Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Evran hækkaði lítillega gagnvart bandaríkjadal á föstudag vegna frétta af samkomulagi grískra stjórnvalda og Evruhópsins svokall- aða. Þrátt fyrir hækkun föstudags- ins veiktist evran um 0,1% gagnvart dal þegar litið er á vikuna alla. Hefur bandaríkjadalur þó verið á hægfara niðurleið undanfarnar fjór- ar vikur eftir mikið styrkingartíma- bil frá miðju sumri. ICE-vísitalan sem mælir gengi dalsins gagnvart körfu helstu gjaldmiðla missti 0,05% yfir vikuna að því er MarketWatch greinir frá. Hlutabréf í methæðum Bandaríski hlutabréfamarkaður- inn brást vel við fréttunum sem bar- ust frá Grikklandi í vikulok. Bæði S&P 500 vísitalan og Dow Jones- vísitalan skutust upp í methæðir. S&P 500 styrktist um 0,6% á föstudag og endaði í 2.110,30 stigum, með 0,6% hækkun yfir vikuna. Dow Jones-vísitalan hækkaði um 0,9% á föstudag og var í 18.140,44 stigum við lokun markaða. Nam vikuhækk- unin 0,7%. Nasdaq Composite-vísitalan hæk- aði áttunda daginn í röð, bætti við sig 0,6% og stendur nú í 4.952 stigum, með 1,3% vikuhækkun. Blaðamaður MarketWatch bendir á að S&P 500 vísitalan hafi ekki verið hærra metin síðan í desember 2004 ef miðað er við V/H hlutfall (verð á móti hagnaði, e. P/E hlutfall). Er V/H hlutfall S&P 500 nú komið yfir 17. ai@mbl.is Grískur samningur lyft- ir evru og Wall Street  S&P 500 og Dow Jones slá ný met AFP Kátur Starfsmenn NYSE höfðu ástæðu til að brosa þegar met voru slegin á föstudag. Markaðurinn brást vel við skammtímalausn á vanda Grikklands. Hópur áhrifamikilla fjárfesta hefur skrifað fjörutíu stærstu fyrirtækj- um Frakklands bréf sem hvetur þau til að nýta sér undanþágu- ákvæði laga sem þingið samþykkti í apríl síðastliðnum. Svokölluð Florange-lög kveða á um að sá sem hafi átt hlut í frönsku fyrirtæki í meira en tvö ár fái sjálfkrafa tvöfaldan atkvæðis- rétt, nema fyrirtækið hafi gagn- gert ákveðið að undanskilja sig þessum reglum með breytingu á samþykktum. Nýju lögin snúa við fyrri fram- kvæmd þar sem heimilt var, en ekki skylt, að tvöfalda atkvæðisrétt ef félag gerði sérstaklega breyt- ingu á samþykktum í þá veru. Financial Times segir fjárfesta ótt- ast að nýju reglurnar geti styrkt mjög stöðu franska ríkisins, sem á stóran hlut í mörgum frönskum fyrirtækjum. Er einnig hætta á að verkalýðsfélög styrkist mjög á kostnað minni hluthafa, en frönsk verkalýðsfélög fara oft með at- kvæðisrétt fyrir hönd starfsmanna sem eignast hluti í gegnum ákvæði í ráðningarsamningum. Franska efnahagsráðuneytið segir nýju lögunum ætlað að hvetja til langtímafjárfestingar, draga úr hlutabréfaveltu og stuðla að stjórn- unarháttum sem horfir frekar til langtímamarkmiða. ai@mbl.is AFP Áhrif Fjármálahverfi Parisar, La Défense. Lög sem samþykkt voru á síðasta ári færa aukin völd til eldri hluthafa fyrirtækja. Ekki lýst öllum vel á. Franskir fjárfest- ar með áhyggjur af nýjum lögum  Breytir atkvæðavægi hluthafa Bandarískur dómstóll úrskurðaði á fimmtudag að greiðslukortarisinn American Express gæti ekki meinað seljendum að bjóða notendum ann- arra korta lægri verð eða hvetja með öðru móti til að greiða með annarri kortategund. Samkvæmt umfjöllun Time er al- gengt að greiðslukortafyrirtæki vest- anhafs taki á bilinu 2-3% þóknun af kortafærslum. Þóknun American Ex- press hefur þó verið nokkru hærri og þykir m.a. skýra rausnarlegri fríðindi sem viðskiptavinir kortafyrirtækisins njóta s.s. í formi punktasöfnunar. Seljendur sitja hins vegar uppi með sárt ennið ef viðskiptavinurinn reiðir fram American Express kort frekar en kort sem tekur lægri færsluþóknun, og gæti verið vel þess virði að bjóða við- skiptavininum t.d. afslátt fyrir að greiða með annarri kortategund. Skilmálar Amex og seljenda hafa hins vegar kveðið á um að óheimilt sé að bjóða slík tilboð, eða jafnvel bara greina neytandanum frá að notkun Amerian Express korta komi sér verr fyrir seljandann. Nú hafa slíkir skilmálar verið dæmdir ólöglegir og segir Time lík- legt að fyrir vikið geti American Ex- press þurft að lækka hjá sér færslu- gjöldin, og um leið draga úr fríðindum kortanotenda. Er þó óvíst hvort dóm- urinn heldur en AmEx hyggst áfrýja niðurstöðunni. ai@mbl.is AmEx tapar mik- ilvægu dómsmáli AFP Bylur Viðskiptavinir bandarískrar verslunar búa sig undir vonskuveður. Misháar færsluþóknanir kortafyrirtækja geta tekið skerf úr framlegðinni. Eimskipafélag Íslands hf. og Sæ- ferðir ehf. hafa undirritað viljayfir- lýsingu um möguleg kaup fyrr- nefnda félagsins á því síðarnefnda. Í tilkynningu sem send var fjöl- miðlum á laugardag er greint frá að Sæferðir reka tvö skip í siglingum á Breiðafirð; annars vegar ferjuna Baldur sem siglir milli Stykkis- hólms og Brjánslækjar með við- komu í Flatey og hins vegar Sæ- rúnu sem siglir skoðunarferðir um Breiðafjörð. ai@mbl.is Eimskip með áhuga á Sæferðum Sundahöfn Verði af kaupunum myndi Eimskip eignast Baldur og Særúnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.