. Það gerði hann af mikilli natni og réðst í það stór- virki að skrá safnið í spjaldskrá sem að sjálfsögðu er varðveitt. Honum leið vel innan um bæk- urnar og hugsaði um þær sem sínar eigin. Safnið var í þá daga útlána- en ekki kennslusafn og opið utan daglegs vinnutíma. Aðalsteinn ræddi við notendur, spurði þá um áhugasvið og benti á athyglisvert efni. Ef bók var ekki skilað var eftir henni geng- ið og ýmis dæmi eru um að rit hafi komið í leitirnar árum eftir að menntaskólavist viðkomandi lauk. Aðalsteinn Sigurðsson var ekki mikill framkvæmdamaður í verklegum efnum en okkur mun hann ævinlega verða minnis- stæður fyrir staka eljusemi við garðslátt. Það eru aðeins fá ár síðan hann hætti að nota tromlusláttuvél, bumbubana, og keypti í hennar stað aðra mót- ordrifna og undruðumst við kraftinn sem í grannvöxnum lík- amanum bjó. Alice, eiginkona hans, var örugglega meiri úti- vistarmanneskja að upplagi en saman var þeim garðurinn dýr- legur reitur. Nú kvikna ekki framar ljósin í bókaherbergi Aðalsteins, bóka- herbergi þess manns sem Stef- án Þorláksson, fyrrverandi sam- kennari hans, sagði að hefði átt að vera sendiherra að ævistarfi. Við kveðjum góðan nágranna með kærri þökk fyrir áralanga vináttu. Ragnheiður Sigurðardóttir og Bragi Guðmundsson. Ég minnist Aðalsteins Sig- urðssonar með söknuði. Þar fór afburða greindur maður; minn- ugur, vel máli farinn og sérlega greinargóður. Honum var lagið að ná til fólks á öllum aldri og skerpa huga þess á skemmti- legan og örvandi hátt. Ég kynntist honum fyrst vel á unga aldri, þá hestasveinn í þjónustu Alice Sigurðsson, eiginkonu Að- alsteins. Hestasveinshlutverkið tók ég að mér til að komast á bak einhverjum reiðhestanna sem Alice tamdi af mikilli þekk- ingu og sinnti af alúð. Ég var þá tíður gestur á heimili þeirra hjóna og þáði þar andlegt og líkamlegt nesti sem hefur dugað mér vel og ég er afar þakklátur fyrir. Einhver ævintýraljómi var yfir þeim hjónum og ungi mað- urinn forvitinn að læra eitthvað nýtt í hvert skipti sem mætt var til þeirra. Skemmtilegastir voru lengri reiðtúrar yfir sumartím- ann – í hugann kemur ferð inn í Garðsárdal og um Gönguskarð í mikilli þoku sem svo gufaði upp í sólríkum Bleiksmýrardal. Að- alsteinn náði þá í okkur á bíl og ferjaði heim, en hann var þá sjálfur hættur reiðmennsku eft- ir að hafa dottið af baki og rot- ast svo illa að lyktarskynið hvarf. Það gat þó komið sér vel: sagan segir að dag nokkurn hafi nemendur Aðalsteins í sagn- fræði við Menntaskólann á Akureyri ætlað að stríða honum með því að setja „skítabombu“ í rusladallinn í kennslustofunni, með það að markmiði að fæla alla út og fá þannig frí í tíma. Að sjálfsögðu tókst það ekki og nemendur fengu að dúsa dágóða stund í eigin skítabombufýlu á meðan Aðalsteinn kenndi eins og ekkert væri. Hjá þeim hjónum lærði ég margt – að temja hesta og þjálfa hunda, hlusta á fugla- söng, verma ískaldar hendur og kæla maltið í læk. Ég naut þess heiðurs að fylgjast með Alice teikna upp og mála vatnslita- málverk af landslagi sem hún vissi að var að hverfa í fram- tíðar-bæjarskipulagi, en hesthús hennar stóðu á landi þar sem nú er Naustahverfi, skammt vestan við Kirkjugarð Akureyrar. Þau hjónin voru mjög sam- rýmd og báru mikla ást hvort til annars þó svo hún væri ekki alltaf sýnileg. Alice átti það til að stríða Aðalsteini og hún var alltaf jafn hissa hversu auðvelt það gat verið að hrekkja hann á 1. apríl, á hverju einasta ári á sama deginum! En Aðalsteins verður einnig minnst fyrir aðkomu að flug- málum á Akureyri og ötult starf hjá Flugfélagi Norðurlands sem þá sinnti meðal annars öflugu flugi til Grænlands. Efling flugsins frá Akureyri var Að- alsteini hugleikin enda fortíð þess glæst. Alice lést í maí 2011 eftir erf- ið veikindi en Aðalsteinn hélt góðri heilsu til æviloka. Heiðruð sé minning þeirra hjóna. Ragnar K. Ásmundsson. Aðalsteinn fæddist í Aðal- stræti 76 en upp að húsinu ligg- ur Sölvastígur sem nefndur er eftir Sölva Ólafssyni skipstjóra, afa hans. Íbúar á Akureyri voru þá rúmlega 2500. Aðalsteinn ólst upp við leik og störf. Hann var handlangari, sendisveinn og kúasmali, keypti sér reiðhjól og hjólaði með félögum sínum oftar en einu sinni austur í Vagla- skóg. Snemma kom í ljós að Að- alsteinn var afburða námsmað- ur. Að loknu stúdentsprófi 1941 kom Sigurður Guðmundsson skólameistari að máli við hann og spurði hvort hann vildi ekki læra sagnfræði. Aðalsteinn ákvað að láta slag standa. Ekki kom til greina að fara til Evr- ópu vegna stríðsins og því hóf hann nám við Háskólann í Kali- forníu í Berkeley. Hann fékk styrk til námsins og honum sóttist námið vel. Hann lauk BA-prófi en á öðru misseri meistaranámsins fékk hann skeyti frá skólameistara þar sem sagt var að hann yrði að koma heim umsvifalaust. Nánari skýringu fékk hann í bréfi sem barst honum tveimur dögum síðar: til að tryggja sér stöðu sögukennara við MA yrði hann að koma heim strax. Bréfið hafði þá verið tvo mánuði á leið- inni. Aðalsteinn dreif sig til New York og fékk far með Dettifossi þar sem eitt pláss losnaði á síðustu stundu. Ferðin heim tók 26 daga. Siglt var í skipalest til Skotlands, suður fyrir Írland, til Glasgow og það- an til Loch Ewe þar sem skipa- lestir söfnuðust saman. Aðal- steinn komst til Akureyrar í tæka tíð rétt áður en skóli var settur. Goðafoss sigldi frá New York mánuði síðar og var skot- inn niður skammt undan landi við Garðskaga. Aðalsteinn kenndi við MA í 41 ár og var yfirkennari, deild- arstjóri í sögu og bókavörður bókasafns nemenda í 32 ár. Oft ræddi Aðalsteinn við nemendur sína um bækur og bókmenntir – hann þekkti þá vel, ættir þeirra og uppruna og fannst sumum jafnvel nóg um. Í mörg ár færði Aðalsteinn árangur nemenda af mikilli nákvæmni í prótókoll með sinni fögru rithönd. Eiginkona Aðalsteins var Alice Julia Soll, d. 18. maí 2011. Henni hafði hann kynnst í há- skólanum en hún stundaði nám við California College of Arts and Crafts og lauk BA-prófi í grafískri hönnun og myndlist. Alice ólst upp í ævintýralegri náttúru við Lake Tahoe í Sierra Nevada. Hún var einkum þekkt fyrir afar fallegar vatnslita- myndir sínar þar sem hún lék sér að samspili ljóss og skugga. Aðalsteinn var spaugsamur og hnyttinn, sagði frá mönnum og málefnum frá ýmsum sjón- arhornum skýrt og skipulega enda minni hans fádæma traust og naut hann þess fram á síð- asta dag. Hann var greiðvikinn, hjálpsamur og traustur vinur. Við sendum þeim hjónum Sigurði og Helenu samúðar- kveðjur. Ragnheiður og Ásmundur. Frá því ég man eftir mér voru Aðalsteinn og Alice hluti af minni tilveru. Að fara í sunnu- dagsheimsóknir á heimili þeirra var spennandi því margt var þar að sjá og skoða. Aðalsteinn kenndi og sýndi mér þolinmóður allt sem áhuga vakti, heilt her- bergi fullt af bókum, arineldur sem við kveiktum stundum sam- an, myndir frá öðrum löndum og margt fleira. Aðalsteinn sýndi mér alltaf einlægan áhuga, mætti á leik- sýningar í barnaskóla, fylgdist með einkunnaspjöldum og las yfir ritgerðir. Að fá póstkort frá honum frá útlöndum var hin mesta gleði og þegar heim var komið sagði hann mér sögurnar á bak við myndirnar á kort- unum. Hann var góður vinur minn. Aðalsteinn átti mynd af okk- ur saman frá því ég var barn og sýndi mér hana reglulega og minnti mig á hver hafði verið minn „fyrsti kærasti“, það fannst okkur báðum skemmti- legt og hlógum við saman. Á gamlársdag sá ég Aðalstein í síðasta skipti og þó að aldurinn væri farinn að segja til sín þá var alltaf stutt í glensið hjá hon- um og alltaf var nærveran góð. Ég er heppin að hafa fengið að kynnast Aðalsteini svo náið og að hafa eignast það samband sem við áttum. Elsku Aðalsteinn, góði vinur minn. Ég mun halda áfram lífi mínu ríkari því ég átti þig að og alltaf gleðjast þegar ég hugsa um allar okkar minningar. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Brynja Vala Guðmundsdóttir. Aðalsteinn Sigurðsson, menntaskólakennarinn minn, er allur. Fundum okkar bar fyrst sam- an haustið 1971, þegar ég kom til Menntaskólans á Akureyri, frá M.H., til að setjast í bekk á öðru ári. Tók hann þá við mér með þeirri alúð sem mótaði af- stöðu mína til hans síðan; og kom því þegar til leiðar að ég fékk strax inngöngu á heima- vistina, svo ég þyrfti ekki að leigja útí bæ. Við fundum strax út að við áttum sumt sameiginlegt: Faðir minn (Baldur Líndal, efnaverk- fræðingur), hafði verið stúdent frá MA, og líkt og Aðalsteinn farið til Bandaríkjanna í há- skólanám eftir stríð. Þar höfðu þeir báðir náð sér í bandaríska eiginkonu, sem þeir fluttu með heim til Íslands; og stofnað með þeim barnafjölskyldu. Og vænt- anlega hefðu þær hist hér, ef þær hefðu báðar búið á Reykja- víkursvæðinu; líkt og mamma. Aðalsteinn kenndi sögu við MA, og þótti okkur máladeild- arnemum gott að hlýða á hann í tímum. Það passaði vel fyrir margar námsmeyjarnar að geta þá gripið í prjónana sína, meðan hann romsaði útúr sér skondn- um meginviðburðum úr Evrópu- sögunni. Ekki setti hann það mjög fyr- ir sig, þótt oftast væri fátt um svör ef undirritaður vildi kafa meira í efnið. Hann tók einnig að sér að vera bókavörður í bókasafni skólans, og var þar góður heim að sækja. (Nemendur voru gjarnir á að kalla fólk vinsamlegum gælu- nöfnum; og heyrðist mér að Að- alsteinn hefði stundum viður- nefnið Hestasteinn!) Síðast töluðum við saman haustið 1981, en þá var ég far- inn að kenna við Menntaskólann á Egilsstöðum. Sagði hann farir sínar þá ekki sléttar, því hann hafði þá orðið að víkja fyrir langmenntaðri kennurum af minni kynslóð. Við það tækifæri spurði hann mig einnig frétta af aldavini sínum, Árdal heim- spekiprófessor í Kanada; en ég hafði þar hitt eina dóttur hans, við dvöl mína í háskólanámi þar í landi. Kveð ég nú Aðalstein. Tryggvi V. Líndal. Í dag kveður Menntaskólinn á Akureyri Aðalstein Sigurðs- son sem kenndi við skólann frá 1944 til 1985. Aðalsteinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum við skólann. Auk þess að vera yf- irkennari og deildarstjóri í sögu var hann, svo eitthvað sé nefnt, bókavörður um árabil og ein- kunnaritari, enda hafði hann einstaklega fagra rithönd. Aðalsteinn var raungóður nemendum sínum og hafði næman skilning á því að það lægi ekki fyrir öllum að hafa áhuga á sögu. Honum þótti vænt um skólann sinn og fylgd- ist vel með öllu sem þar gerðist. Það var mér ánægja að vera samstarfsmaður hans í nokkur ár og þá sem samkennari. Hann hvatti mig og studdi þegar ég kom að skólanum til kennslu og sýndi mér ræktarsemi þegar ég tók við sem skólameistari. Fleiri fyrrverandi nemendur og samstarfsfólk hafa sömu sögu að segja af Aðalsteini, það var gott að eiga hann að sem vin. Menntaskólinn á Akureyri þakkar Aðalsteini vel unnin störf við skólann og sendir Sig- urði og Helenu og öllum að- standendum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri, Jón Már Héðinsson skólameistari. Aðalsteinn Sigurðsson ✝ Kristín Sveins-dóttir fæddist 14. febrúar 1924 á Ósabakka á Skeið- um. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Dalbraut 12. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Auðbjörg Káradóttir frá Ósa- bakka á Skeiðum og Sveinn Gestsson frá Húsatóftum á Skeiðum. Systkini Kristínar eru; Lilja, f. 1922, d. 1943, Guðmundur, f. 1923, d. 2011, Kári f. 1925, d. 1997, Helgi, f. 1928, Valgerður, f. 1929, d. 2003, Guðrún, f. 1931, Ingibjörg, f. 1933, Skarphéðinn, f. 1934, Bjarni, f. 1939, og Haf- liði, f. 1944. Kristín gekk í barnaskólann í Brautarholti á Skeiðum og einn vetur í Húsmæðra- skólann á Laugar- vatni. Kristín ólst upp á Ósabakka í stórum systkina- hópi. Hún vann þar við almenn sveita- störf. Eftir að hún fór að heiman vann hún ýmis störf, t.d. var hún í kaupavinnu, ráðskona í vega- vinnu og í Keldnaholti. Hún var þerna á skemmtiferðaskipinu Gullfossi um skeið. Kristín var ógift og barnlaus. Útför Kristínar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 23. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13.30. Nú hefur hún Stína okkar kvatt þetta líf. Í yfir 20 ár var hún félagi í kórnum okkar og mætti á hverja æfingu glöð, kát og létt í spori. Hún hafði yndi af söng og dansi og nýtti hvert tækifæri til að gleðjast með góðum vinum. Stína var hispurslaus og kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún var vinnusöm, ósérhlífin og vildi hvers manns götu greiða. Naut kórinn þessara kosta henn- ar þegar á þurfti að halda. Ósjaldan bauð hún upp á nýbak- aða ástarpunga á söngæfingum. Það var ekkert verk sem Stínu okkar óx í augum. Hér á árum áð- ur var fjáröflun oft með öðru sniði en nú til dags. Fyrir jólin eitt árið var ákveðið að baka laufabrauð, kleinur og ástar- punga og selja ásamt heitu kakói í Austurstræti. Þar lét Stína ekki sitt eftir liggja. Hún hitaði kakóið í stórum pottum í íbúð sinni á Háaleitisbraut og þaðan var það selflutt í sölutjaldið í Austur- stræti. Þetta eru ógleymanlegar ánægjustundir. Stína varðveitti alltaf unglinginn í sér sem sýndi sig best þegar 15 ára unglings- stúlka byrjaði í kórnum. Urðu þær bestu vinkonur og gátu setið saman og skellihlegið að sömu vitleysunni. Þegar söngferli hennar í kórn- um lauk gekk hún til liðs við Klappliðið sem var hópur maka kórfélaga auk nokkurra eldri fé- laga. Var það árvisst að þau skemmtu á árshátíðum og við ýmis önnur tækifæri á vegum kórsins. Að lokum þökkum við Stínu áralanga tryggð og vináttu og kveðjum hana með ljóðinu „Litla Stína“ sem var eitt af hennar uppáhaldslögum og mun alltaf minna okkur á hana. Stína mitt ljúfa ljós, líð þú með mér í dansinn, þú ert mín æskurós, enda skaltu hljóta kransinn. Tra, la, la, la, la, la. En hve mjúk er hvíta höndin þín. Tra, la, la, la, la, la. Ó, ég finn að þú ert mín. Þó jörðin standi í stað, við stígum dans ei þreytt. Klukkan hún kallar að, kærðu þig samt ekki neitt. Litla Stína, ljósin skína, ljóðin gjalla, tónar kalla, dátt er gaman, dönsum saman, dönsum brosandi saman. (Guðm. Guðmundsson/C.P. Wallin) Fyrir hönd Árnesingakórsins í Reykjavík, Herdís P. Pálsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Þorgerður Guðfinnsdóttir. Kristín Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.