Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Morgunblaðið/Atli Vigfússon. Á Rauðá Vilhjálmur Grímsson með gráhöttóttu kiðlingana. Laxamýri| Það var líflegt í geitahús- inu á Rauðá í Þingeyjarsveit um helgina, en þá fæddust fjórir kið- lingar, tveir gráhöttóttir og tveir svarthöttóttir. Það voru tvær huðn- ur sem báru þessum kiðlingum, en alls bera 18 huðnur á Rauðá og því má búast við því að hópurinn stækki mikið. Vilhjálmur Grímsson, bóndi á Rauðá, hefur langa reynslu af geita- búskap, en þar er stærsta geitabúið í Suður-Þingeyjarsýslu og segir hann að það sé mjög vanalegt að burðurinn hefjist um þetta leyti. Þar sem enn er vetrarlegt úti er langt í það að kiðlingarnir fari út til þess að bíta gras og leika sér. Hins vegar er rúmt í geitahúsinu og þar munu þeir hlaupa um og hoppa á næstunni. Yfirleitt verða þeir mjög mannelskir og skemmtilegir félagar sem eru með ýmisleg óvænt uppá- tæki. Svo stækka þeir hratt því mæður þeirra, geiturnar, mjólka mikið. Kiðlingarnir ylja í kuldanum Ómar Garðarsson omar@eyjafrettir.is Það gustaði óvenjuhressilega um Eyjamenn í fyrrinótt og í gær og þegar verst lét sló í tæpa 60 metra á sekúndu á Stórhöfða. Á var aust- an fárvirði og snjókoma og varð fljótt þungfært um götur bæjarins. Lítið tjón varð og ekki var lögreglu kunnugt um slys á fólki þegar rætt var við hana í gærkvöldi. Sam- göngur við Eyjar lágu niðri bæði í lofti og á sjó. Loðnubátar sem lönd- uðu í Eyjum á laugardag og í gær biðu af sér veðrið en nokkur skip héldu sjó á miðunum. Nánast ófært í bænum Það var á ellefta tímanum á laug- ardagskvöldið að veðrið skall á með fullum þunga og þegar verst lét sást varla á milli húsa fyrir hríðarkófinu. Þegar leið á nóttina fór færð að þyngjast í bænum og þurftu lögregla og Björgunarfélag Vestmannaeyja að flytja heim um 100 gesti veitinga- staðarins Lundans sem hvergi kom- ust vegna færðar og veðurs. Undir morgun var bærinn nánast orðinn ófær og þurfti lögreglan að aðstoða fólk við að komast úr og í vinnu á Sjúkrahúsinu og fleiri stofnunum. Um og upp úr hádegi fór að draga úr veðri og starfsmenn bæj- arins byrjuðu að ryðja götur sem flestar eru orðnar greiðfærar. Veðrið hafði þó ekki sagt sitt síð- asta því aftur gaf í um klukkan fjögur í gær og komst þá stærsta hviðan á Stórhöfða í 57 metra á sekúndu og meðalvindhraði var yf- ir 40 metrar. Í þessum hvelli fauk 40 metra gámur um koll við Frið- arhöfn og nokkur fiskikör tóku flugið. Tjón var annars lítið og Eyjamenn kúrðu heima, konur og karlar á konudegi sem lét finna fyrir sér þetta árið. Herjólfur fór ekki í gær og allt flug til Eyja lá niðri. Eftir gott skot hjá loðnuflotanum á miðunum fyrir sunnan land var verið að landa úr bátunum fram á gærdaginn. Bátarnir bíða nú af sér bræluna á meðan aðrir halda sjó inni á Meðallandsbug. Sló í 57 metra á Stórhöfða  40 metra gámur fauk um koll við Friðarhöfn og nokkur fiskikör tóku flugið  Um 100 manns hjálpað heim af Lundanum og öðrum til vinnu sinnar í Eyjum Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Löndun Ellert Scheving Pálsson og aðrir í áhöfninni á loðnuskipinu Júpíter voru að klára að landa eftir hádegi í gær. Þeir voru með um 1.100 tonn sem fóru að hluta í frystingu hjá Ísfélaginu, en svo var brottför áætluð klukkan 21 í gærkvöldi. Nóg virðist vera af loðnu en veiðar næstu daga ráðast af veðri. Ávallt reiðubúnir Frosti Gíslason og Baldur Þór Braga- son hjálpuðu manni sem hafði fest bíl sinn á Vallargötu. Konudagur Mæðgurnar Kristín Hartmannsdóttir og Edda Björk Guðnadóttir voru á leið til ömmu Eddu. Framhaldsskóla- kennarar ganga til kosninga í vikunni um nýtt vinnumat fyrir framhaldsskóla en kosningin er rafræn og er hægt að kjósa til hádegis á föstu- dag. „Frá kl. níu á mánudags- morgni til hádegis á föstudag geta allir félagsmenn í Félagi fram- haldsskólakennara kosið um nýja vinnufyrirkomulagið með rafræn- um hætti. Niðurstaðan mun því liggja fyrir strax að kosningu lok- inni á föstudag,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Niðurstaðan verður fyrst kynnt félagsmönnum og samningsaðilum kennara áður en hún birtist í fjöl- miðlum. „Ég býst við því að þetta gangi hratt fyrir sig á föstudaginn og að það líði ekki langt á milli þess að við gerum okkar samnings- aðilum grein fyrir niðurstöðunni og hún verði send á fjölmiðla.“ Miklir hagsmunir í húfi Niðurstaða kosningarinnar ræð- ur því hvort kjarasamningur fram- haldsskólakennara haldi og því eru miklir hagsmunir í húfi að mati Guðríðar. „Verði vinnumatið sam- þykkt í kosningunum gildir áfram kjarasamningurinn frá því í fyrra og kennarar fá 9,3% launahækkun í vor. Ákveði félagsmenn hins veg- ar að fella nýja vinnumatið þá losna kjarasamningar framhalds- skólakennara og 9,3% launahækk- unin fellur eðli máls samkvæmt niður.“ Deilur hafa verið um ágæti nýja vinnumatsins meðal framhalds- skólakennara og hefur því verið haldið fram að það mismuni minni skólum og kennurum sem kenni fá- menna áfanga. „Vinnumatið geng- ur út á að fleiri nemendur í kennslu taki meiri tíma. Það þýðir að fámennir áfangar t.d. í minni skólum úti á landi eða list- og verk- námsáfangar með fáum nemendum verða metnir til færri klukkutíma en fjölmennir áfangar. Með þessu er verið að leggja mat á hversu mikill tími fer í yfirferð á verk- efnum og prófum nemenda,“ segir Guðríður. Mikið undir í kosningu kennara  Kosið um nýtt vinnumat í skólum Guðríður Arnardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.