Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 17
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. www.mats.is Vistlegt Húsnæðið á stúdentagörðunum er eftirsótt. Þarfagripur Reiðhjól eru algeng á háskólasvæðinu. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015  Vesturbæjarlaugin er ein hin vinsæl- asta í Reykjavík. Hún var upprunalega byggð árið 1961 eftir teikningu Bárðar Ísleifssonar, en gerðar hafa verið end- urbætur 1976 og síðar meir. Barnalaug- in er samtengd aðallauginni sem er 25 m á lengd. Fjórir heitir pottar eru með mismunandi hitastig. Þar er einnig gufubað. Í Vesturbæjarlaug læra grunn- skólabörn í hverfinu sundtökin. Laugin er ekki aðeins sótt af Vesturbæingum, þótt þeir séu fjölmennir, heldur koma gestir víða að. Mjög var vandað til alls þegar laugin var byggð. Meðal annars var listakonan Barbara Árnason fengin til að myndskreyta veggi í forsal laug- arinnar. Önnur veggmyndin skemmdist, aðallega vegna raka, og var tekin niður 1995. Hún er nú í geymslu Listasafns Reykjavíkur og óvíst hvort verkið kemur aftur í sundlaugarbygginguna. Vesturbæjarlaugin afar vinsæl Vesturbæjarlaug Ein vinsælasta sundlaug Reykjavíkur. Morgunblaðið/Sverrir  Hið gamla timburhús Benedikts skálds Gröndals fær innan tíðar nýtt heimili. Það verður til frambúðar inn- an um önnur gömul hús í Grjótaþorp- inu, nánar tiltekið á Vesturgötu 5b. Þar bíður þess grunnur og þar verður flikkað upp á húsið í sumar, en það hefur um nokkurt skeið staðið hálf- umkomulaust úti á Granda. Húsið, sem byggt var 1881, var oft kallað Púltið, Skrínan eða Skattholið vegna hins sérkennilega byggingarlags, en það er tvílyft að framan og einlyft að aftan. Járnsmiðja var í húsinu fyrstu árin, en skáldið breytti henni í stofu og bjó í húsinu til dauðadags 1907. Gröndalshús fer í Grjótaþorp Morgunblaðið/Júlíus. Gröndalshús Það verður flutt í Grjótaþorpið í sumar og lagfært. Stærstu úthlutanir íbúða á stúdentagörðum eru á haustin þegar nýtt skólaár hefst. Um 1.100 manns voru á biðlista eftir þá úthlutun í haust. Það eru jafn margir og leigueiningar stúdentagarðanna. Í dag eru 640 manns á biðlista sem verður að teljast mikill fjöldi miðað við árstíma. Miðað við biðlista og skort á framkvæmdum er útlit fyrir að fjölgun stúdentaíbúða verði áfram mikil hagsmunabarátta meðal stúdenta við Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Fé- lagsstofnunar stúdenta (FS), segir biðlistana alltaf langa burtséð frá ástandinu í þjóðfélaginu. „Síðustu ár hefur þó verið að fjölga aftur á biðlistunum og það eru margir sem komast aldrei að,“ segir Rebekka. Að sögn Rebekku er mesta eftirspurnin eftir ein- staklingsíbúðum og hefur FS lagt áherslu á að fjölga slíkum íbúðum. Framkvæmdir standa nú yfir í Braut- arholti þar sem um hundrað einstaklings- og par- íbúðir koma til með að rísa á næsta ári en Rebekka vonast til þess að hægt verði að taka þær íbúðir í notkun um mitt næsta ár, 2016. Rebekka segir húsnæðisvanda fólks sem hefur lítið á milli hand- anna, þar á meðal stúdenta, vera viðvarandi vandamál sem þurfi að leysa. „Við teljum að það þurfi að byggja um 1.000 einingar til við- bótar við þær 1.100 sem eru fyrir,“ segir Rebekka. Viljayfirlýsing Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, um að byggja 750 íbúðir á næstu fimm árum sé ekki næg í sjálfu sér, það þurfi að koma til framkvæmda. „Það er skilningur á húsnæðisvanda stúdenta en hlutirnir gerast hægar en við myndum vilja. Verkefnið í Braut- arholti átti til dæmis að fara í gang fyrir nokkuð löngu en þétting byggðar er flókin og ferlið tíma- frekt. Auðvitað reynum við að vera vongóð og von- umst til að við náum að byggja samkvæmt áætlun,“ segir Rebekka. FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA Rebekka Sigurðardóttir Margir sem komast aldrei af biðlistunum Ferðamenn sýna slippnum áhuga „Járniðnaður og ferðaþjónusta eru ólíkar greinar. Eigi að síður er ná- býlið gott. Að svona starfsemi sé inni í miðri borg er einsdæmi. Við finnum að útlendingar sem rölta hér um Ægisgarð og fara í hvala- skoðunarferðir eru margir hverjir áhugasamir um það sem við erum að fást við,“ segir Páll Kristinsson verkefnisstjóri í slippnum við Mýr- argötu. Sú starfsemi er á vegum Stálsmiðjunnar-Framtaks sem er með starfsemi í Garðabæ, á Ártúns- höfða og á Grundartanga, en mest ber þó á þeirri starfsemi sem er í hjarta Reykjavíkur. Verkefnastaðan í slippnum er þokkaleg um þessar mundir, þó ekkert skip sé í dráttarbraut sem stendur. „Strax og loðnuvertíð lýk- ur undir lok þessa mánaðar eigum við von á skipum og fleira er í far- vatninu,“ segir Páll, sem fer fyrir 25-30 körlum sem vinna við Mýr- argötu. Í það heila talið eru starfs- menn fyrirtækisins um 150. „Þegar Hótel Marina hóf hér starfsemi vorum við smeykir um árekstra, en raunin hefur orðið önnur. Í gestamóttöku rúllar mynd- band sem sýnir skip tekin í drátt- arbrautir – og þegar við erum í slíku ati eru hótelgestir gjarnan úti á svölum,“ segir Páll. En þrátt fyrir þetta eru breytingar í vændum. Gert sé ráð fyrir íbúðabyggð og frekari uppbyggingu gisti- og veit- ingastarfsemi á Mýrargötureit og að skipaþjónustan flytjist að Grund- artanga. Raunar er langt síðan drög að slíku voru lögð. Líklegt sé þó, að sögn Páls, að innan fimm ára eða svo verði starfsemin öll komin í Hvalfjörðinn. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Stál Útlendingar sem rölta um Ægisgarð eru áhugasamir um það sem við erum að fást við,“ segir Páll Kristinsson. Hvalbátarnir eru í baksýn.  Dráttarbraut í 101  Fer á Grundartanga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.