Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Ný sending af Kolibri penslum Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum VanGogh hágæða olíulitir og Amsterdam Akrýllitir á frábæru kynningartilboði Kolibri trönur í miklu úrvali, gæðaværa á góðu verði Í leit að þér Guð er ekki að leita að hetjum eða snillingum hvorki í ræðumennsku prófgráðum eða góð- verkum. Hann er að leita að auðmýkt og fúsleika svo máttur hans fullkomnist í gegnum breyskan og brokkgengan mannlegan veikleika. Hann er að leita að þér. Ljóð Sigurbjörns Þorkelssonar má túlka sem skilaboð Guðs til mannfólksins sem þarf að nema með auðmýkt og skilning á hringrás hins góða. Hughrif skynjunarinnar Eitt sinn var samurai á leið heim eftir langa ferð sem skilaði honum í senn ránsfeng og heiðri. Hann vissi sem var að virðingarsess og veg- semd hirðarinnar beið hans við heimkomu en var þó hugsi því afrek hans færðu honum hvorugt, innri frið né hamingju. Hann reið á fag- urgljáandi gæðingi sínum fram á tötralegan meinlætamann sem, að því er virtist, sat í hugleiðslu við vegkantinn og spyr hann: hvar er himnaríki? Meinlætamaðurinn virð- ir samuraian ekki við- lits svo hann spyr aftur með hærri rómi: hvar er himnaríki og hver er Guð? Meinlætamað- urinn gjóar öðru aug- anu til samuraians sem sat óþreyjufullur í her- klæðum á hesti sínum en hélt síðan áfram hugleiðslu sinni án svars. Nú vippar sam- urainn sér af baki, mundar sverðið og brýnir raust sína; gerir þú þér grein fyrir hver ég er, ég get gert þig höfðinu styttri á augabragði fyrir það eitt að þú svarar mér ekki, og býr sig undir að fylgja hótun sinni eftir. Meinlætamaðurinn lítur góðlátlega í augu samuraians og segir: „nú ertu staddur í helvíti“. Samuraianum er brugðið, bráir af honum reiðin og skynjar sannleik orða hans, fellur á kné og biður meinlætamanninn fyrirgefningar. Meinlætamaðurinn brosir blítt til hans og segir: „nú ertu staddur í himnaríki“. Guð er kærleikur Hefðbundin vestræn guðfræði leitast við að öðlast þekkingu á Guði gegnum hugsunina sem að mínu mati er ekki unnt nema að takmörk- uðu leyti og ekki án skilyrðislauss kærleiks. Að sama skapi getur auð- mjúk skynjun opnað leyndardóms- fullar dyr guðdómsins sem erfitt er að skýra í orðum. Orð og orða- samsetningar búa einfaldlega yfir takmörkun túlkunar hugans sem Guðs nærvera máir burt með skyn- hrifum. Tilvistartómið Við Jón Gnarr og aðra, sem leitað hafa Guðs án þess að finna, vil ég segja: trónið ekki í háum söðli og leitið langt yfir skammt, heldur skynjið Guðskærleik hið innra, þá líður ekki á löngu þar til Guð tengist ykkur. Mannhelgin Skoðanafrelsi er í senn jafn mik- ilvægt og virðing fyrir viðhorfum annarra því sköpun raungerist gjarnan í andstæðum. En við lifum í margvíddar veruleika sem snertir tilfinningar allra, einungis á mis- munandi hátt og er mannvirðing því mikilvægur þáttur í framsetningu skoðana okkar. Raunveruleikinn eins og við skynjum hann er ávallt í augum sjáandans. Það sem einum er sannleikur kann öðrum að virðast lygi eða öfugt, allt háð reynsluheimi viðkomandi. Skýringar á þessu eru ekki flóknari en svo að maðurinn samsamar sér eigin veruleika og á erfitt með að setja sig í ókunn spor. En brú ólíkra hugarheima okkar mannanna er kærleiksræktun sem elur á friðsömum þekkingarþorsta og úthýsir fordómum og grimmd. En um Guð hið innra yrkir skáldið Steingrímur Thorsteinsson svo eft- irminnilega í ljóðinu Lífshvöt. Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. Guð er í mínu lífi mánudaga sem og alla aðra daga. Hvar er Guð á mánudögum? Eftir Árna Má Jensson Árni Már Jensson »En brú ólíkra hugarheima okkar mannanna er kærleiks- ræktun sem elur á friðsömum þekking- arþorsta og úthýsir fordómum og grimmd. Höfundur er áhugamaður um betra líf. Sókn einkafjár- magnsins í að eignast verðmætustu eignir samfélagsins hefur þyngst mjög það sem af er þessu kjörtímabili. Fjármagnseigendur sjá vini í núverandi þing- meirihluta. Vini sem í raun eru andsnúnir hagsmunum samfélags- ins með stuðningi sín- um við einkavæðingu samfélags- eigna. Sem eru líklegir til að selja verðmætar eigur almennings til fé- sýslumanna. Í febrúar á síðasta ári birtist í vikublaðinu Reykjavík at- hygliverð grein byggð á viðtali við Heiðar Má Guðjónsson fjárfesti þar sem hann lýsir markmiðum sínum og félags hans Ursus I slhf. til að eignast fyrirtæki í grunnþjónustu samfélags- ins og hagnast á þeim með eftirfar- andi orðum: „félagið hefur það eina markmið að eignast fyrirtæki í grunnþjónustu samfélagsins og hagnast á slíkum kaupum“. Í stofn- skrá félagsins segir: „Félagið mun fjárfesta með arðsemi hluthafa fé- lagsins að leiðarljósi.“ Fleira athygli- vert er í viðtalinu, svo sem að í hlut- hafasamkomulagi skuldbinda hluthafar sig til: „ að arðsemi félags- ins sé ávallt hámörkuð“ og hluthafar eigi að fá „bestu mögulegu ávöxtun“ á fjárfestingu sinni. Grunnþjónusta samfélagsins, sem einkafjármagnið sækist eftir að eignast eru fyrirtæki í almannaþjónustu sem samfélagið hefur frá upphafi fjármagnað og byggt upp. Þetta eru orku- og veitu- fyrirtæki, samgöngumannvirki, sorp- hirða og heilbrigðisþjónusta svo það helsta sé nefnt. Fyrirtæki sem sam- félagið getur ekki verið án og eru grundvöllur þess að í landinu verði lif- að menningarlífi. Þessi fyrirtæki hafa verið rekin þannig að tekjur þeirra standi undir kostnaði og skili arði til samfélagsins. Ekki til einhverra hlut- hafa sem hafa einsett sér að hagnast áhættulítið og á auðveldan hátt á samfélaginu. Við einkavæðingu mundi verð á orku og allri þjónustu fyrirtækjanna hækka verulega þar sem einkafjármagnið krefðist mikils arðs af eignum sínum. Arður til hlut- hafa einkavæddu grunnþjónustunnar verður ekki sóttur annað en til kaup- enda þjónustunnar með verðhækk- unum. Kaupendur þjónustunnar, al- menningur, hefur ekki val. Verður að kaupa þjónustuna hjá þeim fáu sem selja hana og á því verði sem þeir ákveða eins og nú er. Samkeppni á heitavatns- og raforkumarkaði er nánast engin. Munurinn á núverandi eignarhaldi orku- og veitufyrirtækj- anna og einkavæddu eignarhaldi er sá að ávinningurinn af rekstrinum rennur til eigandans, almennings, í raun viðskiptavinanna, en ekki til fjárfesta. Vill almenningur hlaða und- ir fjármagnseigendur enn betur en nú er gert með lágum sköttum af fjármagnstekjum með því að afhenda þeim grunnþjónustuna, inn- viði samfélagsins og sjálfdæmi um verð þjónustunnar? Við- skiptaráð kynnti nýlega hugmyndir ráðsins um að selja fyrirtæki í op- inberri eigu fyrir 800 milljarða til að greiða niður skuldir ríkisins. Í þessu sam- bandi voru nefnd Landsbankinn, Landsvirkjun, Íslandspóstur og Sorpa. Þetta eru einmitt fyrirtæki sem alls ekki ætti að selja einka- fjármagninu. Sérstaklega væri glap- ræði að selja Landsvirkjun að hluta eða alveg. Verðmæti Landsvirkjunar sem stórframleiðanda hreinnar raf- orku er gríðarlegt og vex með hverju ári jafnframt vaxandi eftirspurn eftir raforku. Viðskiptaráð, sem er einn helsti málsvari einkavæðingar og einkafjármagns, hefur undanfarið lagt sig fram við að gylla það fyrir þjóðinni að selja áðurnefnd fyrirtæki samfélagsins til að greiða skuldir þess. Það er mun hagkvæmara fyrir samfélagið að ráða yfir og eiga þessi arðsömu fyrirtæki í fullum rekstri fremur en selja einkafjárfestum þau. Að sjálfsögðu er áhugi einkafjár- magnsins á eigum samfélagsins vegna augljóss hagnaðar af því að komast yfir áðurnefnd fákeppni- og einokunarfyrirtæki og taka til sín hagnaðinn sem nú fer til samfélagsins eins og lýst var í viðtalinu sem vísað er til hér að framan. Einkaframtakið, sem nánast gerði þjóðina gjaldþrota með græðgi og glæframennsku, vill nú enn hafa af þjóðinni verðmætustu eigur hennar. Þjóðin má ekki gleyma hverjir komu hruninu yfir hana. Það var einkaframtakið, einkafjármagnið, sem átti, stjórnaði og rak bankana og fjármálakerfið í þrot. Það ber ábyrgð á fjárhagslegu hruni fjölda fjöl- skyldna í landinu. Fyrir hrunið voru háværar kröfur þessara sömu aðila um einkavæðingu á nánast öllum eignum og starfsemi samfélagsins. Engin ástæða er að ætla að því sama einkaframtaki farnist betur í framtíð- inni en gerðist fyrir hrun. Allir vita hvernig það fór. Einkavæðing innviða samfélagsins er glapræði. Á að selja innviði samfélagsins? Eftir Árna Þormóðsson »Munurinn á núverandi eign- arhaldi orku- og veitu- fyrirtækjanna er sá að ávinningurinn af rekstrinum rennur til eigandans, almennings, ekki til fjárfesta. Árni Þormóðsson Höfundur er eldri borgari. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson | brids@mbl.is Flensuskítur þynnti hópinn í keppni um Súgfirðingaskálina Í byrjun góu var spiluð fimmta lota um Súgfirðingaskálina, tvímennings- keppni Súgfirðingafélagsins. Þrettán pör mættu til leiks en flensa stakk sér niður í spilahópnum og þynnti hann. Félagarnir Hafliði Baldursson og Árni Guðbjörnsson enduðu á toppn- um eftir sviptingasamt kvöld, rétt eins og veðrið síðustu daga og höfðu nauman sigur. Er þetta í þriðja skipti sem þeir vinna. Úrslit 5. lotu en meðalskor er 156 stig: Hafliði Baldurss. – Árni Guðbjörnsson 197 Karl Bjarnason – Ólafur Ólafsson 193 Rafn Haraldsson – Jón Sveinsson 176 Sveinbjörn Jónsson – Sigurður Ólafss. 173 Sturla G. Eðvarðsson – Árni Sverriss. 168 Hnikarr Antonss. – Guðm. Símonarson 156 Heildarstaðan er svohljóðandi: Hafliði Baldurss. – Árni Guðbjörnsson 893 Karl Bjarnason – Ólafur Ólafsson 851 Kristján Pálss. – Ólafur Karvel Pálss. 841 Þorsteinn Þorsteinss. – Rafn Haraldss. 837 Sturla G. Eðvarðss. – Björn Guðbjörnss. 815 Staða Hafliða og Árna er nokkuð vænleg fyrir síðustu tvær loturnar. Veðbankar eru enn opnir. Næst verð- ur spilað 30. mars, fyrrihluta einmán- aðar, síðasta mánuð vetrar Bjarki og Garðar með afgerandi forystu Bjarki Dagsson og Garðar Garð- arsson halda sínu striki í sveitarokki á Suðurnesjum og eru komnir með af- gerandi forystu eða 79 stig. Arnór Ragnarsson og Gunnlaugur Sævars- son eru með 24, Hafsteinn Ögmunds- son og Guðjón Óskarsson eru þriðju með 20 og Þorgeir Ver Halldórsson og Garðar Þór Garðarsson eru með 2. Mótið er hálfnað en næst verður spil- að á Mánagrund í dag (miðvikudag) kl. 19. Hvernig má það vera að hægt sé að hefja sölu á vöru til neyslu (Energy for You) sem framleidd var án starfsleyfis? Forvitinn neytandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Öruggt til neyslu eða ekki? Holl fæða Ávextir eru í þeim flokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.