Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 REYKJAVÍK VESTURBÆR H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Vesturbæingar eru áfram um að gerðar verði bragarbætur í hverfinu sem stuðlað geti að auknu öryggi gangandi vegfar- enda. Könnun sem Íbúasamtök Vesturbæjar létu gera leiddi í ljós að margir telja að koma þurfi upp öruggri göngubraut yfir Hring- braut. Yrði henni markað breitt upplýst svæði og gróf klæðning á yfirborði yrði til að ökumenn drægju úr hraða. Þetta segir Birgir Þröstur Jóhannsson, formaður íbúasamtakanna. Leggja orð í belg „Samfélagsmiðlar eru starfi okk- ar mikilvægir. Íbúar leggja orð í belg og taka þátt og stjórn samtak- anna tekur af skarið og setur mál á dagskrá,“ segir Birgir Þröstur. „Við höfum sérstaklega litið til ný- bygginga við hafnarsvæði Vest- urbæjar og barist fyrir lágreistari byggð sem væri í hlutföllum við þau hús sem fyrir eru. Við berjumst fyr- ir almennum rétti íbúa og nauðsyn samráðs. Íbúarnir eru á vissan hátt eigendur þess hverfis sem þeir búa í og eru aðalhagsmunaaðilarnir þegar kemur að framkvæmdum.“ Sem dæmi um viðfangsefni Íbúa- samtaka Vesturbæjar um þessar mundir nefnir Birgir aftur umferð- armálin, svo sem Hringbraut sem sker Vesturbæ í tvennt. Börn úr þeim hluta hverfisins sem er ofan Hringbrautar eigi þar oft leið um og fari í skóla, sund og á íþrótta- æfingar. Fleiri til þátttöku „Við höfum bent á nauðsyn þess að merkja gangbrautir og setja gönguljós yfir Mýrargötu og Ána- naust,“ segir Birgir. Bætir við að nú séu samtökin einnig í samvinnu við stjórn KR um fá ný svæði fyrir íþróttaaðstöðu. Þörfin þar sé brýn. Starf íbúasamtakanna hefur, að sögn Birgis, einkum beinst að hags- munum þeirra sem búa norðan Hringbrautar. Nú sé hins vegar á dagskrá næsta aðalfundar að stækka samtökin formlega og fá íbúa á Melum, Skjólum og Granda til þátttöku, enda margt á þeim slóðum sem vert sé að huga að og vinna að úrbótum. sbs@mbl.is Við tökum af skarið Morgunblaðið/Júlíus Hagatorg Öryggi í umferð er áherslumál hjá Íbúasamtökum Vesturbæjar. Birgir Þ. Jóhannsson Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl.is Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Daði Rúnar Einarsson búa í íbúð á stúd- entagörðum að Eggertsgötu 32 í Reykjavík, í göngufjarlægð frá Há- skóla Íslands þar sem þau leggja bæði stund á grunnnám í sálfræði. Sigurbjörg er skráð fyrir íbúðinni sem er einstaklingsíbúð. Sigurbjörg er uppalin í Ólafsvík og gekk í Menntaskólann á Ak- ureyri en Daði Rúnar sem er frá Hafnarfirði og gaflari í húð og hár fór í Flensborgarskólann. Þaðan lágu leiðir þeirra beggja í sál- fræðinám en þau eru bæði í stjórn nemendafélags sálfræðinema, Animu. Þegar Sigurbjörg og Daði Rúnar fóru að draga sig saman snemma á síðasta ári dvaldi hann í auknum mæli hjá henni í íbúðinni, enda stutt frá skólanum. Kærustu- parið hefur nú búið í hálft ár á stúd- entagörðum og líkar vel. „Það besta við stúdentagarðana er örugglega staðsetningin og ódýr leiga,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg beið í tæpa fjóra mánuði eftir einstaklingsíbúð. Það telst nokkuð vel sloppið en þar sem Sigurbjörg er af landsbyggðinni nýtur hún forgangs á biðlistum eftir íbúðum. Þeir sem búsettir eru á höf- uðborgarsvæðinu þurfa oft að bíða mun lengur eftir úthlutun á íbúð. Sigurbjörg segir nauðsynlegt að fjölga íbúðum fyrir háskólanema. Það séu fæstir nemar fjárhagslega tilbúnir til þess að leigja íbúð á al- menna leigumarkaðnum og því séu stúdentaíbúðir nauðsynlegar. „Mað- ur er alltaf að heyra af fólki á bið- lista eftir íbúð,“ segir Sigurbjörg en parið bíður nú eftir að geta flutt sig í paríbúð sem er ætlað fyrir barn- laus pör. Slíkar íbúðir eru nokkuð stærri en einstaklingsíbúðirnar og eru til að mynda búnar sérsvefn- herbergi. Morgunblaðið/Eggert Hamingjusöm Sigurbjörg og Daði Rúnar eru eins hamingjusöm með íbúðina á stúdentagörðum og hvort með annað. Rugla saman reytum á stúdentagörðunum  Staðsetningin og lág leiga það besta við stúdentagarðana Fáum kaffihúsum hefur verið beðið eftir með eins mikilli eftirvæntingu og Kaffihúsi Vesturbæjar sem var opnað síðastliðið haust. „Aðsóknin hefur verið jöfn og þétt og mér finnst alveg ótrúlegt að hugsa til þess að við opnuðum bara í október. Hverfið hefur tekið okk- ur opnum örmum og mér líður sjálfum eins og kaffihúsið hafi allt- af verið þarna,“ segir Pétur Mar- teinsson, einn eigenda Kaffihúss Vesturbæjar. Pétur segir verkefnið persónulegt. „Við litum alltaf á þetta sem samfélagslegt verkefni frekar en eitthvað annað. Þetta er mjög persónulegt verkefni fyrir okkur enda búum við öll í hverfinu og það skiptir okkur máli að það sé vel að þessu staðið,“ segir Pétur. Afgreiðslutími kaffihússins hent- ar fjölbreyttum kúnnahóp þess. Má segja að staðurinn sé ekki bara kaffihús heldur einnig veitingahús og krá. Matseðill kaffihússins er fjöl- breyttur en Pétur segist fyrst og fremst stoltur af kaffinu. „Við leggjum ríka áherslu á kaffið og er- um rosalega stolt af því. Við kaup- um baunir og látum rista þær af ís- lenskum aðilum sem eru með sérstaka blöndu fyrir okkur. Í matnum myndi ég segja að við vær- um hvað stoltust af vegan- borgaranum,“ segir Pétur. Morgunblaðið/Eggert Kaffiunnendur Vesturbæingar eru himinlifandi með nýja kaffihúsið. Persónulegt og sam- félagslegt verkefni  Kaffibaunirnar sérristaðar fyrir staðinn DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.