Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Ég var nú ekki farinn að leiða hugann að afmæli mínu, svo þaðer nú allur spenningurinn,“ sagði Gylfi Sigfússon, forstjóriEimskips, þegar blaðamaður hafði samband við hann fyrir helgi. „Ég er ekki mikið afmælisbarn og er almennt ekki duglegur við að halda upp á daginn á einhvern sérstakan hátt en mun þó bjóða elskunni minni til 33 ára út að borða um kvöldið og hitta bræð- ur mína í kaffi fyrr um daginn. Það kom sér til dæmis mjög vel að ég hafði ekki skipulagt stóra veislu á fimmtugsafmælinu mínu árið 2011, því svo óheppilega vildi til að ms. Goðafoss strandaði í Skerja- garðinum í Óslóarfirði svo sá stóri afmælisdagur fór því allur í fjöl- miðla og tryggingarfélög. Afmælisdagurinn núna verður hefðbundinn vinnudagur, funda- höld og undirbúningur fyrir uppgjör ársins 2014 sem verður á fimmtudaginn og má segja að ég verði upptekinn við undirbúning stjórnar, fjárfesta- og starfsmannafundar í vikunni. Helstu áhugamálin fyrir utan vinnuna eru útivera, golf, fótbolti og gítarspil en ég hef ekki haft mikinn tíma fyrir þau áhugamál undanfarið.“ Eiginkona Gylfa er Hildur Hauksdóttir, flugfreyja hjá Icelandair og MBA-nemandi við Háskólann í Reykjavík. Synir þeirra eru Gylfi Aron og Alexander Aron sem báðir eru búsettir í Bandaríkjunum og eru þar við nám og störf. Gylfi Sigfússon er 54 ára í dag Á golfmóti Gylfi á viðskiptamannamóti Eimskips í Grafarholti. Býður elskunni til 33 ára út að borða Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Siglufirði Kristján Ingi Elfuson fædd- ist 27. mars 2014 kl. 02.41. Hann vó 3.580 g og var 51 cm langur. Móðir hans er Elfa Sif Kristjánsdóttir. Nýir borgarar Reykjanesbæ Tómas Ingi Magnússon fæddist 18. mars 2014. Hann vó 4.065 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Magnús Ingi Oddsson og Halldóra Stefánsdóttir. Í da fæddist á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 23.2. 1975 og ólst upp á Seyðisfirði. Hún var í leikskólanum Sólvelli frá tveggja ára aldri, var í Grunnskóla Seyðisfjarðar og stund- aði jafnframt tónlistarnám við Tón- listarskóla Seyðisfjarðar þar sem hún lærði á trompet og þverflautu. Ída var skiptinemi í Bandaríkj- unum 1992-93, hóf framhalds- skólanám við framhaldsdeild Seyðis- fjarðarskóla 1993, flutti síðan á heimavist Menntaskólann á Egils- stöðum og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1996. „Það var alltaf nóg að gera á æsku- og unglingsárunum, hvort heldur við leik eða störf. Ég æfði mikið íþróttir á æskuárunum, eink- um sund, fótbolta, handbolta og fór svo einnig á skíði þegar færi gafst. Ég var farin að passa börn þegar Ída Jensdóttir, framkvæmdastjóri Sjálands ehf. – 40 ára Úti að borða Ída á veitingastað með dætrum sínum: Frá vinstri: Kolgríma Ír, Ída, Dóra Jensína og Ásthildur Emelía. Íþróttaálfur og fjörkálf- ur austan af fjörðum Bæjarvinnukrakkar Ída með félögum sínum í bæjarvinnu Seyðisfjarðar fyr- ir tæpum 30 árum þegar hópurinn gekk af Gagnheiði og ofan í Mjóafjörð. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.