Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 35
fyrir viðskiptavini í sterkum starfs-
mannahópi Advania. Einn kosturinn
við upplýsingatækni felst í því að
kynnast margvíslegri starfsemi
ólíkra fyrirtækja. Svo hef ég eignast
góða vini í vinnunni á þessum langa
tíma hjá Skýrr og Advania.“
„Við stelpurnar úr tölvunarfræð-
inni í HÍ höfum hist reglulega
gegnum tíðina. Það er skemmtilegur
saumaklúbbur þar sem við prjónum
og tölum um upplýsingatækni,
markaðinn og lausnir. Við vinnum
allar í störfum sem tengjast faginu
en hjá mismunandi fyrirtækjum og
menntastofnunum.
Ég sameina áhugamál mín hreyf-
ingu, tónlist og ferðalög með því að
fara í skíðaferðir, hjólaferðir, göngu-
ferðir eða á tónleika innanlands og
erlendis með fjölskyldu eða vinum.
Prince er hápunkturinn
Fjölskyldan fer reglulega á tón-
leika hér heima og erlendis. Mér
finnst alltaf jafn gaman á tónleikum,
hvort sem ég er að hlusta á Ný-
danska eða Muse. Það skapast alltaf
einhverjir töfrar á tónleikum. Síðast
fórum við hjónin að hlusta á Fleet-
wood Mac í Madison Square Gar-
dens. Tónleikarnir voru færiband af
flottum lögum. Það var ekki að sjá að
þarna hefðu verið á ferðinni tónlist-
armenn um sjötugt. Eftirminni-
legustu tónleikarnir eru samt með
goðinu Prince á hápunkti ferilsins.
Ég má svo ekki gleyma æsku-
vinkonunum úr Fossvoginum, skáta-
hópnum. Við höfum haldið hópinn
frá því við vorum kríli. Við hittumst í
hverjum mánuði og förum í útilegur
á sumrin. Í sumar förum við með
mökum í 50 ára afmælisferð, sigl-
ingu og hjólaferð til Króatíu. Þar
verður siglt milli eyja í Dalmatia-
skerjagarðinum, lagt upp frá
Dubrovnik og hjólað um eyjarnar á
daginn. Fullkomin blanda af hreyf-
ingu, náttúru, sól, sjó, góðum mat og
himnesku víni. Svo verður án efa
tekið lagið í þessum söngglaða hópi.
Bestu stundirnar eru samt alltaf
„latir laugardagar“. Þá eldum við
góðan mat með dætrum okkar Unni,
Laufeyju og Auði, spilum borðspil og
spjöllum langt fram eftir kvöldi.“
Fjölskylda
Eiginmaður Sigrúnar er Guðni
Ingólfsson, f. 8.5. 1967, deildarstjóri
áhafnadeildar Icelandair. Foreldrar
hans: Ingólfur Viktorsson, f. 16.4.
1924, d. 23.8. 2004, og Unnur
Fenger, f. 20.3. 1932.
Börn Sigrúnar og Guðna eru Unn-
ur Guðnadóttir, f. 28.9. 1993, nemi í
sameindalíffræði við HÍ; Laufey
Guðnadóttir, f. 18.9. 1996, nemi í
MR; Auður Guðnadóttir, f. 22.9.
1999, nemi í Árbæjarskóla.
Systur Sigrúnar eru Ólöf Ragna
Ámundadóttir, f. 11.5. 1960, sjúkra-
þjálfari við LSH, búsett í Reykjavík,
og Laufey Þóra Ámundadóttir, f.
28.11. 1962, doktor í sameinda-
líffræði við National Cancer Insti-
tute - NIH í Washington DC í
Bandaríkjunum.
Foreldrar Sigrúnar: Ámundi
Gunnar Ólafsson, f. 21.6. 1937, fyrrv.
flugstjóri hjá Icelandair, og Sigrún
Þórisdóttir, f. 19.12. 1936, lyfjafræð-
ingur og lífeindafræðingur.
Úr frændgarði Sigrúnar Ámundadóttur
Sigrún
Ámundadóttir
Guðlaug Líney Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
S. Bjarni
Tómasson
sjóm. og kafari
í Rvík
Ragnheiður Bjarnadóttir
skrifstofum. hjá Loftleiðum og Icelandair
Ólafur Þorgeir Bjarnason
skrifstofustj. hjá Loftleiðum í Rvík
Ámundi G. Ólafsson
flugstj. hjá Loftleiðum og Icelandair
Júlíana
Jóhanna
Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Bjarni Helgason
skrifstofum. í Rvík
Guðlaug Ólafsdóttir
flugfreyja hjá Icelandair
Júlíana Ólafsdóttir
starfsm. Icelandair
Guðný Ragna Jónsdóttir
tölvunarfr. hjá Valitor
Lilja Ólafsd.
skrifstofum. í
Borgarnesi
Ragnheiður
Guðmundsd.
skrifstofum. í
Borgarnesi
Kristján Jónsson ráðherra
Pétur Jónsson ráðherra
Steingrímur Steinþórsson
forsætisráðherra
Eggert Steinþórsson
skurðlæknir
Ólöf Helga Guðbrandsdóttir
húsfr. á Bæ
Þórmundur Vigfússon
b. á Bæ í Borgarfirði
Laufey Þórmundardóttir
húsfr. Reykholti Borgarfirði
Þórir Steinþórsson
skólastj. í Reykholti í Borgarfirði
Sigrún Þórisdóttir
lyfja- og lífeindafræðingur í Rvík
Sigrún Jónsdóttir
húsfr. á Litluströnd og í Álftagerði, dóttir Jóns
Sigurðssonar á Gautlöndum
Steinþór Björnsson
b. og steinsm. á Litluströnd
og í Álftagerði í
Mývatnssveit
Sigurður Ingvar Ámundas.
tölvunarfr. og sviðsstj.
hjá Valitor
Sigrún Ámundadóttir
körfuknattleikskona
Þóra Þórisdóttir
húsfr. í Rvík
Grétar Þór Grétarsson
tölvunarfræðingur hjá
Advania
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015
Ingólfur fæddist á Kirkjubæjar-klaustri 6.3. 1923. Foreldrarhans voru Guðbrandur Guð-
brandsson, bóndi á Prestbakka á
Síðu, og Guðrún Auðunsdóttir hús-
freyja.
Eiginkona Ingólfs 1943-63 var
Inga Þorgeirsdóttir kennari og eru
börn þeirra Þorgerður kórstjóri;
Rut fiðluleikari; Vilborg hjúkrunar-
fræðingur; Unnur María, fiðluleik-
ari, og Inga Rós sellóleikari.
Eiginkona hans 1964-68 var Lauf-
ey Kristjánsdóttir og eru börn
þeirra Eva Mjöll fiðluleikari og
Andri Már forstjóri, en sonur Ing-
ólfs og Sigrúnar E. Árnadóttur er
Árni Heimir tónlistarfræðingur.
Ingólfur lauk kennaraprófi frá KÍ
1943, stundaði tungumálanám við
HÍ, tónlistarnám við Guildhall
School of Music í London, nam
ensku og hljóðfræði við University
College í London og stundaði fram-
haldsnám í tónlist við Tónlistar-
háskólann í Köln, Augsburg og
Flórens.
Hann var tónlistarkennari við
Laugarnesskóla frá 1943, námstjóri
tónlistarfræðslu hjá menntamála-
ráðuneytinu og skólastjóri Barna-
músíkskólans í Reykjavík.
Ingólfur var frumkvöðull á sviði
ferðaþjónustu og á sviði tónlistar-
flutnings hér á landi. Hann stofnaði
ferðaskrifstofuna Útsýn 1955 og var
forstjóri hennar til 1988. Hann
stofnaði ferðaskrifstofuna Prímu og
Heimsklúbb Ingólfs og starfaði á
vettvangi ferðamála til 2006.
Ingólfur stofnaði Pólýfónkórinn
1957 en undir hans stjórn voru frum-
flutt á Íslandi mörg af stærstu verk-
um tónbókmenntanna. Kórinn hélt
tónleika víða um heim og hefur fjöldi
platna og geisladiska komið út með
söng hans.
Ingólfur var sæmdur riddara-
krossi Hinnar íslensku fálkaorðu
1977 og ítölsku riddaraorðunni Ca-
valiere della Repubblica Italiana
sama ár. Hann varð heiðursfélagi
Félags íslenskra tónmenntakennara
1972 og útnefndur Capodell’Ordine
„Al Merito della Repubblica Ital-
iana“ árið 1991.
Ingólfur lést 3.4. 2009.
Merkir Íslendingar
Ingólfur
Guðbrandsson
95 ára
Kristín Karlsdóttir
90 ára
Haraldur Árnason
Rósa Vilhjálmsdóttir
85 ára
Halldór I. Halldórsson
Hjördís Unnur
Guðlaugsdóttir
Lillý Erla Guðjónsdóttir
Sigfríður Hermannsdóttir
80 ára
Grétar Haraldsson
Sóley Gunnvör Tómasdóttir
75 ára
Bjarni Jón O. Ágústsson
Esmat Paimani Bragason
Guðbjörg S. Runólfsdóttir
Haukur Hjaltason
Jóhann Valur
Guðmundsson
Jónína Þóra Markúsdóttir
Sigríður H. Óskarsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Snæbjörn Árnason
70 ára
Árný Þóra Hallvarðsdóttir
Björn Bergmann
Jóhannsson
Helgi Baldvinsson
Jóhanna Arngrímsdóttir
Kristín Ögmundsdóttir
Lúðvík Andreasson
Sigurður Ólafsson
Sæunn Jónsdóttir
60 ára
Ásta Halldórsdóttir
Elísa Anna Friðjónsdóttir
Ingibjörg Þórunn
Helgadóttir
Jóhann Jón Eiríksson
Jóhann S.D. Christiansen
Jón Steinar Ingólfsson
Ólafur Sigurðsson
Pétur Ingi Frantzson
Ragnar Ólafur Sigurðsson
Sverrir Davíð Hauksson
Thi Thu Trang Ðang
Viktors Ozols
50 ára
Arnþrúður B. Árnadóttir
Atli Guðmundsson
Bjarney Ragnarsdóttir
Bjarni Ragnar Gröndal
Björn Fjalar Lúðvígsson
Brynja Helgadóttir
Edda Huld Sigurðardóttir
Jóhann Þór Baldursson
Krystyna Anna Wozniak
Slawomir Józef Sosniak
Þórey Eyþórsdóttir
Þórunn Grétarsdóttir
40 ára
Adolf Jónsson
Anna Karen Kristjánsdóttir
Heimir Harðarson
Jón Eysteinn Bjarnason
Jónína Gunnarsdóttir
Lilja Björk Björnsdóttir
Linda Sóley Eyþórsdóttir
30 ára
Beata Monika Rutkowska
Bjarndís Líf Friðþjófsdóttir
Dawid Joachim Pegiel
Grzegorz Rusak
Gústaf Adolf Gústafsson
Halldór Sævar Grímsson
Hildur María Brynjólfsdóttir
Sandra Hrönn
Hafþórsdóttir
Serigne Mor Diop
Tomasz Stanislaw
Matwijczak
Viktor Samúelsson
Til hamingju með daginn
30 ára Halldór ólst upp í
Reykjavík, er nú búsettur í
Kópavogi og er fram-
kvæmdastjóri Pure Per-
formance ehf.
Maki: Sunna Hlín Gunn-
laugsdóttir, f. 1986, starf-
ar hjá Pure Performance.
Dóttir: Sara Dögg, f.
2012.
Foreldrar: Kristján Ar-
inbjarnar, f. 1960, og
Kristín E. Björnsdóttir, f.
1958.
Halldór
Arinbjarnar
30 ára Ása Dröfn býr í
Reykjavík og er sjúkraliði
við heimaþjónustu
Reykjavíkur.
Systkini: Margrét Lilja, f.
1990; Kristján, f. 1973;
Rósa, f. 1975, og Agnar, f.
1979.
Foreldrar: Þórhildur G.
Jóhannesd. Sanko, f.
1966, og Guðbrandur Óli
Ingólfsson, f. 1943, d.
2014. Stjúpf.: Guðmundur
Ingi Pétursson, f. 1952.
Ása Dröfn
Guðbrandsdóttir
30 ára Svandís ólst upp í
Reykjavík, lauk atvinnu-
flugmannsprófi frá Flug-
skóla Íslands 2010, er nú
nemi í flugumferðarstjórn
og aðstoðarflugumferðar-
stjóri í Keflavík.
Systkini: Benedikt, f.
1974, og Fanney, f. 1978.
Foreldrar: Svandís Magn-
úsdóttir, f. 1949, flug-
freyja, og Stefán Bene-
diktsson, f. 1946, fyrrv.
aðstoðarskólastjóri í FB.
Svandís
Stefánsdóttir
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Við tökum svefninn alvarlega.
Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni,
góðu handverki, stöðugum prófunum
og vandlega völdum efnum.
Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn
á meira en 85 ára rannsóknum og þróun.
duxiana.com
DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950
Gæði og þægindi síðan 1926
D
U
X®
,D
U
XI
A
N
A®
an
d
Pa
sc
al
®
ar
e
re
gi
st
er
ed
tr
ad
em
ar
ks
ow
ne
d
by
D
U
X
D
es
ig
n
A
B
20
12
.