Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 an hjá mér sé verulega sótt í ís- lenska menningarsögu.“ „Ó, guð vors lands!“ Það var undir áhrifum frá 90. sálmi Saltarans sem Matthías Joch- umsson orti lofsönginn sem síðar varð þjóðsöngur Íslands. Áhrif Dav- íðssálmanna eiga því sterkar teng- ingar til sögu og menningar okkar Íslendinga. „Næst á eftir 23. sálmi Saltarans er 90. sálmurinn hvað mest notaður. Tengsl þjóðsöngsins við sálminn er því meginástæða þess að 90. sálmurinn hljómar kunnulega í eyrum flestra Íslendinga. Lofsöng- inn orti Matthías í tilefni 1.000 ára afmælis Íslandsbyggðar árið 1874 og fékk gamlan bekkjarfélaga sinn, tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörns- son, sem bjó í Edinborg, til að semja lag við sálminn.“ Tilvísun í sálminn og áhrif hans á lofsöng Matthíasar segir Gunn- laugur að rekja megi til Pétur Pét- urssonar, biskups Íslands, á tíma af- mælishátíðarinnar. „Pétur hafði hann látið þau boð ganga út að pred- ikunartextinn, sem fara átti með í guðþjónustum er voru haldnar um allt land í tilefni 1.000 ára afmæl- isins, skyldi vera nokkur vers úr sálmi 90. Það er augljóst hvers vegna sálmurinn varð fyrir valinu hjá biskupnum því talað er um í hon- um að 1.000 ár séu í augum Drottins sem dagurinn í gær. Þetta er gott dæmi um áhrif Davíðssálmanna á ís- lenska menningarsögu og skemmti- legt að þjóðsöngur okkar, sem flutt- ur var fyrst í í Dómkirkjunni 2. ágúst árið 1874, eigi tilvíst sína að þakka Saltaranum.“ Latínan og sagan upphafið Áhuga sinn á Davíðssálmum segir Gunnlaugur eiga rætur að rekja til áranna við Menntaskólann í Reykja- vík, þar sem hann stundaði nám í latínudeild skólans. „Mín uppáhalds- fög voru saga og latína og það er lík- lega helsta ástæðan fyrir því að ég fór í guðfræðinám að stúdentsprófi loknu. Fortíðin og hinn forni tími hefur alltaf heillað mig og ég náði fljótlega góðum tökum á hebresku, tungumáli Gamla testamentisins, og minn góði lærimeistari og vinur pró- fessor Þórir Kr. Þórðarson (1924- 1995) treysti mér ótrúlega snemma til að kenna hana.“ Davíðssálmarnir heilluðu Gunn- laug snemma og bók hans um áhrifasögu þeirra er ekki síst komin til vegna þess tómarúms sem Gunn- laugur skynjaði í fræðunum um sálmana. „Gamla testamentið er mitt fræðasvið og ég furðaði mig á að í ritskýringu þessa heillandi rit- safns var síðari tíma áhrifasögu hinna fornu texta lítið eða ekki sinnt í ritskýringu þeirra.. Ég fór því sjálfur í minni kennslu að fylla upp í tómarúmið og setja nemendum mín- um fyrir verkefni á þessu vanrækta sviði.“ Markviss vinna að útgáfu Áhrifa- sögu Saltarans tók Gunnlaug um tvö ár en hann segir aðdragandann þó vera mun lengri. „Eins og komið hefur fram eru sálmarnir mér afar kærir og ég haft mikinn áhuga á þeim, bæði trúarlegan áhuga og fræðilegan. Ég skrifaði t.d. fyrir 20 árum fjölrit þar sem ég gerði sam- anburð á 30 sálmum séra Valdimars Briem (1848-1930), vígslubiskups frá Stóra Núpi, og 30 sálmum Saltarans en Valdimar er það sálmaskáld okk- ar sem orti hvað mest út frá Biblí- unni. Eftir hann liggja m.a. Davíðs- sálmarnir í íslenskum sálmabúningi út frá öllum 150 sálmunum. Sam- fylgd þeirra með íslenskri þjóð er orðin um þúsund ára löng og þeir hafa styrkt hana og mótað með miklu víðtækari hætti en flestir gera sér grein fyrir,“ segir Gunnlaugur og bætir því við að honum finnist það skemmtilegt að þessi bók hans skuli koma fyrir augu lesenda nú þegar 200 ár eru liðin frá stofnun Hins íslenska biblíufélags, elsta starfandi félags í landinu. sögulegu ljósi Morgunblaðið/Kristinn Sálmar Gunnlaugur A. Jónsson prófessor við guð- fræðideild Háskóla Íslansds var í́ tvö ár að skrifa nýja bók sína Áhrifasaga Salt- arans en bókin er mikið og vandað verk og vegur 2 kg. að sögn Gunnlaugs. Málverkið Harpa Davíðs í Kaldalóni eftir Einar Hákonarson prýðir forsíðu bókar Gunnlaugs. Verkið er tilvísun í 121. Davíðssálm, sem er í miklu uppáhaldi hjá Gunnlaugi. „Einar steypir saman persónu Dav- íðs Konungs og Sigvalda Kaldalóns, læknis og tónskálds. Verkið er mér því mjög kært enda Sigvaldi afi minn,“ segir Gunnlaugur og bendir á að heimfærsla fornra texta til nútímans í málverkum Einars sýni sig í verkinu. Harpa Davíðs í Kaldalóni Brúni salurinn 30 – 60 manns Blái salurinn 20 – 40 manns InghóllGræni salurinn 60 – 80 manns 80 – 140 manns í hjarta Reykjavíkur Hafið samband í síma 551 7759 Tel + 354 552 3030 restaurant@restaurantreykjavik.is www.restaurantreykjavik.is Vesturgata 2 - 101 Reykjavík Aðalsalurinn fyrir allt að 200 manns Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00 Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 28/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fim 12/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Síðustu sýningar Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Fim 26/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið) Fim 26/2 kl. 20:00 5.k. Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk Dúkkuheimili –★★★★ , S.B.H. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.