Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Spennusögur verða ekki að-eins til í hugarfylgsni höf-unda heldur virðast þær oftendurspegla mannlífið, þar sem þær gerast. Þar sem er spenna, þar er saga. Spennusagan Alex eftir franska verðlaunahöfundinn Pierre Le- maitre er frásögn um viðbjóðslega glæpi og skipulagða hefnd, baráttu upp á líf og dauða, eðli manna og dýra. Í öllum soranum glittir síðan í mannlega þætti, ást, söknuð og grát. Sagan gerist að mestu í París og skiptist í þrjá hluta. Alex er þunga- miðjan í þeim öllum, en með mis- jöfnum hætti. Ofbeldið skín í gegn frá byrjun allt til loka, hryllingurinn og tvöfeldnin. Þrátt fyrir allar pyntingarnar og óhugnaðinn eru helstu persónur nokkuð skemmti- legar. Þar fer fremstur í flokki lögregluforinginn Camille, þver- haus, sem gefst aldrei upp. Per- sónulýsingin tekst sérlega vel og maðurinn minn- ir í mörgu á Hercule Poirot, hinn eina og sanna sérfræðing Agatha Christie, en Camille er þó heldur skapmeiri. Lýsingar á öðrum lög- reglumönnum eru einnig góðar og Alex sýnir á sér margar hliðar, mis- skemmtilegar. Hún upplifir ham- ingju í óhamingjunni og er ekki öll þar sem hún er séð. Þetta er slungin saga, þar sem höfundur fléttar atburðarásinni vel saman við einkalíf helstu persóna. Efnið er grafalvarlegt en húmorinn er aldrei langt undan. Umfjöllunar- efnið er kunnuglegt, en nálgunin er samt öðruvísi en gengur og gerist, kannski frönsk, kannski lemaitreísk. Hvað sem því líður er gaman og skemmtileg tilbreyting að fá fransk- an ilm inn í annars fjölbreyttan spennusagnaheim. AFP Slungin „Þetta er slungin saga, þar sem höfundur fléttar atburðarásinni vel saman við einkalíf helstu persóna,“ segir m.a. um bók Pierre Lemaitre. Hefndin lætur ekki að sér hæða Spennusaga Alex bbbbn Eftir Pierre Lemaitre. Friðrik Rafnsson íslenskaði. Kilja. 375 bls. JPV-útgáfa 2014. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Bandaríska hipphopp-sveitin Public Enemy mun koma fram á tónlistarhátíðinni All Tomorrow’s Parties á Ásbrú í sumar og níu aðrar hljómsveitir og tónlistar- menn hafa bæst við dagskrána: Swans, Lightning Bolt, Bardo Pond, Grísalappalísa, Valdimar, Stafrænn Hákon, Oyama, Mr. Silla og Kippi Kaninus. Af öðrum merk- um sveitum og tónlistarmönnum sem fyrir voru á lista flytjenda má nefna Iggy Pop, Drive Like Jehu, Belle and Sebastian og Godspeed You! Black Emperor. Public Enemy var stofnuð í New York árið 1982, öðlaðist skjótt frægð og vinsældir fyrir pólitískt og ádeiluhlaðið rapp og þykir með merkustu hipphopp-sveitum tón- listarsögunnar. Swans hefur verið beðið af mik- illi eftirvæntingu af æstum aðdá- endum sveitarinnar hér á landi, eins og segir í tilkynningu, en hún þurfti að aflýsa tónleikum sínum á ATP í fyrra. ATP fer fram 2.-4. júlí og er miðasala hafin. Hátíðin í ár verður sú þriðja í röðinni. Frekari upplýs- ingar um ATP má finna á atpfesti- val.com/events/atpiceland2015. Sögufræg Public Enemy heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi í sumar. Public Enemy heldur tónleika á Ásbrú Á sjöunda þúsund manns sóttu Stockfish - evrópska kvikmynda- hátíð í Reykjavík, sem lauk 1. mars. Í tilkynningu frá skipuleggj- endum segir að hátíðin, sem kennd er við skreið, hafi heppnast afar vel og gestum þakkaðar frábærar við- tökur. Bíó Paradís hafi iðað af lífi þá tíu daga sem hátíðin stóð yfir. Fjöldi erlendra gesta sótti hátíð- ina og þá bæði fólk úr kvikmynda- geiranum; leikstjórar, framleið- endur og leikarar m.a. og erlendir blaðamenn. Má þar nefna Sverri Guðnason leikara, leikstjórana Jens Östberg og Rachid Bouchareb og leikkonuna Brendu Blethyn. FOXES hlaut Sprettfiskinn Sigurður Sverrir Pálsson kvik- myndatökumaður var heiðraður á hátíðinni og verðlaun voru veitt í stuttmyndakeppni hátíðarinnar, Sprettfiski. Þau hlaut stuttmyndin FOXES sem framleidd er af Evu Sigurðardóttur og Askja Films og leikstýrt af Mikel Gurrea. Myndin fjallar um ungan fasteignasala í Lundúnum sem þarf að sjá um tíu ára son á meðan hann er að reyna að ljúka stórri sölu, eins og segir í tilkynningu. Samskipti feðganna eru stirð og auk þess eltir þá dul- arfullur refur. „Næmni höfundar fyrir persónusköpun er áþreifanleg, um leið og leikstjórn er sannfær- andi og örugg. Í einfaldri sögu er dregin upp mynd af raunveruleika sem ófáir munu kannast við,“ segir í umsögn dómnefndar um myndina. Fjórar kvikmyndir sem voru á dagskrá Stockfish verða sýndar áfram í Bíó Paradís en þær eru argentínska kvikmyndin Relatos salvajes, What We Do in the Sha- dows sem hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, The Trip to Italy og Flugparken. Sverrir Guðnason fer með aðalhlutverkið í þeirri síðast- nefndu. Vel heppnuð Skreiðarhátíð Heiðraður Sigurður Sverrir Páls- son kvikmyndatökumaður var heiðraður á Stockfish. Besta leikkona í aðalhlutverki www.laugarasbio.is Sími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus ÖRYGGISVÖRUR VERKTAKANS KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! – Þekking og þjónusta í 20 ár Kemi • Tunguhálsi 10 • 110 Reykjavík www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.