Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015
Djasstríó píanóleikarans Árna
Heiðars Karlssonar kemur fram á
tónleikum djassklúbbsins Múlans á
Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21.
Tríóið mun leika úrval laga af
þremur síðustu plötum sínum:
Hold, Mold, og Mæri auk nýrra og
óútgefinna laga.
Tríóið hefur fengið jákvæða
gagnrýni fyrir plötur sínar og var
Hold m.a. kosin besta plata ársins
2014 af djassvefnum Jazzwrap í
New York. Auk Árna leika í tríóinu
bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson
og Scott McLemore trommuleikari.
Hold, Mold, Mæri og ný lög á Múlanum
Djass Árni Heiðar Karlsson leikur með
tríói sínu í kvöld á Björtuloftum.
Staðfest hefur verið að Bretinn
Simon Rattle taki við stjórnar-
taumum London Symphony Orc-
hestra (LSO) 2017, ári áður en
samningur hans sem aðalhljóm-
sveitarstjóri Berlínarfílharm-
óníunnar rennur út. Þetta kom
fram í tilkynningu sem forsvars-
menn LSO sendu frá sér í gær. Áð-
ur hafði Rattle m.a. verið orðaður
við starf aðalhljómsveitarstjóra Fíl-
harmóníunnar í New York. Í til-
kynningu sem Rattle sendi frá sér
sagði hann sérstakt fagnaðarefni
að LSO horfi ávallt fram á veginn
og hafi það að markmiði að vera 21.
aldar hljómsveit. „Í stað þess að
einblína á fortíðina og söguna horf-
ir hljómsveitin til framtíðar með
endurnýjun í samfélaginu að mark-
miði,“ skrifar Rattle sem verið hef-
ur ötull talsmaður þess að reistur
verði nýr tónleikasalur í London.
Simon Rattle ræður sig til LSO
Stjarna Rattle stýrði LSO fyrst 1977.
Um 288 munir tengdir hinni ást-
sælu teiknimyndapersónu belgíska
teiknarans Georges Remi, Tinna,
verða boðnir upp á laugardaginn í
uppboðshúsi Sothebys’s í París.
Einn sá allra verðmætasti er teikn-
ing sem notuð var á forsíðu viku-
blaðsins Le Petit Vingtieme árið
1938 og er talið að allt að 480.000
evrur fáist fyrir hana, eða jafnvirði
um 72 milljóna króna. Tinni birtist
fyrst á síðum blaðsins árið 1929, að
því er fram kemur í frétt breska
ríkisútvarpsins, BBC, um upp-
boðið. Af þeim munum sem boðnir
verða upp eru um 50 áritaðir af
Remi og hundruð bóka og teikn-
inga.
Dýrmætir Tinna-munir boðnir upp
Sívinsælir Tinni og Tobbi.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég er laumuvíóluleikari, enda hef
ég átt og leikið á víólu í yfir 25 ár,“
segir Guðný Guðmundsdóttir sem
kemur fram á tónleikum í Hátíð-
arsal Háskóla Íslands í dag kl.
12.30. Með henni leika Júlía Mo-
gensen á selló og Richard Simm á
píanó, en þau flytja verk eftir Ás-
kel Másson, m.a. tríó fyrir víólu,
selló og píanó sem ekki hefur verið
flutt áður í þeirri mynd. „Þetta tríó
var upphaflega samið fyrir klarín-
ett árið 1985 og frumflutt það
sama ár í Norræna húsinu. Í fram-
haldinu umritaði Áskell það fyrir
víólu, en reynslan hefur sýnt að
þar sem hljómsvið þessara tveggja
hljóðfæra er mjög líkt fer vel á því
að skipta klarínetti út fyrir víólu.
Löngu síðar umritaði Áskell verkið
fyrir fiðlu og þannig flutti ég það á
Myrkum músíkdögum í fyrra,“ seg-
ir Guðný, en Júlía og Richard léku
einnig með henni á þeim tón-
leikum.
„Í framhaldinu stakk Áskell upp
á því að við myndum flytja verkið
fyrir víólu, selló og píanó þar sem
verkið hefði aldrei fengið að hljóma
í þeim búningi,“ segir Guðný og
tekur fram að það hafi verið auð-
sótt fyrir sig þar sem hún hafi
jöfnum höndum leikið á fiðlu og
víólu sl. aldarfjórðung. „Fyrir 25
árum, þegar Hans Jóhannsson var
ungur og upprennnadi fiðlusmiður,
en í dag er hann orðinn heims-
þekktur, pantaði ég hjá honum
víólu. Hér áður fyrr þegar ég var
að kenna á námskeiðum og
tónlistarhátíðum erlendis var af
hagsýnisástæðum iðulega gerð sú
krafa að maður gæti kennt og leik-
ið á bæði hljóðfærin. En mér
fannst alltaf mjög gaman að fá
tækifæri til að breyta um hljóðfæri
og lærði mikið af því að spila með
kollegum mínum á annað hljóð-
færi,“ segir Guðný.
Á efnisskránni í dag er einnig
einleiksverkið Fantasiestück fyrir
píanó frá árinu 2004 og loks flytur
„Laumuvíóluleikari“
Morgunblaðið/Golli
Tríó Guðný Guðmundsdóttir, Richard Simm og Júlía Mogensen.
Guðný A voce Sola fyrir víólu.
„Þetta er glæsilegt sólóverk sem
gaman er að fást við,“ segir Guðný,
en sólóverkið er byggt á kadensu
úr víólukonsert sem Áskell samdi
fyrir Unni Sveinbjarnardóttur og
hún frumflutti á tónleikum í Wig-
more Hall í London í mars 1984.
Eins og að skipta um rödd
„Þetta sólóverk hefur farið víða
og verið leikið af mörgum víóluleik-
urum. Úr því að Áskell var búinn
að fá mig til að spila tríóið á víólu
hugsaði ég með mér að það væri
best að fara með þetta alla leið og
læra þetta flotta einleiksverk hans
í leiðinni,“ segir Guðný. Aðspurð
um muninn á hljóðfærunum tveim-
ur, þ.e. fiðlu og víólu, segir Guðný
uppbyggingu beggja hljóðfæra eig-
inlega þá sömu nema hvað víólan
sé stærri. „Víólan býður upp á allt
önnur litbrigði. Hún talar annað
tungumál en fiðlan. Það er ekki
fyrirvaralaust hægt að skipta milli
hljóðfæranna tveggja. Þegar ég
ætla að koma fram með víóluna
þarf ég að lifa nokkuð lengi með
hljóðfærinu og æfa mig á öðrum
verkum líka til að komast inn í tón-
heim hljóðfærisins. Það tekur alltaf
svolítinn tíma, en þetta er alltaf
jafnheillandi. Það er gaman að hafa
ekki alltaf þetta háa fiðlutíst í eyr-
unum. Þetta er eins og að skipta
um rödd, fara úr því að vera sópr-
an í mezzó eða alt. Þetta gefur
manni aukavídd.“
Sem kunnugt er gegndi Guðný
starfi fyrsta konsertmeistara við
Sinfóníuhljómsveit Ísland frá árinu
1974 til 2010. Aðspurð segist hún
hafa haft nóg að gera síðan hún lét
af störfum, en Guðný hefur í aukn-
um mæli sinnt kennslu við Listahá-
skóla Íslands auk þess að dvelja
erlendis sem gestakennari jafn-
framt því að sinna eigin tónleika-
haldi. „Ég hef meira en nóg að
gera. Það er því enginn endir á til-
verunni þótt maður hætti í hljóm-
sveitinni á tiltölulega góðum aldri,“
segir Guðný.
Verk eftir Áskel Másson á hádegistónleikum í Hátíðarsal
Háskóla Íslands í dag kl. 12.30 Aðgangur er ókeypis
Fyrirlestradagur Hönnunarmars,
DesignTalks, verður haldinn í Silf-
urbergi Hörpu 12. mars nk., á upp-
hafsdegi hátíðarinnar. Þá mun ein-
vala lið alþjóðlegra hönnuða og
arkitekta sýna fram á mikilvægi
leiks í hönnun og nýsköpun hvers-
konar, eins og segir í tilkynningu,
enda sé leikur og leikgleði samofin
uppgötvunum, uppspretta nýrra
nálgana og undirstaða sköpunar.
Leikurinn muni taka á sig fjöl-
breytta mynd hjá fyrirlesurum.
Listrænn stjórnandi og umræðu-
stjóri DesignTalks í ár er Hlín
Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður,
sýningarstjóri og kennari við lista-
og hönnunarskólann Konstfack í
Stokkhólmi. Aðrir umræðustjórar
eru Guðmundur Oddur Magnússon,
prófessor í grafískri hönnun við
Listaháskóla Íslands, Daniel Golling
og Gustaf Kjellin sem reka Summit
sem er óháð fréttaveita um hönnun
og arkitektúr.
Fyrirlesarar verða Jessica Walsh,
grafískur hönnuður og meðeigandi
Sagmeister&Walsh; Walter Van
Beirendonck, fatahönnuður og mikill
áhrifavaldur þegar kemur að karla-
tísku í heiminum; Marti Guixé,
frumkvöðull í matarhönnun, vöru-
hönnuður og hönnuður Camper-
búðanna; Anthony Dunne, prófessor
í Royal College of Art í Lundúnum
og meðeigandi Dunne&Raby, og
Julien de Smedt, margverðlaunaður
arkitekt.
Frekari upplýsingar um hátíðina
má finna á honnunarmars.is.
Um mikilvægi leiks í
hönnun og nýsköpun
Frumkvöðull Marti Guixé verður meðal fyrirlesara á DesignTalks.