Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 31
ég var 11 ára, var þrjú sumur í bæj- arvinnunni á Seyðisfirði og var í sveit á Stóra Sandfelli í tvö sumur þegar ég var 12 og 13 ára. Auk þess vann ég í fiskvinnslu tvö sumur frá 15 ára aldri, starfaði með íþróttafélaginu Viljanum á Seyðisfirði, vann við Hót- el Valaskjálf, sinnti íþróttakennslu á framhaldsskólaárunum og starfaði eitt sumar við hótel í Noregi.“ Ída hóf nám við Íþróttakennara- háskólann á Laugarvatni haustið 1996 en hætti því námi um næstu áramót. Hún flutti þá austur á Reyð- arfjörð, hóf störf við leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði, hóf sama haust nám í leikskólakenn- arafræðum við Fósturskóla Íslands með vinnu og útskrifaðist frá Kenn- araháskóla Íslands vorið 2001 með B.Ed-gráðu í leikskólakenn- arafræðum. Ída flutti til Reykjavíkur sumarið 2000, hóf þá störf við leikskólann Seljaborg og starfaði þar til 2003 og við leikskólann Hjalla til 2004. Þá flutti hún aftur til Reyðarfjarðar og starfaði aftur við leikskólann Lyng- holt skólaárið 2004-2005. Haustið 2003 tók Ída þátt í útboði á byggingu og rekstri leikskóla í Garðabæ. Í kjölfarið opnaði hún leik- skólann Sjáland í Garðabæ, hinn 15.8. 2005, og hefur síðan verið leik- skólastjóri, framkvæmdastjóri og meðeigandi rekstrarfélags skólans frá opnun hans. Ída hóf síðan MBA nám við HÍ haustið 2007 og útskrifaðist með þá gráðu vorið 2009. Ída hefur alla tíð verið virk í íþróttastarfi og verið virk í félags- starfi á því sviði. Hún sat í íþrótta- ráði Menntaskólans á Egilsstöðum á menntaskólaárunum, sat í stjórn meistararáðs kvenna ÍR 2010-2013, var formaður knattspyrnudeildar ÍR 2011-2013 og sat í aðalstjórn ÍR á ár- unum 2010-2013. Auk þess sat hún í samráðsnefnd leik- og grunnskóla á vegum mennta- og menningamála- ráðuneytisins 2010-2014 og situr nú í stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla frá 2009. Helstu áhugamál Ídu eru fjöl- skyldusamvera, fjallgöngur og úti- vera: „Ég hef alltaf haft áhuga á íþróttum og nýt mín vel í starfi mínu. En þegar vinnunni sleppir vil ég vera með fjölskyldunni og í hópi góðra vina. Þá legg ég mikið upp úr því að allir séu í góðu skapi, njóti samver- unnar og að það sé svolítið líf og fjör í kringum mig. Ég hef nefnilega alltaf verið svolítill fjörkálfur.“ Fjölskylda Fyrrverandi maður Ídu er Þorgils M. Sigvaldason, f. 1.9. 1975, söluráð- gjafi. Dóttir Ídu er Kolgríma Ír Gests- dóttir, f. 24.1. 1998. Dætur Ídu og Þorgils eru Ásthild- ur Emelía Þorgilsdóttir, f. 31.3. 2004, og Dóra Jensína Þorgilsdóttir, f. 15.5. 2007. Systur Ídu eru Halla Jensdóttir, 6.6. 1968, þjónn, búsett á Akureyri; Íris Jensdóttir, f. 13.10. 1973, bóndi og sjúkraliði í Noregi; Ísey Jens- dóttir, f. 15.4. 1982, heilsunuddari, búsett í Noregi. Foreldrar Ídu eru Hrafnhildur Gestsdóttir, f. 7.2. 1952, þroskaþjálfi, búsett í Reykjavík, og Jens Kristófer Kristinsson, f. 17.12. 1949, biðvéla- virki, búsettur í Noregi. Eiginkona Jens er Tamara Krist- insson. Úr frændgarði Ídu Jensdóttur Ída Jensdóttir Bjarni Magnússon fangavörður í Stykkishólmi Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja í Stykkishólmi Gestur Guðmundur Bjarnason bifvélavirki í Stykkishólmi Hólmfríður Hildimundardóttir húsfreyja í Stykkishólmi Hrafnhildur Gestsdóttir þroskaþjálfi í Reykjavík Hildimundur Björnsson vegavinnustj. í Stykkishólmi Ingibjörg Jónasdóttir húsfreyja í Stykkishólmi Guðmundur Stefánsson vegavinnum. á Hvammstanga Jónína Jónsdóttir húsfreyja á Hvammstanga Kristinn Júlíus Guðmundsson verkam. og sjóm. Ingibjörg Guðmunda Kristófersdóttir bankastarfsm. á Seyðisfirði Jens Kristófer Kristinsson bifvélavirki í Noregi Jensína Ingibjörg Antonsd. húsfreyja í Glaumbæ, Engihlíðarhr. Kristófer Remegíus Pétursson bóndi í Glaumbæ og síðar ráðsmaður í Kvennaskólanum á Blönduósi Afmælisbarnið Ída Jensdóttir. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Frú Dóra Þórhallsdóttir for-setafrú fæddist í Reykjavík23.2. 1893. Foreldrar hennar voru Þórhallur Bjarnarson, prófast- ur í Reykholti, forstöðumaður Prestaskólans, alþm. og biskup Ís- lands, og k.h., Valgerður Jónsdóttir húsfreyja. Þórhallur var sonur Björns Hall- dórssonar, prófasts í Laufási, og k.h., Sigríðar Einarsdóttur, en Val- gerður var dóttir Jóns Halldórs- sonar, hreppstjóra á Bjarnastöðum, og Hólmfríðar Hansdóttur. Systkini Dóru: Tryggvi forsætis- ráðherra, kvæntur Önnu Klemenz- dóttur, Svava húsfreyja, gift Hall- dóri Vilhjálmssyni, skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri og Björn, sem lézt árið 1916. Dóra giftist 3.10. 1917 Ásgeiri Ás- geirssyni, guðfræðingi, alþm., for- sætisráðherra og öðrum forsta ís- lenska lýðveldisins 1952-68. Hann var sonur Ásgeirs Eyþórssonar, kaupmanns og bókhaldara, og Jens- ínu Bjargar Matthíasdóttur. Börn Dóru og Ásgeirs: Þórhallur ráðuneytisstjóri, Vala forsætisráð- herrafrú og Björg sendiherrafrú. Frú Dóra ólst upp í Reykjavík, lengst af í Laufási við Laufásveg, á gestkvæmu menningarheimili. Hún var tvítug er hún missti móður sína og tók þá við stjórn heimilisins og stýrði því í fjögur ár. Hún og Ásgeir hófu sinn búskap í Laufási og bjuggu þar til 1932, er hann varð forsætisráðherra. Þá fluttu þau í ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu. Dóra sótti fundi ungmennafélaga á uppvaxtarárum sinum, sat í stjórn Lestrarfélags kvenna, í skólanefnd Kvennaskóla Reykjavíkur og sókn- arnefnd Dómkirkjusafnaðarins. Henni var umhugað um kirkjusókn og málefni Þjóðkirkjunnar og lagði gjarnan áherslu á að rækt yrði lögð við söngkennslu í skólum. Hún var auk þess mikil hannyrðakona og læt- ur eftir sig fjölda fallegra muna. Frú Dóra þótti glæsilegur fulltrúi þjóðar sinnar, virðuleg í fasi og klæddist gjarnan íslenska þjóðbún- ingnum við hátíðlegar athafnir. Dóra lést 10.9. 1964. Merkir Íslendingar Dóra Þórhallsdóttir 90 ára Gróa Loftsdóttir 85 ára Helga G. Guðmundsdóttir 80 ára Georg Ágúst Eiríksson Hörður Lárusson Sigurbjörg Ólafsdóttir Sigurður Guðmundsson 75 ára Indriði Kristjánsson Kári Hartmannsson Lúðvík Sigurðsson Margrét Ólafsdóttir Ólafur Agnar Guðmundsson Róbert Örn Alfreðsson 70 ára Anna Guðlaug Pétursdóttir Ásdís Aðalheiður Þórarinsdóttir Ebba Unnur Jakobsdóttir Margrét Guðmundsdóttir 60 ára Andrés Pálmarsson Áslaug Kristinsdóttir Einar Rósinkar Óskarsson Guðrún Sverrisdóttir Jón Jóhannsson Jón Ólafur Jónsson Kristín Óskarsdóttir Rúnar Óskarsson Sigríður Magnea Njálsdóttir Sigrún Halldóra Einarsdóttir Sigurður Kristjánsson Sólrún Sverrisdóttir Una Eyþórsdóttir 50 ára Algimantas Petkus Ásta Valsdóttir Birgir Smári Bragason María Erla Bjarnadóttir Óðinn Svansson Selma Bjarnadóttir Sigurjón Páll Kolbeins Sigvaldi Steinar Hauksson Þröstur Guðmundsson 40 ára Bergþóra Halldórsdóttir Elmar Freysteinsson Friðjón Fannar Hermannsson Guðbjörg Dögg Snjólfsdóttir Guðjón Kjartansson Hrönn Þorsteinsdóttir Júlía Elsa Friðriksdóttir Sigríður Valdimarsdóttir Unnur Helga Ólafsdóttir 30 ára Anita Batista Fernandes Anna Rósa Halldórsdóttir Ásgeir Þór Tómasson Fanney Skarphéðinsdóttir Guðrún Ósk Einarsdóttir Hermann Grétarsson Hrafnhildur Eva Stephensen Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir Lukasz Osipiuk Melissa Fen Shu Chung Ragnar V. Ragnarsson Sunníva Hrund Snorradóttir Tomasz Krucon Vífill Garðarsson Þorkell Máni Þorkelsson Til hamingju með daginn 30 ára Ásta er Akureyr- ingur og er hjúkrunar- fræðingur í fæðingar- orlofi. Maki: Ásgeir Halldórsson, f. 1982, rafvirkjanemi. Dóttir: Vilborg Hrefna, f. 2014. Foreldrar: Björgvin Þórs- son, f. 1960, smiður, bús. á Jódísarstöðum í Eyja- fjarðarsveit, og Vilborg Karlsdóttir, f. 1964, textíl- kennari í Lundarskóla á Akureyri. Ásta Dröfn Björgvinsdóttir 30 ára Jón Orri er Reyk- víkingur og er tölvunar- fræðingur hjá Maskínu rannsóknum. Maki: Sunna Guðmunds- dóttir, f. 1990, er í fæð- ingarorlofi. Börn: Hrafnkell Orri, f. 2013, og Kormákur Kári, f. 2014. Foreldrar: Sigurður Jóns- son, f. 1956, lögfræð- ingur, og Guðbjörg Há- konardóttir, f. 1958, myndlistarkona. Jón Orri Sigurðarson 30 ára Björn Ívar er úr Eyjum, býr í Rvík og er skákkennari í grunn- skólum Reykjavíkur og Skákskóla Íslands. Maki: Guðrún Lilja Guð- mundsdóttir, f. 1983, forstöðuk. á frístunda- heimili. Börn: Emma Sól, (stjúpd.) f. 2006, og Ásta Lovísa, f. 2012. Foreldrar: Karl Björnss., f. 1962, og Ásta Garðars- dóttir, f. 1965, d. 1999. Björn Ívar Karlsson mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón UMHVERFISMÆLAR Súrefnismælar • hitamælar • pH mælar o.m.fl. og nú er Fastus einnig söluaðili Merck efnavöru Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is FA S TU S _H _1 7. 02 .1 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.