Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl Hrútur Þú hefur mikla löngum til að fegra heimili þitt. Leggðu þig fram um að bæta þig ef viðkomandi er þér einhvers virði. 20. apríl - 20. maí Naut Þú nýtur hins ljúfa lífs, góðs matar, góðs víns og fallegs umhverfis. En gleðin hefur verið þarna líka og þú skalt næra þig á henni. 21. maí - 20. júní Tvíburar Samræður við einhvern þér eldri geta komið þér að gagni í dag eða þá að þú færð tækifæri til að miðla visku þinni til ein- hvers þér yngri. 21. júní - 22. júlí Krabbi Engin vél gæti leikið eftir það sem þú gerir í dag. Af hverju ertu þá allaf að gera á þig þessar kröfur? Þú ert að gera þitt allra besta.Taktu þér bara gönguferð í staðinn. 23. júlí - 22. ágúst Ljón Þú leggur starfsheiður þinn að veði þegar þú mælir fyrir ákveðnu máli. Gættu þess bara að vera einlægur og tjá tilfinningar þínar. 23. ágúst - 22. sept. Meyja Það er alveg ástæðulaust að þú sért að burðast með allar syndir heimsins á herð- unum. Farðu í bókabúð, á safn eða eitthvert annað sem þú ert ekki vön/vanur að fara. 23. sept. - 22. okt. Vog Hlustaðu á eðlisávísun þína þegar kemur að máli sem snertir þig og þína nánustu. Auð- vitað er það það sem þú notar á eigið líf sem skiptir máli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Óvænt hegðun eða uppástunga einhvers á vinnustaðnum getur komið þér í opna skjöldu í dag. Hafðu minni áhyggjur af kostnaðinum þegar ánægjan er svona mikil. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú getur samþykkt aðstæður án þess að finnast þú hafa sest í helgan stein. Vendu þig á að setja hvern hlut á sinn stað og umfram allt að leggja á minnið hvar sá staður er. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú virðist hafa alla þræðina í hendi þér svo þú getur ótrauður haldið ætlunar- verkinu áfram. Haltu áfram að sýna gagnrýn- inni manneskju umburðarlyndi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vertu þolinmóður við fjölskyldu- meðlimi í dag því einhverjir eru heldur geð- illir. Hláturinn lengir lífið. En nú er ekki rétti tíminn til að fela sig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu að bregða út af vananum í dag. Maður fær fráhvarfseinkenni af því að vera fjarri ástvini sínum of lengi. Hertu upp hugann því breytingarnar eru til bóta. Að fornu tímatali hefst góa meðsunnudegi í 18. viku vetrar, sem var í gær. Ólafur Stefánsson orti: Í pottum er maturinn mallaður mustarður steyttur og sallaður. Þreyð var Þorraskinn svo þokast Góa inn og réttilega konudagur kallaður. Alltaf er gaman að fletta bókum í góðu næði. Ljóðabók Bjargar G. Þorláksson var á náttborðinu mínu. Hún var mikil tungumála- kona og annar af höfundum orða- bókarinnar með manni sínum Sig- fúsi Blöndal: Danska, þú ert dáðamál, ef djúpt er grafið. En þeir sem fleyta froðuhjómið fá ei úr þér nema grómið. Gömul sannindi eru alltaf ný þegar vel er kveðið: Þeir, sem auðinn meta mest, munu stundum gleyma, að þegar lífs er sólin sest – sitja „aurar“ heima. Skemmtilegar andstæður eru í þessari stöku: Bágt er að ganga á betliskóm, búin andans snilli. – En aumara að vera ilmgæft blóm asnakjálka milli. Síðan leikur Björg sér með sama stefið: Bágt er að vera rógi ræmd, svo rökkvi um sæmd og snilli. – En aumara að vera dauðadæmd Drottins fjenda milli. „Limrur fyrir landann“ eftir Braga V. Bergmann voru líka í staflanum á náttborðinu. Þar segir frá Jóni hlaupara, sem frægur var á Akureyri, svo að heill pitsustaður var skírður í höfuðið á honum. – „Nafni hans er hér tilbúinn við rás- markið í langhlaupinu og þá má spá í spilin,“ segir Bragi: Jón hefur úthaldið ærið, ágæt er spáin og færið. Það fer jú sem fer, ég finn það á mér að hann geti hlaupið á snærið! Þessa limru kallaði Bragi „Hlauparinn (1)“, en nú kemur „Hlauparinn (2): Það fer ekki allt eins og ætlað er, þótt ásetningurinn sé góður. Smá- vægilegt atvik getur sett allt úr skorðum: Jón sýndi hvergi neitt hik, hafði í augunum blik. En fór að tvínóna, fann ekki skóna: Hann er nú hlaupinn í spik! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísa um góu og flett bókum á náttborðinu Í klípu „MJÖÐMIN Á HONUM ER EKKERT AÐ VERÐA BETRI. ÉG ÆTTI AÐ ÍHUGA AÐ LÁTA SVÆFA HANN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ER AÐ REYNA AÐ SOFNA. HVAÐ ERTU MEÐ Í GANGI HÉRNA – EINHVERN FÍLASIRKUS?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að tryggja það að þú haldir fast í þann sem er svona sérstakur. ÞÚ VEIST AÐ KLEINUHRINGIR ERU SLÆMIR FYRIR ÞIG ÞEIR ERU EKKI JAFN SLÆMIR FYRIR MIG OG ÉG ER FYRIR ÞÁ HVERNIG GETURÐU EYTT MÖRGUM KLUKKUTÍMUM, NÓTT EFTIR NÓTT, Á ÞESSU VIÐURSTYGGILEGA ÖLDURHÚSI? ÞAÐ TEKUR SINN TÍMA AÐ RÆÐA HEIMSMÁLIN Vandinn sem sívaxandi ferða-mannastraumur hingað til lands hefur skapað er mikið álag á fáa vin- sæla staði. Átroðsla og umhverfis- spjöll eru birtingamynd þessa. Það er þó ekki síður hvimleitt að staðir sem áður voru beinlínis heillandi þegar þangað var hófleg aðsókn hafa að nokkru marki glatað þeim töfrum sínum, nú þegar fólksfjöldinn er yf- irþyrmandi. Víkverji minnist í þessu sambandi sunnudagsferðar á Þing- velli síðasta sumar, þar sem hundruð manna sprönguðu um á Hakinu og í Almannagjá. Fólksmergðin var óþægileg og staðurinn breyttist í vit- undinni. Og fjöldi ferðamanna sem á Þingvelli kemur heldur áfram að aukast og sama máli gegnir um Gull- foss, Geysi, Mývatn og svo fram- vegis. Við þessu er aðeins eitt ráð, að fleiri áhugaverða staði aðgengilega. Af nægu er að taka. x x x Suðuausturhorn landsins státar afægifagurri náttúru, þar sem Skaftafell og Jökulsárlón á Breið- merkursandi eru þeir staðir sem sennilega ber hæst. En svo Austur- Skaftafellssýsla sé tekin fyrir, má vekja athygli á hve áhugavert er að ganga að sporði og útfalli Svínafells- jökuls, skammt sunnan við Skafta- fell. Þá er Fjallsárlón í Öræfasveit nánast kynngimagnaður staður, þar sem jakarnir falla úr ísstálinu. Þá orkaði sterkt á Víkverja í þessu ferðalagi að koma að gömlu brúnni yfir Heinabergsvötn í Suðursveit. Mannvirki þetta var reist árið 1948 um tveimur árum eftir að brúin var tekin í notkun leitaði fljótið í nýjan farveg. Eftir stóð brúin á þurru og er á sinn hátt áminning um að mað- urinn má sín alltaf lítils gagnvart reginöflum náttúrunnar. x x x Fyrir austan eru sögustaðir viðhvert fótmál. Nærri Eystrahorni stendur enn feyskin leikmynd bæj- arins Steina undir Steinhlíðum, sem var reist 1979 þegar gerð var sjón- varpsfilma af Paradísarheimt eftir Halldór Laxnes. Og þó að bærinn hafi látið á sjá eru möguleikar í stöð- unni. Kaffistaðurinn Paradísarheimt yrði fjölsóttur enda heitt á könnu og bakkelsi á borði. víkverji@mbl.is Víkverji Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur. Hreinsið hendur ykkar, þið syndarar, og gerið hjörtun flekk- laus, þið tvílyndu. (Jakobsbréfið 4:8)                  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.