Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 ✝ Ingimar Krist-inn Þorsteins- son fæddist í Hafn- arfirði 17. september 1953. Hann lést á Gjör- gæsludeild Land- spítalans í Reykja- vík 14. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Þorsteinn Kristinn Ingimars- son, járnsmiður frá Reykjavík, f. 6. júní 1932, d. 2. mars 2002, og Kristín Guðmundsdóttir, húsmóðir frá Kirkjubóli í Hvít- ársíðu í Borgarfirði, f. 27. maí 1932, d. 18. febrúar 2005. Systkini Ingimars eru Guð- mundur, f. 1954, Steinþóra, f. 1960, Guðrún Sigríður, f. 1962, Ólöf Helga, f. 1970, og Böðvar Ingi, f. 1973. Ingimar var kvæntur Ásdísi Kristjánsdóttur, þau skildu. Hann átti með henni tvö börn, Helgu Kol- brúnu, f. 1975, og Þorstein Kristin, f. 1982. Með Guð- rúnu Lilju Ingólfs- dóttur átti hann tvö börn, Davíð Pál, f. 1988, og Gunnar Inga, f. 1989. Síðastliðin ár bjó Ingimar í Borgarnesi ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni Tanja Grevt- sova. Tanja á tvö börn og sex barnabörn. Útför Ingimars fer fram í Borgarnesi í dag, 21. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 14. Komið er að kveðjustund, kæri bróðir. Elsku Ingi minn, kallið er komið og finnst okkur það öllum allt of snemmt og bar það skjótt að. Síðustu árin hefur þú ekki gengið heill til skógar þótt þú hafir lítið látið bera á því. Sem krakkar og sem fullorðnir menn var okkur alltaf vel til vina þar sem það voru bara 13 mánuðir á milli okkar og ólumst við upp eins og tvíburabræður. Þótt stundum gæti slest upp á vináttuna eins og gengur og gerist, þá sem betur fer stóð það aldrei lengi. Sem krakkar vorum við mikið hjá Guðmundi afa og Ingibjörgu ömmu á Kirkjubóli og lékum mikið þar sem bræður. Seinni ár- in áttum við dýrmæta tíma sam- an. Við hjónin keyptum land í Borgarfirði þannig að leiðir okk- ar lágu mikið saman yfir sumar- tímann. Við komum við hjá Inga og Tönju í Hafnarskógi og þáðum kaffisopa og kræsingar og svo þau hjá okkur. Var oft spjallað mikið og hlegið, þannig mynduð- ust mikil tengsl á milli okkar bræðra. Vil ég þakka þér sam- fylgdina öll árin okkar, elsku vin- ur. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði, elsku vinur. Þinn bróðir, Guðmundur. Er að reyna að skrifa um þig elsku bróðir minn, trúi því varla að þú sért búinn að kveðja okkur og við eigum aldrei eftir að hitt- ast aftur. Þú varst einstaklega góður bróðir og vildir allt fyrir litlu systur gera, þú varst ein- staklega óspar á að láta mig vita hvað þú elskaðir mig mikið og mína fjölskyldu. Það var mjög oft glatt á hjalla hjá okkur þegar við hittumst, alltaf svo stutt í grínið og prakkarann hjá þér. Öll vissum við að þú gekkst ekki heill til skógar síðustu árin þín en þú varst nú ekki mikið að bera það á borð fyrir okkur, þú varst með eindæmum duglegur og mikill vinnuþjarkur og bón- góður svo um var talað. Elsku Ingi minn, við sem þekktum þig vitum að þú varst of þreyttur og veit ég að þú hefur eflaust verið sáttur með þitt og sáttur að fá hvíldina. Takk fyrir samfylgdina, elsku Ingi minn, í þessu jarðríki. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Hvíl í friði elsku bróðir. Þín systir, Steinþóra. Ingimar Kristinn Þorsteinsson ✝ Fjóla Edilons-dóttir fæddist á Barmi á Skarðs- strönd 8. maí 1933. Hún lést á Sjúkra- húsi Stykkishólms 16. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Edilon Georg Guðmunds- son og Elín Stef- ánsdóttir. Hinn 27. maí 1951 giftist Fjóla Benedikti Jónssyni, f. 19.9. 1908, d. 16.3. 1997. Börn þeirra eru: 1) Jón, f. 15.12. 1951, maki Margrét Ann- ie Guðbergsdóttir. Jón á fjögur börn, auk tveggja stjúp- barna. 2) Elín Edda, f. 26.11. 1952, maki Ómar Ingólfsson. Elín Edda á tvö börn, auk tveggja stjúp- barna. 3) Guðrún, f. 19.8. 1962, maki Baldvin Indriða- son, saman eiga þau þrjú börn. Útför Fjólu fór fram frá Stykkishólmskirkju 21. febr- úar. Elsku fallega amma mín. Ég veit að þú ert komin á betri stað núna. Það er samt svo erf- itt að sætta sig við það að þú sért farin. Þegar söknuðurinn hellist yfir mig hugsa ég um allar þær minningar sem við eigum saman. Þær eru svo ótal- margar, allar svo hlýjar og notalegar. Sú minning að koma til þín heim á Skúlagötuna þeg- ar heimilið ilmaði af nýbökuð- um pönnukökum er ein sú allra besta. Hlýi faðmurinn þinn sem vermdi allt. Svo ljúf og góð. Þér leið hvergi betur en þegar þú varst með húsið fullt af fólki, það voru allir velkomnir til þín. Svo þegar við krakkarnir fyllt- um forstofuherbergið og hlup- um um ganginn með tilheyrandi hlátrasköllum. Þvílík gleði og hamingja á einu heimili. Ég hlakkaði alltaf til að komast vestur til ömmu! Líf þitt snerist um velferð okkar barnabarna þinna og þú gafst okkur alla þá ást og umhyggju sem hugsast getur. Það er ómetanlegt að hafa átt svona ömmu. Það er svo yndislegt að hafa fengið að skottast með þér fyrir vestan. Við flökkuðum á milli húsa og kíktum á hressustu konurnar í bænum, gæddum okkur á nýbökuðum kleinum og kaldri mjólk. Þú varst algjör dugnaðarforkur, elsku amma mín, og ber ég stolt nafnið þitt. Ég hef alltaf litið mikið upp til þín og mun alltaf gera. Ég er óendanlega þakklát fyrir síðustu stundirnar okkar saman, þegar ég kom vestur til þín á öðrum degi jóla. Ég kvaddi þig, kyssti þig á vang- ann og hvíslaði í eyra þitt: „Ég elska þig, amma.“ Þú gast engu svarað en það runnu tár niður vanga þinn. Ég veit að þú ert núna búin að fá hvíldina sem þú vildir. Megir þú hvíla í friði, elsku amma mín. Ég sakna þín. Þín Fjóla. Elsku Fjóla, amma hans Baldvins; eins og þú skrifaðir alltaf á merkimiðana til mín sem fylgdi jólapökkunum frá þér. Mikið er það óraunveru- legt að sitja hér og skrifa minn- ingargrein um þig. Ég er of- boðslega þakklát fyrir það að hafa fengið að kynnast eins yndislegri manneskju og þér. Þú tókst mér strax opnum örm- um og lést mig finna hve vel- komin ég væri inn í fjölskyld- una þína. Þú varst mér eins og amma, þú minntir mig á Unu ömmu mína sem var mér mjög kær en hún kvaddi þennan heim viku fyrir ferminguna mína. Ég man svo vel eftir fyrsta skiptinu sem ég hitti þig. Það var í matarboði heima hjá Eddu og Ómari. Þú tókst á móti okkur Baldvin í dyrunum og faðmaðir mig fast að þér. Ég var alveg miður mín allt mat- arboðið því ég tók eftir því við matarborðið að ég hafði klínt andlitsfarðanum mínum í fínu hvítu blússuna sem þú varst í. Eftir þetta passaði ég alltaf að leggja aðra höndina á öxlina á þér þar sem kinnin á mér snerti bolinn þinn svo þetta myndi nú alveg örugglega ekki gerast aftur. Það er erfitt að hugsa til þess að pönnuköku- boðið í ágúst á seinasta ári hafi verið síðasta pönnukökuboðið hjá þér. Þú bauðst okkur nán- ast í hvert einasta skipti sem við komum í Stykkishólm í kaffi og nýbakaðar pönnukökur. Baldvin hélt því alltaf fram að þú bakaðir bestu pönnukökurn- ar og ég er ekki frá því að það sé alveg rétt hjá honum. Ég er afar þakklát fyrir það að hafa getað hitt þig aftur nokkrum sinnum núna í jólafríinu mínu. Mér hlýnar svo um hjartarætur þegar ég hugsa til þess því ég sagði við þig hve mikið mér þætti vænt um þig og þú sagðir við mig til baka, mér þykir líka vænt um þig og faðmaðir mig að þér. Ég fann að þú varst með sama kraftinn í höndunum þá og áður. Rétt áður en ég fór út til Slóvakíu hinn 4. febrúar kom ég til þín. Ég fann á mér að þetta yrði í seinasta skiptið sem ég hitti þig því allt í einu hafði ég svo mikla þörf fyrir að gráta. Ég þakkaði þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og alla þá hlýju og væntumþykju sem þú hefur sýnt mér frá því við Baldvin byrjuðum saman því þú ert búin að vera mér sem amma alveg síðan. Elsku Fjóla, þín verður sárt saknað en núna vitum við að þér líður vel, ert hætt að kveljast og ef- laust alsæl að vera komin til hans Benna þíns. Minning þín mun lifa með okkur. Elsku Baldvin minn, Rúna, Baddi, Breki, Tinna, Einar, Krummi, Elín og allir aðrir að- standendur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Una Áslaug, Martin, Slóvakía. Fjóla Edilonsdóttir Eins og þú veist þá er ég Sólveig Birna mjög góð að tjá mig eins og þú varst líka, elsku mamma, svo ég fæ þá þetta erf- iða hlutverk að skrifa minning- argrein um mömmu mína í sam- ráði við Hörpu Katrínu. Elsku mamma mín, þótt ég viti að þú sért komin á betri stað núna þá á ég erfitt með að sætta mig við það af hverju þú þurftir að fá krabbamein. Af hverju þú þurftir að kveljast og kveljast alla daga, en ég trúi því að guð hafi tekið þig frá okkur til að sinna mikilvægum erind- um á himninum. Ég veit að þú hefur miklar áhyggjur af okur systrunum en þú þarft ekki að hafa áhyggjur af okkur, við munum spjara okkur þrátt fyrir þennan erfiða tíma. Við Harpa munum svo sannarlega hugsa vel um Rebekku okkar og halda fast í minningarnar um þig. Ég veit að við Harpa munum hugga okkur í elsku Óla og ég veit að hann mun halda áfram að hugsa um okkur eins og sín eigin börn eins og hann hefur alltaf gert. Ég fékk reglulega að heyra það hvað ég væri lík mömmu minni og ég vissi aldrei hvað væri líkt með okkur, en síðan þú kvaddir okkur þá er ég farin að vita meira og meira hvað við vorum líkar og hvað við áttum sameig- inlegt sem ég er svo þakklát fyrir. Ég vona að þú hafir það gott og við munum minnast þín og segja börnunum okkar hvað amma þeirra var frábær kona. Ég vil að þú vitir að okkur þótti afskaplega vænt um þig og þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þótt okkur fyndist þú stundum vera of ströng við okkur þá vitum við að það var vegna þess að þér þótti svo vænt um okkur og vildir að ekkert myndi koma fyrir okkur og við værum alltaf á öruggum stað. Við elskum þig, þínar dætur Harpa Katrín og Sólveig Birna. Á undanförnum mánuðum hef ég fylgst með ótrúlegri bar- áttu, ótrúlegu hugrekki, miklum Elísabet Sóley Stefánsdóttir ✝ Elísabet SóleyStefánsdóttir fæddist 14. júní 1977. Hún lést 15. febrúar 2015. Útför hennar fór fram 23. febrúar 2015. sigrum en svo að lokum ósigri fyrir honum, sem við öll bíðum lægri hlut fyrir, fyrr eða seinna. Mín kæra vinkona hún Elísa- bet Sóley Stefáns- dóttir er horfin. Þessi sterka kraft- mikla manneskja, sem svo lífsglöð, áköf og full af orku tókst á við lífið. Ég held að henni hafi sjaldan dottið í hug að hún gæti ekki gert það sem fyrir lá, hún gekk bara í verkið, hlífði sér hvergi og áður en nokkur vissi var allt klappað og klárt, og maður stóð undrandi hjá og spurði: „Hvernig í ósköp- unum fórstu að þessu?“ Ég kynntist Elísabetu fyrir nærri tveimur áratugum. Mér féll strax vel við stúlkuna og það breyttist aldrei, mér þótti bara vænna um hana með ár- unum. Ég bar mikla virðingu fyrir þessari ungu móður ömmustelpnanna minna, þeirra Hörpu Katrínar, Sólveigar Birnu og Rebekku Hólm. Þung raun hefur nú verið lögð á þeirra ungu herðar, að missa hana mömmu sína. Lífið löðr- ungar suma fastar en aðra, hvers vegna? full vanmáttar spyrjum við en finnum engin svör. Elsku stelpurnar mínar, ég veit að þær eiga góðan föður, stjúpmóður, bróður, yndislega ömmu og afa, sem munu gera allt fyrir þær. Frændgarðurinn er mikill og samheldinn og þar eiga þær sem betur fer skjól, það veit ég með vissu. Ég á eftir að sakna síma- spjallsins, sem við Elísabet átt- um svo oft, þar sem hún sagði mér frá því sem hún var gera þá stundina, full áhuga fyrir því sem dætur hennar voru að af- reka, eða að hún var að fara að keppa eða að vinna hjá Lyftingasambandinu, hlaupa maraþon, klára áfanga í námi eða bara að hún var að hugsa um að fara að mála hjá sér. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þessa elsku. Ég er þakklát fyrir að hafa átt vináttu Elísabetar og fyrir góðar minningar sem hún skilur eftir handa mér og mínum. Við Gestur sendum elsku stelpunum okkar, foreldrum El- ísabetar þeim Ólínu og Stefáni, sonum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Ólöf Markúsdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Sveinbjörn Ferdin- and Árnason ✝ SveinbjörnFerdinand Árnason fæddist 18. september 1933. Hann lést 13. febrúar 2015. Útför hans fór fram 21. febrúar 2015. Það er margt sem hrærir hugann þegar ég hugsa um Sveinbjörn frænda minn sem nú er kvaddur. Minning- arnar streyma að og er mér fyrst og fremst þakklæti í huga er ég minnist hans. Sveinbjörn var næstyngstur fjög- urra systkina. Þar fór ungur maður sem ég bar ótakmarkað traust og virðingu fyrir. Ég, barnungur í fóstri hjá afa mínum og ömmu á Kálfsá, setti traust mitt á Sveinbjörn. Hann taldi það ekki eftir sér að leiðbeina um flest sem tilheyrði sveitinni, tæki og tól sem tengdust bú- störfunum. Hann hafði enda- lausa þolinmæði til að hlusta, svara og útskýra veröldina fyrir litlum snáða sem setti fram endalausar kröfur um lausn flestra mála. Og var þá ýmislegt látið eftir þeim stutta sem ekki myndi við hæfi í dag. Ekki hafði Sveinbjörn átt Willys-jeppa í langan tíma þegar ég, aðeins sjö ára, var farinn að fá hann „lán- aðan“ og ók um öll tún og engi með hér um bil fullu samþykki eigandans og sat þá gjarnan á smurolíubrúsa sem upphækkun í sætinu. Lét hann það nokkuð átölulaust ef ekið var með gætni. Frændinn lét þó ekki hvað sem var yfir sig ganga og þurfti stundum að ávíta snáðann með festu og alvörusvip. Sveinbjörn tók við búi for- eldra sinna að Kálfsá með konu sinni Rögnu árið 1963. Þá áttu þau tvo drengi. En það fjölgaði fljótt í þeirra ungu fjölskyldu og börnin urðu sex talsins. Samt sem áður var það fastur liður eftir skóla á vorin að ég færi í sveitina til Sveinbjörns og Rögnu til að taka þátt í sveita- störfunum fram á haustið. Þá eru þau ekki síður sterk í minningunni ættarmótin sem haldin voru á Kálfsá þar sem Sveinbjörn og Ragna ásamt sinni stóru fjölskyldu höfðu veg og vanda af öllum undirbúningi. Þar var ekkert til sparað og jafnvel lagðir nýir vegslóðar um landareignina til að auðvelda að- gang að mótssvæðinu. Þau Sveinbjörn og Ragna voru mjög samheldin hjón og gestrisin og þóttu mjög góð heim að sækja. Sveinbjörn þótti góður sögumaður og hafði ánægju af því að spjalla við fólk enda var mikið um heimsóknir að Kálfsá. Margir sóttust líka eftir því að fá að renna fyrir sil- ung í Fjarðaránni sem þótti nokkuð gjöful eða þá að fara í berjamó með fötu upp með Kálfsánni. Þetta þótti nokkuð auðfengið. Sveinbjörn var mjög fé- lagslyndur maður og var vin- margur alla tíð. Hann var félagi í Kiwanishreyfingunni um ára- tuga skeið og starfaði þar á landsvísu. Honum þótti greini- lega mjög vænt um þann fé- lagsskap. Hef ég hitt marga sem þekktu Sveinbjörn í gegnum Kiwanishreyfinguna. Sveinbjörn hafði í langan tíma barist við erfiðan sjúkdóm sem heldur ágerðist með árunum og þar varð ekki við spornað. Nú kveðjum við Sveinbjörn, þann góða dreng, með söknuði. Guð blessi minningu hans. Við fjölskyldan sendum Rögnu og fjölskyldunni allri okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Árni Ómar, Bryndís og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.