Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Opna Reykjavíkurskákmótið hefst 10. mars og verður haldið íHörpu. Ingvar Þór Jóhannesson, sem á afmæli í dag, mun sjáum skákskýringar á netinu meðan skákirnar fara fram, en heimasíða mótsins er www.reykjavikopen.com. Skákskýrandi með Ingvari verður alþjóðlegur meistari kvenna, Fiona Steil-Antoni frá Lúxemborg, en hún var einnig skákskýrandi í fyrra en Ingvar stjórnar skákskýringunum þriðja árið í röð. „Við fáum síðan alltaf nokkra skákmeistara til að ræða um skák sína í hverri umferð.“ Heimsmeistarinn Magnus Carlsen mun heimsækja mótið, á ekki að reyna að fá hann í settið? „Jú, ég ætla að reyna að fá hann í viðtal og yfirheyra hann aðeins.“ Alls konar viðburðir fara fram meðan á Reykjavíkurmótinu stendur, m.a. verður spurningakeppni sem Ingvar mun sjá um ásamt Stefáni Bergssyni, en þeir sáu einnig um keppnina í fyrra og þótti hún lukkast vel. Ingvar mun fylgjast grannt með Íslendingunum á mótinu því hann verður landsliðseinvaldur á Evrópumóti landsliða sem fer fram hér á landi í nóvember næstkomandi. Hann er ekki óvanur þessari stöðu því hann var fyrirliði kvennalandsliðsins á síðasta ól- ympíuskákmóti. Ingvar er viðurkenndur skákþjálfari hjá FIDE, al- þjóðaskáksambandinu, en auk starfa sinna fyrir Skáksamband Ís- lands vinnur hann hjá bókhaldsfyrirtækinu VIRTUS. Hann er enn fremur körfuboltadómari og á að baki leiki í efstu deildum karla og kvenna. Foreldrar Ingvars eru Jóhannes Þór Ingvarsson og Margrét Lilja Kjartansdóttir húsmóðir. Ingvar Þór Jóhannesson er 38 ára í dag Morgunblaðið/Ómar Skákskýringar Ingvar og Jón L. Árnason sáu um skákskýringar í beinni útsendingu á netinu á Reykjavíkurskákmótinu árið 2013. Með skákskýringar á Reykjavík Open Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Katrín Emma Ólafsdóttir fæddist 18. febrúar 2014. Hún vó 4.040 g og var 53 cm löng. For- eldrar hennar eru Óli Valur Guðmundsson og Snædís S. Aðal- björnsdóttir. Nýr borgari Í ris fæddist á Hofsósi 4.3. 1965, ólst upp á Barði í Fljótum fyrstu fjögur árin en síðan á Þúfum í Óslandshlíð þar til for- eldrar hennar brugðu búi og fluttu á Sauðárkrók þar sem hún hefur búið lengst af síðan: „Pabbi og mamma voru með blandaðan bú- skap á Barði og á Þúfum svo ég ólst upp við öll almenn sveitastörf í stórum systkinahópi. Mér finnst ég alltaf hafa búið að því að hafa haft marga í kringum mig og í nógu að snúast.“ Íris var í fyrsta bekk í Hlíðarhúsi í Óslandshlíð, sem var samkomuhús sveitarinnar, var síðan í grunnskól- anum á Hofsósi og útskrifaðist það- an með grunnskólapróf, stundaði síðan nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og lauk þaðan prófum af uppeld- isbraut. Hún hóf nám við Þroska- þjálfaskóla Íslands 1991 og útskrif- aðist þaðan sem þroskaþjálfi 1994 og lauk B.Ed.-prófi af mennta- vísindasviði HÍ 2010. Íris var í Tónlistarskóla Skaga- fjarðar sem barn og unglingur, lærði þar á gítar og píanó og var auk þess í söngnámi um árabil með hléum og fram á fullorðinsár. Íris var í skólahljómsveitinni á Íris Baldvinsdóttir þroskaþjálfi og kennari – 50 ára Tónlistarfjölskylda á Sauðárkróki Íris og Sveinn með börnunum fjórum, tengdabörnum og þremur barnabörnum. Söngur, leiklist og pólitík Á leiksviðinu Íris í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á Ávaxtakörfunni. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.