Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 9
Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Sími 511 8090 • www.yndisauki.is Partýbakkinn frá Yndisauka hentar við öll tækifæri Partýbakkinn inniheldur 4 tegundir af spjótum, kjúklingur satay, naut teriyaki, hörpuskel og baconvafinn daðla, tígrisrækja með peppadew. Bakkanum fylgja 2 tegundir af sósum. Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. 10% AFSLÁTTUR AF BLUE THERAPY KREMUM. 20% AFSLÁTTUR AF DEO PUR DEODORANT FYRIR KONUR OG DAY CONTROLE FYRIR HERRA. 25% AFSLÁTTUR AF HERRAKREMI FRÁ FORCE SUPREME. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 BIOTHERM BOMBA Í SNYRTIVÖRUVERSLUNINNI GLÆSIBÆ 4. – 6. MARS. SÉRFRÆÐINGUR FRÁ BIOTHERM VEITIR FAGLEGA RÁÐGJÖF OG GÓÐ RÁÐ. Fjöldi tilboða og veglegir kaupaukar þegar keyptar eru BIOTHERM vörur fyrir 6.900 kr. eða meira. 25% AFSLÁTTUR AF BLUE THEREPY SERUMDROPUM 50 ML. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Ný skósending Laugavegi 63 • S: 551 4422 www.laxdal.is www.laxdal.is/kjólar FRANK LYMAN KJÓLAR 20-50% AFSLÁTTUR Frábærir glæsikjólar KJÓLADAGAR Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Gera þarf breytingar á fyrirkomu- lagi rektorskjörs við Háskóla Ís- lands að sögn Rúnars Vilhjálmsson- ar, prófessors og formanns Félags prófessora við ríkisháskóla. „Ég tel núverandi fyrirkomulag ekki vera heppilegt en það er of knappur tími milli loka framboðsfrests og kosn- inga,“ segir Rúnar en frambjóðend- ur til rektorskjörs þurfa að skila inn framboði fyrir 12. mars og kosning fer fram í apríl. „Hér áður voru allir prófessorar í framboði og þeir stigu fram sem sérstaklega vildu gegna embættinu. Núna þarf háskólaráð að meta hvern frambjóðanda áður en fram- boð hans telst gilt. Meðal þess sem verið er að meta er t.d. reynsla af stjórnun. Þetta gerir það að verkum að kjósi einhver að skila inn fram- boði 12. mars getur það farið svo að framboðið verði ekki stað- fest af háskóla- ráði fyrr en eftir miðjan mars mánuð og þá er- um við komin ansi nálægt sjálf- um rektorskosn- ingunum.“ Þessu fyrirkomulagi þarf að breyta að sögn Rúnars svo hægt sé að kynna frambjóðendur betur en Félag prófessora við ríkisháskóla stendur fyrir kynningarfundum vegna rektorskosningarinnar og fer fyrsti fundurinn fram á morgun. „Samkvæmt venju stendur félagið fyrir málfundum með frambjóðend- um í rektorskjöri. Fundirnir að þessu sinni eru haldnir í Hátíðarsal Háskóla Íslands og er öllum frjálst að kynna sig og stefnu sína, líka þeim sem ekki hafa gefið kost á sér en hyggja á framboð.“ Ræða framtíð Háskóla Íslands Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, Jón Atli Benedikts- son, prófessor við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, og Einar Steingrímsson, prófessor við University of Strathclyde í Glas- gow, sækjast öll eftir stöðu rektors Háskóla Íslands. Rúnar segir að rætt verði við þau um stöðu háskóla í dag og framtíð skólans. „Háskóli Íslands hefur gert mjög góða hluti á undanförnum árum þrátt fyrir að fjármagn til skólans sé undir með- altali OECD. Það er mikilvægt fyrir okkur að mörkuð sé skýr stefna um framtíð skólans, svo hægt sé að halda við og bæta ofan á það góða starf sem skólinn er búinn að byggja upp.“ Breyta þarf rektorskjöri  Tíminn milli loka framboðsfrests og kosninga er of knappur  Gefa þarf frambjóðendum meiri tíma til að kynna sig Rúnar Vilhjálmsson Sérsveit ríkislögreglustjóra var köll- uð út fyrir hádegið í gær til að að- stoða lögregluna á Selfossi að yfir- buga konu, sem grunur lék á um að væri vopnuð skammbyssu. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi barst lögreglu tilkynning um konu í bíl sem ók upp að ungum karlmanni á Langholti á Selfossi, stöðvaði bíl sinn og miðaði skammbyssu að manninum og hvarf síðan á braut. Bíll konunnar fannst mannlaus skömmu síðar fyrir utan íbúðablokk á Selfossi. Lög- reglumenn höfðu gætur á húsinu meðan beðið var eftir liðsafla sér- sveitar ríkislögreglustjóra. Skömmu áður hafði konan beint byssu að öðr- um manni á Árvegi. Byssan ekki raunveruleg Lögreglan gerði áætlanir til að ná konunni og gripið var til allra örygg- is- og viðbragðsáætlana. Þegar klukkan var að ganga fjórar mínútur í eitt, eftir hádegi, gekk konan lög- reglunni á hönd. Skammbyssan reyndist þá ekki vera raunveruleg. Málið er nú til rannsóknar hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á Suður- landi. Morgunblaðið/Malín Brand Vopn Sérsveitin var kölluð til vegna gruns um vopnaða konu á Selfossi. Sérsveitin yfirbugar konu á Selfossi Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra og Jens Garðar Helga- son, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, afhjúpuðu í gær for- láta yfirvaraskegg á ísfiskstogar- anum Helgu Maríu frá HB Granda á blaðamannafundi sem haldinn var í brú skipsins þegar Mottumars var formlega ýtt úr vör. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hvetja sjávarútvegsfyrirtæki til að skreyta skip sín og starfsstöðvar með yfirvaraskeggi í tilefni Mottu- mars, árvekniátaks Krabbameins- félagsins. Um 9000 manns starfa með einum eða öðrum hætti í sjávarútvegi. Helga María með myndarlega mottu Motta Ráðherra afhjúpar mottuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.