Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Erfiðlega gekk að finna hæft fólk til starfa í rannsóknarnefnd um fall sparisjóðanna og jafnvel að halda í fólk sem þegar var að störfum. Þetta er haft eftir nefndarmönn- um og starfsmönnum nefndarinnar í greinargerð um rannsóknarnefndir Alþingis um Íbúðalánasjóð og fall sparisjóðanna. Var hún tekin saman af lagaskrifstofu Alþingis að tilhlut- an forsætisnefndar Alþingis. Mark- miðið var að varpa ljósi á hvaða lær- dóm megi draga af þeirri reynslu sem fengist hefur af starfi nefnd- anna síðan lög um rannsóknarnefnd- ir voru samþykkt á Alþingi 2011. Vinnan kostaði 571 milljón Erfiðleikar við mannahald í spari- sjóðaskýrslunni vekja athygli í ljósi þess að kostnaður við nefndina var alls 678,6 milljónir. Kostnaður við nefndarmenn var þar af 149,9 millj- ónir, kostnaður við starfsmenn 232,9 milljónir og aðkeypt sérfræðiþjón- usta kostaði 188,5 milljónir. Alls ger- ir þetta rúma 571 milljón króna. Það sjónarmið fulltrúa nefndar- innar kemur fram í greinargerðinni að „starfsmenn sem ráðnir hafa ver- ið tímabundið, en eru í atvinnuleit, taki frekar föst störf sem bjóðist, þ.e. þiggi starf hjá nefndinni á meðan þeir eru að leita sér að föstu starfi“. „Þá hafi reynst erfitt að sjá fyrir þær tafir sem urðu á störfum nefndarinn- ar og þar með að halda fólki sem bundið var af öðru starfi eða námi,“ segir þar jafnframt. Á grundvelli laga um rannsóknar- nefndirnar hafa verið skipaðar tvær nefndir; Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð og Rannsóknar- nefnd Alþingis um fall sparisjóð- anna. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið varð til í kjölfar þess að 12. desember 2008 samþykkti Al- þingi frumvarp um þá rannsókn. Segir í greinargerðinni að kostn- aður við nefndirnar þrjár sé rétt um 1.500 milljónir króna, að teknu tilliti til hækkunar á verðlagi. Þessi kostn- aður reyndist meiri en áætlað var. Það skýrir líklega hvers vegna höfundar greinargerðarinnar leggja áherslu á afmörkun viðfangsefna. Vinnan verði markvissari Í kaflanum samantekt og ályktan- ir segir að gera megi skipun rann- sóknarnefnda markvissari með því að skýra betur hlutverk stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar, forsætis- nefndar og forseta Alþingis í lögum um rannsóknarnefndir. Liður í því sé að greina annars vegar á milli undir- búnings þingsályktunartillögu um skipun rannsóknarnefndar og hins vegar undirbúnings við að hrinda í framkvæmd ályktun Alþingis. „Áður en stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd fjallar endanlega um þings- ályktunartillögu um skipun rann- sóknarnefndar ætti nefndin að kynna forseta Alþingis drög að til- lögunni og leita umsagnar hans … Enn fremur ætti nefndin að áætla umfang rannsóknar, t.a.m. fjölda nefndarmanna; hvaða kröfur eigi að gera til kunnáttu þeirra; hvað megi áætla hæfilegan undirbúningstíma áður en eiginleg rannsókn getur haf- ist og áætla kostnað … Eftir að til- laga til þingsályktunar hefur verið samþykkt er það í verkahring for- seta Alþingis að finna menn til þess að stýra rannsókn, einn til þrjá eftir atvikum, og afmarka nánar umfang rannsóknarinnar“. Loks vekur athygli að lögð er áhersla á það í greinargerðinni að lög um rannsóknarnefndir veiti „ekki leiðbeiningar um það hvenær rétt sé að fela rannsóknarnefnd að meta lögfræðileg atriði sem varpað geti ljósi á það hvort grundvöllur sé fyrir því að einstaklingar eða lögaðil- ar skuli sæta ábyrgð“. Samkvæmt upplýsingum frá Al- þingi hófst vinnan við greinargerð- ina árið 2013 og var ákvörðun um verkið tekin af forsætisnefnd í kjöl- far stjórnarskipta vorið 2013. Höfðu menn þá þegar áhyggjur af umfanginu við vinnu nefndanna. Mikil vinna var lögð í greinargerðina á tímabilinu frá okt. 2013 til jan. 2014 og var hún unnin með hléum 2014 og svo settur kraftur í að ljúka verkinu í árslok 2014. Vinnu lauk í desember sl. Minnst 10 manns komu að henni. Erfiðlega gekk að finna hæft fólk  Lagaskrifstofa Alþingis skilar greinargerð um rannsóknarnefndir Alþingis  Fulltrúar nefndar um sparisjóði segja að erfitt hafi verið að manna nefndina  Kostnaður við þrjár nefndir var 1,5 milljarðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðamikil Skýrslan um sparisjóðina kostaði hátt í 700 milljónir króna. Einar K. Guðfinnsson, forseti Al- þingis, væntir þess að forsætis- nefnd leggi fram nýtt frumvarp um rannsóknarnefndir á þessu vorþingi, á grundvelli greinargerðar lagaskrifstofu þingsins. Hann segir greinargerðina gagnlegt innlegg í endurskoðun þessara mála. „Ég held að þessi greinargerð geti lagt mjög mikilvægan grunn að þeirri endur- skoðun sem framundan er varð- andi fyrirkomulag á rannsókn- arnefndum.“ Mjög mikilvægt gagn „Það var ákveðið að minni til- lögu á fundi forsætisnefndar á sínum tíma að fara af stað með þessa vinnu og jafnframt að láta ekki frekari vinnu rannsókn- arnefnda fara af stað á meðan við erum að vinna að endurskoðun á fyrirkomulaginu og mögulega á lögunum. Þannig að ég tel að þetta sé mjög mikilvægt gagn,“ segir Einar. Öllum sé ljóst hvað gera á „Í raun og veru þarf að tvískipta þessu þegar við erum að taka ákvörðun um rannsóknarnefndir. Í fyrsta lagi þarf sú nefnd sem hef- ur með málið að gera í þinginu, sem er stjórnskipunar- og eft- irlitsnefnd, að gæta þess að við- fangsefnið sé skýrt afmarkað, þannig að það sé öllum ljóst sem vinna þetta verk hvað nákvæm- lega sé farið fram á að unnið sé. Tillagan [hjá lagaskrifstofu Al- þingis] gengur út á það að forseti Alþingis beri ábyrgð á því að vinna síðan undirbúningsvinnu, kostn- aðaráætlun og leggja mat á þann tíma sem tekur að vinna verk sé það samþykkt á annað borð.“ Spurður hvort greinargerðin feli í sér áfellisdóm yfir þeirri fram- úrkeyrslu sem varð í fjárveitingum til nefndanna segir Einar að við vinnu nefndanna hafi verið farið inn á nýjar og ókannaðar brautir. Læra þurfi af reynslunni. Því sé ekki að neita að skort hafi á að verkefni væru nægilega afmörkuð. Borið hafi á sama vanda víðar, meðal annars í Danmörku. Horft til Ríkisendurskoðunar Spurður um erfiðleika við að manna nefndirnar segir Einar að í greinargerðinni sé bent á að fara megi aðrar leiðir við rannsóknir en að skipa rannsóknarnefnd. „Þar er m.a. vísað til Ríkis- endurskoðunar sem er auðvitað sjálfstæð stofnun sem heyrir und- ir Alþingi og getur tekið að sér af- mörkuð verkefni,“ segir Einar. Hann bendir svo á að þegar fólk er fengið tímabundið til starfa geti sú vitneskja sem verður til við störf nefndar horfið með því að nefndin ljúki störfum. Með því t.d. að mynda tengsl rannsóknarfólks við Ríkisendur- skoðun sé hægt að tryggja að upplýsingar varðveitist og séu til staðar í kerfinu. Þingforseti boðar frumvarp um rannsóknarnefndir í vor ÁHRIF GREINARGERÐARINNAR Einar K. Guðfinnsson www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is kranar & talíur STAHL kranar og talíur frá Þýskalandi eru áreiðanlegir vinnuþjarkar sem auðvelda alla vinnu. Kranarnir og talíurnar eru í hæsta gæðaflokki þar sem öryggi og góð ending eru höfð að leiðarljósi. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Nýju stjórnarfrumvarpi til breyt- inga á réttarfarslögum sem dreift var á Alþingi í gær er ætlað að ein- falda reglur og auka hraða máls- meðferðar. Frumvarpið gerir ráð fyrir breytingum á lögum um með- ferð einkamála, sakamála, dóms- mála, aðfara og gjaldþrotaskipta. Samhliða því að einfalda og auka málsmeðferðarhraða eru gerðar nokkrar tillögur um breytingar til samræmingar og lagfæringar á nokkrum ákvæðum réttarfarslaga. Meðal þess sem lagt er til í frumvarpinu er framkvæmd skýrslutöku á börnum en hún skal framvegis fara fram í sérbúnu hús- næði utan dómshúss, nema í þeim tilvikum þegar hagsmunir brota- þola kalla á annað. Á höfuðborg- arsvæðinu fara þó flestar skýrslu- tökur nú þegar fram í Barnahúsi en ákvæðið festir þá framkvæmd í sessi. Sú breyting verður á lögum um aðför að héraðsdómari geti afgreitt aðfarabeiðni, sem sætir meðferð skv. 13. kafla laga um aðför, með ákvörðun ef beiðnin er að öllu leyti tekin til greina. Þetta er einfaldari afgreiðsla en að kveða upp rök- studdan úrskurð og greiðir fyrir úrlausn þessara mála. Í frumvarpinu er einnig að finna ákvæði um sérstaka heimild til birtingar á niðurstöðum héraðs- dóma og að settar verði reglur um afmáningu viðkvæmra upplýsinga. Þrátt fyrir að héraðsdómar hafi hingað til verið birtir og aðgengi að þeim almennt gott hefur ekki verið fyrir hendi lagaákvæði um slíkar birtingar eða hvernig eigi að fara með birtingu á viðkvæmum upplýsingum. Skýrslur af börnum í sérbúnu húsnæði  Boða breytingu á réttarfarslögum Morgunblaðið/Ernir Alþingi Frumvarp til breytinga á réttarfarslögum liggur fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.