Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Kvikmyndaklúbburinn Græna
ljósið frumsýnir í dag finnsku
kvikmyndina Mielensäpahoittaja
sem heitir á íslensku Nöldursegg-
urinn. Kvikmyndin var frumsýnd í
Finnlandi í fyrra og naut hún mik-
illa vinsælda, varð önnur aðsóknar-
mesta kvikmynd Finna í aldar-
fjórðung.
Í myndinni segir af öldruðum
bónda sem er mikill nöldurseggur
og neyðist til að fara til Helsinki
eftir að hafa slasast á fæti á af-
skekktu heimili sínu. Bóndinn þarf
að gista nokkrar nætur hjá syni
sínum og tengdadóttur og gerir
tengdadótturina gráhærða með
nöldri, furðulegum uppátækjum og
forneskjulegum hugmyndum um
hlutverk kynjanna. Eiginkona hans
þjáist af elliglöpum, dvelur á
hjúkrunarheimili og sá gamli sakn-
ar hennar sárt þó ekki beri hann
sorgina utan á sér.
Leikstjóri myndarinnar er Dome
Karukoski og skrifaði hann hand-
ritið eftir bókum rithöfundarins
Tuomas Kyrö sem hann byggði á
stuttum útvarpsinnslögum sínum
um nöldursegginn.
„Af því hún er svo góð“
Karukoski og Kyrö eru staddir
hér á landi og voru viðstaddir við-
hafnarfrumsýningu á myndinni í
gærkvöldi. Báðir hafa þeir notið
mikillar velgengni sem listamenn,
Karukoski hlotið finnsku kvik-
myndaverðlaunin tvisvar og Kyrö
margtilnefndur og -verðlaunaður
fyrir verk sín.
Blaðamaður ræddi við þá félaga
í gær og spurði fyrst hvers vegna
þeir teldu myndina hafa slegið í
gegn í Finnlandi. „Af því hún er
svo góð,“ svarar Kyrö og stekkur
ekki bros. Karukoski býður upp á
ítarlegri skýringu, segir Finna
hafa kunnað að meta bækurnar og
útvarpsinnslögin, að kvikmyndin
sé bæði gamansöm og dramatísk
og fyrir vikið meira gefandi en
hrein gamanmynd og að auki fjöl-
skyldumynd.
Kyrö er spurður að því hvaðan
nöldurseggurinn komi, hvort hann
eigi sér fyrirmynd og svarar rit-
höfundurinn því til að hann sé
byggður á ömmu hans og afa og
honum sjálfum. „Andlega er ég 78
ára. Ég er þó að yngjast, ég var 83
ára þegar ég hóf að skrifa um
hann,“ segir Kyrö grafalvarlegur.
Þegar útvarpsinnslögin hafi verið
pöntuð af honum hafi hann sett
það skilyrði að hann mætti skrifa
bækur út frá þeim. Þá hafi þessi
78 ára sínöldrandi maður orðið til,
maður sem hefur ekki lagað sig að
breytingum samfélagsins í hálfa
öld enda lítt hrifinn af þeim. Kyrö
segist hafa varið miklum tíma með
ömmu sinni og afa sem barn og
sýn þeirra á heiminn hafi alltaf
verið svipuð hans . „Mér finnst ég
vera þessi 78 ára maður,“ segir
hann.
Breytt samfélag
Karukoski segir nöldursegginn
einfara en þó ekki að eigin ósk.
Hann njóti þess að verja tíma með
barnabörnum sínum. Í nútíma-
samfélagi gegni afar og ömmur
ekki sama hlutverki og þau gerðu
áður fyrr. „Nú fara börnin til dag-
mömmu en ekki ömmu og afa og
áður fyrr hringdu menn í feður
sína til að biðja þá að laga bílskúr-
inn af því þeir höfðu ekki tíma til
þess sjálfir. Í dag er hringt í iðn-
aðarmenn þannig að gamlir menn
eins og nöldurseggurinn eru orðnir
gagnslausir.“
-Kvikmyndin er þá að ákveðnu
leyti gagnrýni á nútímasamfélagið?
Karukoski tekur undir það og
bendir á nokkur atriði í myndinni,
m.a. atriði þar sem sá gamli er hjá
lækni og læknirinn talar við son
hans í stað þess að tala við sjúk-
linginn, nöldurseggnum til mikillar
óánægju. „Þegar maður kemst á
ákveðinn aldur fara allir að hugsa
fyrir mann,“ bendir Karukoski á.
Nöldurseggurinn geti ekki sætt sig
við það enda viljasterkur maður
með eindæmum. Hann vilji sanna
fyrir sínum nánustu að hann sé
ekki gagnslaus, að þeir þurfi enn á
honum að halda, en takist það
ekki.
Kyrö segir þetta mikilvægan
hluta af persónunni, þessi þörf
hennar fyrir að vera samfélagi
sínu til gagns og Karukoski bætir
því við að bóndinn sé afar ein-
mana, búinn að missa ástkæra eig-
inkonu sína í hendur lækna og
hjúkrunarfólks. „Á táknrænan hátt
snýst myndin því um að finna sér
stað, átta sig á því hvar maður eigi
heima. Við erum alltaf að flýta
okkur,“ segir Karukoski og við-
urkennir að það eigi við um hann
sjálfan líka. Hann hafi t.d. ekki
gefið sér nægan tíma til að sinna
aldraðri móður sinni.
Hugmynd að framhaldi
Spurður út í viðtökur við mynd-
inni utan heimalandsins segir leik-
stjórinn að það hafi komið honum
á óvart hversu jákvæðar þær hafi
verið, bæði meðal gagnrýnenda og
áhorfenda. Það sé til marks um að
fólk tengi við umfjöllunarefnið, að
aðalpersónan sé kunnugleg og til-
vistarkreppan sem hún glímir við.
„Fólk er ekki svo ólíkt og fjöl-
skyldur eru alls staðar eins, hvar í
heimi sem þær eru,“ bætir Kyrö
við.
Að lokum eru félagarnir spurðir
hvort framhaldsmynd sé vænt-
anleg og svarar leikstjórinn því til
að Kyrö sé kominn með ágæta
hugmynd að einni slíkri. Þeir ætli
að dvelja degi lengur á Íslandi en
til stóð og vinna út frá henni.
„Kannski fáum við hugljómun á
Ölstofunni eða Kaffibarnum,“ segir
leikstjórinn hlæjandi og Kyrö hlær
með. „Við munum ekki gera fram-
haldsmynd af þeirri ástæðu einni
að sú fyrri sló í gegn,“ bætir
Karukoski við.
Morgunblaðið/Golli
Samstarfsmenn Rithöfundurinn Tuomas Kyrö og kvikmyndaleikstjórinn Dome Karukoski.
Einmana nöldurseggur
„Mér finnst ég vera þessi 78 ára maður,“ segir höfundur
bókanna sem finnska myndin Nöldurseggurinn er byggð á
Sá gamli Antti Litja í hlutverki
nöldurseggsins í Nöldurseggnum.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k
Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k
Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k
Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas.
Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00
Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00
Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00
Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Sun 26/4 kl. 19:00
Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Mið 29/4 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 8/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00
Lau 14/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00
Sun 15/3 kl. 13:00 Lau 11/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00
Lau 21/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00
Sun 22/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Fös 20/3 kl. 20:00 Frums. Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k
Sun 22/3 kl. 20:00 2.k Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k
Þri 24/3 kl. 20:00 aukas. Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k
Fim 26/3 kl. 20:00 3.k. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k
Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k.
Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.
Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.
Fös 10/4 kl. 20:00 aukas. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k
Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 6/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00
Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00
Fim 12/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Beint í æð (Stóra sviðið)
Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00
Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00
Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00
Sprenghlægilegur farsi
Billy Elliot – Frumsýning í kvöld!
leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“
– Morgunblaðið
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið)
Fös 6/3 kl. 19:30 25.sýn Sun 15/3 kl. 19:30 27.sýn Sun 29/3 kl. 19:30 29.sýn
Lau 7/3 kl. 19:30 26.sýn Lau 21/3 kl. 19:30 28.sýn
Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins.
Konan við 1000° (Stóra sviðið)
Lau 14/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 20/3 kl. 19:30 52.sýn
Aukasýningar á Stóra sviðinu.
Karitas (Stóra sviðið)
Sun 8/3 kl. 16:00 Aukas. Sun 8/3 kl. 19:30 36.sýn
Allra síðustu sýningar.
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)
Lau 7/3 kl. 13:30 Sun 15/3 kl. 13:30 Sun 22/3 kl. 13:30
Sun 8/3 kl. 13:30 Sun 15/3 kl. 15:00 Sun 22/3 kl. 15:00
Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn!
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 7/3 kl. 14:00 5.sýn Lau 14/3 kl. 16:00 8.sýn Lau 28/3 kl. 14:00
Lau 7/3 kl. 16:00 6.sýn Lau 21/3 kl. 14:00 Lau 28/3 kl. 16:00
Lau 14/3 kl. 14:00 7.sýn Lau 21/3 kl. 16:00
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
Segulsvið (Kassinn)
Fim 12/3 kl. 19:30 Frums. Fim 19/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 26/3 kl. 19:30 5.sýn
Fös 13/3 kl. 19:30 2.sýn Sun 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/3 kl. 19:30 6.sýn
Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Minnisvarði (Aðalsalur)
Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 27/3 kl. 20:00
Mið 11/3 kl. 20:00 Sun 22/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 20:00
Fös 13/3 kl. 20:00 Mið 25/3 kl. 20:00
Eldbarnið (Aðalsalur)
Sun 8/3 kl. 14:00
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Minningartónleikar Elísabetar Sóleyjar (Aðalsalur)
Fim 26/3 kl. 20:00