Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Kristinn Tónar Egill Ólafsson og Jónas Þórir á æfingu í gær í Bústaðakirkju, þeir ætla að koma fram saman á laugardag. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þegar fólk býr til tónlist ferþað aldrei langt frá sjálfusér og þeim hughrifumsem það verður fyrir í æsku – í það minnsta á það við um mig. Á laugardaginn ætla ég að setjast niður með gítar, ásamt samstarfsmanni til margra ára, Jónasi Þóri, og við ætlum að spila lög frá ólíkum tímum, en spila þau í anda þess þjóðlagastíls sem var ríkjandi í kringum 1960 eða þegar ég byrjaði að hlusta á tónlist og verða fyrir áhrifum. Þegar ég lít til baka átta ég mig á því að ég hef í raun aldrei sagt skilið við þessi áhrif, þegar þjóðlaga-bylgjan mikla gekk yfir okkar heimshluta: Harry Belafonte, Pete Seeger, Bob Dylan, Joni Mitchell og Bítlarnir. Allt þetta ágæta tónlistarfólk var undir mjög sterkum áhrifum frá gamla arfinum, þjóðlaginu. Við verðum með samsafn ólíkra laga í nýjum búningi, negra- sálma, gömul popplög, þjóðlög, svo- lítinn Beethoven, Bítlana, Egil Ólafs og fleira,“ segir Egill Ólafs- son en hann mun koma fram á þjóðlagahátíð á Kexhosteli um helgina og með honum verður Jón- as Þórir sem spilar á Hammond- orgel. „Við ætlum að leyfa okkur að velta vöngum yfir hlutverki tónlist- ar, þess vegna þjóðlagsins í gegn- um árþúsundin: Þjóðlag er lag sem hefur sannanlega ferðast frá einu samfélagi til annars, og hvert sam- félag hefur gert það sama lag að sínu – m.ö.o. gert nýtt lag sem byggir á stundum lauslega á því gamla. Ég ólst upp við að hlusta á amerísku þjóðlagahefðina eftir miðja síðustu öld, kalipsóið, skiffle, Gershwin, blúsinn bæði þann breska og ameríska, Bítlana og varð fyrir sterkum áhrifum, þetta voru þjóðlögin sem bárust til okkar og við byggðum á þeim og bjugg- um til nýja músík, sem við köll- uðum okkar. Það er því músík sem lýtur sömu lögmálum og þjóðlög. Þannig er þjóðlagið alltaf í ferðum og alltaf að ganga í endurnýjun líf- daga. Það er endalaust verið að semja nýjar sögur, lög, ljóð sem byggja á flökkuarfi kynslóðanna.“ Egill segir að á tímum Pýþa- górasar, á sjöttu öld fyrir Krist, hafi módal-tóntegundirnar komið til, tóntegundir sem við notum í ís- lensku þjóðlögunum. „Módal-tóntegundirnar varð- veittust í grísk-kaþólska söngnum - en margir lagboðar þar eru upp- haflega þjóðlög sem kirkjan tók upp og notaði. Kaþólskan varð út- breidd og því varð þjóðlagið fyrir áframhaldandi áhrifum af þessum gömlu svokölluðu kirkjutónteg- undum og Lúther hélt viðteknum hætti og tók upp gamla drykkju- söngva og gerði að sálmum. Þá voru aðrir tímar og farið að glitta í dúr- og moll-kerfið, nýjar tónteg- undir og tempraða stillingin var ekki langt undan. Tónskáldin gerðu þetta líka, til dæmis Beethoven, tónlistin hans er uppfull af stefjaefni sem á rætur í þjóðlögum sem hann vinnur svo útfrá.“ Þjóðlagið þjappar okkur saman Egill segir að í ævafornu þjóð- lagi geti falist margslunginn gamall arfur/tónamál frá ólíkum heims- hlutum og ef þau eru skoðuð, rann- sökuð þá kemur ósjaldan ýmislegt Í þjóðlaginu er sameiginlegt erfðaefni okkar allra „Við ætlum að koma svolítið á óvart á laugardaginn,“ segir Egill Ólafsson, en hann kemur fram á þjóðlagahátíð- inni Folk festival á Kex Hosteli ásamt Jónasi Þóri Þórissyni. Þeir verða með safn ólíkra laga í nýjum búningi. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Á Siglufirði er fagurt Þjóðlagasetur og á vefsíðu þess www.folkmusik.is má fræðast um fjölmargt í tengslum við þjóðlög og setrið. Þar er líka hald- in hvert sumar þjóðlagahátíð og í ár verður hún 1.-5. júlí. Markmið þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði er að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. Á hátíð- inni hefur tónlist fjölmargra þjóða verið kynnt auk þess sem íslensk þjóðlög sitja ætíð í öndvegi. Auk tón- leika er boðið upp á fjölmörg nám- skeið, bæði í tónlist og handverki, gömlu og nýju. Þá er börnum þátttak- enda boðið upp á ókeypis námskeið í leiklist og tónlist. Þjóðlagahátíð á Siglufirði var fyrst haldin sumarið 2000 og er vert að hvetja áhugasama til að skoða hvað verður á dagskránni nú í sumar og íhuga hvort sé ekki lag að bregða sér norður og taka þátt í gleðinni. Vefsíðan www.folkmusik.is Ljósmynd/Halldór Þormar Halldórsson Þjóðlagasetur Maðdömuhúsið fagra er elsta hús Siglufjarðar. Þjóðlagahátíð á Siglufirði Nú hefur styrktarfélagið Jógahjartað verið starfrækt í um 1 ár, en Jóga- hjartað hefur það markmið að veita börnum jógakennslu í sínum heima- skóla. Í dag gefst tækifæri til að koma á fræðslufund og kynna sér starfsemi Jógahjartans og sjá framvindu mála og heyra reynslusögur um kennslu á jóga, hugleiðslu og slökun fyrir 700 börn á síðastliðinni haustönn. Fræðslufundurinn verður haldinn í kvöld kl. 20 í jógasal Ljósheima, Borgartúni 3. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Í upphafi fundar verð- ur stutt hugleiðsla, síðan ætla Arn- björg Kristín, Dagmar Una og Eygló Lilja að miðla af reynslu sinni af kennslu í 5 grunnskólum. Einnig verð- ur farið yfir hvað sé framundan hjá Jógahjartanu og hvernig skólakerfið, foreldrar, kennarar og börn hafa tek- ið verkefninu. Fleiri erindi verða flutt, stutt inn- legg um kærleikann, gleðina, trúðinn og jógann. Í lokin verður hugleiðsla og gongslökun. Nánar á heimasíð- unni: www.jogahjartad.com. Fræðslufundur hjá Jógahjartanu Hvernig gekk að kenna um 700 grunnskóla- börnum jóga? Getty Images/iStockphoto Jóga Allir sem reynt hafa vita hvesu gott er og slakandi að stunda jóga. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. 570 8600 / 472 1111 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Bókaðu snemma til að tryggja þér pláss DANMÖ RK 2 fullor ðnir með fól ksbíl Netverð , frá kr. 74.500á mann FÆREYJAR2 fullorðnirmeð fólksbíl Netverð, frá kr.34.500á mann Árið 2014 var uppbókað í flestar ferðir með Norrænu vegna mikillar eftirspurnar. Til að tryggja sér pláss þá er mikilvægt að bóka snemma og tryggja sér besta fáanlega verð. Verð og siglingarátælun er komin á heimasíðu okkar, www.smyrilline.is eða hringja í síma 5708600 og 4721111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.