Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Mark Lippert, sendiherra Bandaríkj-
anna í Suður-Kóreu, þurfti að undir-
gangast aðgerð í gærmorgun á
sjúkrahúsi í Seúl, eftir að tilræðis-
maður réðst á hann með eldhúshníf.
Árásin var víða fordæmd, en ríkis-
fréttamiðill Norður-Kóreu fagnaði
henni sem „réttlátri refsingu“ fyrir
heræfingar Suður-Kóreumanna með
Bandaríkjamönnum, sem hófust fyrr
í vikunni.
Lippert var viðstaddur morgun-
verðarfund þar sem hann átti að
flytja ræðu þegar tilræðismaðurinn,
Kim Ki-Jong, stökk úr sæti sínu,
hrópaði slagorð til stuðnings samein-
ingar Kóreuríkjanna og réðst að
sendiherranum. Hlaut Lippert 10
sentímetra langan skurð á hægri
kinn og auk þess sár á höndum þegar
hann reyndi að verja sig úr sæti sínu.
Kim var snúinn niður og færður á
lögreglustöð.
Mátti litlu muna að verr færi
Á blaðamannafundi á sjúkrahúsinu
þar sem gert var að sárum Lipperts
sagði einn af læknum hans að hefði
skurðurinn á andliti sendiherrans
verið aðeins neðar hefði hálsslagæð
Lipperts getað farið í sundur. Einnig
kom fram á fundinum að taugar
hefðu skaddast í vinstri úlnlið Lipp-
erts en læknum hefði tekist að laga
þær. Gert er ráð fyrir að Lippert
dvelji á sjúkrahúsinu næstu þrjá til
fjóra daga.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
hefur fordæmt árásina og hringdu
bæði Barack Obama Bandaríkjafor-
seti og John Kerry, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, í Lippert til
þess að óska honum skjóts bata.
Kerry, sem nú er í heimsókn í Sádi-
Arabíu, sagði við fjölmiðla að Banda-
ríkjamenn myndu aldrei láta undan
ógnunum á borð við þessa árás.
Vildi reisa Kim Jong-il styttu
Forseti Suður-Kóreu, Park Geun-
Hye, fordæmdi einnig árásina og
sagði hana árás á bandalag Suður-
Kóreu og Bandaríkjanna. Park er
sjálf með ör á hægri vanga eftir að
ráðist var á hana með svipuðum
hætti í kosningabaráttu árið 2006.
Tilræðismaðurinn Kim Ki-Jong er
55 ára gamall og hlaut tveggja ára
skilorðsbundinn dóm árið 2010 fyrir
að hafa kastað grjóti að sendiherra
Japana í Suður-Kóreu.
Kim Ki-Jong er sagður styðja
sameiningu ríkjanna á Kóreuskaga
og heimsótti Norður-Kóreu minnst
sex sinnum árin 2006 og 2007. Hann
reyndi að reisa minnismerki um Kim
Jong-il, fyrrverandi leiðtoga Norð-
ur-Kóreu, eftir andlát hans árið
2011, en var stöðvaður af lögreglu og
íhaldssömum Suður-Kóreubúum.
AFP
Alblóðugur eftir tilræðið Mark Lippert, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, fékk langan og djúpan skurð við
árásina, auk þess sem hann særðist á höndum við að verja sig. Litlu munaði að skurðurinn næði að hálsslagæð.
Morðtilræði við sendi-
herra Bandaríkjanna
Norður-Kóreumenn segja tilræðið „réttláta refsingu“
Viðbrögð Norður-Kóreu við árásinni skáru sig nokkuð
frá öðrum, þar sem hin ríkisrekna KCNA-fréttastofa
lýsti því yfir í fyrirsögnum frétta sinna af árásinni að
árásin á Lippert hefði verið „réttlát refsing fyrir stríðs-
mang Bandaríkjastjórnar“. Fordæmdi fréttastofan
Bandaríkin fyrir að hafa tekið þátt í sameiginlegum her-
æfingum með Suður-Kóreu.
Sagði ennfremur í fréttum ríkisfjölmiðilsins að árásin
hefði verið gild „yfirlýsing mótspyrnu“ gegn Bandaríkj-
unum, og að hún sýndi hvert almenningsálit Suður-
Kóreubúa væri á Bandaríkjunum.
Bandaríkin fordæmd
VIÐBRÖGÐ NORÐUR-KÓREU
Kim Jong-un
Bandaríska upp-
finningamann-
inn Thomas
Edison dreymdi
um að smíða
tæki til að
hlusta á raddir
framliðinna.
Skráði hann til-
raunir sínar og
komu þær út
eftir lát hans
1948 í lokakafla Dagbókar og
ósamstæðra athugasemda, en var
sleppt úr síðari útgáfum bókar-
innar á ensku. Í Frakklandi hafa
þessar hugmyndir Edisons um
„draugasíma“ nú verið endur-
vaktar í bók sem nefnist Kon-
ungdæmi handanheimalífsins.
Edison þróaði plötuspilarann og
mun hafa vonast til að magna upp
raddir að handan með upptökum.
Mun hann hafa samið um það við
samstarfsmann sinn William Wal-
ter Dinwiddie að sá þeirra, sem
færi á undan, myndi reyna að
senda boð að handan til hins.
FRAKKLAND
Edison hafði hugmyndir um draugasíma
Thomas Alva
Edison
Franskir mathákar virðast í aukn-
um mæli farnir að halla sér að ham-
borgara í staðinn fyrir hina hefð-
bundnu frönsku skinkusamloku í
snittubrauði. Samkvæmt nýrri
könnun seldust um 1,07 milljarðar
hamborgara í Frakklandi á síðasta
ári, sem er 10% meira en árið 2013,
á móti um 1,28 milljörðum skinku-
samloka. Hefur hamborgarinn því
sótt mjög á samlokuna.
FRAKKLAND
Hamborgarinn sæk-
ir að snittubrauðinu
Leyniþjónustunefnd breska þings-
ins hefur skilað frá sér áliti þar sem
leyniþjónustustofnanir landsins,
MI5, MI6 og GCHQ, eru hvattar til
þess að ráða miðaldra konur til
njósnastarfa. Hazel Blears, aðalhöf-
undur álitsins, segir að miðaldra
konur, einkum þær sem hafi komið
fjölskyldu á legg, búi yfir lífs-
reynslu sem lítið hafi verið sótt í af
njósnastofnunum Bretlands.
BRETLAND
Sækjast eftir
miðaldra konum
Morgunblaðið gefur út þann
12. mars glæsilegt
sérblað um HönnunarMars
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARFRESTUR
AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 12,
mánudaginn
9. mars.
NÁNARI
UPPLÝSINGAR
GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Hátíðin verður haldin
víðs vegar um Reykjavík
þar sem saman koma
íslenskir hönnuðir og
sýna fjölbreytt úrval
nýrrar íslenskrar hönn-
unar og arkitektúrs af
margvíslegu tagi.
HönnunarMars
DesignMarch
Reykjavík 12.-15.03.2015