Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 27
unglingsárunum, söng með hljóm- sveitinni Multi Musica á árunum 2010-2012 og hefur sungið með Rökkurkór Skagafjarðar um árabil. Hún er nú stjórnandi barna- og unglingakórs Árskóla. Íris vann við aðhlynningu á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauð- árkróki á framhaldsskólaárunum og var deildarstjóri á sambýli á Sauðárkróki eftir að hún útskrif- aðist frá Þroskaþjálfaskólanum 1994-99. Þá hóf hún störf við Grunnskólann á Sauðárkróki, veitti fyrst sérdeild skólans forstöðu til 2010 og hefur síðan verið list- greinakennari við skólann. Íris hefur starfað mikið með Leikfélagi Sauðárkróks, leikið þar nokkur hlutverk og sinnt ýmsum störfum. Hún hélt leiklistar- námskeið fyrir börn á Sauðárkróki á árunum 2007-2009, hefur leik- stýrt hjá leikfélaginu og við grunn- skólann og verið verkefnastjóri og leikstjóri Þjóðleiks, sem er sam- starfsverkefni við Þjóðleikhúsið. Íris var fyrsti varamaður í sveit- arstjórn Skagafjarðar fyrir Fram- sóknarflokkinn á árunum 2006- 2010, sat í ýmsum nefndum sveitar- félagsins og hefur síðan sinnt nefndarstörfum þar fyrir VG og óháða í Skagafirði. Þá starfaði hún í Tónlistarfélagi Skagafjarðar, var ritari þess um skeið og síðan for- maður 2004-2005. Fjölskylda Fyrrverandi eiginmaður Írisar er Sveinn Sigurbjörnsson, f. 15.4. 1960, skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar. Foreldrar hans eru Kristín Hjálmarsdóttir, f. 26.5. 1935, húsfreyja á Akureyri, og Sig- urbjörn Sveinsson, f. 24.5. 1934, pípulagningamaður og fyrrv. starfsmaður Slippsins á Akureyri. Börn Írisar eru Anna Lára Frið- finnsdóttir, f. 30.8. 1984, nemi í við- skiptafræði við HÍ en maður henn- ar er Jón Marz Eiríksson og eru börn þeirra Eiríkur Þór, f. 2006, Ír- is Halla, f. 2011, og Tryggvi Freyr, f. 2014, og Oddur Tryggvi Elvars- son, f. 19.9. 1986, pípulagninga- maður í Reykjavík en kona hans er Margrét Marteins Sveinbjörns- dóttir og eru börn þeirra Andrea, f. 2008, og Sveinn Theodór, f. 2013. Börn Írisar og Sveins eru Guð- finna Olga, f. 11.7. 1996, nemi og au pair í Dublin, og Sigurbjörn Aron, f. 21.9. 1998, nemi. Systkini Írisar: Guðmundur Benedikt Baldvinsson, f. 10.6. 1963, vélstjóri í Reykjavík; Ásmundur Baldvinsson, f. 21.4. 1966, verk- stjóri hjá Hólalaxi, búsettur á Sauðárkróki; Guðrún Olga Bald- vinsdóttir, f. 18.4. 1967, starfs- maður við dagvist aldraðra við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki; Krist- inn Baldvinsson, f. 30.9. 1969, bú- settur í Danmörku; Baldvin Bjarki Baldvinsson, f. 23.9. 1970, verk- stjóri á Akranesi; Dagur Þór Bald- vinsson, f. 21.12. 1979, nemi í við- skiptafræði við HA, og Herdís Ósk Baldvinsdóttir, f. 7.1. 1983, nemi í efnaverkfræði við Háskólann í Óð- insvéum í Danmörku. Foreldrar: Baldvin Jónsson, f. 21.4. 1934, bóndi á Barði og á Þúf- um og mjólkurbílstjóri, og Guð- finna Guðmundsdóttir, f. 6.11. 1942, d. 14.9. 2012, húsfreyja. Úr frændgarði Írisar Baldvinsdóttur Íris Baldvinsdóttir Pálína Anna Sigurðardóttir húsfr. á Saurbæ Lárus Jónsson b. á Saurbæ í Siglufirði Herdís Lárusdóttir húsfr. á Siglufirði (Fósturmóðir Guðfinnu: Guðrún Jónsdóttir prestsfrú á Barði) Gunnar Helgi Benónýsson sjóm. og verkam. á Skagaströnd (Fósturfaðir Guðfinnu: Guðmundur Benediktsson pr. á Barði í Fljótum) Guðfinna Gunnarsdóttir húsfr. á Barði, Þúfum og á Sauðárkróki Snjólaug Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Siglufirði Benóný Benediktsson yfirvélstj. og vélameistari á Siglufirði Björgvin Sigmar Stefánsson Stefán Björgvinsson Stefán Karl Stefánsson leikari Stefán Pétursson Guðmundur Jónsson stofnandi BYKO Margrét A.S. Sigurðardóttir húsfr. á Stóru-Reykjum Jósef Björnsson b. á Stóru-Reykjum í Flókdal Helga Guðrún Jósefsdóttir húsfr. á Móskógum og Molastöðum Jón Guðmundson b. á Móskógum og Molastöðum í Fljótum Baldvin Jónsson b. á Barði og Þúfum og mjólkurbílstj. á Sauðárkróki Aðalbjörg Anna Pétursdóttir húsfr. í Neskoti og í Neðra-Haganesi Filippus Guðmundur Halldórsson b. í Neskoti í Flókadal og Neðra-Haganesi í Fljótum Jón Helgi Guðmundsson í BYKO Bjarnheiður Kristín Guðmundsdóttir prófessor við HÍ Íris Afmælisbarnið í nærmynd. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Sigurður fæddist í Rifgirðingumá Breiðafirði 4. mars 1798.Foreldrar hans voru Eiríkur Sigurðsson, bóndi í Rifgirðingum, og k.h., Ingibjörg Bjarnadóttir frá Mávahlíð, húsfreyja. Sigurður fór til Kaupmannahafn- ar í lok Napóleonsstyrjaldanna og lærði þar beykisiðn. Hann kom aftur heim 1818, var beykir á Ísafirði til 1822, í Reykjavík til 1825, var í Vest- mannaeyjum næstu þrjú árin þar sem hann kvæntist og síðan vestur í Helgafellsveit og í Flatey. Þar sinnti hann beykisiðn, kenndi sund, stund- aði sjóróðra og málflutning. Sigurður þótti liðtækur málflutn- ingsmaður og fór aftur til Kaup- mannahafnar, haustið 1830, nú til að læra lög. Lítið varð þó úr laganáminu. Hon- um eyddist fé, réð sig sem beyki til konungsverslunarinnar á Grænlandi og var þar á árunum 1831-34. Þá fór hann aftur til Kaupmannahafnar og var kominn til Stykkishólms sum- arið 1834, var þar skamma hríð, kvæntist aftur og bjó síðan á Gríms- stöðum í Breiðavík frá 1836. Þá kom í ljós að Sigurður hafði trassað að skilja við fyrri konu sína og var dæmdur í fésektir fyrir tvíkvæni. Sigurður flutti síðan til Reykja- víkur árið 1842 og bjó þar við kröpp kjör síðustu æviárin og lést í ör- birgð. Leiði Sigurðar er í Hólavalla- kirkjugarði, rétt við hliðið á miðjum austurvegg garðsins. Sigurður var iðjumaður en þótti veitull á fé, var gleðimaður mikill og óreglusamur. Hann orti fjölda rímnaflokka og voru margir þeirra prentaðir jafnóðum, enda var hann eitt vinsælasta skáld af alþýðu manna hér á landi. Sigurður var svo óheppinn að yrkja eftir pöntun níðvísu um Fjölni og Fjölnismenn. Hann fékk í skálda- laun frá Jónasi Hallgrímssyni hina frægu bókmenntagrein hans um rímur sem Jónas kallaði „leirburð- arstagl og holtaþokuvæl“. Þar er rímnaformið nánast jarðað og Trist- ansrímur Sigurðar teknar sem dæmi um þennan kveðskap. Sigurður lést 21.7. 1846. Merkir Íslendingar Sigurður Breiðfjörð 85 ára Elísabet A. Möller Jón Ísleifsson 80 ára Bergljót Ellertsdóttir Ragnar Kristinn Helgason 75 ára Bjarney Kristjánsdóttir Egill Jónsson Guðrún Traustadóttir Hilmar Hafstein Svavarsson Jóhanna Jónasdóttir Svanberg Einarsson 70 ára Bjarni Lúðvíksson Elín Anna Brynjólfsdóttir Finnborg Bettý Gísladóttir Ingibjörg Friðbergsdóttir Ingunn Guðmundsdóttir Sigurður Jón Friðriksson 60 ára Einar Hallgrímsson Hanna Kristín S. Þorgrímsdóttir Hólmfríður Andersdóttir Josef Lasota Jón Ágúst Jónsson Kristjana Arnardóttir Sigrún Kjartansdóttir Sigurður Óli Bjarnason Stefán Ómar Jónsson Svanhildur Jónsdóttir Valgerður G. Eyjólfsdóttir 50 ára Inna Breite Jón H. Hafsteinsson Kristmundur Valgarðsson Sigurjón Þ. Guðmundsson Sonja Ósk Karlsdóttir Svandís Erla Gunnarsdóttir Svanur Geir Bjarnason Þóra Gunnarsdóttir 40 ára Andrés Gestsson Ámundi Steinar Ámundason Bryndís Phuong Thi To Guðlaugur Hannesson Hildur Ýr Harðardóttir Steindór Jónsson 30 ára Dainius Visockis Elsa Cristina Alves Morgado Hlynur Ingvi Samúelsson Inga Dóra Magnúsdóttir Ingibjörg Jóhanna Bjarnadóttir Íris Irma Garðarsdóttir Joshua Allen Rood Jón Ingi Högnason Kári Snædal Marcin Dawid Czernik Marcin Pietrucha Tómas Páll Þorvaldsson Þorgeir Þorgeirsson Til hamingju með daginn 40 ára Guðmundur er sveitarstjórnarmaður á Blönduósi og rekur fyrir- tækið N1 píparinn ehf. Maki: Kristín Ósk Bjarna- dóttir, f. 1976, leikskóla- kennari. Börn: Berglind Birta, f. 1999, Harpa Sól, f. 2000, Rannveig Gréta, f. 2005, og Hildur Kristín, f. 2011. Foreldrar: Jakob Þór Guðmundsson, f. 1950, og Auður Hauksdóttir, f. 1953. Guðmundur H. Jakobsson 40 ára Lars er Hornfirð- ingur og sér um timbur- deildina í Húsasmiðjunni á Höfn og er einnig sjúkraflutningamaður. Maki: Elsa Gerður Hauks- dóttir, f. 1975, stuðnings- fulltrúi í Grunnskólanum á Hornafirði. Börn: Björgvin Freyr og Júlíus Aron, f. 2002, og Elís Máni, f. 2013. Foreldrar: Andrés Júlíus- son, f. 1951, og Marta Imsland, f. 1953. Lars Jóhann Andrésson 30 ára Inga Dóra er Reykvíkingur og er klæð- skeranemi. Maki: Ari Arnarson, f. 1982, verkstjóri hjá Fersk- um kjötvörum. Börn: Stella Björk, f. 2011. Foreldrar: Magnús Magnússon, f. 1952, garð- yrkjufr., og Sigrún Inga- dóttir, f. 1958, markaðs- fulltr. hjá HB Granda. Fósturfaðir: Jón Lyngmo, f. 1958, framkvæmdastj. Inga Dóra Magnúsdóttir Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Hoop hangandi ljós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.