Morgunblaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015
Advania starfrækir tvö gagnaver
hér á landi sem samanlagt nota 11
MW í raforku. Gagnaverin hafa
verið að stækka en Eyjólfur Magn-
ús Kristinsson, framkvæmdastjóri
rekstrarlausna hjá Advania, segir
að fyrirtækið
hefði án efa get-
að aflað frekari
viðskiptavina
væru tengingar
betri til landsins.
„Það er alveg
á hreinu að þetta
heftir okkur
mikið,“ segir
Eyjólfur og vísar
til þess að teng-
ingarnar til
Bandaríkjanna í dag séu frekar
slakar. Þá sé Farice-strengurinn
að komast á aldur á næstu árum.
„Ísland hefur verið markaðssett
með frábæra legu á milli Evrópu
og Bandaríkjanna. Þó að jarð-
fræðileg lega okkar sé góð er
gagnasambandið ekki gott nema
aðra leiðina, til Evrópu. Það væri
frábært að fá nýjan streng sem
myndi auka hraðann til Bandaríkj-
anna,“ segir Eyjólfur og telur Ís-
lendinga missa af miklu tækifæri
ef ekki tekst að koma á tengingu
við strenginn milli Írlands og
Bandaríkjanna sem Emerald var
með á prjónunum. Kostnaðurinn
við slíka tengingu sé aðeins innan
við fjórðungur af því sem kostar
að leggja streng þvert yfir Atlants-
hafið, eða um sex milljarðar króna.
Eyjólfur segir ákveðna við-
skiptavini líta á það sem veikleika
að til Íslands séu ekki nógu margir
strengir. Slíka viðskiptavini verði
Advania að strika út og eftir
standi smærri markhópur til að
sækja í.
„Íslensk stjórnvöld og Farice
hafa réttilega bent á að flutnings-
geta strengjanna í dag sé meira en
næg. Það er alveg rétt en Emerald
benti á að sambandið til Bandaríkj-
anna þyrfti að vera betra,“ segir
hann og telur augljóst að starfandi
gagnaver séu að missa af við-
skiptum vegna þessa.
„Við höfum verið að einblína á
Evrópumarkað en við störfum í al-
heimsumhverfi þar sem fyrirtæki
vilja fá tengingar í allar áttir. Það
er veikleiki að geta ekki tengst
Bandaríkjunum betur. En við lifum
alveg með þessu. Gagnaver Ad-
vania hefur gengið ágætlega en
við vildum gjarnan að þetta gengi
betur,“ segir Eyjólfur. bjb@mbl.is
Þörf á betri teng-
ingum við landið
Gagnaverin missa af viðskiptavinum
Eyjólfur Magnús
Kristinsson
VIÐTAL
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Það er alrangt að hér á bæ hafi
enginn vilji verið til samstarfs.
Þarna voru einfaldlega einkaaðliar á
ferð sem vildu í raun að ríkið myndi
borga brúsann,“ segir Ómar Bene-
diktsson, framkvæmdastjóri Farice
á Íslandi, um um-
mæli Júlíusar
Sólness verk-
fræðiprófessors í
garð Farice í
Morgunblaðinu í
gær. Þar gagn-
rýndi Júlíus Fa-
rice fyrir áhuga-
leysi um samstarf
við Emerald Net-
works um lagn-
ingu sæstrengs fyrir gagnaflutninga
milli Íslands og Bandaríkjanna, með
tengingu við Danice-sæstreng Fa-
rice til Evrópu.
Ómar segir að hér sé um gamalt
mál að ræða, allt til 2008 og áður en
hann kom að fyrirtækinu. Aðilar frá
Emerald hefðu komið til Farice með
hugmynd um streng milli Íslands og
Bandaríkjanna.
Fjármögnunin tókst ekki
„Þeir vildu fá nánast gefins hluta
af Danice-sæstrengnum og Farice
átti bara að fá smá-pláss á þeirra
streng í staðinn. Þetta var kannað
vandlega og fór fyrir stjórn Farice á
árunum 2008 og 2009, sem taldi
þetta ekki hagkvæmt verkefni.
Menn veltu vöngum yfir þessu
áfram og síðan var hugmyndinni
breytt, yfir í tengingu til Íslands við
streng þvert yfir Atlantshafið. Þetta
var rætt í stjórn Farice í lok árs
2010 og á árinu 2011, þar sem var
bókað að stjórnin hefði áhuga á að
taka þátt ef einhver alvara kæmist á
með verkefnið og það tækist að fjár-
magna streng á milli Írlands og
Bandaríkjanna. Þetta hefur ekki
tekist og nokkrir stórir aðilar hafa
hætt þátttöku í þessu hjá Emerald,“
segir Ómar og telur að Emerald
hafi einfaldlega orðið undir í sam-
keppni við Hibernia Networks um
lagningu strengs yfir Atlantshafið
eða a.m.k. seinkað verkefninu. Hib-
ernia er í meirihlutaeigu Kens Pet-
erson, stofnanda Norðuráls á
Grundartanga, og verður sá streng-
ur lagður í sumar á milli New York
og London. Hibernia hefur ekki haft
í hyggju tengingu við Ísland.
Mikil tækifæri í Evrópu
Ómar telur að leggja beri meiri
áherslu á gagnaflutninga milli Ís-
lands og Evrópu, þar séu gríðarmik-
il tækifæri fyrir Íslendinga varðandi
uppbyggingu gagnavera. Sá mark-
aður sé nær, Ísland samkeppnis-
hæfara og fjárfesting í sæstrengjum
nýtist betur. Hann segist ekki vita
af neinum sem hafi beinlínis hætt
við Ísland vegna þess að ekki sé
bein tenging til Bandaríkjanna, þó
að til lengri tíma telji hann það kost
og opni ný tækifæri.
Ómar telur jafnframt fjölmörg
tækifæri fyrir Ísland í uppbyggingu
smærri gagnavera. Ef einblína eigi
á að fá gagnaver fyrir risa á borð við
Apple, Microsoft eða Facebook þá
sé þetta ekki bara spurning um
gagnaflutningsmöguleika heldur
miklu frekar að slík gagnaver kalli á
fleiri virkjanir hér á landi. Apple og
Facebook hafi að auki verið að leita
staðsetninga fyrir gagnaver vegna
Evrópumarkaðarins og því hafi
tenging við Bandaríkin ekki skipt
máli í þeim tilvikum.
„Heimurinn ferst ekki þó að stóru
risarnir komi ekki hingað. Við eig-
um að einbeita okkur að því sem við
höfum tengingar fyrir en ekki því
sem ekki er hægt að tengja á besta
veg í dag. Þegar við höfum slitið
barnsskónum sem gagnaflutnings-
land þá getum við tekist á við fleiri
og stærri verkefni,“ segir Ómar og
bendir á að starfandi gagnaver
Verne og Advania hafi verið að stór-
auka sín viðskipti og nýtingin á Fa-
rice- og Danice-strengjunum verið
að aukast, enda sýni batnandi af-
koma Farice það á síðasta ári.
Batnandi afkoma Farice
Ómar hafnar jafnframt þeim orð-
um Júlíusar að strengir Farice séu
einhver raunasaga. Vissulega hafi
ýmis ytri skilyrði ekki verið hag-
stæð, eins og að þegar búið var að
ákveða að leggja Danice-strenginn
hafi hrunið skollið á 2008. Kostn-
aður við Danice hafi tvöfaldast og
Farice hafi orðið að fjármagna þann
streng með íslenskum krónum og
það hafi reynst dýrt vegna verð-
tryggingar og hárra vaxta. En af-
koman sé batnandi og engir tækni-
legir örðugleikar komið upp á seinni
árum.
„Ef byrjunarörðugleikar á land-
sambandi í tengslum við Farice-
strenginn eru undanskildir þá hefur
verið 100% uppisamband á kerfi
Farice og sambandið ekki dottið
niður í eina sekúndu síðan hann var
lagður 2009.“
Stjórnvöld mættu gera betur
Varðandi gagnrýni Júlíusar á
stjórnvöld segist Ómar að hluta
geta tekið undir hana. Þar hefði
vissulega margt mátt gera betur og
bendir Ómar í því sambandi á
vinnubrögð í tíð fyrri ríkisstjórnar
þegar erlendir aðilar bönkuðu upp á
og könnuðu möguleika á samning-
um um skattalegar ívilnanir vegna
reksturs gagnavera. Þar hafi málin
strandað á þáverandi fjármálaráð-
herra, Steingrími J. Sigfússyni, þar
sem ekki hafi einu sinni verið hægt
að fá á hreint endurgreiðslu á virð-
isaukaskatti. Úr því hafi svo verið
bætt tveimur árum síðar en þá hafi
skaðinn verið skeður.
„Núverandi stjórnvöld mættu líka
gera betur, en þar á bæ virðist vera
mikill áhugi. Við þurfum bara að
huga betur að innviðum okkar og
regluverki áður en við getum tekið á
móti stórum erlendum fjárfestum,“
segir Ómar og vísar þar m.a. til
orkumála og gjaldeyrishafta.
Áhugi var til staðar hjá Farice
Framkvæmdastjóri Farice vísar gagnrýni Júlíusar Sólness á bug Segir Emerald Networks hafa
viljað láta ríkið borga brúsann Telur vænlegra að einblína á Evrópumarkað frekar en Bandaríkin
Gagnaflutningar Gagnaver Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ reiðir sig að stórum hluta á samband við umheim-
inn gegnum Farice-strenginn til Skotlands og Danice-strenginn til Danmerkur, sem og Greenland Connect.
Ómar
Benediktsson