Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 15
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um
hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu
er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera
þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með
sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015
„Það skiptir máli fyrir mannlíf hvers
hverfis að þar sé gott kaffihús,“ segir
Þórarinn Finnbogason, veitingamaður
á Café Mílanó við Faxafen. Staðurinn
var opnaður 1991 og hefur verið fjöl-
sóttur allt frá fyrstu tíð. Þórarinn og
Marta Þyrí Gunndórsdóttir eiginkona
hans tóku við rekstrinum árið 2007.
Þau eiga fjölda tryggra viðskiptavina
og sumir koma nánast daglega til þess
að upplifa stemningu og spjall yfir kaffi
og heimabökuðum tertum.
Kaffihús í Reykjavík eru óteljandi,
þar með talin nokkur á Laugardals-
svæði. Hvert þeirra hefur sína sérstöðu
og hjá Mílanó hefur skapast sú hefð að þar eru reglulega myndlistarsýningar.
Nú eru þar upp verk Hrafnhildar Gísladóttur sem stendur næstu vikurnar. Fleiri
sýningar verða á næstunni
Myndlist og heimabakað
Faxafen Þórarinn og Marta Þyrí
Gunndórsdóttir á Café Mílanó.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
erhúsnæði, geymslum og íbúðum
hvers konar. Efstu hæðirnar í Súð-
arvogslengjunni eru þannig flestar
orðnar að íbúðum,“ segir Kristinn,
en tekur þó fram að hann hafi enga
sérstaka skoðun á áformum borgar-
yfirvalda.
„Mér hefur samt alltaf fundist
það stórskrýtin ákvörðun að velja
iðnaðarhverfunum stað á bestu lóð-
um bæjarins, meðfram strandlengj-
unni,“ segir Kristinn.
„Hitt er annað mál að þetta
hverfi hefur verið til vandræða frá
upphafi. Þegar ég keypti húsið árið
1990 þá lá gatan alveg meðfram hús-
unum. Við opnuðum bara hurðina og
gátum rekið hana í hliðina á strætó
þegar hann fór framhjá.“ Á sama
tíma hafi borgaryfirvöld hins vegar
verið stórhuga.
„Þau voru sífellt að velta fyrir
sér lagningu Sundabrautar. Þetta
átti allt að lagast þegar hún kæmi en
menn vissu ekki einu sinni hvar hún
átti að vera.“
Hverfið alltaf verið subbulegt
Við hlið Rafstillingar stendur
bifreiðaverkstæðið PS Rétting sem
Pálmi Thorarensen á og rekur.
Hann segist þó vera að setjast í
helgan stein. „Ég var með fullt af
mönnum í vinnu en er búinn að
draga í land. Ég er eiginlega kominn
á aldur og nú er bara að slappa af,“
segir Pálmi.
„Nú er von á því að þessu verði
öllu breytt í íbúðir. Verslanir og ým-
islegt tengt listum mun þá vera í
neðri hluta lengjunnar. Það gæti
verið mjög sniðugt, gatan snýr út að
voginum og hefur flott útsýni. Þetta
hefur alltaf verið subbulegt með öll-
um þessum verkstæðum eins og vill
oft verða í iðnaðarhverfum sem
þessum.“ Þá bætir hann við að and-
rúmsloft hverfisins hafi breyst tölu-
vert eftir að fólk hóf að búa þar.
„Þá breyttist þetta mikið og þó
einkum í fyrstu eftir að fólk hóf bú-
setu. Þá fengum við oft fólk til okkar
sem kom að kvarta yfir hávaða. Í
iðnaðarhverfi,“ segir Pálmi og hlær.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Súðarvogur Á næstu árum kemur hér íbúðarbyggð í stað verkstæðanna.
Margir leggja leið sína í Laugardal-
inn þessa dagana og sækja hinn ár-
lega markað bókaútgefenda, sem er í
rúmgóðum salarkynnum undir áhorf-
endastúku Laugardalsvallar. „Stað-
setningin er góð og aðstaðan hér
sömuleiðis. Þetta er annað árið sem
við erum hér og staðurinn er að
festa sig í sessi,“ segir Bryndís
Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bóka-
útgefenda. Áður var markaður þessi
um langt árabil í Perlunni, en var
fluttur þaðan þegar þröngt var orðið
um. Á markaðnum eru að þessu sinni
um 7.000 titlar frá ríflega 100 útgef-
endum auk þess sem fornbókasalar
leggja sitthvað í púkkið, gamalt og
gott.
Markaðurinn er opinn virka daga
frá kl. 10 til 18 fram til 15. mars. Að
þessu sinni er áhersla á barna- og
ungmennabækur og fræðirit.
Bókamarkaður á góðum stað
Bækur Bryndís Loftsdóttir á mark-
aðnum sem nú er í Laugardal í 2. sinn.
Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipu-
lagsráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Morg-
unblaðið að á svæðinu sé áætluð svokölluð blönduð
byggð iðnaðar, verslunar og íbúða. „Rauði þráðurinn
í áformum borgaryfirvalda er hins vegar heilmikil
uppbygging íbúðarhúsnæðis á svæðinu. Haldin var
hönnunarsamkeppni um framtíðarskipulag á svæð-
inu þar sem gert var ráð fyrir 1.100 íbúðum,“ segir
Hjálmar.
„Nánari greiningar gefa þó til kynna að svæðið
rúmi mun fleiri íbúðir og því er nú verið að ganga frá
áætlunum sem taka mið af því.“
Spurður um bogalengjuna svokölluðu, sem hýsir bæði Rafstillingu og
PS Réttingu, segir Hjálmar að hún muni fá að standa óhreyfð.
„Sú lengja er mjög formfögur og okkur finnst engin ástæða til að hún
víki fyrir frekari framkvæmdum. Þvert á móti höfum við hugsað okkur
að á neðri hæðunum verði verslanir og léttur iðnaður en á efri hæðunum
verði íbúðir. Á milli Kleppsmýrarvegs og Tranavogs eru stórar skemmur
og við eigum í viðræðum við eigendur þeirra um að það svæði verði lagt
undir íbúðarhúsnæði í framtíðinni.“
Lengjan fái að standa óhreyfð
ÁFORMA MIKLA UPPBYGGINGU ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS
Hjálmar
Sveinsson
Þegar byrjað var að byggja ein-
býlishúsahverfi í Laugarásnum á
sjötta áratugnum varð það tilefni
gagnrýni. Þótti ýmsum sem verið
væri að safna saman betur stæðu
fólki fjarri almenningi. Dagblaðið
Þjóðviljinn uppnefndi hverfið
Snobb-Hill. Loðir það enn við. Þeir
sem byggðu við Laugarásveginn
voru flestir fjársterkir, enda húsin
stór og glæsileg. Heildsalar og
kaupmenn voru ófáir við götuna og
einnig háttsettir embættismenn,
bankastjórar og læknar. Í úttekt
sem gerð var um miðjan áttunda
áratuginn reyndust íbúarnir hafa
hæstar meðaltekur Reykvíkinga.
Enn eru sum húsanna í eigu fjöl-
skyldna þessara frumbyggja og búa
þar afkomendur þeirra. Flest hafa
húsin þó skipt um eigendur, en þau
sem eru auglýst til sölu eru eftirsótt
og ekki ódýr. Þegar þetta er skrif-
að er eitt einbýlishús við götuna
auglýst á fasteignavef mbl.is, rúm-
lega 420 fermetra villa sem Rolf
Johansen stórkaupmaður byggði á
sínum tíma. Verð er ekki gefið upp
heldur beðið um tilboð. Ekki eru
bara einbýli við götuna, einnig eru
auglýst til sölu parhús og glæsileg
hæð í fjórbýlishúsi.
Ljósmynd/Mats Wibe Lund
Umtöluð gata Strætisvagn ekur eftir Laugarásvegi sumarið 1966.
Hverfið var upp-
nefnt Snobb-Hill
Villurnar við Laugarásveg voru umtalaðar
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Láttu drauminn rætast.