Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Kæri tengdafaðir minn hann Bogi er látinn, þakklæti er mér efst í huga þegar ég minnist hans. Það er skrýtið að hugsa til þess að þegar maður kemur á hlaðið á Brúnavöllum sé engan Boga að finna, hvorki úti né inni. En minningin um góðan mann lifir, sem ávallt fylgdist með sínu fólki og var tilbúinn að leggja sitt af mörkum ef á þurfti að halda. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram Bogi Jónsson Melsteð ✝ Bogi JónssonMelsteð fædd- ist 10. október 1930. Hann lést 15. febrúar 2015. Útför Boga fór fram 28. febrúar 2015. mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo vinur kæri vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Hvíl þú í Guðs friði. Þórhildur Una Stefánsdóttir. Takk fyrir góðar stundir, elsku afi, og guð geymi þig. Í bænum okkar, besti afi, biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér Ófeigur Hjaltested ✝ ÓfeigurHjaltested fæddist í Reykja- vík 3. maí 1949. Hann lést á Land- spítalanum 15. febrúar 2015. Útför Ófeigs fór fram frá Vídal- ínskirkju í Garða- bæ 26. febrúar 2015. leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bæn- um okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar, gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Diljá Hlín Arnardóttir og Jóna Marín Arnardóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR SIGURÐSSON málarameistari, lést föstudaginn 27. febrúar á Landspítalanum við Hringbraut. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Anna Jens's Óskarsdóttir, Óskar Þórðarson, Sue Þórðarson, Reynir Þórðarson, Stefanía Kristín Sigurðardóttir, Margrjet Þórðardóttir, Arnór Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA CLAUSEN, lést á Landspítalanum, Hringbraut, laugardaginn 21. febrúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. mars kl. 13. . Árni S. Kristjánsson, Sólveig E. Hólmarsdóttir, Ævar Agnarsson, Holger P. Clausen, Halldóra Aðalsteinsdóttir, Kristján S. Árnason, Sigurlaug Erla Gunnarsdóttir, Ásdís Árnadóttir, Grettir Einarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og mágur, ÁRNI ARINBJARNARSON tónlistarmaður, Geitlandi 3, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 1. mars. Dóra Lydia Haraldsdóttir, Arinbjörn Árnason, Joanne Ruth Arnason, Pálína Árnadóttir, Margrét Árnadóttir, Aron James, Joshua Ben, Haraldur Haraldsson, Páll Haraldsson. Systir mín, GUÐNÝ GESTSDÓTTIR, Ásvallagötu 37, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. mars klukkan 16.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Sóltúns. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Júlíus Gestsson. ODDBERGUR EIRÍKSSON skipasmiður, Ytri-Njarðvík, lést 27. febrúar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 6. mars kl. 14. . Kolbrún Oddbergsdóttir, Guðmundur Oddbergsson og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ALBERT JÚLÍUS KRISTINSSON, Reykjavíkurvegi 52, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 11. mars kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. . Elsa Kristinsdóttir, Kristinn J. Albertsson, Sigríður Ágústsdóttir, Magnús Páll Albertsson, Halla Björg Baldursdóttir, Sverrir Mar Albertsson, Gréta Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, HELGI HANNESSON sundkennari, Jaðarsbraut 23-3, Akranesi, lést föstudaginn 27. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 10. mars kl. 14. . Valdís Einarsdóttir, Sævar Matthíasson, Sigurbjörg H. Guðjónsdóttir, Kristinn Helgason, Ulrike Ramundt og afabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, ÞÓRDÍS GERÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Vallarási 1, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 28. febrúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 6. mars klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild LSH í Kópavogi. . Björn Snorrason, Páll Kristinsson, Inga Kristinsdóttir og Christian Scobie. ✝ IngibjörgGunnarsdóttir fæddist í Keflavík 16.5. 1960. Hún lést 20. febrúar 2015. Foreldrar Ingi- bjargar voru Em- ilía Ásgeirsdóttir, f. í Reykjavík 8.8. 1936, d. 5.3. 1974, og Gunnar Gunn- arsson, f. í Keflavík 27.6. 1935, d. 13.6. 2010. Systkini Ingibjargar eru: Karólína Gunnarsdóttir, f. 21.10. 1958, og Guðni Gunn- arsson, f. 7.11. 1954. Börn Ingibjargar eru: Emilía Rós Hallsteinsdóttir, f. í Kefla- vík 21.1. 1982, maki hennar er Ingþór Hall- dórsson, f. 27.8. 1969, barn hennar er Nadía Rós Emil- íu/Axelsdóttir, f. 16.5. 2003. Viktor Freyr Hall- steinsson, f. í Keflavík 7.8. 1986. Maki hans er Íris Dögg Héðinsdóttir, f. 13.2.1987. Alexandra Rós Jó- hannesdóttir, f. í Svíþjóð 21.1. 1994. Útför Ingibjargar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 4. mars 2015, kl. 13. Elsku fallega mamma mín. Þú varst alltaf svo kát og skemmti- leg. Það var alltaf gaman að vera í kringum þig og þú varst alltaf jákvæð, þvílíkur sólargeisli í mínu lífi. Þú stóðst alltaf við bakið á mér sama hvað og lést mig alltaf vita hversu stolt þú værir af mér og hvað þú elskaðir mig mikið. Ég þekki enga manneskju sem var jafnsterk og þú. Þú lifð- ir hratt og kvaddir alltof fljótt, ég er ekki tilbúin að kveðja þig en ég veit að það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að þú sért farin og ég veit að þú munt allt- af fylgja mér. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem við fengum, hversu mikið þú barðist fyrir því að hafa mig í þínu lífi og fyrir rós- ina sem ég fékk á valentínusar- daginn með korti sem á stóð: „Ég elska þig ali bali, þín mamma að eilífu.“ Ég á eftir að sakna þín meira en orð fá lýst, við vorum rosa- lega góðar vinkonur og þú vildir allt fyrir mig gera. Ég eyddi með þér síðustu helginni í þínu lífi þar sem við skoðuðum gamlar myndir, spjölluðum um gamla tíma, kúrðum saman á dýnu í stofunni og horfðum á bíómyndir. Það síðasta sem mig grunaði þá var að þetta væri síðasta skiptið sem við værum saman en ég er þakklát fyrir þessa góðu helgi þó svo að ég vildi að ég gæti átt fleiri ljúfar stundir með þér. Eftir gott kemur vont og eftir vont kemur gott. Læt hér fylgja ljóð sem ég sýndi þér sem þér fannst svo skemmtilegt enda talaðir þú oft um Gísla á Uppsölum. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Ég á aldrei eftir að gleyma þér og vona að þú munir fylgja mér alltaf, hlakka til að hitta þig þegar minn tími kemur. Þín dóttir, Alexandra Rós Jóhannesdóttir. Óttinn við sorgina hefur lengi verið mér erfið og vanmáttar- kenndin sem fylgir er þung í spori, því ég veit af eigin reynslu, að eftirsjáin hverfur seint eða aldrei, meðan lifað er. Fjölskyldan hennar Ingi- bjargar verður að bera harm sinn með reisn, og reyna að brjóta á bak aftur allt daglegt mótlæti lífsins. En sárið er kom- ið og mun skilja eftir sig mein sem seint eða aldrei verður frá þeim numið. Guð blessi Ingibjörgu og hennar nánustu fjölskyldu, í þeirra sára harmi. Og kannski fáum við skilið, einhvern tíma, hvaðan það var komið sem færði fram og nærði svo mikla mannlega reisn og styrk sem Ingibjörg hafði í frammi í sínum mótvindum og gerði henni kleift að sá kærleik- ans fræi í hjörtu sinna sam- ferðamanna. En ég veit að við öll, sem vor- um í nánd hennar og nutum kærleika og væntumþykju henn- ar, munum áfram njóta ef við lítum til baka. En við sem erum í jaðrinum, nú sem áður, þökkum góðar og dýrmætar stundir. Sérstaklega þakka ég Ingu að hafa haft auga með mér fyrstu æviárin mín á Egilsstöðum og fyrstu minning- ar frá æsku minni eru bros hennar og kærleikur og að glað- lyndi hennar smitaði alla í návist okkar. Baráttu velunnara míns er lokið með reisn og fullnaðarsigri á sársaukanum. Ég veit að ég á ekki að hugsa um dauðann með harmi og ótta því Inga er enn nærri og vill, eins og ég þekkti hana, að við syngjum nú með gleði í hug, því þá lyftist sál hennar upp móti ljósinu. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem hún gaf okkur. Þótt Inga sé látin, verður hún í lífi okkar sem lifum. Guð blessi látinn vin og góða konu, gefi hinum líkn sem lifa og munum öll brosið fallega. Jónas Garðar Erlingsson. Nístandi stefið úr ljóðinu Systurlát eftir Hannes Hafstein kemur í huga okkar: „Við hlustir mér helfregnin lætur höfug og grimm. Hvert stynjandi nætur- hljóð nístir mig í gegn, hver næðandi gjóstur og þetta kalda regn …“. Söknuðurinn heltók okkur við andlátsfregn hennar Ingu, söknuður sem er og verð- ur fylgjandi okkur hjónum svo lengi sem við ljóss njótum. Hún var einfaldlega ein af þessum sérstæðu boðberum birtu, vin- arþels og gleði sem bræðir burt öll leiðindi hversdagsanna og vonbrigða, sama brosið fylgdi henni, jafnvel þótt þröskuldar í hennar vegferð væru oft hærri en flestra og oft sársauka á æskuárum. Hún bar með sér fölskvalausa góðvild með raun- sæju ívafi, lítillæti, listræna hæfileika og ábyrgðarkennd, sem við og yngri börn okkar nutum ríkulega af meðan hún á æskuárum dvaldi í okkar heima- húsi. Hún kann að hafa sært einhvern, en það var ekki henn- ar lína að særa, hún vildi gleðja á sinn kostnað en ekki annarra. Hún gaf en tók ekki. En þurfti að lúta, finna til og gráta gengin spor. Kæru vinir, grátið kæra vin- konu, Ingibjörgu Gunnarsdótt- ur, en grátið lágt. Við tróðum saman með henni margar slóðir raunveruleikans og höfðum í dagdraumum óskað henni meiri meðvinds og stærri verkefna. Huggun við harmi er, að síðustu ár sáum við hana blómstra og sjálfsvirðinguna springa út vegna velgengni við nám í flókn- um fræðum og frelsisgleðina frá ánauð verða heilsuleysinu yfir- Ingibjörg Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.