Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 4. M A R S 2 0 1 5 Stofnað 1913  53. tölublað  103. árgangur  MARGRÉT LÁRA AFTUR MEÐ LANDSLIÐINU FLYTJA VERK EFTIR ÁSKEL EGILL OG JÓNAS ÞÓRIR KOMA Á ÓVART HÁDEGISTÓNLEIKAR 30 ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ 10FÓTBOLTI ÍÞRÓTTIR Ljósmynd/Börkur Kjartansson Heimaey VE Flotinn var að veiðum út af Þjórsárósi í gær og veiddist ágætlega.  „Það hefur verið ágætis veiði hérna,“ sagði Ólafur Einarsson, skipstjóri á Heimaey VE, þegar rætt var við hann eftir kvöldmat í gærkvöld. Þeir voru á loðnu undan Þjórsárósum ásamt fleiri skipum. Heimaey kom á miðin í fyrrakvöld og hóf veiðar í gærmorgun. Ein- ungis vantaði 50-70 tonn upp á að þeir væru komnir með fullfermi en skipið ber um 2.000 tonn. Ólafur sagði að loksins hefði komið þokkalegt veður. Hann sagði að það hefði verið „fínasta kropp“ hjá loðnuskipunum í gær. Þau fengu allt frá litlum köstum og upp í 400-500 tonn í kasti. Mikill hæng- ur var í aflanum en Ólafur kvaðst reikna með að aflinn hjá þeim færi engu að síður í hrognavinnslu. Veðurspá næstu daga er slæm og sagði Ólafur að menn væru hálf- uggandi yfir útlitinu varðandi framhaldið. gudni@mbl.is »6 Ágætis loðnuveiði var undan Þjórsár- ósum í gærdag Í frumvarpinu felst: » Sveitarfélögum verði heimilt að setja skýrari skilyrði um fjárhagsaðstoð. » Útgjöld þeirra til fjárhags- aðstoðar munu lækka um 100- 150 milljónir á ári. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Talið er að þriðjungur þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð frá sveitar- félögunum vegna atvinnuleysis og slæmrar fjárhagsstöðu hverfi af bót- unum verði settar skýrari reglur um þær og þess krafist að þeir verði virkir í atvinnuleit. Í frumvarpi velferðarráðherra um breytingar á lögum um félagsþjón- ustu sveitarfélaganna, sem nú er til meðferðar í velferðarnefnd, kemur m.a. fram að skerða á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna til þeirra viðtak- enda hennar sem eru vinnufærir en ekki virkir í atvinnuleit. Samband ís- lenskra sveitarfélaga fagnar frum- varpinu og hvetur til þess að það verði afgreitt á yfirstandandi þingi. Guðjón Bragason, sviðsstjóri lög- fræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af breyttu viðhorfi fólks á aldrinum 18- 25 ára til fjárhagsaðstoðar. „Það er nokkuð um krakka sem eru orðnir 18 ára, hætta í skóla og sækja um bæt- ur. Sum eru vinnufær, en vilja hrein- lega ekki vinna.“ Hann segir að þessa viðhorfs hafi orðið vart á und- anförnum árum. »18 Þriðjungur færi af bótum  Vinnufærir fái ekki bætur ef þeir eru ekki í atvinnuleit  Sveitarfélögin fagna frumvarpi velferðarráðherra  Áhyggjur af breyttu viðhorfi ungs fólks til bóta Morgunblaðið/Ómar Á Geysissvæðinu Ferðamenn skapa mikil verðmæti á Íslandi. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gjaldeyrisöflun ferðaþjónustunnar hafði úrslitaþýðingu fyrir gjaldeyris- jöfnuð þjóðarbúsins í fyrra og kom í veg fyrir veikingu krónu vegna halla af vöruskiptum við útlönd. Því er innflutt verðbólga lægri en ella. Þetta er mat Yngva Harðarsonar, framkvæmdastjóra Analytica, en til- efnið eru nýjar tölur sem sýna að ferðaþjónustan skilaði 303 millj- örðum í þjónustuútflutning í fyrra. Afgangur af þeim útflutningi var 138,8 milljarðar í fyrra en til saman- burðar var um 11 milljarða halli á vöruskiptum, samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti síðdegis í gær. Yngvi telur aðspurður að ferða- þjónustan hafi orðið það vægi að hún vegi upp sveiflur í hinum helstu út- flutningsgreinum landsins. Spá 200 milljarða afgangi Ásta Björk Sigurðardóttir, hag- fræðingur hjá Greiningu Íslands- banka, segir ýmsa þætti skýra að bankinn spái 200 milljarða afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum í ár. Þar sé talin með spá bankans um að vöxtur ferðaþjónustu verði á þriðja tug prósenta milli ára. Magnús Stefánsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir að vegna þessa vaxtar í ferðaþjónustu hafi gengi krónu verið stöðugt og Seðla- bankinn getað keypt allan þann gjaldeyri sem raun ber vitni, eða fyrir alls um 230 milljarða króna. Magnús telur einnig að án þessa vaxtar væri ekki ólíklegt að nafn- gengi krónu gagnvart evru væri nú í kringum 160-180 krónur, borið sam- an við 148 krónur í dag. »4 Ræður úrslitum um gjaldeyrisöflun  Vöxtur ferðaþjónustu talinn hafa komið í veg fyrir að gengið gæfi eftir í fyrra Hátt í 300 blaða- og fréttamenn víða að úr heim- inum fengu í gær að skoða hina viðamiklu sýningu Bjarkar Guðmundsdóttur í MoMA, nútíma- listasafninu kunna í New York. Sýningin verður opnuð almenningi um helgina en að sögn forráða- manna safnsins er fátítt að jafn stórt rými safnsins sé lagt undir verk eins listamanns. Hér fylgjast gestir með tíu mínútna myndbandsverki á tveim- ur stórum skjám eftir Andrew Thomas Huang, sem MoMA pantaði af Björk og er við lagið Black Lake sem er á nýrri plötu hennar, Vulnicura. Sýn- ingin er á nokkrum stöðum í safninu og í einum hluta hennar ganga gestir með leiðsögn í eyr- unum milli búninga, gripa, texta og dagbóka sem tengjast öllum hljómplötum Bjarkar. »2 Rúmt um verk Bjarkar í MoMA Morgunblaðið/Einar Falur Fjöldi gesta kynnti sér yfirgripsmikla sýningu Bjarkar Guðmundsdóttur í New York  Iðnaðarhverfinu í Súðarvogi og nágrenni verður á næstu árum breytt í íbúðarbyggð. Pálmi Thor- arensen sem rekur réttingarverk- stæði í götunni er sáttur við þessa ákvörðun. Þarna séu góðar að- stæður fyrir íbúðir og verslanir. Þetta kemur fram í greinaflokkn- um Heimsókn á höfuðborgarsvæðið í blaðinu í dag. Sagt er frá nýju hót- eli í Borgartúni, blokkunum við Kleppsveg og þeirri spurningu svarað af hverju Laugarásvegurinn var uppnefndur Snobb-Hill. »14-15 Íbúðarhús koma í stað verkstæða  „Íslensk stjórn- völd og Farice hafa réttilega bent á að flutn- ingsgeta strengjanna í dag sé meira en næg. Það er al- veg rétt en Emerald benti á að sambandið til Bandaríkjanna þyrfti að vera betra,“ segir Eyjólf- ur Magnús Kristinsson hjá Advania, sem telur ljóst að starfandi gagna- ver hér á landi séu að missa af við- skiptum vegna slaks gagnaflutn- ingssambands héðan og vestur til Bandaríkjanna. »12 Gagnaverin að missa af viðskiptum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.