Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 16
REYKJAVÍK ÁRBÆR H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Þegar farið er yfir í Árbæ frá Breiðholti og öðrum vestari hverf- um er óhjákvæmilegt að leggja leið sína yfir Elliðaár, sem eiga upptök sín í Elliðavatni áður en þær renna út í Faxaflóa við Geirsnef. Árnar mynda þannig nokkurs konar nátt- úruleg landamæri Árbæjar við eldri hverfi borgarinnar. Vatnið og árnar draga nafn sitt af skipi Ketilbjörns gamla, land- námsmanns sem getið er í Land- námu. Ketilbjörn lagði í för til Ís- lands frá Naumadal í Noregi á skipi sínu Elliða og kom að landi við ósa ánna, sem hlutu þannig nafn sitt. Árnar eru þó ekki það eina sem dregur nafn sitt af eignum Ket- ilbjörns en hann er einnig sagður hafa misst öxi sína í á eina, sem síð- an er kölluð Öxará. Mörgum árhundruðum síðar var ákveðið að virkja skyldi árnar til að veita heimilum Reykjavíkur raf- orku. Að því er fram kemur í Sögu Rafmagnsveitu Reykjavíkur, eftir Sumarliða R. Ísleifsson, var raf- stöðin við Elliðaár vígð hinn 27. júní 1921. Margvíslegt rask hlaust þó af virkjuninni og til að mynda stækk- aði stíflan yfirborð Elliðavatns um helming og fóru fornar engjar jarðanna Vatnsenda og Elliðavatns þannig undir vatn. Árið 1951 var ákveðið að hefja skógrækt í Elliðaárhólma og voru þá gróðursett um þrjú þúsund tré. Eftir það hafa árlega verið gróður- settar þúsundir plantna í hólm- anum. Mest hefur verið gróðursett af birki en auk þess töluverðu af ösp, reynivið og lerki sem Reykvík- ingar njóta nú góðs af. Heita eftir skipi Ketilbjörns gamla Elliðaár eiga sér langa og merka sögu Morgunblaðið/Einar Falur Elliðaár Rennt fyrir lax. Dalurinn umhverfis er vinsæll til útivistar. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Í meira en tvo áratugi hefur skáta- hreyfingin á Íslandi tekið að sér að safna dósum og flöskum til flokk- unar og endurvinnslu. Það tryggir hvorttveggja í senn skátahreyfing- unni tekjur og snertir á grunn- gildum skáta, sem hugsa vel um nærumhverfi sitt og náttúruna. Bendt H. Bendtsen er verk- efnastjóri Grænna skáta, sem halda utan um dósasöfnun og flokk- unarstarf skátanna. Starfsemin hef- ur verið efld til muna og undir hans forustu er stefnt á að flokkun og endurvinnsla verði einn stærsti tekjupóstur fyrir skátahreyfinguna. „Ég kom til starfa núna 1. janúar og var ráðinn til að efla og bæta starfið. Hér hefur verið unnið mjög gott starf og við viljum gera það enn betra. Eitt af því fyrsta sem við höf- um gert er að fjölga söfnunargám- um og núna erum við með yfir 80 gáma á höfuðborgarsvæðinu.“ Fyrstu söfnunargámarnir komu árið 1989 en þá stóðu skát- arnir að söfnun dósa með m.a. Hjálparstarfi kirkjunnar og gám- arnir voru stórar appelsínugular plastkúlur, sem börnum og ungling- um þótti mikið sport að príla upp á. Dósasöfnun er tekjuöflun fleiri en bara skátanna. Íþróttafélög ráð- ast reglulega í söfnunarátak fyrir keppnisferðir yngri flokka en Bendt segir það ekki skarast við söfnun skátanna. „Við höfum ekki verið að ganga í hús í okkar dósasöfnun og pössum okkur að fara ekki um of inn á svið íþróttafélaganna. Þá vilj- um við frekar vinna með íþrótta- félögum en í samkeppni við þau. Þá högum við því þannig að félögin safna dósunum og koma þeim til okkar. Við tökum þá að okkur að Morgunblaðið/Kristinn Endurvinnsla Skátar fá tekjur og fatlaðir atvinnu, en viðskptavinirnir fá sama endurgjald og annars staðar. Skátar flokka og endur- vinna dósir í Árbænum  Grænir skátar hófu göngu sína árið 1989 og eru enn að Norðlingaholtið, sem er hluti Ár- bæjar, er yngsta byggð borg- arinnar. Samkvæmt nýjustu tölum búa þar í dag rétt tæplega 2.500 manns. Uppbyggingin hófst fyrir um áratug, íbúar voru 271 árið 2006 og hefur fjölgað jafnt og þétt síðan. Hverfið er við þjóðbraut þvera ef svo má segja; markast af Breiðholtsbraut í vestri, Suður- landsvegi í norðri og Heiðmörk í suðri með Elliðavatni. Í austri eru áin Bugða og Rauðhólar nánast í bakgarði. „Uppbyggingin hér hefur verið mikil og gaman að fylgjast með því,“ segir Carl Jóhann Gränz, formaður Íbúasamtaka Norðlinga- holts. „Nú er áhyggjuefni okkar hvað verði um Björnslund, skóg- arreit í miðju hverfinu sem er úti- vistarparadís sem mikið hefur ver- ið nýtt á vegum skólanna. Nú er í miðjum þessum reit til sölu lóð sem við viljum alls ekki missa. Það er nú einmitt nálægðin við náttúru og útivistarsvæði sem skapar þessu hverfi sérstöðu og gæði. Héðan er örstutt í Rauðhólana og áfram suður í Heiðmörk.“ Fjölskylduhverfi er réttnefni á Norðlingaholti. Þar búa í dag rösklega 600 fjölskyldur, það er fólk með börn 17 ára og yngri. „Fólk í líkum að- stæðum safnast gjarnan á sama staðinn, til dæm- is ef vel er stað- ið að nauðsyn- legri þjónustu,“ útskýrir Carl sem hefur búið í hverfinu með fjölskyldu sinni frá 2009. „Við Heiða Björk Guðjóns- dóttir konan mín eigum þrjú börn, sem eru 13, 10 og átta ára á árinu, sem öll eru í Norðlinga- skóla. Þar eru nú um 500 nem- endur í 1. til 10. bekk og sömu- leiðis þykir starfið í leikskólanum Rauðhóli gott.“ Ánægja með göngubrúna Um þessar mundir er unnið að byggingu göngubrúar yfir Breið- holtsbraut sem tengir saman Norðlingaholt og Selás. Áformað er að mannvirki þetta verði tekið í gagnið nú í vor og segir Carl þetta vera íbúunum fagnaðarefni. „Já, auðvitað erum við hrædd um krakkana sem sækja mikið yf- Fólk í líkum aðstæð- um á sama staðinn  Íbúar Norðlingaholts orðnir 2.500 talsins Carl Jóhann Gränz • Fullkomin forgreiningarstöð. Forgreining segir okkur flest allt um ástand bílsins og gæði. • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. REGLULEGT VIÐHALD HÆKKAR ENDURSÖLUVERÐ forðastu verðrýrnun bílsins og pantaðu tíma í forgreiningu Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.