Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 Vinur minn og söngfélagi úr karlakórnum Fóstbræðrum, Árni Jóhannsson, er látinn. Hon- um kynntist ég fyrir hartnær fjórum áratugum. Hann var vin- ur foreldra minna og eldri bróð- ur. Seinna gekk ég til liðs við Fóstbræður og kynntist Árna betur. Hann var heillandi í við- kynningu og lífsgleði hans ein- stök. Árni var Fóstbróðir af lífi og sál í hartnær hálfa öld og söng fyrsta tenór alla tíð af miklum þrótti. Rödd hans var mikil, björt og fögur, sannkölluð sóló- rödd. Hann söng oft einsöng með Fóstbræðrum og öðrum kórum. Árni var bráðgreindur, duglegur og fylginn sér, allra manna vinsælastur, einstaklega skemmtilegur og félagslyndur, hrókur alls fagnaðar og höfðingi heim að sækja. Hann var ramm- pólitískur, framsóknarmaður, leyndi ekki skoðunum sínum og lét menn heyra það. Hann hafði yndi af hestamennsku og átti margan gæðinginn. Í Norðurlandasöngför Fóst- bræðra 1996 sátum við Árni aft- ast í annarri rútunni sem fluttu okkur milli staða. Þarna var stofnað ráðuneyti Árna Jóhanns- sonar. Hann skipaði undirritað- an ráðuneytisstjóra og fylgdi því mikil ábyrgð. Árni var strangur húsbóndi og sagðist myndu reka mig væri ég með eitthvert múð- ur. Starfið fólst mjög í flutningi skemmtiefnis af ýmissi gerð í samráði við Árna. Nú er Árni kominn til hins ei- lífa ljóss og vors. Ég kveð hann hinsta sinni með miklum sökn- uði. Hann var í mínum huga af- bragðsmaður, heillandi persónu- leiki, snillingur í kímni, söng og leik, en umfram allt drengur góður og vinur í raun. Ég þakka honum af heilum hug samferðina í lífinu, skemmtilega viðkynn- ingu, sönginn, lífsgleðina, tryggð og hlýhug í minn garð alla tíð. Ég votta fjölskyldu Árna, ætt- ingjum og vinum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Árna Jóhannssonar. Magnús Ástvaldsson. Fallinn er nú frá góður vinur og félagi. Við Árni kynntumst upp úr 1990 og tókst með okkur mikil vinátta sem snerist um hrossin okkar, söng og „hafa gleði“ eins og hann nefndi það. Við sátum oft í bústaðnum á Kvistum þar sem við hjónin höf- um verið tíðir gestir hjá Árna og Lælu og nutum vináttu þeirra sem var einlæg og sýndi vænt- umþykju. Þar gátum við setið og talað um hross og ekki var nú mikið varið í hrossaræktina ef ekki var Ófeigur frá Flugumýri í hrossinu og ekki mátti nefna Orra frá Þúfu, þá fussaði Árni, en það var til að koma um- ræðunni á fjörugra plan og eftir langar vitsmunapælingar um hross átti hann til að segja: „Jæja Holmes, nú fáum við okk- ur staup og syngjum Besti vinur bak við fjöllin háu,“ og svo Ljómar heimur logafagur sem við sungum iðulega ásamt mörgu öðru og ef að voru fleiri að taka undir byrjaði hann í temmilegri tónhæð og hækkaði svo tóninn þar til hann sprengdi alla því enginn hafði aðra eins tónhæð og Árni. Nokkrar ferðirnar fórum við norður í Skagafjörð með fé- lögum okkar Lárusi Daníel og Sigga Ásgeirs til að hitta bænd- ur og fá okkur neðan í því og syngja með því mikla söngfólki. Alltaf passaði Árni upp á að fá blómvendi hjá vini sínum Gísla í Dalsgarði til að færa húsfrúnum á bæjunum, þetta eru ógleyman- legar ferðir. Og ekki er hægt að sleppa að minnast á ferðirnar okkar um páska; hittingur hjá Bjarna á Þorláksstöðum, borðað saltað hrossakjöt, og svo riðið upp í Hækingsdal til Brands og Bellu en Árni kom akandi. Þar beið okkar hlaðborð af tertum og auðvitað var sungið og eitt gleymdist aldrei, það var myndavélin til að festa gjörning- inn á filmu, Árni var ekki tilbú- inn að færa sig í nútímann í myndavélatækninni. Ég kveð góðan vin og félaga og megi minning hans lifa. Birgir Hólm. Léttur og kátur, hvað sem á bjátaði. Fastur fyrir og lét allt fjúka um menn og málefni, þeg- ar honum fannst tilefni til. Ógleymanlegur gleðigjafi og engum líkur. Hávær í tali, hríf- andi tenór í söng, hvílík rödd! Þetta kom upp í hugann, þeg- ar ég frétti lát Árna vinar míns, Jóhannssonar. Við kynntumst á Laugarvatni í hópi tíu skólasystkina í Íþrótta- kennaraskóla Íslands, haustið 1953. Þar sem við bjuggum í heimavistum samfellt í níu mán- uði urðu kynni mjög náin og bundumst við skólasystkinin traustum vináttuböndum. Öll vorum við um tvítugt, en þar sem Árni var þá þegar kvæntur fannst okkur hann eldri og þroskaðri en við. Hann átti létt með að tjá sig, talaði hátt og skýrt og skorinort og var því til- valinn til forystu í skólafélagi okkar. Tók hann það góðfúslega að sér. Fórst honum það vel úr hendi. Hélt hann m.a. eftirminni- lega ræðu við skólaslit, þar sem hann gagnrýndi tæpitungulaust það, sem honum þótti betur hefði mátt fara í skólastjórn. Við áttum ógleymanlegar stundir við nám og leik. Árni var ekki beinlínis fæddur fimleika- maður, en afburðagóður sund- maður, sá albesti á Laugarvatni, þann vetur. Og það var einmitt í baðklefum sundlaugarinnar, sem ég heyrði fyrst hans frábæru tenórrödd, þegar við þöndum raddböndin á góðum stundum. Þurfti ekki speking til að skynja, að þar var algjör gullbarki á ferð. Reyndi ég að telja Árna trú um, að hann ætti eftir að ná langt á söngbrautinni sneri hann sér af alvöru að söngnum. Ekki tókst að láta þann draum rætast. Hann hefur hins vegar átt lang- an og glæsilegan söngferil með Karlakórnum Fóstbræðrum. Þar naut rödd hans sín best á hæstu tónum töfrandi söngs frábærra söngfélaga. Eftir Laugarvatnsdvölina missti ég af Árna í nokkur ár vegna námsdvalar erlendis, en við náðum saman á ný í afmæl- um árgangsins okkar. Nutum við skólasystkinin þá oft einstakrar gestrisni Árna og Lælu á heimili þeirra hér í Reykjavík og sum- arbústað fyrir austan fjall. Undanfarna þrjá áratugi hef ég notið þeirra forréttinda að fá að syngja í Fóstbræðrum með Árna og fundið hversu mjög hann er virtur og dáður af kór- félögum og stjórnendum kórsins. Þar var hann í essinu sínu, þar var hans óperusvið! Kveð ég nú þennan góða dreng með söknuði, en fyrst og fremst þakklæti fyrir ógleyman- legar samverustundir. Valdimar Örnólfsson. Söngbróðir kvaddur – sam- fylgd þökkuð. Enn berst sorgarfregn. Árni Jó er látinn. Komið að kveðju- stund. Við Árni stóðum, sátum og sungum saman hlið við hlið í nærfellt 60 ár. Við vorum félagar á söngpalli og í söngstarfinu all- an tímann. Áttum skemmtilegar stundir í ferðum innanlands sem utan. Minnisstæðar skemmti- ferðir þar sem margt var sungið, skrafað og hlegið dátt. Lífsgleð- in í fyrirrúmi. Vinur minn, þér var gott að kynnast. Þú bættir hverja sam- verustund. Nú verða ekki fleiri slíkar í bili. Við hittumst svo í himnakórnum. Ég kveð fóst- bróðir minn og söngfélaga. Far- vel, vinur. Eygló og öllum aðstandendum sendi ég innilegustu samúðar- kveðjur. Garðar Jökulsson. Við andlát Árna Jóhannssonar hverfur af sjónarsviðinu stór- kostlegur persónuleiki sem eng- inn mun gleyma sem hlotnast hefur það lán að kynnast honum. Okkar leiðir lágu fyrst saman vegna áhuga okkar á stóðhest- inum Ófeigi frá Flugumýri 882. Stofnað var hlutafélag um Ófeig og var Árni einn af stofnfélögum þess. Ófeigsfélagið starfaði af krafti og var það fyrst og fremst ræktunarfélag. Hinsvegar má ekki gleyma því að í öllu sem Árni tók þátt í voru gleði og skemmtilegheit ávallt í fyrir- rúmi. Hestar hafa oft verið áhrifa- valdar í sögunni og það hefur Ófeigur 882 svo sannarlega verið í samskiptum okkar Árna. Í hvert skipti sem við hittumst eða töluðum saman í símann er full- víst að Ófeigur sjálfur eða af- komendur hans komu til tals. Árni var Vestfirðingur og var hann stoltur af þeim uppruna sínum. Hann sagði kjarnmiklar sögur sem líklega eiga ekki allar heima á prenti, fólk er líka orðið svo teprulegt nú til dags. Árni gekk undir nafninu „Árni söngvari“ og það var hann án nokkurs vafa þó að ég sé svo sannarlega ekki sá besti til að dæma um það. Einnig var hann örlátur og mátti aldrei aumt sjá án þess að reyna úr því að bæta. Árni og Læla eiga sælureitinn sinn hér í sveitinni okkar sem er jörðin Kvistir. Þar hafa þau reist glæsilegt sumarhús. Þar voru þau saman á sumrin og sinntu sínum áhugamálum. Læla að fegra og prýða garðinn, Árni að fylgjast með hrossastóðinu. Sér- staka ánægju hafði hann af því að geta tilkynnt að nýtt folald hefði litið dagsins ljós. Heimsóknir þeirra Árna og Lælu voru alltaf léttar og skemmtilegar, rétt að kíkja á okkur til að fá fréttir. Ef langur tími hafði liðið og þau höfðu ekki komið við hringdi Árni gjarnan í Kristin og alltaf hófst símtalið á sama hátt: „Sæll höfðingi, ég á ekkert erindi, er ekki allt í góðu lagi?“ Það verður tómarúm hér á Árbæjartorfunni nú þegar Árni er horfinn af sjónarsviðinu. Við vottum Lælu og fjöl- skyldu, börnum Árna og fjöl- skyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kristinn, Marjolijn og fjölskylda. Mig langar til að minnast hans Árna stórvinar míns Jó- hannssonar sem lést sunnudag- inn 22 febrúar síðastliðinn. Árna kynntist ég fyrir um það bil 50 árum þegar Maggi minn gekk til liðs við Karlakórinn Fóstbræður. Þá æxlaðist það þannig að ég fór að vinna hjá Byggingafélaginu Brún sem Árni var eigandi að og vann ég hjá honum um áratuga- skeið. Á þessum árum var mikið að gera hjá Árna, hann var m.a. að byggja Kornhlöðuna í Sunda- höfn og voru þá um 350 manns í vinnu hjá honum, bæði iðnaðar- menn og verkamenn. Þá kom Árni víða við í sambandi við brú- arsmíði, byggingar og gatnagerð eins og á Suðureyri og Hólma- vík. Það var gott að vinna hjá Árna, hann var alltaf glaður og góður og talaði aldrei niður til nokkurs manns. Þetta voru góðir tímar en jafnframt annasamir. Ég er mjög þakklát í dag fyrir að láta verða af því að heim- sækja Árna og Lælu í sumarbú- stað þeirra í sumar. Þegar ég kom þá sat Árni í skógivöxnu landinu og var að saga niður tré, en þau nutu þess vel að sinna garðinum sínum enda undur fag- ur, mikið blómaskrúð og þvílíkur fjöldi plantna. Við áttum ynd- islegan dag saman og Árni lék á als oddi, enda einn af fáum dög- um sem veðrið var gott. Árni undi sér vel í sveitinni sinni, geta fylgst með hrossunum, set- ið úti og horft svo langt sem augað eygði. Árni var mikill söngmaður og hafði gaman af að syngja, hann var hrókur alls fagnaðar og þeg- ar ég hélt upp á afmælið mitt þá talaði Árni til mín og söng eins og enginn væri morgundagur- inn við mikinn fögnuð við- staddra Árni minn, mig langar til að þakka þér fyrir umhyggjuna, gæskuna og vináttuna sem þú sýndir mér og fjölskyldunni. Þegar Maggi minn veiktist hringdi Árni alltaf til að athuga hvernig ég hefði það og eftir að hann lést hélt Árni áfram að hringja í mig og áður en samtal- inu lauk sagði Árni alltaf „er þá allt í sómanum“. Ég á eftir að sakna hringinganna frá þér, kæri vinur. Ég sendi mínar bestu samúðarkveðjur til barna Árna og Ólafar, þeirra Ágústs, Guðjóns, Gígju og Jóhönnu og fjölskyldna þeirra. Guð blessi ykkur. Elsku Læla mín og fjöl- skylda, innilegar samúðarkveðj- ur. Guð styrki ykkur í sorginni. Árni minn, þakka þér kær- lega fyrir samfylgdina. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Þóra Katrín Kolbeins (Kata). Djúp og varanleg vinátta er dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar, og allt heimsins gull og silfur. Henni þarf ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur, sem ekki yfirgefur. (Sigurbjörn Þorkelsson) Það var mikið lán í upphafi búskapar hjá okkur Þóru að kynnast Árna Jóhannssyni stór- söngvara sem ég kallaði oft fóstra. Árni bauð okkur að koma með hrossin okkar í hest- húsið í Kópavogi í eitt ár meðan við vorum að koma okkur fyrir í Hólmgarði 50. Að einu ári liðnu sagði Árni að réttast væri að ég kláraði skólagönguna áður en ég færi annað með hestana. Eftir það tókust með okkur órjúfanleg vinabönd. Í fyrstu hafði Árni ekki um- gengist hesta eða hestamenn en það breyttist fljótt enda hrókur alls fagnaðar hvert sem komið var. Árni las ættir og sögur um íslenska hestinn og fljótlega var hann mjög fróður um ættir hrossa. Hann var svo einn af stofnendum hlutafélagsins um stóðhestinn Ófeig frá Flugu- mýri. Við Þóra nutum fljótt góðs af því og var okkar bestu bleikálóttu hryssu haldið undir Ófeig. Bleikálótti liturinn var stolt okkar Árna í ræktun góðra reiðhrossa. Okkar vinum fannst oft sér- kennilegt að þegar ákveðið var að fara að heiman eina kvöld- stund var barnapían Árni Jó- hannsson efstur á blaði. Aldrei minnist ég annars en að Árni hafi komið og passað dætur okkar ef hann hafði tök á. Ró hans og elskulegt viðmót hafði góð áhrif á dætur okkar sem minnast hans með hlýju. Fyrir stuttu áttum við samtal þar sem við rifjuðum upp góðar stundir og heimsóknina þeirra Eyglóar að Grenjum í haust og ákváðum í framhaldi að hittast á heimili þeirra nú á vormánuð- um. Í þessu samtali fann ég glöggt hve vel honum leið og að hann naut hverrar stundar þótt fæturnir væru farnir að gefa sig. Við fjölskyldan í Hamraborg sendum Eygló, börnum og öðr- um aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðju á þessari kveðjustund. Jóhannes Oddsson. Árni Jóhannsson byggingar- meistari, vinur okkar, var mikill öðlingur og gleðigjafi. Fyrstu kynni af Árna voru þegar einn okkar var handlang- ari hjá honum sumarlangt árið 1955. Árið 1965 stofnuðum við fé- lagarnir, Helgi, Vilhjálmur og Vífill, Teiknistofuna Óðinstorgi eftir nám erlendis í byggingar- list og verkfræði. Ekki leið langur tími uns Árni birtist á Teiknistofunni og bað okkur fyrirvaralaust að teikna tvö 7 og 9 hæða fjölbýlishús í Kópavogi. Eftir það var hann fastagestur á Teiknistofunni. Í hvert sinn er hann birtist kom hann með eitthvert góðgæti og glaðning syngjandi, en hann var stórsöngvari, en oftast byrjaði hann þó á því að tukta okkur að- eins til. Árna Jóhannsson var mjög virkur verktaki á seinni hluta síðustu aldar, hann vann að ýms- um merkum framkvæmdum. Við hönnuðum fyrir hann stórhýsi í miðbæ Kópavogs auk áður nefndra fjölbýlishúsa við Þver- brekku. Þá aðstoðuðum við hann við gerð tilboða og við fram- kvæmd ýmissa stórverkefna sem hann tók að sér, svo sem end- urnýjun Reykjaæðar fyrir Hita- veitu Reykjavíkur, sem þá var eitt stærsta verkefni sem hita- veitan hafði boðið út. Þá tók Árni að sér mörg brúarverkefni og var hann því oft nefndur Árni brúarsmiður. Í þessu sambandi má nefna Höfðabakkabrú yfir Elliðaárnar, Gullinbrú yfir Graf- arvog og fjölmargar vegbrýr svo sem brýrnar yfir Nýbýlaveg í Kópavogi. Öllum þessum verk- um skilaði Árni með sóma og í góðri sátt við verkkaupa og starfsmenn sína. Síðast leit Árni inn hjá okkur í nóvember síðastliðnum og þá var nokkuð af honum dregið lík- amlega, en ætíð var hann hress og kátur. Við sendum aðstandendum Árna innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd vina á Teiknistof- unni Óðinstorgi, Helgi, Vilhjálmur og Vífill. Kveðja frá Gömlum Fóstbræðrum Leiðir okkar Árna Jóhanns- sonar lágu saman haustið 1974 þegar ég gekk til liðs við karla- kórinn Fóstbræður. Árni hafði þá sungið með kórnum frá árinu 1957. Hann var gæddur ein- stakri tenórrödd enda var hann burðarmaður í fyrsta tenór í kórnum í mörg ár. Hann hafði hljómmikinn, bjartan og klingj- andi tón sem setti mark sitt á hljóm kórsins. Hann lærði nokk- uð söng á yngri árum og hefði trúlega náð langt ef hann hefði lagt út á þá braut. Félagið Gamlir Fóstbræður var stofnað árið 1959 af söng- mönnum sem áður höfðu sungið með Fóstbræðrakórnum en voru hættir. Einstaka starfandi söng- menn í Fóstbræðrum hafa þó alltaf sungið með Gömlum þar á meðal Árni. Það eru nokkur ár síðan hann hætti að syngja í að- alkórnum og snéri sér alfarið að söng með þeim gömlu. Nokkur síðustu ár hafa Gamlir Fóst- bræður ásamt mökum farið í söng- og skemmtiferðir út á land og haldið tónleika víða. Árni og Læla, sambýliskona hans, hafa tekið þátt í þessum ferðum og notið þess að vera í hópi vina. Hafa þau sannarlega lagt sitt af mörkum til þess að gera þessar ferðir ógleymanlegar. Árni hafði áhuga á hrossa- rækt. Hann var fjölfróður um það efni og þekkti fjölmarga hestamenn og hrossaræktendur um land allt. Hann fylgdist með þróun mála í hrossarækt og sótti oft hestamannamót. Þar sem hestamenn koma saman er gjarnan sungið. Minnist ég þess eitt sinn á landsmóti hesta- manna á Vindheimamelum í Skagafirði er Árni var staddur þar í veitingaskála. Hópur manna tók að syngja en Árni tók ekki undir. Þegar bráði af söng- mönnum hóf Árni upp raust sína í þeirri hæð sem hentaði honum en öðrum ekki. Eftir það sungu aðeins fáir en hinir hlustuðu. Árni var fæddur og uppalinn við Ísafjarðardjúp og átti þar djúpar rætur. Hann þekkti víða til úti á landi og hafði skilning á aðstæðum þeirra sem þar búa og var dyggur stuðningsmaður landsbyggðarinnar. Árni var ekki einasta góður söngmaður, hann var einnig góður félagi. Hann var skemmtilegur og kom auga á hinar spaugilegu hliðar lífsins. Hann átti auðvelt með að umgangast fólk, bæði unga og aldna og var óspar á góð ráð ef því var að skipta. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og sagði óhikað kost og löst í hverju máli. Árni og Læla dvöldu oft í sumarbústað að Kvistum í Rang- árþingi vestra. Þar hefur Læla ræktað garð umhverfis bústað- inn af ótrúlegri eljusemi og dugnaði. Vöxtulegur trjágróður, blóm og skrautjurtir gera garð- inn að sönnum sælureit. Í næsta nágrenni voru hryssur og folöld sem þau fylgdust með af áhuga og höfðu gaman af. Var ánægju- legt að verða vitni að því hvað þeim leið vel í þessu einstaka umhverfi og sjá hve góðan stuðning Læla veitti Árna þegar líkamlegri færni hans hrakaði. Gamlir Fóstbræður og makar þeirra senda Lælu samúðar- kveðjur vegna fráfalls Árna Jó- hannssonar svo og öðrum ástvin- um hans. Þorleifur Pálsson. Kveðja frá Karlakór Kjalnesinga Í dag kveðjum við kæran vin og kórfélaga, Árna Jóhannsson. Árni gekk til liðs við okkur eftir að hafa lokið fjörutíu ára glæst- um söngferli með Fóstbræðrum. Hann byrjaði fyrir tilstilli Finn- boga bróður síns, sem einnig söng með okkur í mörg ár. Það var mikill fengur að því að fá Árna í okkar raðir og var eftir því tekið hvað hljómur kórsins breyttist mikið við innkomu hans. Árni var duglegur að miðla af reynslu sinni til annarra og hafði metnað fyrir því að kórinn næði árangri. Hann lá ekki á skoðunum sínum ef honum fannst að eitthvað mætti betur fara og lét menn heyra það á sinn skemmtilega hátt. Hann lá heldur ekki á skoðunum sínum ef honum fannst eitthvað vel gert og var hann duglegur að senda jákvæða strauma út í kór- inn. Árni söng með okkur í ein 13 ár þar til hann ákvað að nú væri mál að linnti. Við gerðum hann að heiðursfélaga í kórnum fyrir nokkrum árum. Þau hjónin voru dugleg að sækja tónleika og skemmtanir á vegum kórsins og var sérstaklega ánægjulegt að þau skyldu koma í Fólkvang í byrjun febrúar þar sem við skemmtum okkur á Kótilettu- kvöldi með Karlakórnum Stefni. Það var í síðasta skipti sem við sáum Árna en hann var sjálfum sér líkur og skemmti sér hið besta. Við viljum votta Lælu og afkomendum þeirra dýpstu sam- úð. Minningin lifir um góðan og skemmtilegan dreng sem gaf okkur félögunum gott veganesti til framtíðar. Andri Þór Gestsson, formaður Karlakórs Kjalnesinga.  Fleiri minningargreinar um Árna Jóhannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.