Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 54. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Baltasar Kormákur mætti með … 2. Konan er ófundin. 3. Grátbiðja stúlkurnar að snúa … 4. Sjáðu óveðrið „í beinni“. »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kammerkórinn Hymnodia heldur utan til Noregs á morgun, til sam- starfs og tónleikahalds með norskum þjóðlagatónlistarmönnum, Steinari Strøm harðangursfiðluleikara og Haraldi Skullerud slagverksleikara. Haldnir verða þrennir tónleikar í ferð- inni, í Ósló, Kongsberg og Eggedal. Ljósmynd/Daníel Starrason Norsk-íslenskur þjóðlagabræðingur  Brynjur og Út- lagar, leikarar sem hafa mennt- að sig í útlöndum, koma saman á Café Rósenberg í kvöld kl. 21 og skemmta. Lista- fólkið mun leika, syngja og lesa upp úr eigin verk- um. Fram koma m.a Ingibjörg Reynis- dóttir, Þórunn Clausen, Bjartmar Þórðarson og fleiri. Brynjur og útlagar á Rósenberg í kvöld  Krakkarnir í hljómsveitinni Of Mon- sters and Men hafa átt mikilli vel- gengni að fagna og ekkert lát er á. Nú hafa þau tilkynnt um dagsetningar og staði þar sem þau munu koma fram í sumar, og má þar nefna Japan, Róm, Mílanó, Barce- lóna, Holland, Þýskaland og Belgíu. Of Monsters and Men fara víða á þessu ári Á þriðjudag Norðaustan og austan 8-13 m/s með norður- og austurströndinni, annars yfirleitt hægari vindur. Frost 1 til 10 stig. Á miðvikudag Gengur í suðaustan 18-23 m/s með snjókomu og vægu frosti, en síðar slydda eða rigning syðst og frostlaust þar. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 10-18, en 15-23 suðaustantil. Él eða snjókoma norðan- og austanlands, en úrkomulaust annars staðar. VEÐUR „Ég veit ekkert um fótbolt- ann í Kína og hef ekki mikl- ar áhyggjur af því. Þetta er bara fótbolti eins og annars staðar og það er ekki flókið mál,“ segir Sölvi Geir Otte- sen, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, sem á dög- unum samdi við kínverska liðið Jiangsu Sainty, sem keypti hann af Ural í Rúss- landi. Hann flutti endanlega til kínversku borgarinnar Nanjing í gær. »1 Veit ekkert um fótboltann í Kína Stjarnan varð bikarmeistari karla í körfuknattleik í þriðja sinn og Grindavík bikarmeistari kvenna í ann- að sinn. Stjörnumenn unnu ævintýra- legan sigur á toppliði KR-inga, rétt eins og þeir gerðu árið 2009, en Garðabæjarliðið vann upp fimmtán stiga forskot Vesturbæinga. Í kvennaleiknum sýndu Grindvíkingar sparihliðarnar og unnu afar sannfær- andi sigur á Keflvíkingum eftir að hafa náð mest tuttugu stiga forskoti. »2, 4 Bikararnir til Garða- bæjar og Grindavíkur Grótta er á toppi Olís-deildar kvenna í handknattleik en spurning hvort liðið hefur nægilega reynslu til að fylgja því eftir í úrslitakeppninni um Íslands- meistaratitilinn og í bikarkeppninni. Grótta missti niður forskot gegn Fram á lokamínútum toppuppgjörs liðanna um helgina. Það verður afar fróðlegt að sjá hvernig Gróttuliðið stendur undir pressunni. »8 Býr lið Gróttu yfir nægilegri reynslu? ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Konudagurinn var í gær í upphafi góu og gerðu margir sér ferð í blómabúð til að kaupa blóm fyrir eiginkonur, mæður eða aðrar kærar konur. „Konudagurinn er einn af stærstu dögunum í blómasölu yfir árið,“ segir Jóhanna Margrét Hilmarsdóttir, deildarstjóri í blómadeild Garðheima. Auk konudagsins er mikil sala á bóndadeginum, Valentínusardeg- inum og mæðradeginum, en Jóhanna kveður meira af blómum seljast á konudeginum en bóndadeginum. Ef til vill eru karlar gladdir með öðrum gjöfum. „Menn kaupa bæði rauðar rósir og vendi, en mest er keypt af veglegum vöndum,“ segir Jóhanna en litavalið er af ýmsum toga. Þó að mest seljist af rauðum blómum á konudeginum selst nokkuð af bleikum og appelsínu- gulum líka. Jóhanna telur sterka hefð hafa skapast fyrir því að gefa konunni blóm á konudeginum. „Þeir sem gleyma því að kaupa blóm þennan dag koma þá á mánudeginum. Það er líka alltaf góð sala á mánudögum,“ segir hún. „Þetta er ákveðin venja en svo reyni ég frekar að gera þetta óvænt inni á milli, en konudagurinn hefur yfirleitt komið sterkur inn. Hann minnir mann á að standa sig,“ segir Birkir Hólm Guðnason, sem var að kaupa blóm og ætlaði síðan að elda góðan mat í tilefni dagsins. Með þrjá vendi í hendi Einn viðskiptavinur var klyfjaður vöndum, en hann var með alls þrjá vendi í hendi. Hann kvaðst vera að kaupa fyrir tengdamömmu sína og mömmu, auk konunnar. Annar dug- legur eiginmaður var með veglegan vönd, skreyttan bleikum og hvítum blómum. „Litavalið ræðst af því hvað er inni hjá konunni á hverju ári,“ sagði hann brosandi með tvo syni sína með sér við kaupin. Karlmenn klyfjaðir vöndum  Mikil blómasala á konudeginum Morgunblaðið/Styrmir Kári Mikil sala Margir lögðu leið sína í blómabúðir í gær en blóm eru orðin nær óaðskiljanlegur hluti konudagsins. Rauð blóm seljast best, en þó er allur gangur á því hvernig blómvendirnir líta út, enda smekkur kvenna ólíkur. Stór ákvörðun Af mörgu var að taka hvað varðaði lit, tegund og stærð. Allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Blómvendir Deildarstjóri blómadeildar Garðheima seg- ir fleiri blóm seljast á konudeginum en bóndadeginum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.