Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 Monróvíu. AFP. | Síðasti staðfesti ebólusjúklingurinn í Líberíu var út- skrifaður í gær og greindi Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin, WHO, frá því á miðvikudag að í fyrsta sinn í níu mánuði hefði vika liðið án þess að nýtt smit hefði verið greint. Heilbrigðisstarfsfólk og em- bættismenn fögnuðu þegar Beatrice Yordoldo gekk út af meðferðarmið- stöðinni, sem Kínverjar reistu til að berjast gegn ebólufaraldrinum í landinu, í úthverfinu Paynesville í höfuðborginni Monróvíu. „Í dag er ég mjög þakklát almátt- ugum guði og kínversku miðstöðinni og öllum líberísku hjúkrunarfræð- ingunum, sem vinna með þeim,“ sagði Yordoldo, sem var lögð inn fyr- ir tveimur vikum. „Ég vissi ekki að ég gæti lifað þetta af.“ „Þetta er síðasta staðfesta ebólu- tilfellið í öllu landinu,“ sagði Tolbert Nyenswah, aðstoðarheilbrigðisráð- herra, þegar Yordoldo var kvödd. „Nú eru þrettán dagar liðnir án nýs tilfellis. Þetta er mikill dagur fyrir Líberíu.“ Tæplega 24 þúsund manns hafa smitast af ebólu síðan í desember 2013, nánast allir í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne. 9.807 þeirra hafa lát- ist, samkvæmt tölum WHO. Þar af hafa 4.117 látið lífið í Líberíu. Fyrir sex mánuðum voru tilkynnt þrjú hundruð ný tilfelli af sjúkdómnum á viku. Heilbrigðiskerfi Líberíu stendur veikum fótum eftir borgarastyrjaldir og þegar ebólufaraldurinn stóð sem hæst varð að vísa fólki frá sjúkra- húsum og heilsugæslum og létu margir lífið á víðavangi. Nú hefur tekist að snúa taflinu við með inn- lendu átaki og erlendri aðstoð. Ástandið er hins vegar ekki jafn gott í Gíneu og Síerra Leóne. Þar voru 132 ný tilfelli staðfest í liðinni viku. Að sögn WHO smitast sjúk- dómurinn víða í Síerra Leóne og sömuleiðis er áhyggjuefni að þar virðist sjúkdómurinn í sókn því að 51 nýtt tilfelli greindist í liðinni viku, en aðeins 35 ný tilfelli í vikunni þar á undan. Heilbrigðismálastofnunin segir að þetta bendi til að ekki sé skilningur í þessum löndum á að einangra þurfi sjúklinga strax og hefja meðferð án tafar. AFP Heil heilsu Beatrice Yordoldo, síð- asti ebólusjúklingurinn í Líberíu. Síðasti ebólusjúkling- urinn útskrifaður  Fyrsta vikan án ebólu í níu mánuði í Líberíu  Enn áhyggjur af útbreiðslu ebólu í Gíneu og Síerra Leóne Fjöldi rússneskra hermanna hefur fallið í átökunum í austurhluta Úkra- ínu að sögn Alexanders Vershbows, aðstoðarframkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins. „Mikill fjöldi rúss- neskra hermanna berst og fellur í Austur-Úkraínu,“ sagði Vershbow á blaðamannafundi í Riga, höfuðborg Lettlands, í gær, að því er segir í frétt frá AFP. Sagði hann að það yrði stöðugt erfiðara fyrir rússnesk stjórnvöld að leyna þessu. Rússenskir embættismenn vísuðu í gær á bug full- yrðingum Bandaríkjamanna um að rússnesk stjórnvöld hefðu sent „þúsundir“ hermanna til að berjast með að- skilnaðarsinnum í Úkraínu. „Þessar tölur, sem eru úr lausu lofti gripnar, draga auðvitað kjark úr og rugla al- þjóðasamfélagið í ríminu,“ sagði Alexander Lúkasj- evits, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins. Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði á þingi í vikunni að þúsundir rúss- neskra hermanna væru í Úkraínu. Margir Rússar fallnir í Úkraínu  Rússar neita fullyrðingum Alexander Vershbow Stuðningsmenn rússneska kommúnistaflokksins komu saman í gær við leiði Jósefs Stalíns, einræðisherra Sov- étríkjanna, og minntust þess að 62 ár voru liðin frá því að Stalín lét lífið. Arfleifð Stalíns er umdeild í Rússlandi, þar sem sagn- fræðingar kenna honum sérstaklega um að hafa orðið valdur að andláti milljóna manna. Margir Rússar telja hins vegar Stalín hafa verið þjóðhetju. AFP Minnast Stalíns á ártíð hans Saud al-Faisal prins, utanríkis- ráðherra Sádí-Arabíu, hvatti í gær Bandaríkjamenn til þess að taka þátt í landhernaði gegn Ríki íslams í Sýr- landi og Írak. Sagði hann að banda- menn þyrftu að taka höndum saman til þess að mæta samtökunum á jörðu niðri, en Bandaríkin hafa ásamt bandamönnum sínum haldið úti loft- árásum á stöðvar Ríkis íslams síðustu mánuði, en nokkur arabaríki, þar á meðal Sádí-Arabía og Jórdanía, hafa einnig tekið þátt í loftárásunum. Faisal nýtti einnig tækifærið til þess að vara við því að Íranir væru að reyna að „ná völdum“ í nágrannaríkinu Írak með því að aðstoða í baráttunni gegn Ríki íslams. Íranskar sveitir hafa á síðustu dögum aðstoðað íraska herinn í sókn hans gegn borginni Tíkrít, fæðingarstað Saddams Hussein, sem nú er á valdi Ríkis íslams. Martin Dempsey, hershöfðingi í Bandaríkjaher, sagði á dög- unum að aðstoð Írana gæti verið af hinu góða, svo fremi sem hún ýti ekki undir frekari trúardeilur í Írak. Vilja landhernað gegn Ríki íslams  Sádar vara við Írönum Saud al-Faisal SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 27.02.15 - 05.03.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Kamp Knox kilja Arnaldur Indriðason Náðarstund kilja Hannah Kent Iceland Small World- lítil Sigurgeir Sigurjónsson Hreint mataræði Dr. Alejandro Junger Dansað við björninn Roslund & Thunberg Ömmumatur Nönnu Nanna Rögnvaldardóttir Iceland In a Bag Ýmsir höfundar Öræfi - kilja Ófeigur Sigurðsson Afturgangan Jo Nesbø Alex Pierre Lemaitre

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.