Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 14
REYKJAVÍK
LAUGARDALUR OG NÁGRENNI
H
EI
MS
ÓKN Á HÖFUÐBO
R
G
A
R
S
V
Æ
Ð
IÐ
2015
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015
Nýja Fosshótelið í háhýsinu við
Höfðatorg verður opnað í júní.
Þar verða 320 herbergi, þar af sjö
svítur á 16. hæðinni, sem er sú
efsta. Hótelið, sem verður það
stærsta á landinu, er nánast full-
bókað í sumar. Enn er unnið við
innréttingar en Hallgrímur Magn-
ússon, byggingarstjóri Höfðatorgs,
sagði í samtali við mbl.is að staðið
yrði við afhendingartímann enda
ekkert annað í boði. Vitað hafi
verið allan tímann að þetta yrði
tæpt og það hafi ekkert breyst.
Áhyggjur hans og annarra sem
stýra framkvæmdum snúa einkum
að því að aukin þensla þýðir að
erfiðara er að fá fólk til starfa.
Það er byggingarfyrirtækið
Eykt sem byggir hótelið líkt og
aðrar byggingar við Höfðatorg
undanfarin ár. Búið er að reisa all-
ar hæðir, 19 talsins, þar af bíla-
kjallara á þremur hæðum neð-
anjarðar, unnið er að því að klæða
húsið að utan og lokafrágangi inn-
anhúss sem utan.
En framkvæmdum Eyktar er
hvergi nærri lokið á Höfðatorgs-
reitnum því gert er ráð fyrir
þremur byggingum til viðbótar inn
á reitinn, fjölbýlishúsi og tveimur
skrifstofubyggingum. Komið er
framkvæmdaleyfi vegna byggingar
tólf hæða íbúðarhúss og næsta
áfanga bílakjallara Höfðatorgs við
hliðina á hótelinu. Um er að ræða
sameiginlegan bílakjallara með
öðrum byggingum á reitnum með
bílastæði fyrir starfsmenn, gesti
og íbúa á Höfðatorgsreitnum,
tengd saman neðanjarðar.
Nýja Fosshótelið
verður opnað í júní
Í hótelturninum á Höfðatorgi verða 320 herbergi
Morgunblaðið/Eggert
Borgartún Framkvæmdir við nýja Fosshótelið eru á fullu þessa dagana.
Tvær götur í austurborginni skera
sig úr hvað íbúafjölda varðar.
Kleppsvegurinn sem nær alveg frá
Laugarnestanga inn að Sundum
hefur lengi verið í 2. sæti í Reykja-
vík, næst á eftir Hraunbænum. Það
eru nær eingöngu fjölbýlishús við
Kleppsveginn sem skýrir hve
margir búa þar, það er að 1.348
manns búa við götuna. Hins vegar
eru ein- og tvíbýlishús mest áber-
andi við Langholtsveginn, sem nær
frá upphafspunkti inn við Sund inn
í Sogamýri. Hús númer 208 er þar
hæsta talan. Langholtsbúar eru
977.
Við Álfheima búa, skv. nýlegum
tölum, liðlega 800 manns, en sú
gata hefur lengi notið mikilla vin-
sælda, enda eru þar margar ágæt-
ar eignir í fjölbýlishúsum. Úr bak-
garði þeirra er síðan örstutt í
vinsæl útivistarsvæði, til dæmis í
Laugardal. Þá búa 617 manns við
Hátún, en þar eru, auk einbýlis-
húsa, nokkrar blokkir, þar á meðal
þrjár sem eru í eigu Öryrkjabanda-
lags Íslands og eru þær leigðar út
til skjólstæðinga samtakanna, fólks
sem ætla má að ætti að öðru jöfnu
erfitt með að ná fótfestu á almenn-
um húsnæðismarkaði. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Arnaldur
Austurborgin Álfheimahúsin og næstu slóðir þeirra eru alltaf eftirsóttar.
Blokkirnar eru út-
skýringin á fjölda
Kleppsvegur vinsæll 1.000 í Langholti
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Skammt neðan Sæbrautar og norð-
vestan við Geirsnefið má finna lítið
iðnaðarhverfi falið ofan í voginum.
Hér er enga ferðamenn að sjá held-
ur einungis það fólk sem vinnur
verkin að tjaldabaki, án nokkurrar
viðhafnar eða óþarfa fegrunar. Á
gangi um hverfið finnur maður fyrir
taktföstum púlsi atvinnulífsins.
Slagæð hverfisins liggur um
götuna Súðarvog þar sem margs
konar fyrirtæki með ólíka starfsemi
hafa skotið rótum. Sumar rætur ná
þó dýpra en aðrar og það á til dæmis
við um fyrirtækið Rafstillingu sem
opnaði dyr sínar við Súðarvog fyrir
heilum aldarfjórðungi.
„Fyrirtækið stendur sterkum
fótum og viðskiptin ganga vel sem
endranær,“ segir Kristinn Ágústs-
son sem rekið hefur fyrirtækið frá
árinu 1979. Hann segir staðsetn-
inguna henta fyrirtækinu vel.
Lék sér sem barn í fjörunni
„Auk þess var ég alinn upp
hérna skammt fyrir ofan svo að ég
er á heimaslóðum. Þetta eru leik-
stöðvar æskuminninganna, fjörurn-
ar hérna fyrir neðan,“ segir hann.
„En nú stendur mikið til og breyta á
öllu hverfinu.“
Kristinn vísar þarna til áætlana
borgaryfirvalda en þau hafa um
nokkurt skeið íhugað að breyta iðn-
aðarhverfinu umhverfis Súðarvog í
hverfi íbúða og verslunar. Sú þróun
er jafnvel þegar komin á skrið enda
segir Kristinn að hverfið hafi breyst
töluvert síðan hann festi rætur.
„Iðnaðurinn hefur smám saman
hrakist burt á kostnað einhvers ann-
ars. Sjóklæðagerðin, Vogakaffi og
Skáprent eru dæmi um fyrirtæki
sem hafa vikið til að rýma fyrir lag-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Iðnaðarhverfið Hér eru einhverjar bestu lóðir bæjarins segir Kristinn Ágústsson hjá Rafstillingu.
Iðnaðarhverfi sem er að
breytast í íbúðarbyggð
Atvinnurekendur í Súðarvogi segjast ekki munu sjá eftir hverfinu