Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 Lægðir á færibandi Það var slydda og hvasst í veðri þegar þessir borgarbúar biðu eftir strætisvagni í Árbænum og útlit er fyrir áframhaldandi úrkomu næstu daga: rigningu, slyddu eða él. Eggert Í vetur hefur staðið yfir dýrðarsöngur um fyrirhugaða Haga- vatnsvirkjun í greina- skrifum og er ekkert lát á því. Í upphafi var fullyrt að Land- græðslan og Skóg- ræktin þrýstu á virkj- unina, allir umsagnaraðilar væru einróma um það að henni fylgdu stórkostlegir kostir og engir gallar. Nú þegar er búið að reka þetta ofan í greinarhöfunda og formann atvinnuveganefndar Al- þingis. Landgræðslan er andvíg miðlunarlóni þarna. En það er eins og að skvetta vatni á gæs, skrifuð er enn ný grein þar sem látið er að því liggja að Ferðafélag Íslands sé mjög meðmælt virkjuninni, af því að hún muni laða að gríðarlegan ferða- mannastraum, bæta mjög allt að- gengi og skapa möguleika fyrir nýj- an og flottan skála. Hið rétta er að Ferðafélag Íslands hefur í umsögn sinni mælt á móti því að þarna verði gert miðlunarlón sem muni skilja eftir sex ferkíló- metra af nýföllnum fín- gerðum leir á hverju vori með tilheyrandi nýjum leirstormum líkt og nú þegar má sjá úr sístækkandi aurkeilu í Sandvatni neðar í Sandá. Fullyrt er nú að með hókus pókus kúnstum verði orku- verið eins konar jafn- orkuver eða ígildi rennslisvirkjunar. En í rennslisvirkjunum þarf ekki stór lón eins og vel má sjá í Sogs- virkjununum. Raunar er Kára- hnjúkavirkjun meira að segja „jafn- orkuver“ með stöðugu rennsli í inntaksgöngunum og stöðuga raforkuframleiðslu upp á 690 mega- vatta afl allt árið, en til þess þarf að miðla vatninu á milli vetrar og sum- ars í formi ljótasta miðlunarlóns með hröðustu og mestu vatnsborðs- sveiflu í heimi, þar sem 35 ferkíló- metrar lands eru þurrir og þaktir nýföllnum fínum jökulleir þegar snjó og ís leysir á vorin, sem gerir ólíft við lónið fyrir leirstormum þegar góðviðrishnjúkaþeyr er þar fyrri hluta sumars. Það vill svo til að ég dvel við þetta lón á hverju sumri og engin blaðagrein getur breytt því sem ég hef séð þar og tekið myndir af síðustu sjö vor og sumur. Í fyrr- nefndri blaðagrein er látið að því liggja að ísinn liggi svo lengi ofan á leirunum á vorin, að þegar hann loksins bráðni, séu þær komnar á kaf í bræðsluvatnið, sem hafi hækk- að og stækkað lónið upp í fulla stærð. Það er kannski vel hægt að segja þetta við þá sem ekki hafa um- gengist miðlunarlón á vorin og sumrin, en þetta rímar alls ekki við mína reynslu. Snjóinn tekur að vísu heldur fyrr upp en ísinn, en yfirleitt fer hann mjög fljótt og löngu áður en lónið er fullt. Við Hálslón er hann um metri á þykkt að meðaltali og hefur hverfandi áhrif á lónsstæðið. Greinarhöfundar allir forðast þá staðreynd, sem blasir við í Sandvatni eftir stækkun þess og blasir við í Sultartangalóni og Hálslóni, að jök- ulár fylla miðlunarlón af auri. Þá myndast nýjar og stærri leirur sem kalla á nýjar og stærri stíflur og skiptir engu hve margar kynslóððir á eftir okkur þurfa að kljást við þau vandamál, við höfum ekki leyfi til þess að ganga svona á hlut miklu fleiri afkomenda okkar en við erum sjálf. Að lokum þetta: Þegar Hálslón var kynnt sýndi Landsvirkjun glæsi- legar myndir af framtíðinni; vinsæl- ustu hálendismiðstöðinni á norður- hálendinu við Kárahnjúkastíflu þar sem lónið, stíflan og umhverfið yrði krökkt af útivistar- og ferðafólki með tjöld, klifurbúnað, seglbretti, báta og hvað eina. Undanfarin vor og sumur hefur þessi glansmynd verið dapurlegt dæmi um fáránleika og rugl. Í nágrenni Jóstedalsjökuls í Noregi er lítið vatn sem heitir Langavatn. Það sést ekki frá jökl- inum og jökullinn heldur ekki frá því. Fyrirætlanir voru um að stækka vatnið til miðlunar og búa til hag- kvæmustu og hreinustu virkjun Norðurlanda með 1.000 metra fall- hæð. Horfið var frá því vegna þess að það myndi skemma ímynd svæð- isins! Sunnar, niðri í dal, sem liggur samsíða jöklinum, eru tveir litlir þverdalir. Áður en virkjanaæði Norðmanna lauk endanlega fyrir um 15 árum, var vatn eitt, sem lá í öðrum dalnum stækkað með stíflu en hinn dalurinn látinn ósnertur. Í þeim dal eru tug- þúsundir ferðamanna á hverju ári en enginn ferðamaður sést í dalnum með stækkaða vatninu. Þegar ég var þar á ferð hitti ég þar einn Dana, sem sagðist hafa villst! Hvenær ætl- um við að læra af reynslu annarra þjóða í stað þess að vera áratugum á eftir þeim í þessum málum til ómælds tjóns fyrir komandi kyn- slóðir? Eftir Ómar Ragnarsson »Reynt er að breiða yfir það að nýtt og stækkað Hagavatn verður miðlunarlón og að það mun fyllast af nýjum auri með nýjum leirstormum á vorin. Ómar Ragnarsson Höfundur er áhugamaður um um- hverfismál og menningarminjar. Hagavatnsvirkjun: Aurburður og nýir leirstormar Nefnd þriggja valinkunnra lögfræð- inga hefur nú skilað af sér til innanrík- isráðherra frum- vörpum um millidóm- stig og breytingar á lögum um meðferð dómsmála. Meðal þess sem nefndin ger- ir tillögu um að breytt verði frá nú- gildandi lögum er að- ferðin við að skipa nýja hæstarétt- ardómara. Nú gildir um þetta regla sem kom ný inn í lög á árinu 2010 sem felur það í sér að stjórn- skipuð nefnd skuli ráða þessu, þó þannig að ráðherrann getur borið afstöðu sína undir Alþingi ef hann vill ekki lúta vilja nefndarinnar. Þessari nefnd ráða í reynd þeir sem með völdin fara við dóm- stólana. Fyrir þeim hópi fer fyrirliðinn, forseti Hæstaréttar. Umhverfis hann sitja svo fulltrúar sem allir sem til þekkja vita að eru forsetanum hand- gengnir og lúta vilja hans í einu og öllu. Þetta kerfi hefur leitt til þess að ekki verða aðrir skipaðir í emb- ætti hæstaréttardóm- ara en þeir sem eru þessum valda- hópi innan dómskerfisins þóknanlegir. Lögmenn og héraðs- dómarar vita vel hvernig þetta virkar. Nefndin og reyndar Hæsti- réttur sjálfur á undan henni (rétt- urinn fór þá með umsagnarvald um dómaraefni) hefur um langan Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » „Svo mikið er víst að klíkuaðferðin sem nú gildir er með öllu ótæk. Gildir þá einu þó að eiginkona forseta réttarins komi fram í fjölmiðlum og lýsi skoð- un þeirra hjóna á þessu.“ Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögfræðingur. Um skipun dómara að Hæstarétti Íslands tíma misbeitt valdi sínu til að tryggja framgang vina og kunn- ingja inn í þetta samfélag. Við nið- urröðun nefndarinnar á umsækj- endum hafa kunningjarnir verið færðir upp á kostnað hæfari um- sækjenda. Nú er svo komið að Hæstiréttur er samsettur úr þessu kunningjasamfélagi án mikilla undantekninga. Nefndin sem samdi frumvörpin hefur viljað brjótast út úr þessari skipan með því að leitast við að tryggja að persónuleg tengsl og kunningsskapur við sitjandi dóm- ara yrði ekki lengur allsráðandi við skipun nýrra dómara. Hún leggur til að nefnd skuli meta hæfni umsækjenda en ekki raða hinum hæfu niður í forgangsröð. Ráðherra skuli velja einn en þó þannig að skipun hans skuli þurfa samþykki meiri hluta Alþingis. Með þessu er gert ráð fyrir að æðsti handhafi framkvæmdarvalds og handhafi löggjafarvaldsins skuli báðir eiga aðild að skipun dómara við æðsta dómstól þjóð- arinnar. Vert er að hafa í huga að þessir valdhafar sækja báðir um- boð sín til þjóðarinnar sjálfrar og bera ábyrgð gagnvart henni. Það gerir nefndin ekki sem nú ræður þessu. Líklega er erfitt að finna full- komna aðferð við að skipa nýja dómara að Hæstarétti Íslands. Svo mikið er víst að klíkuaðferðin sem nú gildir er með öllu ótæk. Gildir þá einu þó að eiginkona for- seta réttarins komi fram í fjöl- miðlum og lýsi skoðun þeirra hjóna á þessu. Leiðin sem nefndin leggur til er sjálfsagt ekki galla- laus. Samt má telja að hún tryggi betur en aðrar leiðir, sem bent hefur verið á, hlutleysi og mál- efnalegan grundvöll fyrir þessum ákvörðunum. Þeir sem hafa hug- myndir um betri aðferðir ættu að koma fram með þær. Sjálfsagt er að kanna aðra valkosti ef þeir eru fyrir hendi. Hitt er samt ljóst að afnema verður ofurvald dóm- araelítunnar sem nú ræður á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.