Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 63. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Sérsveitin yfirbugaði konuna
2. Banaslys varð við Hringbraut
3. Meðallengd reðursins liggur fyrir
4. Næsta vonskuveður „í beinni“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Mottusafnari dagsins er Gunnar
Bjarnason. Faðir hans og bróðir hafa
báðir sigrast á krabbameini og því
fylgist hann vel með sjálfum sér.
Þannig hefur hann komist fyrir mein-
ið á frumstigum.
Gunnar er mottusafnari nr. 1124 og
þú getur fylgst með honum og öðrum
söfnurum á mottumars.is.
Er undir eftirliti
Boðið verður upp á óperu sing-a-
long á Tjarnarbarnum í Tjarnarbíói
fimmtudaginn 12. mars kl. 20. Þar
gefst gestum m.a. tækifæri til að
syngja með Natalie Dessay í geðveik-
issenunni í Lucia di Lammermoor eða
taka Nessun Dorma með Plácido
Domingo. Ekki stendur til að horfa á
eina óperu í heild sinni heldur er
markmiðið að sýna fjölda uppáhalds-
atriða þeirra sem mæta. Allir sem
kunna viðkomandi aríu, dúett, kvart-
ett, kór o.s.frv. mega taka undir.
Til að undirbúa kvöldið eru þeir
sem hyggjast mæta beðnir um að
finna uppáhaldsóperuatriði sitt á you-
tube og pósta því á Facebook-vegg
viðburðarins (sem heitir Óperu sing-
a-long á Tjarnarbarnum) og leggja
þannig í púkkið, en lokað verður fyrir
uppástungur 10. mars. Gestir eru
beðnir að skoða líka myndböndin sem
aðrir pósta, en þannig
má jafnvel upp-
götva nýja uppá-
haldsaríu. Að
sögn skipu-
leggjenda er
markmiðið að-
allega að bjóða
upp á skemmti-
lega söng-
stund.
Óperu sing-a-long
í Tjarnarbíói
Á fimmtudag Hvöss suðvestanátt og él, en léttir til á NA- og A-
landi. Frostlaust með S-ströndinni og á Austfjörðum, annars hiti í
kringum frostmark.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjó-
komu undir hádegi, fyrst SV-lands. Lengst af hægari og þurrt fyrir
norðan og austan. Rigning eða slydda S- og V-til síðdegis.
VEÐUR
Aníta Hinriksdóttir á þriðja
besta tímann á þessu ári af
þeim 21 keppanda sem
skráður er til leiks í 800
metra hlaupi á EM í frjáls-
íþróttum innanhúss í Prag
um helgina. Fimm kepp-
endur til viðbótar hafa þó
náð betri tíma á sínum ferli
en Aníta, þó þeim hafi ekki
tekist að ná betri tíma á
árinu. Aníta á besta von Ís-
lendinganna sex á EM um
að ná langt. »2
Aníta á EM með
þriðja besta tíma
Ísland mætir Sviss í dag í fyrsta
leiknum í Algarve-bikar kvenna í
knattspyrnu en þetta er níunda árið í
röð sem íslenska liðið tekur þátt í
mótinu. Það hefur aldrei
verið sterkara en í ár
því ellefu af
tuttugu
bestu
lands-
liðum
heims eru
mætt til Portúgals
og m.a. tekur Bras-
ilía þátt í fyrsta
sinn. »4
Ellefu af tuttugu bestu
eru með í Portúgal
Það verða Skautafélag Akureyrar og
Skautafélag Reykjavíkur sem leika til
úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í
íshokkí í ár. Þetta varð ljóst í næst-
síðustu umferðinni í gærkvöld þar
sem bæði lið fögnuðu sigri. SA vann
Esju norðan heiða, 3:2, þrátt fyrir að
hafa tvívegis lent undir í leiknum. SR
hafði betur gegn Birninum í Laugar-
dalnum, 4:1. »3
SR og SA leika um
Íslandsmeistaratitilinn
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Í hrauninu í Hafnarfirði hefur þróast sérstakt kyn
villikatta sem að sögn kunnugra má þekkja af fá-
dæma fegurð, skynsemi og þrautseigju. Hópur
dýravina í Hafnarfirði hefur tekið þá upp á arma
sína, býr þeim skjólhýsi, gefur þeim mat, hefur
með þeim eftirlit og lætur gelda unga ketti. Þá
hafa fjölmargir kettlingar úr hópi villikatta fengið
kærleiksrík heimili fyrir tilstuðlan þessa hóps
dýravina sem nú hafa stofnað styrktarsjóð hafn-
firskra villikatta undir heitinu Óskasjóður Púka-
rófu. Áhugasamir geta kynnt sér starfsemina á
facebooksíðu sjóðsins.
Sjóðurinn er kenndur við villilæðuna Púkarófu,
fagra og tignarlega veiðikló með gulgræn augu.
„Ég sá hana fyrst á Hvaleyrinni í Hafnarfirði
fyrir um fjórum árum,“ segir María Þorvarðar-
dóttir, formaður sjóðsins, um fyrstu kynni sín af
Púkarófu. María leigði atvinnuhúsnæði á þessum
slóðum og fór að spyrjast fyrir um köttinn sem
hún sá svo oft í grenndinni. „Trillukarlarnir höfðu
fylgst með henni vaxa úr grasi, þeir sögðu mér að
hún væri 9-10 ára og hefði alla tíð haldið til þarna.
Hún er svo heillandi og kom þessu af stað.“
Fyrir það fé sem safnast á vegum Óskasjóðs
Púkarófu er hlúð að villiköttum í Hafnarfirði.
María og félagar hennar hafa undanfarnar vikur
byggt kisuskjól úr plasttunnum og kössum og ein-
angrað þau með teppum og frauðplasti. Kisurnar
eiga marga vildarvini sem prjóna handa þeim
teppi í mestu vetrarkuldunum og þeim er gefið
daglega á sex eða sjö stöðum í Hafnarfirði. María
segir alla tíð hafa verið talsvert um villiketti í
bænum. „Það eru góðar aðstæður fyrir þá í hraun-
inu og í gegnum tíðina hefur orðið til sérstakt kyn,
sem er einstakt: fallegt, skynsamt og sterkt.“
Það þarf að semja við villiköttinn
Óskasjóður Púkarófu heyrir undir Dýravernd-
unarfélag Hafnfirðinga, sem var stofnað árið 1928
undir kjörorðinu „Allir jafnir“ og var þar átt við
að gæta þyrfti að réttindum dýra. Starfsemi fé-
lagsins lá í dvala um hríð, en var endurvakin fyrir
skömmu og er María þar formaður.
Hún segir mikla hugarfarsbreytingu hafa orðið
í dýravernd á Íslandi, ekki síst hvað varðar villi-
ketti. „Áður var litið á þá sem hálfgerð meindýr.
En þeir eru einfaldlega stórkostlegir þegar maður
nær að venja þá. Þetta er allt annað dýr en heim-
iliskötturinn og það þarf að semja við villiköttinn.
Það þýðir ekki að reyna að ráðskast með svona
dýr sem hefur lifað af við erfiðar aðstæður. Þetta
eru svo sterkir einstaklingar. Ef þeir meiða sig
eða slasa lækna þeir sig sjálfir. Svo halda þeir
strandlengjunni í Hafnarfirði lausri við mýs og
rottur.“
María segir talsverðan mun vera á villiköttum
og vergangsköttum. Þeir síðarnefndu séu heim-
iliskettir sem hafi verið skildir eftir eða týnst. Þeir
leiti gjarnan til villikatta, en fari oft illa út úr þeim
samskiptum. „Þeir hafa ekki sömu eiginleika og
villikettirnir, sem vilja frekar búa úti í frelsinu en
inni með manninum. Þeir eru hálfgerðir sígaunar,
við erum ekki að reyna að breyta því. Við virðum
lífsstíl villikattanna.“
Virða lífsstíl villikattanna
Hafnfirska villilæðan
Púkarófa lætur gott af
sér leiða fyrir aðra ketti
Morgunblaðið/Kristinn
Dýravinur María heldur á Indjánafjöður, sem er eitt af fjölmörgum afkvæmum Púkarófu. Fyrir
nokkru var Púkarófa gerð ófrjó, en hún er að sögn Maríu hálfgerð ættmóðir hafnfirskra villikatta.
Ljósmynd/María Þorvarðardóttir
Villilæða Hún Púkarófa heldur til á Hvaleyrinni.
Ljósmynd/María Þorvarðardóttir
Kisuskjól Plastkassar eru til margra hluta nýtir.