Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verðmunur á íbúðum í dýrasta og
ódýrasta hverfi höfuðborgarsvæð-
isins hefur aldrei verið jafnmikill og
munar nú um 75% á verðinu.
Þetta kemur fram í greiningu
hagfræðideildar Landsbankans á
gögnum Þjóðskrár Íslands.
Gögnin miðast við seldar eignir
og skal tekið fram að ýmis hverfi, t.d.
Fellahverfið og Neðra-Breiðholtið í
Reykjavík, eru ekki tekin með í
reikninginn hjá Þjóðskrá Íslands.
Verðbilið komið til að vera
Ari Skúlason, sérfræðingur hjá
hagfræðideild Landsbankans, segir
aðspurður að verðmunur milli hverfa
sé kominn til að vera. Hann segir
nokkur ódýr hverfi hafa hækkað
talsvert í fyrra en að sama skapi lítið
árið 2013.
Miðborg Reykjavíkur er nú
dýrasta hverfið. Þar kostar fermetr-
inn 377 þúsund. Íbúðir eru ódýrastar
í Álfaskeiði í Hafnarfirði, fermetrinn
kostar þar 214
þúsund krónur.
Sem fyrr
segir er miðað við
verð seldra eigna.
Nýbyggingar í
grónum hverfum
geta því haft
áhrif til hækk-
unar á meðalverð
seldra íbúða.
Rætt er um
að byggingarkostnaður á fermetra í
fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu sé nú
um 350 þúsund krónur. Það er langt
yfir fermetraverði seldra eigna í um
20 hverfum sem greining Lands-
bankans nær til og um 60% hærra en
í ódýrasta hverfinu.
Spurður hvort óhagkvæmt sé
fyrir verktaka að byggja íbúðir í út-
hverfum segir Ari að söluverð nýrra
eigna í ytri hverfum sé enn talsvert
hærra en meðalverð seldra eigna á
sömu stöðum. Frekari hækkanir í út-
hverfum þurfi að koma til svo það bil
sé brúað. Ný byggingarreglugerð
hafi gert íbúðir dýrari, m.a. vegna
kvaða um bílakjallara, lyftur og loft-
ræstingu. Framboð af litlum og
ódýrum íbúðum muni væntanlega
ekki aukast í bráð í takt við eftir-
spurn í þeim stærðarflokki.
Tekjubilið eykst á nýjan leik
Ari segir aðspurður að þessi
þróun sé vísbending um að farið sé
að draga í sundur með efri og lægri
millistéttinni á Íslandi. Sú þróun
hafi hafist á árunum fyrir hrun en
svo gengið til baka þegar tekjur
lækkuðu í samfélaginu. Nú séu
tekjur aftur að aukast og þá haldi
þróunin áfram.
Verðmunur á dýrasta og ódýrasta
hverfinu hefur aldrei verið jafnmikill
Fermetrinn í dýrasta hverfi höfuðborgarsvæðisins kostar orðið 75% meira en í ódýrasta hverfinu
Hæsta og lægsta verð í hverfum
Hæsta gildi Lægsta gildi
1990 2014
400
350
300
250
200
150
100
50
0
Þús. kr. á m2
Heimild: Þjóðskrá Íslands, Hagfræðideild
Ari
Skúlason
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verðmæti útfluttrar þjónustu var
rúmir 499 milljarðar króna í fyrra og
var hlutur ferðaþjónustunnar þar af
303 milljarðar. Hlutur ferðaþjónust-
unnar í þjónustujöfnuðinum hefur
aldrei verið jafn stór og telja sér-
fræðingar sem Morgunblaðið ræddi
við að án þessa mikla vaxtar hefði
gengi krónu orðið að gefa eftir vegna
halla af vöruskiptum.
Hagstofan birti í vikubyrjun tölur
yfir þjónustujöfnuðinn og síðdegis í
gær fylgdi Seðlabankinn í kjölfarið
með nýjum tölum yfir greiðslujöfnuð
þjóðarbúsins í fyrra. Þær sýna að
vöruskiptajöfnuður var óhagstæður
um 11 milljarða kr. en þjónustujöfn-
uður hagstæður um 138,8 milljarða.
Þjónustujöfnuður réð því úrslitum
um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins og er
ferðaþjónustan í lykilhlutverki.
Má geta þess að vöruskiptin voru
neikvæð fyrstu þrjá ársfjórðunga síð-
asta árs, um alls 26,4 milljarða.
Jákvæður um 44,8 milljarða
Þróunin í þjónustuviðskiptum við
útlönd frá árinu 2009 er sýnd í töflu
hér til hliðar. Hlutur ferðaþjónustu
er tvískiptur. Annars vegar er það
liðurinn ferðalög en þar er jöfnuður-
inn jákvæður um 44,8 milljarða. Það
þýðir að erlendir ferðamenn eyddu
44,8 milljörðum meira í ferðalög til
landsins en Íslendingar á ferðalögum
erlendis. Hins vegar er það liðurinn
farþegaflutningar með flugi en hann
sýnir þá upphæð sem erlendir ferða-
menn vörðu í flugfarseðla.
Skal tekið fram að hér eru teknar
með flugferðir farnar af íslenskum
flugfélögum erlendis án viðkomu á
Íslandi, t.d. á vegum Atlanta.
Þessi liður skilaði 144 milljörðum
króna í fyrra og lækkar um 1,8 millj-
arða milli ára. Sú breyting kann að
skýrast af lækkun flugfargjalda í
kjölfar verðhruns á þotueldsneyti á
síðari hluta síðasta árs.
Vægið orðið „mjög mikið“
Undir aðra liði þjónustuútflutn-
ings heyra ýmsir liðir sem hafa tölu-
vert vægi, svo sem framleiðslutengd
þjónusta, fjármálaþjónusta, gjöld
fyrir notkun hugverka, fjarskipta-,
tölvu- og upplýsingaþjónusta og önn-
ur viðskiptaþjónusta.
Vésteinn Ingibergsson, sérfræð-
ingur í utanríkisviðskiptum hjá Hag-
stofu Íslands, segir vægi ferðalaga í
þjónustuútflutningi á Íslandi „orðið
mjög mikið“. „Það hefur verið að
aukast mikið undanfarin ár, alveg
eins og tölur um erlenda ferðamenn
og tölur um fjölda gistinótta erlendra
ferðamanna á Íslandi gefur tilefni
til,“ segir Vésteinn um þróunina.
Lesa má úr töflunni hér til hliðar
að mikil breyting varð á innflutningi
og útflutningi þjónustu milli ára 2012
og 2013. Vésteinn segir skýringuna
þá að skilgreiningin á þjónustuvið-
skiptum breyttist milli þessara ára.
Hann tekur fram að sú breyting hafi
ekki áhrif á tölur í ferðaþjónustu.
Evran væri miklu dýrari
Magnús Stefánsson, sérfræðingur
á hagfræðideild Landsbankans, segir
að án þessa mikla vaxtar í ferðaþjón-
ustu væri gengi krónu talsvert lægra
og ekki ólíklegt að nafngengi krónu
gagnvart evru væri í kringum 160-
180 kr., borið saman við 148 kr. í dag.
Fyrir vikið hefði innflutt verðbólga
verið hærri á síðustu misserum og
kaupmáttur styrkst minna.
„Þessar tölur sýna að ferðaþjón-
ustan er orðin mikilvægasta útflutn-
ingsgrein landsins. Greinin skilar 300
milljörðum í útflutning í fyrra en út-
flutningur sjávarafurða 240 milljörð-
um og útflutningur frá álverum og
stóriðju 230 milljörðum.
Vegna þessa vaxtar ferðaþjónustu
hefur gengi krónu verið stöðugt og
Seðlabankinn getað keypt allan þann
gjaldeyri sem raun ber vitni. Seðla-
bankinn hefur keypt um 140 millj-
arða af gjaldeyri frá ársbyrjun 2013
og þar af 110 milljarða í fyrra. Heild-
arkaup bankans, ásamt framvirkum
viðskiptum við fjármálastofnanir, eru
komin í 230 milljarða,“ segir Magnús
um gjaldeyriskaupin.
Spurður um þá spá Íslandsbanka
að það verði 200 milljarða afgangur
af vöru og þjónustu í ár segir Magnús
þá spá raunhæfa. Þessi afgangur
muni styrkja gjaldeyrisstöðu þjóðar-
búsins enn frekar og þar með hjálpa
til með afnám hafta.
Spá 200 milljarða afgangi
Greining Íslandsbanka áætlar að
um 200 milljarða afgangur verði af
vöru- og þjónustuviðskiptum í ár.
Ásta Björk Sigurðardóttir, hag-
fræðingur hjá Greiningu Íslands-
banka, segir nokkra þætti skýra að
spáð sé svo góðum afgangi. „Verð á
okkar helstu útflutningsafurðum er
nú fremur hagstætt á sama tíma og
margar innfluttar hrávörur hafa
lækkað í verði. Þá verður loðnuafli
mun meiri nú en í fyrra, og álverin
þurfa ekki að draga úr framleiðslu
vegna orkuskömmtunar eins og á síð-
asta ári. Einnig er útlit fyrir aukinn
útflutning annarra iðnaðarvara. Þá
teljum við að vöxtur ferðaþjónustu
muni nema á þriðja tug prósenta milli
ára. Útflutnings-
tekjur munu því
aukast verulega,
en á móti vegur að
hluta aukinn inn-
flutningur vegna
vaxandi innlendr-
ar eftirspurnar.
Áætlum við því að
útflutningur vöru
og þjónustu geti
numið allt að
1.200 milljörðum í ár og að innflutn-
ingur vöru og þjónustu verði í ná-
munda við 1.000 milljarða.“
Yngvi Harðarson, hagfræðingur
og framkvæmdastjóri Analytica, seg-
ir að án þessa vaxtar í ferðaþjónustu
hefði „nær óumflýjanlega orðið sam-
dráttur í landsframleiðslu í fyrra“. Sá
vöxtur vegi á móti samdrætti í út-
flutningi sjávarafurða, meðal annars
vegna dræmrar loðnuvertíðar og
óverulegrar breytingar í útflutnings-
tekjum af áli. Ferðaþjónustan sé því
farin að verja hagkerfið fyrir sveifl-
um sem hafa jafnan haft mikil áhrif á
lífskjörin.
„Án þessa vaxtar hefði verðbólga
líklega verið meiri í fyrra og gengið
væntanlega veikara en raunin varð,“
segir Yngvi sem telur að ef spá Sam-
taka ferðaþjónustunnar um 15%
fjölgun ferðamanna í ár rætist muni
auknar gjaldeyristekjur styrkja stöð-
ugleikann í sessi og auka líkur á að
verðbólga haldist lág. Óvissuþáttur-
inn sé útkoma kjarasamninga, hún
geti haft áhrif á þróun verðbólgu.
Yngvi segir þessa þróun líka munu
styrkja kaupmátt landsmanna með
því að auka verðmætasköpun.
„Vöxtur ferðaþjónustu á síðustu
árum jafngildir nokkrum prósentum
af landsframleiðslu. Án hans má laus-
lega áætla að það hefði verið 0,5-1%
samdráttur í þjóðarframleiðslu í
fyrra,“ segir Yngvi.
Verðmætið yfir 300 milljarðar
Ferðaþjónutan réð úrslitum um
greiðslujöfnuð þjóðarbúsins í fyrra
Morgunblaðið/Ómar
Við öllu búnir Ferðamenn á göngu í Austurstræti. Ferðaþjónustan hefur mikil auðsáhrif á Íslandi.
Þjónustuviðskipti við útlönd
Í þúsundum milljóna króna
Útflutningur
Innflutningur
Þjónustujöfnuður
Útflutningur - ferðalög
Innflutningur - ferðalög
Þjónustujöfnuður - ferðalög
Breyting milli ára
Útflutningur - ferþegaflutningar með flugi
Samanlagðar tekjur af erlendum ferðamönnum (ferðalög + flug)
Breyting milli ára
2009
290.804
251.728
39.076
68.839
66.160
2.679
86.684
155.522
2010
304.596
269.751
34.845
68.536
72.750
-4.213
-6.892
94.291
162.828
7.305
2011
340.237
302.442
37.795
86.937
85.827
1.110
5.324
109.560
196.497
33.669
2012
379.153
349.544
29.609
108.070
97.641
10.429
9.319
131.475
239.544
43.047
2013
484.901
339.099
145.802
131.556
103.453
28.104
17.675
145.934
277.491
37.946
2014
499.168
360.353
138.815
158.526
113.724
44.803
16.699
144.141
302.667
25.177
Heimild: Hagstofa Íslands
Vésteinn
Ingibergsson
Yngvi
Harðarson
Magnús
Stefánsson