Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Nemendur Menntaskólans í Reykjavík nýta að-
stöðuna á lóð skólans til að styrkja líkamann.
Miklar tröppur eru upp að skólanum og tilvalið
að nota þær. Íþróttin heitir því tröppuhopp.
Eftir leikfimina geta nemendur mætt hressir í
tíma og tekið til við lærdóminn.
Tröppuhopp við Menntaskólann
Morgunblaðið/Golli
Nemendur nýta aðstöðu á skólalóðinni til líkamsræktar
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Hæstiréttur Íslands felldi tvo geng-
islánadóma í gær en Lýsing hf. tap-
aði í báðum málunum. „Deilumál,
sem rata til dómstóla vegna gengis-
lána eru oft mjög flókin og tæknileg
en óhætt að segja að með þessum
tveim dómum eru á þrotum síðustu
varnir Lýsingar. Þeir eru búnir með
allan þann málatilbúnað sem þeir
hafa tjaldað til. Ég trúi því ekki öðru
en að þessir tveir dómar hafi for-
dæmisgildi fyrir alla bílasamninga
Lýsingar, sem almenningur er með,“
segir Ólafur Örn Svansson hæsta-
réttarlögmaður, en hann flutti bæði
málin gegn Lýsingu í Hæstarétti.
Dómar Hæstaréttar hafa því for-
dæmisgildi í meira en fjögur hundr-
uð öðrum sambærilegum málum.
Endurútreikningur vaxta
Ágreiningur í málunum tveim laut
að því hvort lántakendur gætu borið
fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna
greiddra vaxta frá stofndegi láns-
samningsins til maí 2010, vegna þess
hluta lánsins sem bundinn var ólög-
mætri gengistryggingu. Lýsing
hafði með endurútreikningi sínum
reiknað sér viðbótarvexti fyrir liðna
tíð eða frá stofndegi lánssamnings-
ins til júní 2010 en endurreikningar
lánanna fóru fram í október 2010.
„Lántakendurnir báru fyrir sig
fullnaðarkvittanir með fyrirvara-
lausum afborgunum gagnvart þeim
vöxtum sem þau höfðu greitt frá
stofndegi lánsins. Þau voru því búin
að greiða vexti fram að endur-
útreikningi lánsins. Niðurstaða
Hæstaréttar lýtur svo að því að Lýs-
ing má ekki endurreikna vexti lán-
anna með seðlabankavöxtum aftur
að stofndegi lánsins,“ segir Ólafur og
bendir á að í síðara málinu sé gengið
lengra og komist dómurinn að þeirri
niðurstöðu að ekki skipti máli þó
vanskil hafi verið á vaxtagreiðslum.
„Sú niðurstaða er mjög áhugaverð
og mun hafa gífurleg áhrif á önnur
mál en þrátt fyrir vanskil á öllum
vaxtagreiðslum má ekki samkvæmt
dóminum endurreikna vexti eins og
Lýsing gerði,“ segir hann.
Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi
Lýsingar, segir það vissulega rétt að
Hæstiréttur hafi fallist á rök gagn-
aðilans um vægari skilyrði fyrir beit-
ingu fullnaðarkvittunar en Lýsing
taldi rétt en það sé orðum aukið að
ekki hafi verið litið til varna félags-
ins.
„Í niðurlagskafla dómsins um
samsetta samninginn vann Lýsing.
Aðalmálið snýst hins vegar um hvort
dómarnir skýri réttarstöðuna,“ segir
Þór og bendir á að nú þurfi að gefa
lögfræðingum Lýsingar svigrúm til
að fara yfir dómana.
Lýsing tapar í Hæstarétti
Dómar féllu í tveimur gengislánamálum í Hæstarétti Íslands í gær Endur-
útreikningar vaxtagreiðslna aftur í tímann á seðlabankavöxtum ekki löglegir
Sáttafundur Samtaka atvinnulífsins
og Starfsgreinasambands Íslands,
sem fram fór í gær hjá Ríkis-
sáttasemjara, skilaði litlum sem eng-
um árangri. „Það er augljóst mál að
það er enn mjög mikill munur á milli
aðila þegar kemur að launaliðum en
við ræddum ýmsa aðra þætti sem
báðir aðilar eru reiðubúnir að skoða
saman,“ segir Þorsteinn Víglundsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins. Fundurinn var stuttur og varð
samkomulag um að funda aftur á
þriðjudaginn í næstu viku. Þorsteinn
segir launakröfur helstu hindrun
samningaviðræðnanna og telur þar
annars vegar ólíkar kröfur einstakra
aðildarfélaga gera viðræðurnar snún-
ar og hins vegar að gríðarlega mikill
munur sé á afstöðu samningsaðila um
svigrúm til launahækkana.
Sjálfstæðar kröfur eðlilegar
Björn Snæbjörnsson, formaður
Starfsgreinasambandsins, vísar því á
bug að skortur á samræmdum launa-
kröfum sé sérstök hindrun í kjara-
samningsviðræðum. „Starfsgreina-
sambandið er sjálfstætt samband
sem setur fram kröfur sinna félags-
manna. Við erum ekki að semja fyrir
aðra hópa og ég ætlast til þess af
Samtökum atvinnulífsins að þeir virði
okkar rétt til að setja fram okkar eig-
in kröfur og ræða þær,“ segir Björn
og tekur það sérstaklega fram að
ekki sé á dagskrá að ræða samræmda
launastefnu.
Fundur Starfsgreinasambandsins
og Samtaka atvinnulífsins í gær var
heldur dræmur að sögn Björns en
hann segir öll svör frá Samtökum at-
vinnulífsins hafa verið rýr og léleg.
„Við ræddum einstök sérmál eins og
samninga um veitingahús en það þarf
að bæta verulega í ef ná á sam-
komulagi.“
Lítill árang-
ur af sátta-
fundi SA
og SGS
Engar samræmd-
ar kröfur í myndinni
Þorsteinn
Víglundsson
Björn
Snæbjörnsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hæstiréttur hefur úrskurðað að ráð-
stafa skuli beinum eignarrétti að
jörðinni Vatnsenda til erfingja Sig-
urðar Kristjáns Lárussonar Hjalte-
sted en ekki til sonarsonar hans,
Þorsteins Hjaltested. Þorsteinn hef-
ur óbeinan eignarrétt að jörðinni og
hafði skiptastjóri lagt til að beina
eignarréttinum yrði ráðstafað til
hans og héraðsdómur staðfest það.
Hæstiréttur snýr þessu því við.
Málaferli í áratugi
Sigurður lést 1966 og hefur aldrei
verið gengið frá skiptum á dánarbúi
hans. Jörðin gekk til sonar hans
Magnúsar og þaðan til sonarsonar,
Þorsteins núverandi umráðamanns,
samkvæmt fyrirmælum í 77 ára
gamalli erfðaskrá Magnúsar Hjalte-
sted, afabróður Sigurðar. Dómstólar
hafa nokkrum sinnum komið að mál-
inu, síðast kom fram í dómi Hæsta-
réttar Íslands fyrir rúmum þremur
árum að beina eignarréttinum yfir
jörðinni hefði aldrei verið ráðstafað
og væri enn hjá dánarbúi Sigurðar
Hjaltested.
Hluti erfingja Sigurðar Kristjáns
Lárussonar Hjaltested mótmæltu
úthlutun beina eignarréttarins til
Þorsteins. Hæstaréttardómarar
reyndu að lesa í erfðaskrá Magnúsar
Einarssonar Hjaltested til að greina
vilja hans. Niðurstaða þeirra var að
eignarrétturinn hefði færst til Sig-
urðar frænda hans en eftir það hefði
aðeins óbeini eignarrétturinn, það er
ábúðar- og umráðaréttur, færst
áfram. Þar sem erfðaskráin hefði
ekki mælt fyrir um afdrif þeirra rétt-
inda yrði að ráðstafa þeim til lögerf-
inga Sigurðar eftir almennum
reglum erfðalaga.
Mörg úrlausnarefni
Hluti af landi Vatnsenda hefur
verið tekinn með eignarnámi eða
svokallaðri eignarnámssátt og Kópa-
vogsbær og fleiri greitt milljarða
fyrir. Ekki hefur verið greitt að fullu
fyrir hluta landsins. Jón Auðunn
Jónsson hrl., skiptastjóri dánarbús-
ins, segist ekki geta svarað því
hvernig með þetta skuli fara, til
dæmis hvort aðrir lögerfingjar séu
bundnir af eignarnámssátt sem Þor-
steinn Hjaltested gerði við Kópa-
vogsbæ. Eins hvernig skipta ætti
fjármununum á milli handhafa beina
og óbeina eignarréttarins.
Jón Auðunn segist boða erf-
ingjana sem nú eru fimmtán talsins
til fundar um málið eins fljótt og við
verði komið. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Þrætur Stór hluti af landi Vatnsenda hefur farið undir byggð í Kópavogi.
Skipta ber eignarrétti Vatnsenda
Óvíst um skiptingu milljarða eignarnámsbóta sem Kópavogsbær hefur greitt
Nokkur loðnuskip könnuðu loðnu-
slóð fyrir norðan land í gær. Það
voru skip sem voru á leið vestur
fyrir land eftir löndun á Austfjarða-
höfnum. Leituðu þau á þeim slóðum
sem þau skildu við þegar fréttist af
loðnu á hefðbundinni veiðislóð fyrir
Suðausturlandi. Þau voru í brælu
og enga veiðanlega loðnu að finna.
Skipin fóru norðurfyrir þar sem
útlit var fyrir skárra veður þar en
við Suður- og Vesturland. Nokkur
skip biðu löndunar í Neskaupstað í
gær. Þá voru Vestmannaeyjaskipin
í höfn eða á heimaslóð. Eitt skip var
í Breiðafirði en þar var ekkert
vinnuveður.
Morgunblaðið/Ómar
Hrogn Frysting loðnuhrogna undirbúin.
Enga loðnu að hafa
fyrir norðan land