Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég þakka þann mikla heiður sem Hagþenkir veitir okkur, bæði bók- inni og mér sem ritstjóra,“ segir Guðrún Kristinsdóttir, ritstjóri bók- arinnar Ofbeldi á heimili – Með augum barna, sem í gær hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir árið 2014. Meðhöfundar bókarinnar eru Ingibjörg H. Harðardóttir, Margrét Ólafsdóttir, Steinunn Gestsdóttir, Margrét Sveinsdóttir og Nanna Þóra Andrésdóttir. Hagþenkir – fé- lag höfunda fræðirita og kennslu- gagna hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit og námsgögn eða aðra miðlun fræði- legs efnis til almennings. Verð- launaupphæðin er ein milljón króna. Hafa unnið stórvirki Í greinargerð viðurkenningarráðs Hagþenkis segir að bókin sé „þarft og mikilvægt innlegg í samfélags- umræðuna og hafa höfundarnir unnið stórvirki í að varpa ljósi á að- stæður, þekkingu og seiglu barna og unglinga sem búa við ofbeldi og búa til farveg fyrir raddir þeirra inn í opinbera umræðu“. Þar segir jafnframt að bókin „einkennist af djúpri umhyggju og virðingu fyrir börnum og mæðrum sem þurfa að þola ofbeldi. Verkið ber einnig vitni áræði og hugrekki höfunda og rit- stjóra. Þær taka kinnroðalaust fram að rannsókn þeirra sé byggð á fem- ínískum fræðum og grundvallist á þeirri sýn að undirrót heimilis- ofbeldis sé undirskipun kvenna og barna í feðraveldissamfélagi“. Vernd felst í samveru Í samtali við Morgunblaðið segist Guðrún fagna allri athygli sem bók- in fái, því þannig nái hún til fleiri. „Aðalatriðið í mínum huga er að fólk láti málefnið meira til sín taka. Markmið okkar með bókinni var að vekja athygli á þeirri meinsemd sem heimilisofbeldi er og sér- staklega vekja athygli á aðstæðum barna,“ segir Guðrún og bendir á að bæði rannsókn höfunda bókarinnar og erlendar rannsóknir hafi leitt í ljós að börn viti almennt mun meira um heimilisofbeldi en margir halda. „Við ræddum við 1.100 grunn- skólabörn í 4.-10. bekk í 13 grunn- skólum og leiddi könnun okkar óyggjandi í ljós að íslensk börn þekkja almennt vel til heimilis- ofbeldis, geta skilgreint hugtakið með eigin orðum og hafa skoðanir á því,“ segir Guðrún. Tekur hún fram „Ber vitni áræði og hugrekki höfunda“  Bókin Ofbeldi á heimili – Með aug- um barna hlaut verðlaun Hagþenkis Í nálægri framtíð fer vélvæddur lög- regluher með eftirlit með glæpamönn- um en fólk fær nóg af vélmennalöggum og fer að mótmæla. Metacritic 38/100 IMDB 8,0/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Smárabíó 17.00, 17.30, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40 Háskólabíó 22.20 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Chappie 16 Skólastelpa gerir uppreisn gegn goggunarröðinni í skólanum. Bönnuð innan tíu ára. Metacritic 56/100 IMDB 7,2/10 Laugarásbíó 17.50, 20.00 Smárabíó 17.45, 20.10, 22.30 Borgarbíó Akureyri 20.00 The DUFF Svindlarinn Nicky neyðist til að leyfa ungri og óreyndri stúlku, Jess, að taka þátt í nýjasta ráðabrugginu þótt honum sé það þvert um geð. Metacritic 56/100 IMDB 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 15.20, 17.40, 17.40, 20.00, 20.00, 22.20, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Focus 16 Kingsman: The Secret Service 16 Háleynileg njósnasamtök ráða til sín óslípaðan en efni- legan götustrák. Metacritic 59/100 IMDB 8,3/10 Laugarásbíó 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.10 Smárabíó 20.00, 22.45 Borgarbíó Akureyri 22.00 Before I Go to Sleep 16 Christine Lucas vaknar á hverjum morgni algjörlega minnislaus um það sem gerst hefur í lífi hennar fram að því. Metacritic 41/100 IMDB 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Fifty Shades of Grey 16 Háskólaneminn Anastasia Steele kynnist þjökuðum milljarðamæringi að nafni Christian Grey. Mbl. bbnnn Metacritic 53/100 IMDB 4,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 22.00 Smárabíó 20.00, 22.40 Into the Woods Metacritic 69/100 IMDB 6,3/10 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00 Sambíóin Akureyri 17.20 Smárabíó 17.00 The Theory of Everything 12 Mynd sem fjallar um eðlis- fræðinginn Stephen Hawk- ing og samband hans við eiginkonu sína. Jóhann Jóhannsson hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tón- listina. Metacritic 72/100 IMDB 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.20 Veiðimennirnir 16 Gamalt morðmál kemur upp á yfirborðið og tengist stúd- entum af auðugum ættum sem nú eru orðnir valda- menn í dönsku samfélagi. Morgunblaðið bbbnn IMDB 7,2/10 Laugarásbíó 22.10 Háskólabíó 17.30, 20.00 Borgarbíó Akureyri 17.50 Birdman 12 Leikarinn Riggan er þekktastur sem ofurhetjan Birdman. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDB 8,3/10 Háskólabíó 20.00, 22.30 The Grump Ein vinsælasta mynd Finna frá upphafi, um sauðþráan og íhaldssaman bónda á ní- ræðisaldri sem hefur æva- forn gildi í hávegum. Metacritic 72/100 IMDB 7,5/10 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.40 Still Alice Hjá Alice Howland virðist allt leika í lyndi en lífið umturn- ast þegar hún er greind með Alzheimer. Metacritic 72/100 IMDB 7,5/10 Laugarásbíó 17.50, 20.00 The Imitation Game 12 Stærðfræðingurinn Alan Tur- ing réði dulmálslykil Þjóð- verja í Seinni heimsstyrjöld. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 72/100 IMDB 7,9/10 Sambíóin Egilshöll 22.10 Sambíóin Kringlunni 17.30 Svampur Sveinsson: Svampur á þurru landi IMDB 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 15.40, 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Akureyri 17.50 Sambíóin Keflavík 17.50 Paddington Morgunblaðið bbbmn Metacritic 76/100 IMDB 7,6/10 Laugarásbíó 16.00 Sambíóin Keflavík 17.50 Smárabíó 15.30 Annie Munaðarleysinginn Annie er kát stúlka sem er ekkert blá- vatn. Metacritic 33/100 IMDB 5,0/10 Laugarásbíó 17.00 Smárabíó 17.00 Háskólabíó 17.30 Hot Tub Time Machine 2 12 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Akureyri 22.20 Ömurleg brúðkaup Morgunblaðið bbbnn Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 17.50 American Sniper 16 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 74/100 IMDB 7,6/10 Sambíóin Kringlunni 22.40 Jupiter Ascending 12 Metacritic 47/100 IMDB 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.30 Hrúturinn Hreinn IMDB 7,7/10 Laugarásbíó 15.50 Big Hero 6 Sambíóin Álfabakka 15.40 Óli Prik Morgunblaðið bbbbn Bíó Paradís 20.00 Hefndarsögur Bíó Paradís 18.00, 22.20 Flugnagarðurinn Morgunblaðið bbbmn Bíó Paradís 20.20, 22.10 Ferðin til Ítalíu Morgunblaðið bbmnn Bíó Paradís 20.00 What We Do in the Shadows Bíó Paradís 18.00, 22.00 Whiplash Morgunblaðið bbbbn Bíó Paradís 18.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna er leiðandi framleiðandi LED lýsingar og stýringa og býður heildarlausnir fyrir hótel og ráðstefnusali Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum, lýsingarhönnuðum og arkitektum Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi. www.reykjafell.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.