Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015
Leikkonan Julianne Moorehefur á undanförnum ár-um haslað sér völl með af-gerandi hætti í Hollywood.
Hún fær um þessar mundir glimr-
andi dóma fyrir frammistöðu sína í
mynd Davids Cronenbergs, Kortin til
stjarnanna, og fyrir stjörnuleik sinn í
Enn Alice hlaut hún Óskarsverðlaun
í liðnum mánuði. Hún virðist vera alls
staðar.
Enn Alice segir frá málvísinda-
prófessor við Columbia-háskóla í
New York með glæstan feril, sem
áttar sig á fimmtugsafmælinu á að
minnið er farið að gefa sig. Hún man
ekki orð og á erfitt með að ná áttum
þótt hún sé á slóðum, sem hún á að
þrautþekkja. Hún heldur að hún sé
jafnvel komin með heilaæxli og leitar
læknis, sem færir henni þær óheilla-
fréttir að hún sé með Alzheimer-
sjúkdóminn.
Myndin er gerð eftir samnefndri
skáldsögu Lisu Genovu. Alice er gift
og á þrjú börn með manni sínum. Öll
standa þau með henni og styðja.
Myndin hverfist um sjúkdóminn og
er mjög áhrifarík. Sagan er sögð frá
sjónarhóli Alice. Áhorfandinn fylgist
með því hvernig hún reynir í upphafi
að fela sjúkdóminn og síðan hvernig
hún tekst á við hann.
Alzheimer er mikill skaðræðis-
sjúkdómur. Talið er að á milli 21 og
35 milljónir manna hafi verið með
Alzheimer-sjúkdóminn í heiminum
árið 2010 og er búist við að sjúkling-
um muni fjölga verulega eftir því sem
lífaldur mannkyns hækkar. Það ár er
talið að sjúkdómurinn hafi dregið
tæplega hálfa milljón manna til
dauða. Sjúkdómurinn sækir frekar á
konur en karla. Líkurnar á að kona,
sem nær sextugu, fái Alzheimer eru
einn á móti sex. Kostnaður sam-
félagsins af Alzheimer-sjúkdómnum
og öðrum minnis- eða heilahrörn-
unarsjúkdómum er gríðarlegur. Á
heimasíðu bandarísku Alzheimer-
samtakanna segir að væri allur sá
tími, sem vinir og vandamenn Alz-
heimer-sjúklinga verja í umönnun
þeirra, metinn til fjár væri upphæðin
áttfaldar heildartekjur skyndibita-
staðarins McDonald’s.
Slíkar upplýsingar eru ekki staf-
aðar ofan í áhorfendur Enn Alice, en
þar er upphafi sjúkdómsins og
hvernig hann ágerist lýst með mjög
ágengum hætti.
Alice þarf ekki aðeins að takast á
við sjúkdóminn heldur fær hún einn-
ig þær upplýsingar að hún sé með
sjaldgæft afbrigði, sem verður til
þess að fólk fær sjúkdóminn mun
yngra en almennt gerist og gengur í
erfðir. Því séu helmings líkur á að
börnin hennar hafi erft sama veik-
leikann og þá fái þau óhjákvæmilega
sjúkdóminn.
Alec Baldwin er traustur í hlut-
verki eiginmanns Alice, sem með erf-
iðismunum reynir að halda yfirvegun
og ró á meðan kona hans hverfur inn
í óminnið. Þó virðist hann frekar vera
áhorfandi en þátttakandi í raunum
konu sinnar. Þá er Kristen Stewart
góð í hlutverki dótturinnar, sem á í
stöðugu stríði við móður sína, en er
einnig í sterkasta sambandinu við
hana og kemst að því að þótt móðir
hennar sé að hverfa er hún enn Alice.
Myndin stendur þó og fellur með
Moore, sem er óaðfinnanleg í leik sín-
um. Hún undirbjó sig vandlega undir
hlutverkið. Moore lýsti því í samtali
við The New York Times hvernig
hún kynnti sér samfélag þeirra, sem
lifa með Alzheimer-sjúkdómnum.
Hún ræddi við konur, sem höfðu ver-
ið greindar ungar með sjúkdóminn
líkt og söguhetja myndarinnar, á
Skype. Hún talaði við vísindamenn,
heimsótti sjúkrahús og dvalarheimili
fyrir sjúklinga með Alzheimer og
ræddi við stuðningshópa.
Þessi vinna hefur skilað sér í því að
áhorfandinn sér hvernig Alice missir
smám saman tökin á sjálfri sér,
hvernig kona, sem treysti á gáfur,
minni og skerpu, finnur að fjarar
undan henni. „Ég sé orðin svífa fyrir
framan mig og næ ekki í þau og ég
veit ekki hver ég er eða hverju ég
mun tapa næst,“ segir hún á einum
stað í myndinni og á öðrum stað segir
hún að hún hefði heldur viljað grein-
ast með krabbamein.
Moore sýnir hvernig Alice fer aft-
ur, framsögn hennar breytist og
hreyfingar og skerpan hverfur úr
andliti hennar, aldrei í stökkum held-
ur smám saman í þessari áhrifaríku
mynd um einn erfiðasta sjúkdóm
okkar tíma.
Glíman við Alzheimer-sjúkdóminn
Enn til staðar? Kristen Stewart og Julianne Moore í hlutverkum sínum í myndinni Enn Alice um prófessor í málvís-
indum, sem greinist með Alzheimer-sjúkdóminn. Moore fékk Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á prófessornum.
Laugarásbíó
Enn Alice (Still Alice) bbbbn
Leikstjóri: Richard Glatzer, Wash West-
moreland. Leikarar: Julianne Moore,
Alec Baldwin, Kristen Stewart, Kate
Bosworth, Shane Mcrae, Hunter Parrish
og Seth Gilliam. Bandaríkin, 2014. 101
mín.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
að í aðdraganda rannsóknarinnar
hafi flestir tekið málaleitan rann-
sakenda vel, en þó hafi hópurinn
einnig mætt því viðhorfi að ekki
ætti að ræða við börn um svona erf-
ið mál. „Um það er að segja að
vernd barna felst í samveru og sam-
ræðu fremur en þögn um hættur,
yfirgang og ofbeldi. Erlendar rann-
sóknir sýna fram á það að börn vilja
láta spyrja sig út í viðkvæm mál-
efni, því þannig skynja þau að full-
orðnir láta sig það varða hvað þeim
finnst. Fullorðnir verða að taka til
sín þau skilaboð sem börn koma
með þegar við spyrjum þau beint út
í þetta. Fullorðnir hafa of lengi ver-
ið milliliðir.“
Morgunblaðið/Eggert
Heiður Guðrún Kristinsdóttir, Ingibjörg H. Harðardóttir, Steinunn Gests-
dóttir, Margrét Sveinsdóttir, Nanna Þ. Andrésdóttir og Margrét Ólafsdóttir.
Söngvarinn Guy Sebastian verður
fulltrúi Ástrala þegar Eurovion-
keppnin fer fram í Austurríki 23.
maí nk. Eins og
fram hefur kom-
ið býðst Áströl-
um að vera með í
keppninni í ár
sem liður í
afmælisfagnaði
sökum þess að
keppnin er nú
haldin í 60. sinn.
„Það er ekki á
hverjum degi
sem maður fær tækifæri til að
syngja fyrir framan 200 milljónir
manna,“ er haft eftir Guy Sebastian
á ástralska fréttavefnum ABC. Þar
segist söngvarinn ekki enn búinn að
ákveða hvað hann ætli að syngja, en
hugsanlega velji hann lag af ný-
legri plötu sinni eða semji hrein-
lega annað.
„Lagið er enn óákveðið, en ég
veit að ég má ekki flytja lag sem
gefið var út fyrir september sl. sem
þrengir rammann nokkuð, en sem
betur fer kom nýjasta platan mín út
í nóvember,“ segir Sebastian og
tekur fram að sig langi til að syngja
annaðhvort mjög hresst lag eða
flotta ballöðu. „Aðalmarkmið mitt
er auðvitað að vera góður fulltrúi
fyrir þjóð mína.“ Þess má geta að
Guy Sebastian vann Idol-söngva-
keppnina í heimalandi sínu 2003 og
keppti í framhaldinu í Alheims-
Idol-keppni sem haldin var í Bret-
landi þar sem hann lenti í 7. sæti.
Ástralski flytjandinn þegar verið valinn
Guy Sebastian
2 VIKUR Á TOPPNUM!
aðalhlutverki
Ertu Duff
eða ertu töff?
www.laugarasbio.is
Sími: 553-2075
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á
- bara lúxus