Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Þrír hópar vísindamanna voru að
störfum í og við Holuhraun í gær,
að sögn Víðis Reynissonar, deild-
arstjóra almannavarnadeildar rík-
islögreglustjóra.
Hópur frá Jarðvísindastofnun
Háskóla Íslands var að skoða eld-
gígana, hitamæla og hæðarmæla
hraunið. Hópur frá Veðurstofu Ís-
lands var að setja upp enn fleiri
mæla en fyrir voru til að mæla gas-
ið sem frá hrauninu kemur. Einnig
var starfsfólk Veðurstofunnar að
færa til mælitæki til að mæla betur
afgösun hraunsins. Þá átti hópurinn
að vinna að viðhaldi á mælitækjum.
Hópur frá Bresku jarðvísinda-
stofnuninni var að mæla gasmeng-
un. Breska ríkisstjórnin styrkti
rannsóknarverkefnið og var þetta í
annað skiptið í vetur sem hópurinn
kom hingað til rannsókna. Niður-
stöður rannsóknanna verða birtar
opinberlega og munu því nýtast öll-
um vísindamönnum.
Vísindamannaráð almannavarna
fundaði í gær. Víðir sagði að vís-
indamennirnir hefðu ákveðið að
taka viku til að fara betur yfir öll
gögn og ræða sín á milli um stöð-
una. Fundur verður svo haldinn
næstkomandi þriðjudag og þá er
ætlunin að leggja fram drög að nýju
hættumati. „Stefnan er sú að opna
svæðið eins fljótt og mögulegt er,“
sagði Víðir.
Veðurstofan birti í gær flug-
skýrslu frá goslokadeginum 27.
febrúar. Þá sáust engin merki þess
að ný kvika væri að koma upp.
Mæling með hitamyndavél (FLIR)
sýndi að hiti í börmum eldgígsins
var enn talsverður en gígbotninn
var kaldari.
Í norðvestanverðri hraunbreið-
unni sást glóð á nokkrum stöðum.
Mesti hitinn sem hitamyndavélin
nam var 560°C samanborið við
1.200°C hita sem áður hafði mælst.
Þrír hópar vísindamanna voru að störfum við Holuhraun í gær Vísindamenn
skoða stöðuna næstu daga Drög að nýju hættumati lögð fram næsta þriðjudag
Stefnt að því að opna svæðið
LANDSAT 8-mynd/Jarðvísindastofnun, NASA & USGS
Gosstöðvarnar 1. mars Bárðarbunga er dældin sem sést í norðanverðum
Vatnajökli neðst vinstra megin á myndinni. Efst til hægri sést Holuhraun.
Veðurstofan vekur athygli á
vonskuveðri sem kemur upp að
Suðvesturlandi undir hádegi í dag
og fer síðan yfir landið.
Vindur á að ganga í suðaustan
18-25 m/s með snjókomu undir há-
degið, fyrst suðvestanlands. Lengst
af verður hægari vindur og þurrt
fyrir norðan og austan.
Síðdegis kemur rigning eða
slydda sunnan- og vestantil. Í kvöld
á vindur svo að snúast í suðvest-
læga átt og þá mun draga úr vindi
og úrkomu. Með þessu hlánar
smám saman. gudni@mbl.is
Vonskuveður kemur
upp að SV-landi
undir hádegi í dag
Rok Leiðindaveðri er spáð í dag.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Ökumenn hafa væntanlega orðið
varir við að eldsneytisverð hefur
hækkað á ný að undanförnu, eftir að
hafa komist niður fyrir 200 krónurn-
ar um miðjan janúar sl. Olíufélögin
hækkuðu lítraverðið um tvær krónur
um síðustu helgi og algengt verð á
bensíni er nú rúmar 209 krónur og
dísilolían á rúmar 211 krónur. Lægst
fór bensínið í janúar í 197,60 krónur
og dísillinn í 199,60 krónur.
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur
verið að hækka og gengi dollars
sömuleiðis. Magnús Ásgeirsson hjá
N1 segir meginskýringu á hækkun
heimsmarkaðsverðs þá að Sádi-
Arabar framleiddu mun minna í jan-
úar og febrúar en reiknað hafði ver-
ið með. Sú frétt hafi komið nokkuð á
óvart miðað við það sem Sádi-Arab-
ar voru áður búnir að gefa út. Þá
hafi órói og spenna verið ríkjandi í
kringum Ríki íslams að undanförnu.
Einnig nefnir Magnús að olíufram-
leiðsluríkin í OPEC hafi frestað
næsta fundi sínum, sem vera átti í
mars, þar til í júní. Allt hafi þetta
hjálpað til við að hækka verðið.
„Þegar dregið er úr framleiðslunni
hefur það yfirleitt mikil áhrif til
hækkunar,“ segir Magnús og nefnir
jafnframt veikingu krónunnar. Doll-
arinn er nú kominn í rúmar 133
krónur en var í kringum 126 krónur
um síðustu áramót. Fór mest í rúm-
ar 134 krónur dagana 23.-26. janúar
sl.
Meiri hækkun á mörkuðum
Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri
Atlantsolíu, tekur undir með Magn-
úsi og segir hækkanirnar eiga sér
markaðslegar ástæður. Eftirspurnin
hafi orðið meiri en framboðið. Bend-
ir Hugi á að frá 15. janúar sl. hafi
tonnið af bensíni hækkað um 30% á
heimsmarkaði og dísilolía hækkað á
sama tíma um 24%. Hér á landi hafi
eldsneytið á sama tíma hækkað um
6%, bæði bensín og dísilolía.
Minni framleiðsla hækkaði verðið
Eldsneytisverð hefur hækkað á ný Spenna og órói vegna Ríkis íslams
Karlmaður á áttræðisaldri sem ók
bifreið sinni upp á umferðareyju og
staðnæmdist á kantsteini við gatna-
mót Nauthólsvegar og Hring-
brautar sunnudaginn 15. febrúar sl.
er látinn. Hann lést af sárum sínum
á Landspítalanum 19. febrúar sl.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
lögreglunni.
Lést eftir umferðar-
slys á Hringbraut
Einar Falur Ingólfsson
New York
Fjölmiðlafólk þyrptist að nútíma-
listasafninu MoMA í New York í
gærmorgun til að kynna sér sýningu
Bjarkar Guðmundsdóttur sem opnuð
verður þar um helgina. Gestum var
hleypt inn í hollum að skoða hluta
þessarar yfirgripsmiklu sýningar,
sem hverfist um tónlist Bjarkar og
samstarf hennar við ólíka listamenn
við gerð laganna, hljómplatna, mynd-
banda og annarra verka í tengslum
við tónlistina.
Björk birtist stuttlega á kynn-
ingunni, í rökkvuðum kvikmyndasal,
þegar frumflutt var myndbandsverk
við lag hennar Black Lake, sem
MoMA pantaði sérstaklega af henni
og var kvikmyndað í hraunhelli á
Suðurlandinu í fyrrasumar. Var hún
klædd kjól í kaktuslíki og flutti stutta
tölu fyrir fréttamenn. Hún kvaðst
þakklát sýningarstjóranum, Klaus
Biesenbach, fyrir að hafa sannfært
sig um að setja upp þessa sýningu.
„Þetta hefur verið langt og gefandi
ferðalag í samstarfi við fjölda góðs
fólks,“ sagði Björk áður en sýning
verksins hófst á tveimur stórum
skjám og var tónlistinni varpað úr
fjölda hátalara þar sem hlýða mátti á
hverja hljóðrás fyrir sig.
„Við höfum fylgst lengi með
Björk og verkum hennar. Hún er
hinn fullkomni samstarfslistamaður,
hún snertir fólk á áhrifaríkan hátt
með list sinni og vinnur ætíð með
hæfileikaríkum listamönnum í ýms-
um greinum,“ sagði Biesenbach á
blaðamannafundi sem nær 300 gestir
sóttu.
Þegar spurt var að því hvers
vegna MoMA, eitt kunnasta mynd-
listarsafn jarðar, tæki ákvörðun um
að sýna verk Bjarkar, sem er þekkt-
ust sem tónlistarkona, svaraði hann:
„Björk er mjög þroskaður og mót-
aður listamaður sem hefur afrekað
margt. Verk hennar eiga skilið að
vera séð og upplifuð hér, þar sem fyr-
ir eru verk listafólks sem hefur sann-
að sig í því sem það tekur sér fyrir
hendur, með eftirminnilegum og af-
gerandi hætti, “ sagði Biesenbach.
MoMA óskaði fyrst eftir sýningu með
verkum Bjarkar fyrir 15 árum en hún
féllst á að hefja samstarf við safnið
árið 2012. Síðan hefur fjöldi fólks
unnið að framkvæmdinni.
Hleypt inn í hollum á sýninguna
Björk snertir
fólk á áhrifaríkan
hátt, segir sýning-
arstjóri MoMA
Morgunblaðið/Einar Falur
Björk í MoMA Nær 300 gestir sóttu blaðamannafund vegna sýningarinnar í nútímalistasafninu í New York í gær.
Fjöldi íslenskra presta starfar nú í
Noregi á vegum norsku þjóðkirkj-
unnar. Séra Þorvaldur Víðisson
biskupsritari seg-
ir íslensku þjóð-
kirkjuna ekki
halda nákvæma
skrá yfir Íslend-
inga sem þjóna
erlendis, nema þá
sem starfa fyrir
íslensku þjóð-
kirkjuna. „Á veg-
um íslensku
kirkjunnar er eitt
og hálft starfsgildi í Noregi sem
þjónar þeim 10 þúsund Íslendingum
sem búa og starfa í Noregi. Við vit-
um hins vegar að það starfa yfir tutt-
ugu íslenskir prestar á vegum
norsku þjóðkirkjunnar í Noregi.“
Fjöldi íslenskra presta er það
mikill í Noregi að þeir jafngilda tæp-
um þrjátíu prósentum allra starf-
andi presta á Íslandi.
„Sameining embætta á Íslandi og
niðurskurður verður auðvitað til
þess að fólk leitar á nýjar slóðir. Ís-
lenska þjóðkirkjan og þjóðkirkja
Noregs eru systurkirkjur, sem
byggja á sama grunni. Hafi fólk vald
á tungumálinu getur það starfað á
öllum Norðurlöndunum ef það hefur
fengið vígslu hér á Íslandi,“ segir
hann.
Morgunblaðið/Golli
Osló Margir Íslendingar búa í Noregi.
20 íslenskir
prestar í
Noregi
Tæp 30% starf-
andi presta á Íslandi
Þorvaldur Víðisson